Alþýðublaðið - 01.03.1966, Page 10

Alþýðublaðið - 01.03.1966, Page 10
1 Ritsfióri Örn Eidsson Sigurður Einarsson og Marta B. meistarar 1 Reykjavíkurmótinu var haldið áfram um síðustu helgi við ÍR-skál- ann í Hamragili. Á laugardaginn hófst keppni kl. 3 og var keppt í svigi stúlkna- drengja- B og C- flokkum karla. Á sunnudag hófst keppni kl. 2 og var keppt f svigi í kvenna- og A-flokki karla. Veður var mjög gott báða dagana, þó einkum seinni daginn og skíðafæri ágætt. Mjög margt fólk safnaðist saman til að fylgjast með keppn- inni á sunnudeginum, enda veðrið mjög fagurt sól og blíða. Mótstjóri var Sigurjón Þórðarson formaður Skíðadeildar ÍR og sér ÍR um alla 'ramkvæmd á móti þessu "Undan- ári í öllum brautum var Árdís - ’órðardóttir frá Siglufirði. Að lok nni keppni á sunnudaginn fór ram verðlaunaafhending fyrir all ir greinar, sem lokið er keppni í Reykjavíkurmótinu 1966. A-flokkur karla: Braut 58 hlið, lengd 550 metrar hæðarmismunur 120 metrar. Reykjavíkurmeistari: Sigurður Einarsson, ÍR 107,3 Bjarni Einarsson, Árm. 109,3 Þorbergur Eysteinsson, ÍR 111,4 Bogi Nilsson, KR 111,4 Gunnl. Sigurðsson, KR 112,8 Sig. R. Guðjónsson, Árm. 114,3 Kvennaflokkur: Braut 38 hlið, lengd 350 metrar hæðarmismunur 80 metrar. Reykjavíkurmeistari: Marta B. Guðmundsdóttir, KR 68,7 Hrafnhildur Helgad., Árm. 69,3 Jakobína Jakobsdóttir, ÍR 78,4 Sesselja Guðmundsd., Árm. 85,1 St.úlknaflokkur: Braut 30 hlið, lengd 250 metrar hæðarmismunur 70 metrar: Auður B. Sigurjónsd., ÍR 61,4 Lilja Jónsdóttir, Árm. 67,5 Áslaug Sigurðardóttir Árm. 73,9 Jóna Bjarnadóttir, Árm. 78,7 Drengjaflokkur: Braut 30 hlið, lengd 250 hæðarmismunur 70 metrar: Eyþór Haraldsson, ÍR Haraldur Haraldsson, ÍR : 50,9 Guðjón Sverrisson, Árm. Jón Ottosson, Árm. C-flokkur: Braut 35 hlið, lengd hæðarmismunur 90 metrar. Sigfús Guðmundsson, KR Örn Kjærnested, Árm. Bergur Eiríksson, Árm. Jóhann Jóhannsson, Árm. B-flokkur: Braut 45 hlið, lengd 450 metrar hæðarmismunur 100 metrar. Björn Bjarnason, ÍR 89,1 | Elías Einarsson, ÍR 101,0 Georg Guðjónsson, Árm. 104,0 Ágúst Björnsson, ÍR 132,4 ENSKA KNATTSPYRNAN KARL JÓHANNSON, KR 25 leikur á sunnudag. Þau óvæntu tíðindi urðu í Eng- landi á laugardag, að Liverpool tapaði 0:2 fyrir Eulham, liðnu sem er að berjast fyrir tilveru sinni í I. deild. Earle, innherji skoraði bæði mörkin. St. John var vísað af leikvelli eftir smá hnefaleik seint í leiknum. Liverpool hefur ekki tapað leik i I.deild síðan 26. desember. Liverpool er með 47 stig eftir 32 leiki, en Manehester Utd. sem vann Burnley 4:2 kemur næst með 39 stig eftir 30 leiki. Herd skoraði þrjú mörk fyrir Utd. I. deild: Blackburn — Sunderland 2:0 Blackpool — Aston Villa 0:1 Everton — Chelsea 2:1 Fulham — Liverpool 2:0 Manchester United — Burnley 4:2 Newcastle — Stoke 3:1 Sheffield Utd. - Leeds Utd. 1:1 West Bromwich - Northampton 1:1 Arsenal — Tottenham aflýst Leicester — West Ham aflýst Nottingham — Sheff. Wednes- day aflýst. II. deild: Birmingham — Playmouth 1:0 Bolton — Bury 2:1 Cardiff — Rotherham 0:0 Carlisle — Manchester City 1:2 Coventry — Bristol City 2:2 Derby — Wolverhamton 2:2 Huddersfield — Crystal Palace 1:1 Inqswich — Portsmouth 1:0 Leyton Orient — Charlton 1:2 Middlesbrouh — Preston 2:1 Southamptoh — Nonvich 2:2 Hörður Kristinsson skoraði 14 mörk á sunnudag ÁRMANN KR 24:18 Tveir nýliðar í lands- Eiði gegn Rúmeníu Rúmenía, heimsmeistararnir í handknattleik karla eru vænt- anlegir til Reykjavíkur aðfarar nótt fimmtudags og leika • við íslendinga laugardag og sunnu- dag kl. 5. Báða dagana verða forleikir, sem hejjast kl. 3,45, Fyrri daginn leikur unglinga- landsliðið vfð VaJ, og fiann síð- ari við ÍR. Lúðrp.sveit, Reyk,ja- víkur leikur frá .kl. 4,30 báða dagana. $ala aðgöngumiða hefst í dag í bókaverzlun Lárus ar Blöndal við Skólavörðustíg og í Vesturveri. íslenzka landsliðið hefur ver- ið valið. Það skipa Hjalti Ein- arsson, FH, Þorsieinn Björns- ' son,Fram, Gunnlaugur Hjálm- arsson, Frarh, sem er fyrirliði, Sigurður Dagsson, Val, Her- hiánn, Gunnarsson, Val, Sigurð- ur Einarsson, Fram, Geir Hall- stéinsson, FH, Guðjón Jónsson, Fram, Karl Jóhannsson, KR, Hörður Kristinsson, Ármanni, og Stefán Sandholt, Val. Tveir nýliðar leika í liðinu, Þeir Sig urður Dagsson og Geir Hall- steinsson, Karl Jóhannsson leikur sinn 25: landsleik. ísland og Rúmeníd hafa einu sinni leikið landsleik í hand- knattleik, það var 1958 og þá vann ísland 13:11. Rúmenía varð heimsméistari 1961 og aftur 1964. Þekktasti leikmað- ur liðsins er Ioan Moser. Ármenningar fluttu sig sæti of ar á stigatöflunni í I. deild, með sigri yfir KR. Eru því KR-ingar neðstir að stigatölu í I. deildinni nú, að vísu með 5 leiki meðan Ár- mann hefur leikið 7. Ármenningar hafa svo sem kunnugt er verið neðstir þar tii nú. Leikur þessi var ekki sá baráttuleikur sem bú ast hefði mátt við af hálfu KR- inganna. Ármenningarnir voru með pigiwinn I höndunum frá byrjun. Ármenningarnir byrjuðu mjög vel, eftir 5 mín. leik voru þeir búnir að skora þrjú mörk á móti einu frá KR. En Hilmar sem nú lék aftur með KR bætti við öðru marki af línu, og Heinz náði að jafna fyrir KR með hörkuskoti af línunni á 9. mín. Eftir það tóku Ármenning arnir leikinn aftur í sínar hend ur og skora nú þrjú mörk á móli einu frá KR. Karl Jóhannss. hafði í millitíðinni tekið vítakast en Sveinbjörn varði glæsilega. Enn skora Ármenningar þrjú mörk og átti Hörður öll þau mörk, en Heinz náði að skora eitt mark fyrir KR inn á milli. Voru nú eftir fimm mín. af fyrri hálfleik og skiptu liðin bróð urlega á milli sín mörkunum sem skoruð voru til viðbótar, eða þrjú mörk á hvort. Staðan í hálfleik 11:9 fyrir Ármann. KR-ingarnir komu aðeins grimm ari til leiks í síðari hálfleik og skoraði Reynir sem nú var með liði sínu í baráttunn inn á vell inum; ágætt mark. Hörður lét þetta ekkert á sig fá og lét bolt ann sigla rakleiðis inn í KR mark ið strax á eftir. Skiptust liðin á að skora þar til á 16. mín. en þá er staðan orðin 18:15 og á næstu þrettán mínútunum skora Ármenn •'ramh /4 síðu. . Rúmenía vann Noreg 17-12 Rúmenía sigraði Noreg i handknattleik karla á sunnu- dag með 17 mörkum gegn 12. Sigurinn var öruggur og verðskuldaður, en staðan í hléi var 9:6. Rúmenar kom ust i 6:2, enda voru Norð- mennirnir hikandi og fljót- færir í upphafi leiksins. Um tíma í síðari hálfleik munaði aðeins 2 mörkum, 14:12, en á síðustu mínútum leiksins skor uðu Rúmenar þrjú mörk. . Moser var bezti maður rúm enska liðsins, en markvörð- urinn Redl var ennig góður, 1„ marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.