Alþýðublaðið - 06.03.1966, Page 7
Núna fyrir rúmum mánuði, eða
29. janúar sl. gaf póststjórn Banda
ríkjanna út nýtt 6 centa frímerki
til að heiðra minningu Franklín
Delano Roosevelts, fyrrum for-
seta, en hann var 32. í röðinni af
forsetum Bandaríkjanna. — Þetta
frímerki er No. 2 í 18 merkja
,,seríu”, sem nú er að koma út
þar vestra og nefnd hefur verið
„Mikilmenni Ameríku.” — Út-
gáfustaðurinn var Hyde Park
í New York, en þar er forsetinn
fæddur 30. jan. 1882. — í æsku
lilaut hann góða menntun, einkum
í tungumálum, enda var móðir
lians kennslukona. — Árið 1900
innritaðist Roosevelt í Harvard
háskóla og 5 árum síðar staðfestir
hann ráð sitt og gengur að eiga
Onnu Eloanor Roosevelt, hina á-
gætustu konu. — Höfum við rætt
um hana áður hér í þáttunum,
vegna frímerkis, sem kom út
henni til heiðurs.
Franklin D. Roosevelt var kos-
inn forseti Bandaríkjanna árið
1932. Hann var búinn miklum
persónuleika og hressilegu sjálfs-
trausti og blés nýju lífi í stjórn-
mál landsins, þannig, að almenn-
ingur skipaði sér skjótlega undir
merki hans. Aðalviðfangsefni
hans var að vinna bug á heims-
kreppunni sem geisaði á þessum
árum. Roosevelt vann öruggan
sigur í forsetakosningum 1936 og
er því enn við völd, þegar heims-
styrjöldin síðari skall á 1939. —
Og eftir árás Japana á flotastöð
Bandaríkjamanna í Pearl Har-
bour 1941 eru Bandaríkin komin
með í þann darraðardans. — í árs-
byrjun 1942 birti Roosevelt fram
leiðsluáætlun sína, sem á venju-
legum tíma heíði verið talin ó-
framkvæmanleg, en tókst þó og
stóðst merkilega vel. ,,Við verðum
að vera hið mikla vopnabúr lýð-
ræðisins,” sagði Roosevelt í ú-
varpi sínu til þjóðþingsins. Nú má
skjóta því hér inn í að í kosn-
ingabaráttunni um forsetaemb-
ættið 1940 var stefna Roosevelts
svo rökföst og vinsæl, að andstæð-
ingur hans, Wendell Willkie gat
ckki annáð en verið henni hlynnt-
ur. Ilann skorti því deiluefni og
beið ósigur ‘fyrir Roosevelt, sem
nú var kosinn i þriðja sinn forseti
en það hafði ekki komið fyrir
í sögu Bandaríkjanna áður.
Einnig má geta þess, að Roose-
velt forseti gekk ekki 'heill til
skógar á þessum árum. Hann var
lamaður að nokkru, hafði fengið
lömunarveiki fyrir mörgum árum,
og varð að halda sig í stól sínum
að mestu. — Þegar það er haft i
huga, að hann þurfti oft að ferð-
ast langar leiðir til þess að sitja
ráðstclnur með sámherjum sínum
í stríðinu, hlýtur það að verða
undrunarefni, að hann — lamaður
maðurinn — skyldi hafa þrótt til
að standast þessa áreynslu, and-
lega og líkamlega. Þetta brúna 6
centa frímerki er með mynd af
forsetanum, sem tekin var af hon-
um i einni af þessum ferðum, en
það var um borð í herskipinu
„Prinee of Wales,” 15. ágúst 1941.
Daginn úður höfðu þeir Winston
Churchill og liann undirritað At-
lantshafsyfirlýsingu, -8. greina
stefnuyfirlýsingu Bandaríkjanna
og Bx-etlands, sem grundvöll frið-
arins. Roosevelt forseti andaðist
í apríl 1945. — Hann hafði þá
verið meii-a.en 12 ár í Hvíta hús-
inu. Hann varð öllurn heimi harm
dauði.
PanAmerican
Vorfargjöld
Hinn 15. þ.m. ganga í gildi hin
hagstæðu vor-fargjöld Pan Ame-
rican flugfélagsins til ýmissa
borga í Evrópu.
Fargjöld þessi miðast við að
fai-miði sé fyrir báðar leiðir og
ferðinni lokið innan 30 daga.
Sem dæmi um hve þessi lækkun
er hagstæð má nefna að venju-
legt fargjald til Kaupmannahafn
ar — báðar leiðir — er kr. 8018.
00 en vor-fargjaldið verður 25%
lægra eða kr. 6330.00.
Samsvarandi lækkanir verða á
fargjöldum t.d. til Glasgow, Lond-
on, Hamborgar, Fiankfurt, Hels-
ingfors, Stockholm, Amsterdam,
Parisar og fleiri borga.
Þotur Pan Am halda uppi ferð-
um vikulega um ísland. Eingöngu
fullkomnustu þotur er notaðar á
þessum flugleiðum.
Flugtíminn til Kapmannahafn-
ar er ZV2 klst.
Fargjöldin hjá Pan Am til Ev-
rópu-landa eru hin sömu og hjá
öðrum flugfélögum sem halda
uppi ferðum á þessum leiðum.
Aðalumboðsmenn Pan Americ
an á íslandi eru G. Helgason &
Melsted h.f. og stai-frækja þeir
söluskrifstofu í Hafnarsti'æti 19.
Skrifstofan veitlr allar r'
upplý'-ingar og það gera líka ferða
skrifstofurnar.
Tilkynning
frá Félagi
járniðnaðar-
manna
Byrjið er að taka á móti pöntunum frá félagsmönn-
um, scm óska að dveljast með fjölskyldur sínar í
orlof.-'hús'um félagsins í Ölfusborgum nk. sumar.
Orlofshús Félags járniðnaðarmenna eru 3, í hverju
h,úsi er fullkominn heimilisbúnaður fyrir 6 dvalar-
gesti.
Tekið er við pöntunum í skrifstofu félagsins, Skip-
holti 19
Stjórn Félags járniðnaðarmanna.
IPNbS ■b) 1
Skóli ísaks
Jónssonai*
(sjálfseignarstofnun)
Orðsending tii foreldra
Þeir foreldrar, sem áður haía átt börn í skólanum og
eiga börn fædd 1960, þurfa að íáta innrita þau nú
þegar, eigi þau að sækja skólann á vetri komanda.
Verði þessu ekki sinnt fyrir 20. þessa mánaðar, get-
ur skólinn ekki ábyrgst, að unnt verði að taka um,
sóknirnar til greina.
Sími skólastjóra er 32590.
Skólastjóri.
Starf rafveitustjóra í Sigiufirði
Samkvæmt samþykkt rafveitunefndar og bæjarstjórn-
ar Siglufjarðar, er starf rafveitustjóra i Siglufirði hér
með auglýst iaust til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 15. marz n.k.
Umsóknum sé skilað til undirritaðs eða Baldus Eiríbs-
sonar, formanns rafveitunefndar.
Siglufirði, 4. marz 1966
ÍBæjarstjórinn í Siglufirði.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í að byggja þvottastöð fyrir Strætis-
vagna Reykjavíkur við Kirkjusand, bér i borg.
Útboðsgögn verða afhent í skrifstofu vorri, Vonar-
stræti 8. getgn 3000 króna skilatryggingu.
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar.
Oliveftti
Simplex 20
B 1
Ódýrasía skrifandi samlagn-
ingarvélin á markaðnum
Olivetti-verksmiðjurnar á ftalíu hafa sett á
markaðinn nýja, ódýra samlagningai-vél, sem
jafnframt er ódýrasta skrifandi samlagningar-
vélin á markaðnuro.
Verð aðeins kr. 3.840,00 m. söluskatti.
Fuílkomin vex-kstæðisþjónusta. — Árs ábyrgð.
G. HELGASON & MELSTEÐ H.F.,
Rauðarárstíg 1, sími 11644.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 6. marz 1966 J