Alþýðublaðið - 01.03.1966, Qupperneq 2
Ííeimsfréttir
sídastlidna nótt
LONDON: — Harold Wilson forsætisráðherra tilkynnti
i tær að efnt yrði til nýrra þingkosninga í Bretlandi 31. marz.
Ákvörðunin v?r tekin í trausti þess, að brezkir kjósendur tryggi
Verkamannaflokknum ótvíræðan sigur yfir íhaldsmönnum og Wil-
son íorsætisráðherra örugg völd næstu fimm árin. Þing verður
rofið 10. marz.
MOSKVU: — Aukaflugvél frá Peking, sem sennilega er
með Nkruma.li fyrrum forseta Ghana innanborðs, var væntanleg
til Moskvu í kvöld að sögn flugfélagsins Aeroflot. Ekki hefur
verið staðfest, livort Nkrumah er í vélinni en hann fór frá
Peking í einni af flugvélum Aeroflot fyrr um daginn. Engin við-
höfn var við brottför Nkrumah frá Peking og stakk það í stúf
við hinar virðulegu móttökur er hann lilaut við komu sína þangað.
á timmtudaginn.
ACCRA: — Leiðtogi nýju stjórnarinnar í Ghana, Ankrah
tiershöfðingi, tilkynnti í gær, að Nkrumah fyrrum forseta yrði
stefnt fyrir rétt, ef hann sneri aftur til Ghana. Hvert það land,
sem Nkrumah dveldist í, yrði beðið um að framselja hann. Ankrah
•íershöfðingi kvað ekkert vera liæft í því, að nýja stjórnin hygð-
- ist slíta stjórnmálasambandi við Sovétríkin og Kína. Stjórnin
vildi vinsamleg samskipti við allar þjððir.
ADDIS ABEBA: Ráðherranefnd Einingarsamtaka Afríku
tókst ekki að koma sér saman um það á fundi í gær kvort þau
e;ltu að viðurkcnna Kwame Nkrumah og stjórn hans eða nýju
stjórnina í Ghana sem hina löglegu stjórn landsins. Fulltrúum
♦iýjii stjómarimiar verður leyft að sitja fund ráðherranefndar-
innar á morgan er gengið verður frá dagskrá ráðstefnunnar og
forsetar þess valdir, en óákveðið er, hvort fulltrúum Accra-stjórn-
arinnar yerður leyft að greiða atkvæði. Nkrumah hefur sent utan-
cíkisráðherra sinn, Quaison-Sackeý, að sitja ráðstefnuna.
DJAKÚRTA: — Hermenn voru sendir í flýti á ýmsa mikil-
væga staði í Djakarta þar eð til átaka kom með stúdentum, sem
efndu til métmæla gegn kommúnistum, og stuðningsmönnum
-kommúnista. Þeir, sem mótmæltu, og hinir, sem mótmæltu. þeim
sem mótmæltu hittust fyrir utan háskóla borgarinnar og skiptust
á skammaryrðum.
HOUSTON: Bandarísku geimfararnir Elliott See og Char-
-les Bassett fórust í gær í flugslysi í St. Louis í Missouri.
DA NANG: — Bandarískir og suður-victnamiskir hermenn
állu í hörðuin bardögum við Vietcong á þrem stöðum á norður-
strönd Suður-Vietnam í gær. Skæruliðar réðust á fámennan flokk
suður-vietnamiskra hermanna í þorpi um 112 km. norður af .
Saigon.
NÝJU DELHIí — Forsætisráðherra Indlands frú Indira
Gandhi, fer í heimsókn til Bandaríkjanna 27. marz, að því er
skýrt var frá á indverska þinginu í gær. .
Ný kvikmynd um
Grænlandsflug
Reykjavík, OÓ.
Grænlandsflug heitir síðasta
kvikmyndin sem Geysismyndir h.f.
hafa framleitt. Var hún sýnd nokkr
um gestum í Háskólabíói í gær.
Sýningartími myndarinnar er 15
Féll af 7. hæð
09 beib bana
Rvík, - ÓTJ.
Miðaldra kona beið bana í fyrra
kvöld er hún féll af svölmn á sjö
undu hæð hússins númer 23 í Sól
heimum. Var hún Iátin þegrar að
var komið, enda gaddfreðin jörð
undir. Rannsókn málsins er enn
á frumstigi, og verður nafn Iienn
ar því ekki birt að sinni.
mínútur og fjallar hún um flug
einnar af Vélum Flugfélags íslands
tii Grænlands.
Þorgeir Þorgeirsson annaðist
töku myndarinnar, klippingu og
samningu texta. Tónlist er samin
af Leifi Þórarinssyni og þulur
er Þorsteinn Ö. Stephensen.
Myndin byrjar í Scoresbysundi
og þaðan er fylgst með flugi norð-
ur með ströndinni til Meistaravík-
ur og alit norður til Danmarks-
havn, sem er við 77. breiddarbaug,
en það er mikilvæg veðurathugun
arstöð,
í kvikmyndinni er lýst flugi
skíðavélar af Douglasgerð og við
erfið skilyrði þar sem flugvellir
eru ekki annað en snjóbreiður,
Flugstjóri í þessari ferð var Jó-
hannes Snorrason. Þá eru sýnd-
ar svipmyndir úr lífi ibúa þeirra
staða sem flogið er til. Myndin er
tekin á svart-hvíta 35 mm filmu.
. Myndin er framleidd á vegum
Geysis-mynda en fyrirtækið naut
| góðrar fyrirgreiðslu Flugfélagsins
í og Grænlandsverzlunarinnar,
dönsku við töku hennar. Þorgeir
sagði að mynd þessi væri hugsuð
sem aukamynd með lengri mynd-
um. Ekki er búið að semja um
sýningarrétt á henni í Reykjavík
en lúns vegar víða úti um land
og liefjast sýningar á henni bráð-
lega Gerð þessarar myndar er lið-
ur í þeirri starfsemi Geysis-mynda
að framleiða margar stuttar kvik-
myndir sem ætlaðar eru sem auka
myndir en lítill áhugi kvikmynda-
húseigenda í Reykjavík hamlar
þeirri starfsemi mjög.
Móðir Basse
litla heitir
á ræningjann
Kaupmannahöfn, 28. 2, (NTB.
-RB.) — Frú Anna Biirgel,
móðir Basse litla, sem rænt
var á götu úti í Óðinsvéum
fyrir þremur vikum, skoraði
ákaft á barnsræningjann í
kvöld að skila barninu aft-
ur, Áskorun frú Burgels var
útvarpað og sjónvarpað.
Lögreglan stendur enn
uppj róðþrota í málinu. Gert
er ráð fyrir öllum hugsan
legum möguleikum. Barn
eða fullorðinn maður eða
kona kunna að hafa tekið
drenginn úr vagninum, hugs
anlegt er að hann hafi ver
ið borinn burtu, settur í
annan barnavagn eða að
honum liafi verið ekið burtu í
bifreið, að sögn Niels Kohs
els fulltrúa, sem stjórnar leit
inni. Hann skoraði á fólk
að vera á verði og setja sig
í samband við lögregluna ef
það verður vart við eitthvað
grun'amlegt. Til þessa hafa
lögreglunni borizt 1800 á-
bendingar, án þess að hún
hafi komizt á slóð barnsræn
ingjans.
Villy Holm Hvilsby
stjóri, sem hcitið hefur 100.
000 krónum öllum þeim er
veitt geti upplýsingar sem
leiði til þess að Basse litli
finnist sagði í dag, að ef eng
ar slíkar upplýsingar bærust
fyrir miðnætti í nótt léti
hann peningana renna til
bágstaddra mæðra.
ÉLDUR kom upp í lager sem rafveitan hefur að Barónstíg 4,
úm fjögu rh’itið í dag. Þegar slökkviliöið kom á vettvang vai
cldurinn oröinn töluvert mikill, og uröu slökkviliðsmenn að
rjúfa þakiö til þess aö komast að honum meö deelur slnar.
Tókst þeim von bráöar að ráða niöurlögum hans, en skemmdir
urðu allmiklar af vatni og reik.
2 1. rnarz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ