Alþýðublaðið - 05.04.1966, Page 9

Alþýðublaðið - 05.04.1966, Page 9
'íkisins. að opinberum sýningum, hélt í haust fagra og lærdómsríka Kjarv alssýningu í rúmgóðum salarkynn um í nýbyggingu skólans; þar er aðgengilegur hinn haganlegasti sýningarsalur. í febrúar var þar yfirlitssýning á verkum Snorra Ar inbjarnar sem ekki var síður lán uð að sínu leyti; hún veitti fróð legt yfirlit yfir æviverk málarans og mun ekki öllum hafa verið ljóst fyrr hve mai’kverður listamaður Snorri var. Einhverntíma hefði það þótt ótrú leg saga að enn væri von á nýrri sýningu Á'-gríms Jónssonar. Samt vóru það raunverulega „ný verk“ sem fram komu á sýningu í Boga salnum sem efnt var til vegna níræðisafmælis listamannsins hinn 4ða marz; myndirrvr rem þar voru sýndar höfðu ekki Ikomið fyrir-almenningssjónir fyrr; þær fundust í vanliirðu í húsi lista mannsins að honum látnum, en hafa síðan verið endurnýjaðar á vegum Ásgrímssafns. Þarna voru m.a. tvö söguleg málverk Ásgríms eftir Njálssögu, en vitaskuld lang mest af landslagi, — ný dæmi þeirrar listar sem hefur skapað okkar eigin sýn og skoðun á ís- lenzkt landslag. Margt af þessu var vitaskuld venjubundið, kunn uglegt; en einnig voru þarna mynd ir sem komu furðu nýjar fyrir sjónir vetrarmyndirnar frá Elliða árvogi og Esjunni til dæmis. Og þessa dagana stendur enn yfir Kjarvalssýning, hin þriðja í vetur; það er Listasafn ríkisins sem sýnir flestallar Kjarvalsmynd ir < ínar. Tilkomumikil sýning að sjálfsögðu, — en þó vekur það furðu að safnið skuli ekki eiga fyllra yfirlit yfir verk sjálfs stór meistara íslenzkrar myndlistar. „gJANN auðgaði ísland að svip “’miklum listaverkum. . . og ísland hinn víða heim,“ segir Hjörleifur Sigurðsson í grein um Snorra Arinbjarnar í sýningar- skránni í vetur. Það er nú svo; líklega er „heimurinn" samt ennþá mikils til óafvitandi um þann auð er hann á sér í íslenzkri mynd list. Hér í fásinninu þykir ein att sjálfsagt að nota viðurkenning útlendra manna sem einhverskon ar mælikvarða á okkar eigin verk; það þykir frami mikill ef málari á myndir á sýningu.hlýtur lofsam- leg ummæli, hvað þá ef honum lánast að selja mynd erlendis; sam bærilegur er vegur rithöfunda sem lifa á þvi langa ævi ef eftir þá birtist smásaga í erlendu tíma riti. Sem betur fer verður þetta nú æ tíðara allt saman — þó liætt sé við að þá taki líka að falla á frama manna af þessu og þvílíkum tilefnum. Ameríkusýning íslenzkrar mynd listar í haust þótti falleg og mælt ist vel fyrir, og var fróðlegt að sjá umsagnir um hana, svo sem grein Roberts M. Coates úr The New Yorker sem var þýdd og prentuð í flestum dagblöðunum. Hann tekur mjög vinsamlega og með skilningi við þessari heims jartan Guðjónsson á sýningu sinni. Jón Engiisberts. endasendingu, sem var fyrsta um talsverða kynning íslenzkrar mynd listar í Ameríku, en sýnilega eru honum bezt að skapi þau verk yngri málaranna sem gleggst eru í ætt við alþjóðlega stefnu tísku, — Eiríks Smith, Guðmundi Ahdrésdóttur, Jóhannesar Jóhann essonar. Eldri málurunum tekur hann með virðingu en ekkert um jfram það;i sjálfi|r hóimsmálj^ri okkar umfram alla menn aðra, Jóhannes Kjarval, hefur enn ekki va(kið þá athygli og áhuga er lendis sem okkur kynni að þykja sjálfsögð; það gerir hann ekki heldur né hans kynslóð á þessari sýningu. Þetta má nú vel vera til marks um að ekki sé alltof mikið leggjandi upp úr erlendu mati — þó viðurkenning sé náttúrlega góð En hnyttileg er sú ábending Coat es að engu sé líkara en hver kyn slóð íslenzkra málara vinni í sín um eigin lokaða heimi^ að vísu móttækilegir fyrir áhrifum er- lendis frá en ekki hver af öðrum. Þess sjást engin merki á sýning unni segir hann að kynslóðirnar blandi geði saman, gömlu menn irnir læri af kynslóðinni í miðið né eldri kynslóðirnar af hinni yngri. Þessi athugun. sé hún á réttum rökum byggð, er eitt af mörgum íhugunarefnum varðandi í lenzka myndlist sem torvelt er að.gera sér grein fvrir að sinni meðan saga myndlistarinnar er pnri ókönnuð og ekki nema hálf sögð fvrsta Sinni myndlist- pryagnrvni nánast engin til, og ekki einu sinni til fullnægjandi opinbert listasafn í landinu. - Ó.J. NYKOMIÐ GLÆSILEGT URVAL AF GARDÍNUM GARDISETTE, allar gerðir — ÍSLENZK ALULLAREFNI — ÞÝZK DIOLENE STÓRESEFNI — AMERÍSK FIBERGLAS- efni í fjölbreyttu úrvali. — ÞÝZK EINLIT DRALON-EFNI, mjög fallegir litir. Stórglæsilegt úrval af SÆNSKUM DRALONEFNUM. Komið Og Sjáíð Glæsilegasta úrval borgarinnar í gardínum. Tökum mál — Setjum upp. Önnumst allt, sem viðkemur gardínum. Austurstræti 22 ® ÍPIpII /I Sími 14190 og 16180 NÁMSKEIÐ í hjálp í viðlögum fyrir almenning hefst miðvikudaginn 13. apríl n.k. Áherzla lögð á að kenna lífgun með blást- ursaðferð. Þátttaka tilkynnist strax í skrifstofu R. K. I. Öldugötu 4, sími 14658. Kennsla er ókeypis. Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands. a. t Nýja Ljósprenfssfofan er flutt að SKÚLAGÖTU 63 (Fossbergs- húsið). SÍMI 19222. OPNUM í DAG Þriðjudaginn 5. apríl NÝJA KJÖTBÚÐ / SKIPHOLTI 70 Kjötbúð Norðurmýrar Sími 31270. . * 11 IÍH.-t; 5MEM& ARMULI 3 SIMI 38500 Óskum að ráða nú þegar STÚLKUR TÍL VÉLRITUNARSTARFA Umsækjandi þarf að vera gagnfræðingur, eða hafa aðra hliðstæöa menntun. SKRIFSTOFUMANN TIL AFGR. STARFA Umsækjandi þarf að hafa verzlunarskólamenntun eða aðra liliðstæða menntun. Nánari upplýsingar gcfur Skrifstofuumsjón og liggja umsóknareyðu- biöð þar frammi. Upplýsingar eru ekki gefnar í SAMVIN NUTRYGGINGAR ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 5. apríl 1966 <)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.