Alþýðublaðið - 05.04.1966, Síða 4
RttotjArkr: Cylíi Gröndsl (áb.) og Benedlkt Gröndal. — Rltstýórnarfnll-
trúl: ElBur GuBnaeon. — Símar: 14900-U903 — AuglýtlnKaaíml: 1190«.
ASaetur AlþýBuhúslB vlÐ Hverflagötu, Reykjavík. — Prentsmlöja AlþýBu
bUBdna. — Aakrlftargjald kr. 05.00 — 1 lausasölu kr. 5.00 elntakttj.
Utgefandl AiþýBuflokkurlnfl.
Máttlaus andstaða
UMRÆÐUR um álmálið hófust í neðri deild Al-
þingis á laugardag. Þegar ráðherra hafði lokið fram-
söguræðu sinni, tóku til máls formenn stjórnarand-
stöðuflokkanna Þeir Eysteinn Jónsson og Lúðvík
Jósefsson. Töluðu þeir samtals í rúmar fjórar klukku
stundir og var niðurstaða beggja að mæla gegn
samþykkt frumvarpsins, eins og vitað var fyrir-
fram.
Það var sérstaklega athyglisvert, hversu þrótt-
laus þessi langcrða andstaða var. Hvorki Eysteinn né
Lúðvík töluðu af sannfæringar krafti, enda er vitað
mál, að fjöldi manna í báðum flokkum þeirra, ekki
sízt í röðum framsóknarmanna, eru í hjarta sínu
fylgjandi álbræðslunni.
Ræða Lúðvíks hófst á heiðarlegri og réttri lýs-
ingu á því, hvernig svo til all'ar þjóðir hagnýti er-
lent fjármagn til að byggja upp nýja atvinnuvegi.
iÞrátt fyrir það fannst honum, að ísland ætti að verða
éina landið, sem af einhverjum ástæðum getur ekki
hagnýtt þessa leið til uppbyggingar með öðrum.
Meginröksemd Lúðvíks virtist vera, að núverandi
ríkisstjórn hefði ekki réttan skilning á sjávarútvegi.
Þetta er hin mesta fjarstæða, því aldrei í sögu lands-
ins hefur eins mikið fé verið fest í fiskveiðum og fisk
vinnslu og síðustu ár. Verður því ekki með neinu
móti sagt, að ríkisstjórnin hafi ekki sýnt mikinn
áhugi á vexti útgerðarinnar og viðgangi. Segja má,
að sj ávarútvegurinn ráði því, sem hann vill ráða í
íslenzku þjóðfélagi, og er það eðlilegt. Hins vegar
má útveguriim ekki krefjast þess af þjóðinni, að
jhún neiti sér um nýjar atvinnugreinar, þegar þær
jstanda til boða, ef það gæti orðið til þess að styrkja
íiornsteina atvmnulífsins og tryggja afkomu lands-
kraftkveikjukertin
eru éviðjafnauleg gæðavara
1. 5 grófa keramic einangrun.
2. Eru ryðvarin.
3. „Kraftkveikju“ neistaoddar eru úr
NÍCKELALLOY-málmi, sem endast
lengur en venjulegir neistaoddar.
Meira afl
Öruggari ræsing
Minna vélarslit
AHtaðlO %
eídsneytis-
sparnaður
igi lltttt
i’ r
J ± J
K ■ .<{
Laugaveg 118 - Sími 2 22-40
rr
T
rv
3:
!LM a
£l
VFTfl
k
EA-M
Alltaf er Jboð sama sagan!
fnanna. Islendingar hafa alltaf verið a moti einokun
þg eru enn, þar á meðal einokun sjávarútvegsins, ef
tiann fer fram á slíka aðstöðu.
l
j Málflutningur Eysteins var ekki frekar sannfær-
jandi en Lúðvíks. Hann taldi í öðru orðinu hina er-
lendu fjárfestingu vera stórhættulega og óráð fyrir
tjjóðina, en svo kom í Ijós, að hann teldi 'allt vera
’f bezta lagi, ef verksmiðjan yrði reist á Norður-
íandi.
Vitað er, að fjöldi framsóknármanna er fylgj-
jandi því, að álbræðslan verði reist, 0g hefur trú
á að það verði þjóðinni til góðs, þótt ýmsir erfið
feikar fylgi þeirri framkvæmd. Þess vegna er hin
■ tilbúna andstaða Eysteins Jónssonar innantóm og
finnur engan hljómgrunn hjá þjóðinni.
SAGAN ENDURTEKUR slgr.
Bændur riðu til Reykjavíkur úr
nálæffum sýslum að áeggjan póli
tiskra foringja, börðu fótastokk
inn, öskureiðir, héldu æsingafund
á Austurvelli og gerðu aðsúg að
ráðlierra. Landskunnur prcstur
flutti dómsdagrsræðu af stólnum
og sagði, að síminn myndi reynast
verri plága en svartidauði og móð
urharðindi samanlögð. — Menn
voru að berjast á móti símanum.
Marconiskeyti voru svo sem ekki
síður hættuleg. Skeyti hafði ver
ið sent liingað og átti sérfróður
maður að grípa bað á stöng inn
við Héðinshöfða eða Rauðará.
en missti það út úr höndunum
svo að það æddi framhjá og lenti
í belju vestur á mýrum svo að
hún drapst.
RAFMAGNIÐ var svo óstýrilátt
! að það þurfti meiri menn en ís
lendinga til þess að kunna að
hemja það. Frímann B. Arngríms
son var hrópaður niður í Góð
templarahúsinu og hent í hann
skít á gptum Reykjavíkur. Hann
hafði gert sér ferð austur um haf
til að opna augu íslendinga fyrir
dásemdum hinna hvítu kola. Hall
dór Guðmundsson fyrsti raffræð-
ingur þjóðarinnar, var talinn
„eitthvað skrýtinn" og það væri
til einhvers að „vera að læra
svona bábyljur".
OG SÍÐAR þegar i^fn^agnið
kom átti það að eitra allan mat,
eyðileggja heilsuna og ekki sízt
augun. Ég heyrði það unglingur
að öll timburhús á Eyrarbakka
myndu fuðra upp í eldi eftir að
ibúið væri að setja í þau rafmagn.
Og ég þorði varla að festa blund
eftir að hvítu ljósin voru farin að
skína hjá okkur.
ÚTVARPIÐ áttj að eyðileggja
allt heimilislíf. Þarna sátu menn
við svartan kassa öll kvöld og
gláptu á hann, gerandi ekki neitt
og hugsandi ekki neitt, aðeins
hlustandi á skvaldrið í kassanum.
Að maður tali nú ekki um kirkj
Ur og kristindóm, eftir að farið
væri að útvarpa messum. Allt
myndi þetta verða eyðilagt. Allt
forheimskandi. „Þessi þjóð verður
ekki til eftir hálfa öld.“
ÞEGAR KOLAKRANINN var
reistur við höfnina, lá við upp
íreisnf meðal hafnarverkatnanna.
Þeir komu til mín á blaðlð, svart
Framhald á 15. síðu. -
4 5. aprfl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ