Alþýðublaðið - 01.03.1966, Qupperneq 8
Cstanley]
HANDFKÆSARINN er
— fjölhæfur
— handhægur
— hraðvirkur
Kynnið yður hina
ótalmörgu lcosti
þessa frábæra
rafmagnsverkfæris.
Er með vinnuljósi!
^ðBtk
LUDVIG
STORR
Laugavegi 15. — Sími 1-33-33.
M.s. Herðubreið
SKIPAUTGCRÐ RIK
fer vestur um land í hringferð
3 þ.m.
Vörumáttaka á þriðjudag til
Kárpaskers, T’órshafnar, Bakka-
fjarðar, Vopnafjarðar, Borgar-
fjarðar, Stöðvarfjarðar, Breiðdals-
víkur og Djúpavogs.
'Farseðlar seldir á miðvikudag.
M.s. Herjólfur
fer til Vestmannaeyja og Horna
fjarðar á miðvikudag. Vörumót-
taka til Hornafjarðar í dag.
Bifreiðaeigendur
V atnskassaviðgerð ir
Elimentaskipti.
Tökum vatnskassa úr og
setjum í.
Gufuþvoum mótora.
Eigum vatnskassa í skipt-
um.
Vatnskassa-
verkstæðið
Grensásvegi 18,
Sími 37534.
II
nVr-i
Börn erum við öll
Þjóðleikliúsið:
GULLNA HLIÐIÐ
Sjónleikur í þremur (!) þátt-
um eftir Davíð Stefánsson
frá Fagraskógi
Tónlist eftir Pál ísólfsson
Leikstjóri: Lárus Pálsson
Leikmynd og þúningateikning-
ar: Lárus Ingólfsson
Hljómsveitarstjóri: Bohdan
Wodiczkö
ÞAÐ er líklega ástæðulaust að
setja nú á langar tölur um Gullna
hliðið. Leikurinn hefur notið sam-
felldra vinsælda frá því hann var
frumsýndur í Iðnó fyrir 25 árum
og virðist nú orðinn órofa hluti
okkar fátæklega leikhúsarfs, einn
þeirra leikhúsverka okkar sem
eru líkleg að viðhaldast á sviðinu
um ófyrirsjáanlega framtíð. En
með þessari sýningu Þjóðleikhúss-
ins kann að ganga í garð reynslu-
tími Gullna hliðsins — eins og að
líkindum annarra verka Davíðs
Stefánssonar. Ég er að vísu ekki
svo kunnugur fyrri sýningum
leiksins að ég geti borið þessa
saman við þær í smáatriðum. En
það er Ijóst að sviðsetning hans
hefur raunverulega verið hin sama
frá öndverðu og fram á þennan
dag, þrátt fyrir nokkra styttingu
í meðförunum og þrátt fyrir flutn-
inginn milli leikhúsa; nú mun
reyna á það hve mikið af vinsæld-
um hans var að þakka ómetanleg-
um leik Arndísar Björnsdóttur og
Brynjólís Jóhannessonar í aðal-
hlutverkunum, hvort yngri leikar-
ar megna að taka upp verk þeirri.
Ég trúi mætavel þeirri kenning að
Gullna hliðið hafi hvergi notið sín
betur en í upprunalegri mynd
sinni á sviðinu í Iðnó. Og eftir
sýningu Þjóðleikhússins virðist
það fullkomið álitamál hvort ekki
hafi verið vert að doka við ögn
lengur, — og taka þá leikinn upp
frá rótum með nýrri sviðsetning
samfara mannaskiptum í aðalhlut-
verkunum. Hvort það verður gert
í bráð kann að ráðast af þeim
undirtektum sem þessi sýning
fær.
Þrátt fyrir allan orðstír Gullna
hliðsins og Davíðs Stefánssonar
verður engan veginn sagt áð leik-
urinn sé markverður skáldskapur.
Það er áreiðanlega ofrausn að
segja hann fjalla um „hina eilífu
togstreitu ills og góðs um sál
mannsips,” eins og Kristján Eld-
járn víkur að í leikskrá. En hitt
er hverju orði sannara, sem
Kristján segir síðan, að styrkur
leikritsins sé „hinn hreini og ein
faldi, xipprunalegi tónn, sem í því
kveður' við, stundum alþýðlega
hrjúfué, oft kímilegur.” Þó Gullna
hliðið ké æði-langdregið verk og
bláþráðótt hefur Davíð Stefáns-
syni tekizt að höndla þar eitthvað
af upprunalegum þokka þjóðsög-
unnar, anda þjóðtrúar og þjóð-
siða; hann dregur upp alþýðlega,
græzkulausa mynd frumstæðs
þjóðlífs þó hann vinni til engra
muna úr efnivið sínum. Syndasel-
irnir sem Jón og kerling hans
hitta fyrir í öðrum þætti, guðs út-
völdu í þriðja þætti, sjálfir post-
ular drottins og María mey í
fjórða, allt þetta fólk er íslenzkt
sveitafólk fyrst og síðast eins og
sjálf hin klassíska kerling í kot-
inu, ódauðleg kvenlýsing íslenzk.
Þjóðlífslýsingin er kjarni leiks-
ins; einlægni, einfeldni hennar
gefur honum gildi; honum kemur
ekkert verr en uppgerður hátíð-
leiki, íburður, andlegheit; and-
aktin í leiknum er að sínu leyti
jafn-einföld og skop hans. Þessa
einfeldni hlýtur hver sýning að
reyna að varðveita ómengaða.
Þetta er Lárúsi Pálssyni leik-
stjóra vitaskuld allra manna Ijós-
ast sem hefur haft veg og vanda
af sviðsetningu leiksins frá upp-
hafi. Engu að síður fannst mér
gæta með köflum í þessari sýn-
ingu tilhneigingar til að taka verk
efnið óþarflega hátíðlega, leggja
óeðlilega upp úr meintum „and-
legum” verðmætum þess — sem
glöggt kom fram í lok fyrsta og
þriðja þáttar, til dæmis, og svo
sjálfri lokamynd sýningai-innar
þar sem Jón bóndi heykist loks
fyrir dýrðartrón Maríu meyjar.
En þetta helgihald spillir raun-
;
K
Margrét Guðmundsdóttir, Guðb jörg og Róbert Arnfinnsson,
verulega hinni barnslegu himna-
gleði leikslokanna, ómengaðri
þjóðlegri barnatrú hans — barn
ert þú í hjarta og börn erum við
öll. Trúarboðun leiksins þarf enga
áherzlu umfram þá sem í þessari
setningu felst; alvara leiksins felst
öll í græskulausri gamansemi
lxans.
Þetta atriði skiptir kannski
minnstu máli eitt sér; það sem
sker ur því hvort rétt var ráðið
að taka upp Gullna hliðið með
þeim hætti sem hér var gert eru
vitaskuld aðalhlutverkin í með-
förum þeirra Guðbjargar Þorbjarn
ardóttur og Rúriks Haraldssonar.
Um mannlýsingar er ekki að tala
í Gullna hliðinu að kerlingu frá-
talinni, jafnvel ekki Jón hennar
sjálfan; allir sem við sögu koma
eru persónugerðar svipmyndir,
séðar og mótaðar í hlutfalli við
kerlinguna. Kerlingin geislar
móðux-legri hlýju sem umvefur allt
og alla í leiknum, þó Jón gangi
auðvitað fyrir, náttúrlegri góðvild
og umburðarlyndi, ósjálfráðu
græskuleysi sem enganveginn úti-
lokar viss klókindi, hégómaskap,
útsjónarsemi. Hún elskar himna-
föðurinn, óttast óvininn — en kem-
ur ekki til hugar að láta þá ofbjóða
sér. Þrátt fyrir allt eru þeir ekki
nema pólarnir í hennar eigin
heimsmynd. hennar eigin hug-
smíð sem er gegnsýrð af kærleika
hennar ofar öllum kennisetningum.
Hún er fyrst og síðast náttúrleg,
heimakomin í heimi leiksins sem
er allur hennar eigin. Hennar
góða hjartaþel er kvika leiksins.
Hafi það ekki verið Ijóst fyrir
þessa sýningu hve mikinn þátt
Arndís Björnsdóttir hefur átt í
sigurför GulJna hliðsins getúr það
ekki farið milli mála eftir hana.
Það verður ekki lagt Guðbjörgu
Þorbjarnardóttur til lasts að hún
jafnast ekki á við fyrirrennara
sinn; gáfa hinnar mikilhæfu leik-
konu er af allt öðru tagi; en það
Jón (RúrU
8 1. marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ