Alþýðublaðið - 20.03.1966, Page 6
ÆÆrBSSSÍ L
mm
SUNNU
DEGI
I?AÐ er ótrúlegt, en satt. James
Bond er raunverulega til, og kona
hans, frú James Bond hefur ný-
lega skrifað bók um þaS, hvern-
te er að vera gift honum. Hún
heitir Mary Wickham Bond, og
hók hennar heitir: „Hvemig 007
nafn sitt” og kemur bráð-
Sega út hjá Collins-forlaginu í
London;
Hjónin búa í Philadelphia, þar
sem hinn raunverulegi James
Bond er forstöðumaður fugla-
fræðideildar raunvísindastofnun-
arinnar. Hann er fróðastur allra
um i'ugla í Vestur-Indíum. Ef satt
skal segja, þá er ekkert dularfullt
eða spennandi við hann, en þegar
bsekur Ian Flemming fóru að öðl-
ast heimsfrægð, urðu talsverðar
breytingar á lífsháttum hans. Þeg-
ar hann skráði sig á hótel varð
uppi fótur og fit á staðnum, kon-
Ur á öllum aldri hringdu í hann
hvenær sem var, á nóttu eða degi,
James Bond er
66 ára gamall
fuglafræðingur
Hinn eini og sanni Bond
Ofsóttu
ÞAÐ krefst þess, að hafa bein
í nefinu og breitt bak að gagn
rýna bílarisana í Detroit. Robert
Kennedy öldungadeildarþingmað-
ur hefur reynt það — og hinn
ungi lögfræðingur Ralph Nader
er hundeltur af einkaleynilögreglu
aðeins til þess að heyra rödd
hans.
Það var árið 1060, að þau hjón-
in komust að því, hvernig nafn
herra Bonds hafði öðlast heims-
frægð. Frúin las allar bækur
Flemmings, og kannaðist þar við
allar staðarlýsingar, sem í bókun-
um eru. Allar í Vestur-Indíum.
Hún skrifáði því Flemming:
„Af lestri bókar yðar, Dr. No,
mörkum við, að þér hljótið að
hafa dvalið á Dirty Dick í Nassau
og talað við Farrington gamla, og
heyrt hjá honum söguna um Pris-
cillu og páfagaukasöfnun James
á Abaco. Þá hafðist hann marg-
ar nætur við í helli fullum af leð-
urblökum til þess að forðast
moskítóflugurnar.”
Og Flemming játaði:
,,Um það bil, sem ég komst á
giftingaraldurinn — ég er ósvik-
inn piparsveinn — ákvað ég að
skrifa reyfara til þess að leiða
huga minn frá svo skuggalegum
framtíðarhorfum. Eg vildi, að
hinn leynilegi erindreki minn.
væri eíns óþekkt persóna og mögu
legt væri, og nafn hans alger-
andstæða nafna eins og Peregrine
Carruthers, sem eru svo algengar
í þess háttar bókmenntum. Mín
biblía um þær mundir var „Fugl-
ar Vestur-Indía” eftir James
Bond, og sú hugmynd laust mig,
að þetta nafn, stutt, órómantískt
og samt sem áður karlmannlegt,
væri það sem ég leitaði að. —
James Bond annar var þar með
fæddur. Sem endurgjald get ég
ekki boðið James Bond, fyrsta,
annað en forgangsrétt til að nota
nafnið Ian Flemming.”
Flemming og Bond urðu góðir
vinir. Rithöfundurinn komst að
því, sér til; mikillar undrunar, að
vinur hansí jafnvel þótt banda-
rískur væii. hafði sótt Harrow-
skólann rétt utan við Lond-
on og Cambridge-háskóla — al-
veg eins og sögupersónan.
Það .furðulegasta við. þetta allt
saman er þó, að fuglafræðingur-
inn er óvenjulega likur 007 alias
Sean Connery, hár, dökkhærður,
grannur og andlitsfallið er eins
líkt og með bræðrum.
Fuglafræðingurinn er óhemju
hlédrægur maður, og frú Bond
hefur tileinkað bók sína „hiniun
raunverulega James Bond, blátt
áfram manni með blátt áfram
nafn.”
Cliff Richards heimsins vinsæl
asti dægurlagasöngvari — ásamt
Ehis Presley — hefur nýlega kom
ið öllu í uppnám í skemmtanalífi
Englands og víðar. í viðtali við
tónlistarblaðið Dise Weekly segist
hann ætla að hætta ferli sínum
sem söngvari, þegar samningur
hans rennur út eftir 18 mánuði —
til þess að gerast kennari.
— Ég hef mikið hugsað um
þetta upp á síðkastið, segir Cliff
Richards. Mig hefur alltaf lang
að til þess að verða kennari, en
mér er það vel ljóst, að það verð
ur ekki auðvelt. Þegar öllu er á
botninn hvolft, lief ég í rauninni
ekkert lært, sem kæmi mér að not
um í því starfi þau tíu ár, sem ég
hef helgað mig skemmtanalífinu.
Skemmtanalífið getur ekki geng
ið endalaust. Nú hef ég verið á
toppinum í átta ár, og það ein
faldlega getur ekki haldizt mikið
Wallace vill stjórna með konu sinni
réttindum svartra manna. Einnig
bætist þar ofan á, að Wallace
hefur staðið sig mjög vel sem
ríkisstjóri. í hans tíð hefur iðn-
aður ríkisins blómstrað, hann
hefur látið leggja ótal nýja vegi,
byggja fjölda skóla og séð börn-
unum fyrir ókeypis námsbókum.
Hann hefur bannað alla einka-
notkun bila í eigu ríkisins, selt
yfir 1000 „opinbera” bíla og lysti
snekkjur og lækkað ríkisútgjöld-
in um rúmlega 4200 milljónir
króna.
Verði frú Wallace fyrir valinu
— sem ekki er ólíklegt — fær hún
harðan keppinaut af hálfu repú-
blikana, sem, ef fer, sem horfir,
verður James Martin, dugmikill
og mikils virtur þingmaður.
Það er mjög þýðingarmikið fyr-
ir Wallaee að halda sig sem mest
í kastljósi stjórnmálanna — jafn
vel þótt það sé á stól við hliðina
á ríkisstjórasæti eiginkonunnar
— því hann hefur ekki farið leynt
með þær fyriræt.lanir sínar, að
sækja eftir útnefningu sem fram-
bjóðandi flokks síns við næstu
forsetakosningar.
Stjórnmálabrella sú, sem Wall-
ace-hjónin reyna nú að fremja á
sér hliðstæðu í Bandaríkjunum.
Framhald á 10. síðu.
sem ríkisstjóri, verður það Wall-
ace, sem raunverulega stjórnar,
enda hefur frúin lýst yfir því, að
hann verði ráðinn sem „einkaráð-
■gjafi sem þiggi til málamynda laun
— einn dollar á ári.”
Nýlega sagði frú Wallace á
blaðamannafundi að kjör hennar
þýddi raunverulega ekki annað
en það, að stefna manns hennar
héldist, Alabama til blessunar.
Hún mun engu að síður eiga
harða baráttu fyrir höndum, þar
sem 10 aðrir hafa gefið kost á
sér sem frambjóðendur demó-
krata. Erfiðasti andstæðingur
hennar verður eflaust Richmond
Flowers, saksóknari ríkisins, og
yfirlýstur andstæðingur Wallace í
kvnþáttamálum.
Talið er að hann fái öll atkvæði
svartra kjósenda, en þau munu
ráða miklu að þessu sinni, þar
sem á kjörskrá eru nú um 250
þús. svertingjar, en voru við síð-
ustu kosningar aðeins 75 000. —
Nægja Flowers því um 200 þús.
atkvæði hvítra kjósenda til þess
að kollvarpa áætlunum Wallace-
hjónanna.
En þar getur honum reynzt
róðurinn nokkuð erfiður. Alabama
er ennþá það ríki Bandaríkjanna,
sem hvað hatramast berst gegn
Wallace-fjölskyldan.
0 20. marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
GEORGE WALLACE, ríkis-
stjóri í Alabama, öflugasti og
Biælskasti talsmaður kynþáttahat-
ttrsins í suðurríkjum Bandaríkj-
•anna, ætlar að reyna að ná end-
urijöri til embættis sins „bak-
dyramegin,” þar eð lög rikisins
Útiloka að hann geti boðið sig
fram á hýjan leik eftir fjögurra
ára embættistímabil.
Kosningin fer fx-am í nóvember
og hinn nýi ríkisstjóri tekur form
lega við embætti í janúar. Megi
Wallace ráða nokkru þar um,
mun kona hans Lurleen setjast
í stól ríkisstjóra Alabama.
í maí verður kosið um það,
hver á að verða í framboði, og frú
Wallace hefur lýst sig þátttak-
anda, og það sem ótrúlegra er:
miklar líkur eru á því, að hún
verði fyrir valinu. Nái hún kjöri