Alþýðublaðið - 20.03.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.03.1966, Blaðsíða 4
Bttstjórar: Gyltl Gröndsl (4b.) og Benedlkt Gröndml. — RltstíSrnmrfuU. trtl: Klöur GuBnason. - Slmar: 14900-14903 - Auglýstngaaiml: 14906. ASsetur AlþýOuhúalO vlO Hverftagötu. Reykjavík. — PrentamlOJm AlþýOu bUOalnj. — AakrlíUrgJafd kr. 95.00 — I lmumasðlu kr. 5.00 elntakW. tltgefandl AlþýOuflokkurlnn. BÚR OG FISKLEYSIÐ MÁLEFNI Bæjarútgerðar Reykjavíkur hafa ver ið á dagskrá í blöðum undanfaraa daga, og er til efni. pess sú ráðstöfun meirihluta útgerðarráðs og borgarstjórnar að selja eitt af skipum útgerðarinn- 'ar. Eorgarstjóri hefur jafnframt lýst því yfir, að hann telji rétt að selja að minnsta kosti einn togara í viðbót, og orðað þá hugmynd, að útgerðarrekstur BÚR yrði allur lagður niður en fyrirtækið aðeins rekið í þjónustu reykvískra útgerðarmanna. Meðan íhaldsmeirihlutinn í Reykjavík selur hvert skipið af öðru undan Bæjarútgerðinni, neita forráðamenn borgarinnar stöðugt að gera Bæjarút- gerði mi kleift að eignast ný framleiðslutæki, þann ig að hún hafi möguleika til áð bera sig. Af hálfu meirihlutans er greinilega að þvi stefnt að leggja Bæjarútgerðina niður, þótt einhverra hluta vegna sé farið hægt í sakimar. tít af fyrir sig er ekkert athugavert við áð selja gömul og úr sér gengin framleiðslutæki, ef ráðstaf anir eru um leið gerðar til endumýjunar. En þar er p<ittur brotinn og borgarstjómarmeirihlutinn í Reykjavík sýnir ekki einu sinni lit á því að ræða um endumýjun skipastóls BÚR. 1 ogaraútgerð á íslandi her sig ekki í dag. Eru bæja:.*útgerðir þar engin undantekning frá útgerðar fyrirtækum einstaklinga. En það er ekki lögmál, að bejarútgerð skuli einungis höfð á togurum, heldvr væri eðlilegt og sjálfsagt, að Bæjarútgerð Reyk javíkur fengi að kaupa fiskiháta af þeirri stærð, sem lú skila mestum auði í þjóðarbúið. En vegna þess, að ,þá gæti Bæjarútgerðin farið að sýna tak- markaðan hagnað, hefur ekki verið Ijáð máls á þessir, errda þótt fullt'rúi Alþýðuflokksms f útgerð arráði, Björgvin Guðmimdsson, hvað eftir annað hafi Breyft þessu máli. t fiskleysinu undanfarið hefur einu sinni verið griniií til þess að láta bæjartogara landa hér neyzlu fiski handa hæjarhúum. Kom það sér mæta vel. Hefði BÚR átt einn til tvo góða fiskibáta hefði tví- mæl&laust mátt draga úr skortinum á neyzlufiski, sem verið hefur í borginni undanfarnar vikur. Á síðasta fu'ndi borgarstjómar flutti borgarfull- trúi Alþýðuflokksins, Óskar Hallgrímsson, ásamt öðrum tillögu um að BÚR fengi að kaupa eða leigja 1—2 nýtízku skuttogara til reynslu. Svipaða tillögu flutti Björgvin Guðmundsson í útgerðarráði í desember. En ekkert er aðhafzt, heldur sefur meiri hlutinn á verðinum, og hyggst með sama áfram- haldi selja öll skipin undan BÚR. Slíkan ósóma . verður að stöðva. 4 20. marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Krag Framhald af 1. síðu óhœtt að trúa því, að eitthvert viðkvæmasta vandamál, sem á- greiningl hefur valdið milli þjóða okkar. sé nú í þann veginn að verða til lykta leitt, og á ég þar við afhendingu íslenzkra hand- rita úr safni Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn. Eins og menn vita voru lögin Um afhendingu þeirra loks samþykkt af danska þjóðþinginu síðastliðið vor. Hins vegar liggur enn ekki fyrir úr skurður danskra dómstóla um þetta mél. Ég veit að ísle'ndingar álíta þessa töf óverulega miðað við þá löngu sögu, sem þetta mál hef ur að baki sér. Bæði á íslandi og í Danmörku hfefðu margir að sjálf sögðu kosið skjótari úrlausn, en það kann aff reynast vel, einnig fyrir frambúðársambúð Daná og íslendinga, að mál þetta verði þaulrannsakað, svo áð ekki verði hægt áð fujlyrða seinna, að eln hver hlið þess hafi verið snið gengin, henni gleymt, eða að f jall að hefðl vferið um málið af létt úð, þannig, áð þegar þetta mál er loks til lykta leitt, • örlar ekki á minnsta efa um lágalegar hliðar þeas. Þá vék Krag áð norrænni sam vinnu og samstöðu Norðurlandanna j á sviði aiþjóðamáia. Gat hann þess að landfræðilegri einángrun íslands væri íokið og hlyti það að hafa í för með sér vándamól, sem hlýtur að skipta miklu máli bæði fyrir Dani óg islendinga, það er að segja, hvert sé' hiutverk Norð- urlandáþjóðanna,' og hver sé af- staðá þeiÍTa í heitninum, óg eink- um, ’ hver sé afstaðá • Norðurland- anna " tll ' annarrá’ Evrópúþjóða. Ekki verðúr þétta mál síður fróð- legt, ef athuguð er sú þróun, sem átt hefur sér stað uþp á síðkastið á sviði samvinnú Evrópuþjóða og innan Atlantshafsbaridalagsins. Þróunin hefur sýnt okkur fram á að Norðurlandaþjóðirnar geta ekki einangrað sig eða staðið ein- ar sér. Norðurlandaþjóðirnar taka allar þátt í hinni miklu alþjóða- samvinnu með ýmSu móti. Danir, Norðmenn og Íslendíngar eru að- ilar að Atlantshafssáttmálanum, en Svíar og Finnar hafa fylgt hlut- leysisstefnup þó á ólíkum forsfend- um sé. Þrót| fyrir ólíka utahríkis- stefnu Norðúrlandaþjóðanna held ég, að óhætf'sé að seg-ja; að þær hafi í samefningu lagf fram sinn skerf tii að treysta óstandinu i alþjóðamálum. • Sameiginleg af- staða Norðurlandaþjóðanna til kjarnorkuvígbúnaðar • er • ínjög mikilvæg í þessu samþandi. Það er enginn vafi á því aff' sú stað- reynd að Norðurlanda:þjóðirnar hafa ekki kjarnorkuvopn, stuðli mjög að öryggi í alþjóðamálum. Sama máli gegnir um sameigin- lega afstöðu Norðurlandaþjóð- anna hjá Sameinuðu þjóðunum. Þar höfðum við í sameiningu unn- ið okkur ólit og virðingu annarra þjóða, þó að Norðurlandaþjóðirn- ar hafi ekki ávallt litið sömu aug- um á málin. Það verður að halda þessu samstarfi áfram og leggja sífellt óherzlu á það. Um afstöðu Norðurlanda til annarra Evrópuþjóða sagði Krag meðal annars: Vegna traustrar samvinnu okkar sé ég ekkert þvi til fyrirstöðu að við getum náð HUSQVARN4 2000 Bclnn Baumur, hnappagöt, bllndfaldur og úrval mynztursauma er hægt að velja meö einu hand- taki. Þar sem það er sýnt á greinllegan hútt, i litum, á ..saumveijara*'. HUSQVARNA heimillstæki,- saumavélar o. ... eru þekkt hér á landi í ylir 60 ár. Hafa nafninu . hér sem annarstaðar stöðugt vaxið vinsældir. ★ íslenzkur leiðanísir fylgir- hyerri saumavél. ★ Kennsla er innifalin í vcrðinu. ic Aíslittur veittur gcgn staðgfciðslu. if Ef þér komizt ekki tii okkar tU að kynna yður véUna, munum vér senda söiumann til yðar eftir lokun, ef þér búið i Reýkjavik' eða nágrenni. ★ Umboðsmcnn víða um landið. Íjmwu't. h.f. Suóuríandsbraut 16 - Revkjavik - Símnefni: nVolveré - Simi 35200 því takmarki, sem ég held, að sé sameiginlegt öllum Norðurlanda- þjóðum. Víðtæk lausn margra mála á Evrópu fyrir tllstilli land- anna sex í Efnahagsbandalaginu og landanna í Fríverzlunarbanda- laginu og hafi stærsta ríklð þar forystuna. Forsætisráðherrann lauk ræðu sinni með þessum orðum: Á umbrotatímum finna menn bétur til ættartengsla. Ef til vlll er sánnleikurinn sá, að íslending- ar og Danir standa hvor öðrum nær en.nokkru sinni fyrr. Við skul um styrkja þessi tengsl, ganga til móts við sameiginlega framtíð Norðurlandaþjóðarina og annarra Evrópuþjóða, og sameiginlegt tak- mark okkar skal vera aukin verzl- un landa á milli, vöxtur menning- arinnar og friður landa á milli. KVENNADEILD Slysavarnarfé Iagsins heldur sitt árlega Góukaffi á smmudaginn,. 20 marz í húsi Slysavarnarfélagsins vtff Granda garð. Þar verður margrt góðgæti á boðstólum. Borgarbúar eru hvatt ir til að fjöUnenná og styðja gptt málefni. í grein um Landsbankann í blað inu í gær, komu fyrir nokkrar prentvillur. Á einum stað stóð: Á fundinum eru rædd ýmis mál er varða bankana í heild. Máls- grelnin átti að vera þannlg. Á fundinum eru rædd ýmis mál er varða bankann í heild. Á öðrum stað höfðu fallið nið ur tvær línur, þar sem útibú bank ans úti á landi voru talin upp, Ré+t er málsgreinin þaunig: Lands bankinn rekur nú 6 útibú úti á landi, á Akranesi, ísafirði, Akur eyri, Húsavik, Eskifirði og Sel fossi. Útibúin á Akranesi og Húsa vík eru yngst, útibúið ó Akranesi stofnað fyrir um elnu og hálfu ári. Enn cln prentvilla slæddist í grelnina, þar sem áttl að istanda: í Reykjavík eru nú fjögur útibú frá aðalbankanum. . . LfDÓ-brauð LfDÓ-snittur LfDÓ-matur heitur og kaldur Pantið í tíma fyrir fermingarnar í síma 35-9-35 Sendum heim

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.