Alþýðublaðið - 05.04.1966, Page 1

Alþýðublaðið - 05.04.1966, Page 1
ÞriSjudagur 5 apríl 196G - 4G. árg. - 79- tbl. — VERÐ 5 KR. Engar niðurstöður í læknadeilunni Reylcjavík. — ÓTJ. ALVARLEGT ástand er að skap- ast í læknamálum ríkisspítalanna í Reykjavík vegna þess hve margir læknar hafa sagt upp störfum. — Eins ug Alþýðublaðið skýrði frá sl. sunnudag er ástandið svo slæmt á Landspítalanum aö prófessor- arnir þar verða að taka á sig næturvaktir og leggja nótt við dag í starfi sínu. Er því mjög erfitt að bæta þar við sjúklingum, en samt mun haldið áfram að taka slysa- váktir. Ástæ'ðan fyrir uppsögnunum er tvíþætt. Óánægja með launakjör og starfsaðstöðu. Samninganefnd ríkisstjórnarinnar hefur rætt við lækna um launakjörin en niður- staða engin fengist ennþá. Nefnd var einnig skipuð til þess að rann- saka skipulagsmál sjúkrahúsanna en hún hefur heldur ekki skilað niðurstöðum. Sex læknar hafa þeg- ar hætt störfum við Landspítal- ann og þann átjánda þessa mán- aðar verða þeir orðnir átján. Á Borgarspítalanum hafa báðir að- stoðarlæknarnir sagt upp störfum frá 15. þ. m. og einnig annar að- stoðarlæknirinn á Slysavarðstof- unni. Deilan nær líka lengra en til lækna, því að kandídatar sem nú er-’ að útskrifast munu ekki halda áfram störfum fyrr en samn- ingar hafa náðst. Vegna þessara erfiðleika hefur heilbrigðismála- ráðuneytið gefið yfiriæknum leyfi til að kalla sérfræðinga sér til að- stoðar eftir því sem þörf krefur, og verður þeim greitt fyrir hverja vitjun um sig. * ✓ $ Isinn færist frá landinu EKKERT sást til liafíss í gær. Skyggni var sæmilegt yfir austanverðu Norður- landi og var hvergi ís að sjá, en ísröndin sást greinilega frá Sléttu fyrir helgina. — Austlæg átt hefur verið á t þessum slóðum undanfarin dægur, og hefur hún.hrakið ísinn frá landinu. Snjókoma var á Ströndum í gær — og sk-’ocrni lítið. en þar var ís- Isa mun lengra frlá landi en ' fyrir áustanverðu Norður- . landi,- Borgarísjaki var á siglingaleið um 9 sjómílur norður af Óðinsboða fyrir ■ Ströndum í gærmorgun, en • annan ís var ekki að sjá á - þeitn slóðum. 'tWWWMWWWWHWMlW WWWWWWMWWWWWMWWMWVWMMWWM Tólf nýjar flugfreyjur munu taka til starfa hjá Flugfélag'i íslands um næstu mánaðamót. Hafa þær vcriö á náinskeiði hjá félaginu undanfarna mánuði þar sem þær hafa lært til starfans. Myndin er af þessum föngulega hópi verðandi flugfreyja ásamt yfirflugfreyju Flugfélags íslands Kristinu Snæhólm. Hætt viö að slíkt tæki- færi bjóðist ekki aftur Reykjavík. —. EG. — Ef við notum ekki það tæki- færi, sem okkur nú býðst til að virkja á hagkvæman hátt og selja hluta orkunnar föstu verði til' ál- bræðslu, sem jafnframt mun veita okkur verulegar tekjur er hætt við að annað tækifæri bjóðist ekki. Á þessa leið mælti Benedikt Gröndal í umræðunum um ál- bræðsluna, er þeim var framhald- ið í neðri deild Alþingis l dag. í ræðu sinni rakti Benedikt gang málsins fram til þessa og af- stöðu og yfirlýsingar Alþýðu- flokksins í sambandi við það. — Hann fór nokkrum orðum um ræð- ur þeirra Eysteins og Lúðvíks, sem báðir töluðu síðastliðinn laugardag, eftlr að Jóhann Haf- stein i’ðnaðarmálaráðherra hafði lokið framsögu sinni. Benedikt kvað málflutning þeirra Eysteins og Lúðvíks ekki hafa verið sér- -lega. .sannfærandi að minnsta kosti miðað við ræðulengdina. Hann gat þess og að báðir og þó sérlega Eysteinn töluðu áreiðan- lega í fullkominni andstöðu við hluta flokksmanna sinna. Eysteinn hefði kallað þetta ó- ráð og stórhættulegt, sagði Bene dikt, en hann hefði þó ekki viljað ( flokkurinn útiloka erlent fjármagn yfirleitt, stjórn. hefði verið í ríkis- en eingöngu byggt mótbárur sín- ar á því hvar verksmiðjan ætti að vera staðsett. Sagði hann að freistandi væri að álykta að Fram- sóknarflokkurinn hefði stutt þetta mál með ráðum og dáð, aðeins ef Benedikt sagði það grundvallar- atriði að gera það upp við sig hvort við ættum að nota erlent fjármagn til framkvæmda hér eða Framhald á 15. síðu. 14 ára gamalð drengur lífshættulega cSrutóciim NAUMLEGA tókst að bjarga lífi fjórtán ára drengs sem drukkið hafði sig augafullan. At burður þessi gerðist í Kaup- •mannahöfn fyrir nokkrum dög- um. Orengurinn fannst meðvit- undarlaus úti á Víðavangi í ná tgrenni borgarinnar. Var. hann fluttur hið bráðasta á sjúkra- hús og dælt upp úr honum. Þeg ar hann kom á sjúkrahúsið var líkamshiti hans kominn niður í 33 stig. Þótt tækist að dæla upp úr drengnum í tima var hann svo eftir sig að hann varð að liggja á sjúkrahúsinu í nokkra daga. Tveir aðrir drengir 13 og 12 ára tóku þátt í drykkjunni, en höfðu ekki komið eins miklu magni af áfengi niður og voru þeir sendir heim eftir að dælt hafði verið upp úr þeim. Framhald á 15. síða

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.