Alþýðublaðið - 01.03.1966, Side 9
c Haraldsson), Kerlingin (Þorbjörg Þorbjarnardóttir og óvinurinn (Gunnar Eyjóljsson).
er stjórn Þjóðleikhússins til á-
fellis að ætlast til þess af Guð-
björgu að hún gangist undir full-
mótað hlutverk sem alls ekki hæfir
hehni. Að svo mæltu er skylt og
sjálfsagt að taka fram, að Guð-
bjþrg Þorbjarnardóttir hefur sýni-
lega lagt mikla rækt við kerling-
una, lýsir henni skilmerkilega með
alúð og nákvæmni, og einatt gæt-
ir lijá henni hlýlegrar gamansemi;
en íhugull, tempraður leikmáti
hennar fær ekki komið í stað
þeirrar náttúrlegu, óyfirlögðu út-
geislunar sem hlutverkið út-
heimtir.
Einnig Rúrik Haraldsson geldur
samanburðar við sinn fyrirrennara
í hlutverkinu; Jón bóndi verður
fábrotnari, rustaskapur hans allur
sniðasmærri en maður á að minn-
ast og væntir af lilutverkinu; —
hann minnkar allur í hlutfalli við
kerlinguna. Og sama gildir að sínu
leyti um Óvininn; hann vekur
ekki í öðrum þætti þá ógn, þriðja
þann aðhlátur sem er að
vænta í hugarheimi kerlingar, eins
og hann á að sér. Samt hygg ég að
Gunnar Eyjólfsson - útbúinn eins
og indíánahöfðinginn Fljúgandi
Pílan á mannaveiðum. og með nóg
ar púðurkeríingar — megi una sín
um hlut tiltölulega bezt þeirra
þremenninganna; hann skilaði
þrátt fyrir allt mjög hæfilega
hlakkandi og ofstopafullum
myrkrahöfðingja.
Fjölmargir aðrir leikarar koma
við sögu í minni hlutverkum sem
of langt yrði upp að telja, — en
flest eru hlutverkin skipuð með
fullnægjandi móti eftir efnum og
stefnu sýningarinnar. En einkum
vöktu athygli Vilborg grasakona
Önnu Guðmundsdóttur í fyrsta
þætti, heilsteypt og hófsamleg lýs-
ing gædd yfirlætislausri kímni;
frilla Jóns og drykkjubróðir í
öðrum, Herdís Þorvaldsdóttir og
Bessi Bjarnason, og prestur
Valdimars Lárussonar í þriðja,
allt venjubundnar lýsingar; post-
ularnir Pétur og Páll í fjórða, Val-
ur Gíslason og- Jón Sigurbjörnsson
aðsópsmiklir og virðulegir og þó
mátulega mannlegir. Þeir eru
ættaðir af altaristöflum
eins og Mikael höfuðengill Jóns
Júlíussonar og María mey sem
Sigríður Þorvaldsdóttir lék, heldur
en ekki doffíneruð, en hefði betur
ekkert sagt; María mey talaði eins
og bókhneigð vinnukona fyrir 30
árum. Búningar Lárusar Ingólfs-
sonar finnst mér vandaðri og álit-
legri verk en sjálfar leikmyndirn-
ar sem eru þesslegar að Gullna
hliðið sé enn ekki flutt til fulln
ustu af sviðinu í Iðnó og upp í
Þjóðleikhús. — Ó.J.
NB. — Skylt er að geta þess að
það er rangt í leikskrá að Gullna
hliðið sé sjónleikur í þremur þátt-
um. Þættirnir eru reyndar fjórir.
Kerlingin (Gnðbjörg Þorbjarnardóttir) og Lykla-Pétur (Valur
Gislason).
Vortízkan -1966
Nýjar vorkápur
Nýjar vordragtir
Nýjar terylenkápur
Nýjar fermingarkápur
Bernhard Laxdal
Kjörgarði.
Skreiðar-
framleiðendur
Okkur vantar skreið til afskipunar strax.
Vinsamlegast hafið samband víð okkur
sem fyrst.
STEiNAVÖR HF.
Norðurstíg 7, Reykjavík,
Sími 24123.
!
k .
í
:
Frostklefahurdir
Fyrirliggjandi.
Trésmiðja Þorkels Skúfasonar
Nýbýlavegi 6 — Sími 40175.
Félagasamtökin VERND
halda aðálfund í Tjarnarbúð, Vönarstræti 10,
iþriðjudaginn 8. marz 1966 kl. 20.30 e.h.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Óskuni eftir að ráða
rafsuðumenn
plötusmiði
vélvirkja og
aðstoðarmenn
að skipasmíðastöð okkar.
Öli vinna unnin í upphituðu húsi.
Stálskipasmiðjan hf.
v/Kársnesbraut, Kópavogi.
ALÞYÐUBLAÐIÐ - 1. marz 1966 $