Alþýðublaðið - 19.02.1966, Page 11
l=Ritsfiöri Örn Eidsson 0*8
KR sigraöi Ármann
og (R (KF í I. deild
EINAR SKORAÐI 49 STIG
í LEIKNUM VIÐ ÁRMANN
Á fimmtudagskvöld fóru fram
tveir leikir i I. deild.
Einar Bollason KR vann það ein
stæða afrek að skora 49 stig í leik
KR og Ármanns.
ÍR — ÍKF: 76:49
ÍKF skoraði fyrstu stigin en ÍR
síðan 11 stig í röð Eftir það var
aldrei um neina keppni að ræða.
í hálfleik höfðu ÍR-ingar yfirhönd
ina 18:29. Eina markverða í fyrri-
hálfleik var hin gífurlega misnotk
un ÍKF á vítaskotum. Þeir fengu
15 vítaskot en hittu aðeins úr
tveimur.
Strax í byrjun seinni hálfleiks
sóttu ÍKF-ingar nokkuð í sig veðrið
og komust í 25:29 en þar með var
draumurinn búinn. Eftir það helzt
FH í Prag og Valur
í Leipzig á morgun
Á morgun leika bæði FH og Val
ur í Evrópubikarkeppninni í hand
knattleik. FH leikur við Dukla
Prag og leilcurinn fer fram fyrir
hádegi. Tékkarnir sigruðu í leikn
um í Reykjavík með 20:15 og eru
uiun sigurvænlegri á morgun.
Ragnar Jónsson fór ekki með lið-
inu vegna meiðsla.
Kvennalið Vals leikur við SC
Leipzig. Fyrri leiknum lauk með
sigri Þjóðverja 19:7 og þarf varla
að velta vöngum yfir því, hvernig
leikurinn fer á morgun.
Við ræðum um úrslit leikjanna
i blaðinu á þriðjudag.
Einar Bollason, KR skoraði 49
stig í lciknum við Ármann,
íslenzkir skíðamenn til
keppni í Voss í Noregi
Eins og undanfarin 3 ár hefur
Skíðaráðið í Bergen boðið Reyk-
vískum skíðamönnum til keppni
við svigmenn úr skozka skíða-
klúbbnum og Bergensmenn. í ár
er mót þetta haldið í Voss og hefst
keppnin laugardaginn 19. marz í
stórsvlgi og sunnudaginn 20. marz
í svigi. Ekki hefur enn verið geng-
ið endanlega frá Reykjavíkursveit
inni( 6 m. sveit.) Ennfremur hef
ur íþróttabandalagið í Voss boðið
keppendum frá Akureyri til keppni
við sig á sama tíma og Reykvíking
ar keppa þar.
Keppendur og aðrir munu búa
á hótelum í Voss og hafa afnot af
skíðalyftum sem eru þar rótt hjá
10—15 stiga munur allan tímann
þar til síðustu fimm míútur leiks-
ins en þá skora ÍR-ingar 20 stig
gegn 6 hjá ÍKF. Urðu úrslit því
76:49 fyrir ÍR.
Bæði liðin léku nokkuð fast og
voru þó ÍR-ingar öllu ágengari. ÍR
lék maður gegn manni allan leik-
inn en ÍKF svæðisvörn.
ÍKF er með ungt lið og efnilegt
sem enn á mikið ólært. Vítahittni
liðsins er afleit; 24 vítaskot og 6
stig eða ca. 25% sýnir að lítil
rækt hefur verið lögð við að æfa
vítaköst.
Beztur þeira var Friðþjófur (21
stig) en hann má aldeilis taka sig
á í vítaköstunum Einar er mjög
efnilegur og snöggur leikmaður.
ÍR-ingar sýndu allsæmilegan
leik en þeir þurfa að bæta hittn-
ina ef þeim á að takast að vinna
þetta mót. Beztir þeirra voru Hólm
steinn (19 stig) Agnar (14 stig) og
Tómas (8 stig).
Framhald á 15. síffu.
^ooooooooooooooo-
Kvikmynditi frá
(eik West Ham
og Miinchen kl. 3
í dag kl. 3 verður sýnd í
Gamla biói kvikmynd frá úr
slitáleik Evrópubikarkeppni
bikarmeistara í knattspyrnu
milli West Ham og Miinc-
hen 1860. Kvikmynd þessi
var sýnd í Gamla bíói sl.
laugardag fyrir fullu húsi
og urðu margir frá að hverfa.
Einnig var hún sýnd í Kefla
vík í vikunni. Myndin er
mjög góð og er vissara að
tryggja sér miða tímanlega.
>000000000000000
Sigurvegararnir í firmakeppni Tennis- og badmintonfélags-
ins Árni Ferdinandsson og Kristján Benediktsson, ásamt Indriffa
G. Þorteinssyni ritstjóra Tímans, sem heldur á verðlaunagTipiuv
um, sem um var keppt.
ÍSLANDSMÓTIÐ I HAND-
KNATTLEIK UM HELGINA
Islandsmótið í handknattleik
heidur áfram laugardaginn 19. fe-
brúar að Hálogalandi og hefst kl.
2,15.
3. flokur karla A-riðill
ÍBK — Þróttur
2. deild karla
Vikíngur — Þróttur
ÍR — ÍA
Sunudaginn 20. febrúar verða
leiknir 2 leikir í I. deild karla.
Athygli er vakin á þeirri breyt-
ingu sem gerð hefur verið á leik-
skránni að þeir leikir er áttú a®
vera þriðjudaginn 8. marz verða
leiknir sunudaginn 20. febrúar, eiv
þeir leikir sem áttu að fara fram
sunnudaginn 20. febrúar verða
leiknir þriðjudaginn 8. marz.
Leikirnir á sunnudagskvöldið
verða því þessir:
Framhald á 14. síðu
Fyrirhugað er að báðir hóparnir
fari frá Reykjavik með flugvél frá
Flugfélagi íslands sem mun fara
beint til Bergen og þaðan er farið
um klukkutíma ferð með lest til
Voss. Mánudaginn 21. marz verður
farið sömu leið til baka og komið
hingað á mánudagskvöld.
Ferðaskrifstofan Lönd & Leiðir
sími 20800 annast alla fyrirgreiðslu
fyrir skíðafólk sem kynni að hafa
áhuga á þessari ferð. Lönd & Leið
ir biður fólk, sem kynni að hafa
áhuga fyrir ferð þessari að hafa
samband við sig fyrir föstudags-
kvöld 25. febrúar þar sem gisting
er mjög takmörkuð á þessum tíma
í Voss.
SKÍÐAMÓT REYKJAVÍKUR
í HAMRAGILI Á MORGUN
Skíðamót Reykjavíkur í stór-
svigi hefst í Hamragili á morgun
kl. 10 f.h. á keppni drengja. K1
10,20 hefst keppni stúlkna og kl.
11 kemur röðin að c-flokki karla.
Keppnin heldur áfram eftir hádegl
eða kl. 13 í b-flokki, hálftima
síðar hefst keppni kvenna og loks
verður keppt í karlaflokki kl. 14.
Beztu skíðamenn borgarinnar
eru meðal þátttakenda, má þar
nefna Eystein Þórðarson, ÍR, sem
sigraði í stórsvigi og svigi á mót-
um um síðustu helgi. Einnig eru.
skráðir til leiks Guðni Sigfússon,
ÍR, Leifur Gíslason, KR, Sigurður
Einarsson, ÍR Bjarni Einarsson, Ár
manni, Þorbergur Eysteinsson, ÍR
o.fl. Hjá kvenfólkinu keppa m.a.
Jakobína Jakobsdóttir, ÍR og
Hrafnhildur Helgadóttir, Ármanni.
Skiðadeild ÍR sér um framkv.
mótsins, um næstu helgi verður
keppt í svigi í öllum flokkum, cn
keppnisdagar eru ekki ákveðnir
í bruni og göngu.
Eystcinn I>órffarson, ÍR keppir já morgun.
Niina í vikunni sigruðu Danmerk-
urmeistararnir Aarhus KFVM Rech
bergslid, Svíþjóð i Evröpubika^
keppni karla i Gautaborg me•
24:17. HG, Danmörku sigraði Tar-
up, Sovétríkjunum 10:8 í EvrópUr
bilcarkeppni kvenna í Höfn.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 19. febrúar 1966