Alþýðublaðið - 05.04.1966, Síða 11
Éslenzku piltarnir uröu
þriöju á mótinu í Helsinki
ísland sigraði Dani og Finna, gerði
jafntefli vjð Svía en tapaði fyrir Noregi
BEZTI leikur Norðurlanöamóts
unglinga í handknattleik var
imilli Svía og íslendinga, én hon
nm lauk með jafntefli 14:14
I>etta sagði finnskur iþróttafrétta
maður í viðtali við Alþýðublaðið
á sunnudag. Aldrei munaði meira
en tveim mörkum !á liðunum, ís
lendingar höfðu yfirtökin í fyrri
hálfleik, en Svíar í þeim síð-
ari. í hléi var jafnt 7:7. Þegar
ísland jafnaði 25 sek. fyrir leiks
lok fö^nuðu ^horfendur ákaf-
lega, en þeir hvöttu íslenzka lið
ið ákaft, alveg eins og finnskt lið
væri að kenpa, en ekki erlemt.
Gísli Blöndal skoraði flest
mörk í leiknum eða 7, Hilmar
Björnsson og Gunnsteinn Skúla-
Riðlaskipting
á HM
Á sunnudag var dregið
um það, hvaða lönd leika
saman í úrslitakeppni HM
í handknattleik næsta vet-
ur. Þetta grerðist á fundi
tækninefndar alþjóða hand-
knattleikssambandsins í
Kaupmannahöfn.
Þessi lönd leika saman:
A-riðiil: Svíþjóð, Júgó-
slafía, Póllanfl og Sviss.
B-riðill: Japan, Noreigur,
Ungverjaland og Vestur-
Þýzkaland.
C-riðilI: Riimenía, Sdvét-
ríkin, Kanada og Austur-
Þýzkaland.
D-riðill: Tékkóslóvákía,
Danmörk, Frakkland og
Túnis.
í riðlunum leika allir1 við
alla og tvö beztu liðin í
hverjum riðli fara í keþpn-
ina um átta efstu sætiu.
son 3 hvor og Einar Magnússon
1.
í síðasta leik mótsins léku
íslendingar við Finna. Leikur-
inn var jafnari en búizt var við.
Finnar skoruðu fyrsta markið og
höfðu þeir einu sinni aftur yfir-
höndina í leiknum, 8:7. íslend-
ingar skoruðu tvö síðustu mörk
in í fyrri hálfleik, og þannig var
staðan í hlé 9:8. Finnum tókst
einu sinni að jafna í síðari hálf
leik 14:14, en íslenzka liðið átti
betri endasprett og vann verð-
skuldað 18:16. Gísli Blöndal skor
aði flest mörk íslands, 5, Hilm
ar Björnsson 4, Einar Magnús-
son 3, Gunnsteinn Skúlason 4,
og Jón Hjaltalín og Pétur Em
ilsson 1 hvor.
Lakasti leikur fslendinga var
við Norðmenn, en honum lauk
með sigri Noregs 23:15 Norð-
menn tóku strax forystu og
héldu henni örugglega til leiks
loka. Áður höfum við skýrt frá
sigri íslands yfir Dönum.
Svíar sigruðu í mótinu í sjö
unda sinn í röð, eftir 12T0 sig
ur yfir Norðmönnum. Flestir
voru þó á þeirri skoðun, að
Norðmenn ættu jafnbezta lið
mótsins.
láendinffar ihlutu bronzverð
laun mótsins, en það er í fyrsta
sinni, sem ísland nær svo langt
í þessari keppni.
Bezti markmaður mótsins var
ENSKA
FIMM efstu liðin léku ekki í
I. deild í Englandi vegna lands-
leiksins við Skota á Hampden Park
og einnig var leikjum frestað
vegna óhagstæðs ve'ðurs. Lands-
leikurinn var vel leikinn, sérstak
lega af hálfu Englendinga, sem
sigruðu verðskuldað með 4 mörk-
um gegn 3. Hunt skoraði tvö mörk,
Hurst 1 og loks Charlton úrslita-
markið með miklum glæsibrag.
Mörk Skota gerðu Law, og John-
stone 2. Úrslit í deildakeppninni
í Englandi:
I. deild:
Aston Villa — Northhampton 2:2
Fulham — WBA 2:1
Sunderland — Stoke 2:0
Tottenham — Notthingham F. 2:3
West Ham — Burnley 1:1
II. deild:
Bristol C. — Portsmouth 1:0
Cardiff — Birmingham 1:3
Carlistle — Iqswich 3:1
Coventry — Bolton 1:3
Derby — Leyton 1:3
Manchester C. — Plymouth 1:1
Norwich — Crystal Palace 2:1
Southamton — Middlesboro 3:1
Wolves — Preston 3:0
Um páskana fara fram margir
leikir og þá ættu línurnar eitthvað
að skýrast.
kjörinn Frank Ström, Svíþjóð,
bezti varnarleikmaðurinn Benny
Johannsson, Svíþjóð og bezti
sóknarleikmaðurinn Gunnsteinn
Skúlason, íslandi. Markahæsti
leikmaður mótsins var Flemm-
ing Hansen, Danmörku, 17 mörk,
Hilmar Björnsson og Gísli Blön
dal, íslandi, skoruðu 15 mörk, á
samt Karppinen, Finnlandi og
Cappelen, Noregi. Anker, Noregi
og Gunnsteinn Skúlason, skoruðú
13 mörk hvor. Engum íslending
var vísað af leikvelli fyrir gróf
brot, en einum Dana, þrem Norð
mönnum, fjórum Svíum og fimm
Vinnum.
Lokastaðan í Helsinki:
Svíþjóð 4 3 1 0 49:42 7
Noregur 4 3 0 1 68-52 6
fsland 4 2 1 1 67-69 5
Danmörk 4 1 0 3 67-57 2
Finnland 4 0 0 4 48-79 0
Úrslit leikja:
Noregur — Finnland 22:13 (9:5),
ísland — Danmörk 20:16 (10:8),
Noregur — ísland 23:15 (11:5),
Svíþjóð — Danmörk 13:10 (6:7),
Danmörk — Finnland 29:11 (14:1),
Svíþjóð —'íslands 14:14 (7:7),
Noregur — Danmörk 13:12 (6:8),
Svíþjóð — Finnland 10:8 (4:5),
ísland — Finnland 18:16 (9:8),
Svíþjóð — Noregur 12:10 (5:5).
>000000000000000
*
1
8
Þegar dregið var um það
í Kaupmannahöfn. á sunnu-
dag hvernig -löndin skiptast
í riðla í úrslitakeppni HM
í handknattleik næsta vetur
kom það fram. að vafi léki
á, hvort Tunis yrði með.
Flestir sérfræðingar -um
handknattleik eru á þeirri
skoðun, að mæti Tunis ékki,
muni ísland að öllum líkind
um verða boðin þáttaka i
-keppninni og -verða fjórða
landið í *D 'riðli ásamt Tékk-
^um, Döniim og Frökkum. '
HSÍ hefnr ekki enn fengið
neina tilkynningu um. þetta.
Síðustu fréttir í þessu
máli eru þær, að lokaávörð
un verður tekin á fundi Al-
þjóðasamhandsins um aðra
helgi. Ásbjörn Sigurjónsson
mnn sitja þann fund fyrir
HSÍ.
OOOOOOOOoOÓOo-OOO
Islenzku stúlkurnar töpuðu
öllum leikjunum
Dandiúörk varð Norðurlandamesit
ari í liahdkiiattleik stúlkna sem
fram fór í þrem borgum í Sví-
þjóð um og 'fyrir helgina Þetta
var fyrsta opinbera mótið sinnar
tegundar. íslenzku stúikurnar
töpuðu öllum snum leikjúm, en
öll No'rðurlörídin nema Finnland
túku.þátt í inótinu.
Lokastaðan: 1
Danmörk.... 3 3 0 0 28:10 6
Noregur
Svíþjóð
fsland
3 2 0 1 17:13 4
3 1 0 2 16:24 2
3 0 0 3 14:28 0
Úrslit einstakra leikja:
Noregur — Svíþjóð 7:4 (4:3),
Danmörk — ísland 13:3 (4:1),
Danmörk — Noregur 3:2 (2:1),
Svíþjóð — fsland 7:5’ (3-1).
Noregur — ísland 8:6 (3-2),
Danmörk — Sviþjóð 12:5 (2:2).
Landsleikurinn við Dani á
laugardag olli íþróttaunnendum
miklum vonbrigðum, ekki að-
eins tapið eitt út af fyrir sig,
heldur það, að 1-ið íslands, sem
hefur fimm marka forskot í leik
hléi, skuli tapa því forskoti og
þremur mörkum betur í síðari
hálfleik. Það er ekkert athuga-
vert við það, að tapa I drengi-
iegri íþróttakeppni, lélegur
leikur íslenzka liðsins eftir hlé
er dálítið, sem er þess vert að
íhuga
Landslið okkar í handknatt-
leik hefur háð nokkra leiki í
vetur og í langflestum þeirra
hefur liði okkar vegnað vel í
fyrri hálfleik, en misst síðan
allt niður í þeim síðari og vel
það. Er það úthaldið, sem
bregzt? Sennilega að einhverju
leyti, en varla í leiknum á laug-
ardag, því aS íslenzka liðið virt-
ist alveg viðutan allan hálfleik-
inn, jafn fyrstu minútu hans
sem þær síðustu. Sumir halda
því fram, að hin mikla tauga
spenna eftir úgætan fyrri hálf
Ieik, sem lauk með fimm marka
sigri íslands, en þá hljóta ís-
lenzku leikmennirnir að hafa
haft það efst 1 huga, hvort þeir
myndu ná niu marka sigri, til
að komast í úrslit heimsmeist-
arakeppninnar, eigi einhvern
þátt í þessu.
Ekki er nokkur vafi á því, að
þetta tvennt, úthaldsleysi og
mikil taugaspenna liðsins eigi
mestan þátt í óförunum á laug-
ardag.
Það leikur ekki á tveim tung-
um, að við eigum ágætt landslið
í handknattleik, sem keppt get-
ur við hvaða lið, sem er með
góðum árangri, en það vantar
öryggi og kjölfestu í lið okkar.
Það verður að geta leikið af
fpllum styrkleika ALLAN
LEIKINN.
Landsleikirnir í vetur liafa
verið mikill reynslutími fyrir
islenzkan handknattleik. Nú er
það liandknattleiksforystunnar,
landsþjálfara, landsliðsnefndar
og stjómar HSÍ, að læra
af þessari reynslu og
draga af lienni réttar
ályktanir. Við getum ekki
lengur afsakað okkur með því,
að hér vanti stórt íþróttahús.
Við skulum vona, að fram-
undan sé tímabil sigra í hand-
knattleik, en til þess að svo
geti orðið, þarf að starfa og
þjálfa skipulega. íslenzkum í-
þróttamönnum hættir því mið-
ur til að vanrækja ákveðinn
þátt í þjálfuninni, þ.e. þrék og
úthaldsæfingar. Því skal ekki
neitað, að þær geta verið þreyt
andi og beinl'ínis leiðinlegar, em
án þeirra verður hvorki íþrótta
maður né flokkur hæfur til að
þreyta keppni á alþjóðamótum.
Þetta er staðreynd, sem ekkj-
þýðir að andmæla.
fslenzk æska hefur oft sann-i
! að það, að hún getur ef hún
vill. Siðasta sönnun þess, er á-
: gætur árangur á unglingamót-
inu í Helsingfors, þar sena ís-
land hafnaði í þriðja sæti, vann
Darímörku og Finnland og gérðl
jafritefli við sigurvegara móts-
' ins, Svía. En íþróttamaðurinn
má ekki slaka á, það verðui1
stöðugt að setja markið hæira.
Öll viljum við sjá fslenzka fánr
: ann á sigurstönginni, en til þesf
að það geti orðið að véruleika
verður íþróttamaðurinn að
þjálfa vel ,og reglulega,. leggjá
sig allan fram í keppninni og
tapa með sæmd, en ekki ofmetn-
-> -ast-af.sigrinum.— Ö -v.).
•i
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 5. apríl 1966