Alþýðublaðið - 05.04.1966, Page 15

Alþýðublaðið - 05.04.1966, Page 15
GLXJGGINN Framhald af 6. síffu Tilraunaöpum var gefið thalidomid og afleiðingarnar urðu þær, að ap arnir fæddu vanskapaða unga, og tveir apanna sýndu seinna greini lega vott af krabbameini. Þegar til- raunir voru gerðar með fleiri dýr kom það sama í ljós. En er þó ekkert fullyrt um þessi áhrif lyfs- ins, lyf geta sýnt nýjar og nýjar aukaverkanir, þó að þau séu reynd í 50 ár, og nú nýlega hefur komið í ljós, að lyfið fenecatin hefur skaðleg áhrif á nýrun. Hannes á hminu Framhald af 4. síðu. ir af kolaburðj eða blóðrisa á and liti og höndum af saltburði. Ég átti að skrifa um þennan ,,djöf ulsins (ránfugiinn hans Hjalta“ sem ætlaði að hremma atvinnuna frá alþýðuheimilunum. Og þegar ég fór að halda fyrirlestur um vélina og manninn, vélina( sem átti að létta stritinu af mannin um, steinjþögðu þeir og sögðu: ,,Jæja, svo'að þú ætlar að svíkja líka.“ FRAMFARIRNAR hafa verið fstórk/asthigar síðiusta liálfa öld. En enn meiri framfaraöld er að liefjast. Fnmeaitverksmiðja er komin á Akranesi, Áburðarverk smiðja í Gufunesi, svo að maður minnist ekki á allar virkjanirnar frystihúsin og síldarverkismiðjurn ar, og nú er að koma efnaverk smjðja vfð Mývatn og ál- smiðja fyrir sunnan Hafnarfjörð. Og enn eru uppi sömu raddir og fyrrum. Allt, sem lífsanda dreg ur er í stórhættu vegna eitrunar, dauðinn streymír frá álverk- smiðjunni yfir Stór-Reykjavík. — Kunnir st.iórnmálamenn og virðu leg dagblöð stýra þeci?ari bænda reið eins og áður. Hrakspárnar kveða við svo að undir tckur í hundaþúfunum. Alltaf er það sama sagan. Hannes á horninu. Páskaferðir Frambald af a sfðu 20. apríl. Farið verður í leigu flugvél, sem tekur 82 far- þega og síðan komast 30 — 40 manns að í aukaferð, sem far in verður á svipuðum tíma. Á morgun leggja app 128 manns & vegum Sunnu til (Mallorca, Kanaríeyja og Lon- don. Uppselt er í þessa ferð, sem stendur yfir í 16 daga, fyrir þrem vikum. Sunna lief ur séð um hópferðir á þessa slóðir um páska nokkur und anfarin ár. Auk þess hefur ferðaskrifstofan skipulagt tals vert af einstaklingsferðum um páskanna. Flestar þeirra til Spánar og Ítalíu. Ferðaskrifstofan Saga hef- ur ekki hópferð á áætlun sinni um þessa páska,. en hefur skipulágt mikinn fjölda ein- staklingsferða og langflestar Iþeirra til Suður-Evrópu. Guðmundur Jónasson mun sjá um hópferðir á Snæfells nes og í Öræfi um páskana. Ekki mun möguleiki á að bæta fleiri fadþegum við í Snæfellsnesferðina og fjöldi fólks er á biðlista í Öræfa- ferðina, en ekki er enn hægt að segja um hve margir kom ast í þá ferð, því bílafloti fyr irtækisins er mjög upptekinn um þetta leyti. Auk venju- legra anna, hefur Guðmundur Jónasson tekið að sér að sjá um innanlandsferðalög 300 Færeyinga sem koma hingað til lands með Krónprins Fred erik, og dvelja hér yfir páska helgina. Ferðaskrifstofa Úlfars Jak- obsens fer með um 80 manns í Öræfasveit og er nær um> selt í bá ro"ð. Úlfar hefur far ið með ferðamannahópa á þess ar slóðir rm páska undanfarin níu ár. Lagt verður upp á fimmtudafsmorgun og komið aftur til Revkjavíkur að kvöldi annars í páskum. Gist verður í samkomuhúsinu á Klaustri og á Hofi í Öræfum. Tals- vert verður ferðast um austur sveitir. Meðal -annars verður farið að Ingólfshöfða, á Svína fellsjökul, að Svartafossi, Skaftafelli, Jökullóni I Jökuls á og fleirj fallegir og forvitni legir staðm skoðaðir, en þessi landshluti er rómaður fvrir feg urð, og veðursæld. Hér hafa verið taldar upp nokkrar hópferð-ir um p‘ásk- anna, en geta skal þess að fleiri hópferðir verða farnar en þær sem hér eru taldar. Frunwarp Framhalri af 2. síðu. 9 árin og 4,1% er renna til Iðn- lánasjóðs. Að níu árum liðnum skal hlutur Hafnarfjarðar lækka í 20%, en hlutur atvinnujöfnunar- sjóðs Iiækka að sama skapi. Þar að auki er svo gert ráð fyrir vaxta tekjum af fé sjóðsins. Páll Þorsteinsson og Björn Jónsson hélriu báðir langar ræður. Páll kvað Framsóknarmenn hafa flutt mikið betra frumvarp um þetta efni og hefði sá flokkur reyndar alla tíð verið eini flokkur- inn, sem viljað hefði stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Björn Jónsson (K) var ekki að heldur hrifinn af frumvarpinu. Hann sagði að verið væri að hleypa er- lendu auðvaldi inn í landið gegn vilja meirihluta þjóðarinnar — og þessi sjóðsstofnun væri eins kon- ar friðþægingaraðferð við fólkið úti í dreifbýlinu. Umræðunni um frumvarpið var haldið áfram á síðdegisfundi deildarinnar í gær. £4 ára tmn af bls. 1 Drengirnir höfðu sparað sam an eitthvað af peningum og ákváðu þeir að eyða þeim . veizlu hald og keyptu sér flösku af rommi og aðra af hvitvmi og nókkrar ölflöskur. Með þessar birgðir héldu þeir út í móa og settust að drykkju. Sá elzti þeirra hellti mun meira magni af áfengi í sig en hinir því hann þurfti að sanna þeim að hann væri karl í krapinu. Allt í einu missti hann meðvitund og tókst hinum elcki að vekja hann. Þótt þeir væru orðnir valtir á fótunum tókst strákunum að ná í hjálp og mátti ekki seinna vera að piltur 'nn kæmist undir læknis hend- ur. Alfrumvarp (i’ramhald af 1. síðu ekki. Við hefðum til þessa farið þá leið að taka lán erlendis — og mundum áreiðanlega halda því á- fram enn um ófyrirsjáanlega framtíð. Hér hefði verið ákveðið að nota erlent fjármagn í þessu einstaka tilfelli, en það væri stefna Alþýðuflokksins að ekki ætti að setja í heild rammalöggjöf um er- lent fjármagn eins og mörg önnur lönd hefðu gert, heldur að taka afstöðu í hverju takmörkuðu til- felli fyrir sig. Þá minnti hann á að við íslendingar ættum verk- smiðjur erlendis, til dæmis tvær í Bandaríkjunum, sem beinlínis væru staðsettar með það fyrir aug um að til þeirra mætti fá sem allra ódýrast vinnuafl. Hann minnti og á þá staðreynd að hvert erlenda álfvrirtæk- ið á fætur öðru hefði kannað hér aðstæður allar, en öll horfið frá nema hið svissneska. Af þessu bæri okkur því að álykta að við yrðum að sækjast eftir og keppa við aðra um að fá erlent fyrirtæki til að ráðast hér í þann störiðnað, sem gæti gert okkur stórvirkjun mögulega. Munurinn á rafmagns- verðinu hér og í Noregi væri það "orð sem við yrðum að greiða fyrir að fá þessi hlunnindi til okkar. Benedikt kvað það rétt að ÍSAL mundi fá hér ýmis hlunnindi, en þess væri líka að gæta að það tæki á sig margháttaða skuldbind ingar, sem ekki leggðust á íslenzk fyrirtæki. Um skattamál álbræðslunnar sagði Benedikt að það væri sam- dóma álit sérfræðinga, a'ð sú for- múla, sem þar yrði byggt á væri okkur hagstæð, og að með venju- legum skattareglum mundum við ekki fá nema brot af því sem við samkvæmt lienni fáum. Svo væri um hnútana búið, að við fengjum tiltölulega fljótt miklar tekjur af þessu og gætum þá notað þær til alhliða uppbyggingar í landi okk- ar. Um tollafríðindi verksmiðjunn- ar sagði hann, að þar hefði verið skapað fordæmi, en þetta væri síð- ur en svo eindæmi. Hann minnti á að tollar til véla í raforkuver hérlendis hafa verið afnumdir og þróunin virtist stefna í þá átt, að tollar af vélum yrðu eftirgefnir. Minnti liann í því sambandi á vél- ar til niðursuðuverksmiðju, sem tollar hafa verið gefnir eftir á. — Við höfum flutt inn verka- fólk til íslands oft og mörgum sinnum sagði Benedikt og ef til þess kemur í sambandi við þetta, þá er reynsla okkar í þeim efnum ekki slík að vi'ð höfum neitt að óttast. Hann vék síðan að þeim fullyrð- ingum stjórnarandstöðunnar, að ríkisstjórnin hefði kippt að sér hendinni um uppbyggingu sjávar- útvegsins. Þróun síðustu ára sýndi einmitt hið gagnstæða sagði hann og vitnaði í tölur og upplýsingar sem um það efni hafa nýlega komið fram. Þessi álbræðsla gerir okkur kleift a'ð ráðast í hagstæða virkj- un við Þjórsá, sagði hann og hún opnar okkur ýmsar nýjar leiðir. Hún skapar okkur gengistrygg- ingu á erlendu virkjunarlánin og mun gera okkur mögulegt að ráð- ast í ýmsar nýjar framkvæmdir. — Þýðingarmikil ný atvinnu- grein mun skapast hér, sem færir nýja tækni inn f landið og áreið- anlega verður íslenzkum iðnaði mikil lyftistöng. Ef við ekki gríp- um tækifærið núna, sagði Bene- dikt að lokum, þá er hætt við að við ekki öðlumst annað tækifæri, því vafalaust líða ekki mörg ár unz kjarnorkan fer fram úr vatns- orkunni, og þá verða slíkar orku- frekar verksmiðjur staðsettar á sjálfum mörkuðum þar sem hag- kvæmast er. Einar Olgeirsson tók til máls, er Benedikt hafði lokið máli sínu. Fann hann álsamningunum að sjálfsögðu allt til foráttu. Hér væri verið að afsala landsréttind- um og ofurselja landið auðhring- um, sagði hann. Ekkert nýtt kom fram í ræðu Einars, en hann tal- aði lengi að vanda. NATD Framhald af 3. síðu. að bandalagi'ð aðhæfi sig nýjum aðstæðum. Ég ætla mér ekki þá dul að halda því fram, að núver- andi skipulag starfseminnar sé al- fullkomið; ólíklegt er einmitt, að varnasamtök, sem sniðin voru fyr- ir sjötta áratug tuttugustu aldar- innar svari til þeirra, sem þörf er á til að mæta þeim áttund^l Þótt sáttmáli einn sér feli í sér alvöruþrungnar skuldbindingar sé ákaflega mikilvægur út af fyr: sig, kann að minni hyggju svo ai fara, að hann reynist ekki næ, legur til þess að halda á sannfæ: andi hátt aftur af hugsanlegu árásaraðila, einkum ekki þeim, se á í fórum sínum fullkomnust vojm, sem nokkru sinni haf, þekkzt og getur beitt þeim me örskömmum fyrirvara. Sámeigi: leg áætlanagerð og gankvæiú áðstoð, ef til vopnaðrar á: $ :r « kemur, eru ekki framkvæmanleg, nema undirþúningur eigi sér stað fyrirfram. Sameiginlegar varnif geta ekki byggst á því, að farið sé á stúfana á síðustu stundu. Tvisvar á þessari öld hefur ónóg framsýni og vöntun á skipulögðu samstarfi leitt hin frjálsu lýð- ræðisríki fram á yztu nöf ófaý- Bandalagi okkar var ekki ætlað að felast í sáttmála góðra áforma einum saman. Aðilar þess þurfa að mynda með sér það sameigin- lega og samræmda varnakerfi, sem óhjákvæmilegt er vegna hinijm’ áframhaldandi ógnunar, sem að Evrópu steðjar. Öryggi og frelsi allra aðildarríkja Atlantg- hafsbandalagsins er komið undir styrk sameiginlegra varna okkar. Við skulum því draga rétta lær- dóma af fortíðinni. Við skulum í sameiningu halda áfram þeirri stefnu, sem tryggt hefur frið í Evrópu — og þar með heimsfrið- inn — síðustu tvo áratugina.” Þetta voru orð Brosio’s, fram- kvæmdastjóra bandalagsins. Ég var í vetur, í fyrsta sinn , á ráðherrafundi Atlantshafsbanda t lagsins. Umræðurnar þar mótuð- ust fyrst og fremst af því hvernig ná mætti vinsamlegu og varanlegu samstarfi við þau Evrópuríki, sem ekki eru meðlimir bandalagsins, og ég gat ekki annað skílið en aQ það væri einlægur vilji og ásetn- ingur aðildarríkjanna allra að ná þessu samstarfi, sem enn betur gæti stuðlað að varanlegri og frið- samlegri sambúð þjóðanna. Og það er einlæg von mín á þessum af- mælisdegi að þetta megi takast, sem alira fyrst.” • HAPPDRÆ ffl Á morgun eru seinilsíii forvöð að endurnýja í 4. flokki. 2100 vinningar að fj úrhæð 5,800,000 krón,ur. Góðfuslega endurnýið áður en þér f trið í páskafríið EOLA ISLANDS H vlrætH. Hásköla Íslands 4. flokkur. 2 á 500.000 kr. . 2 - 100.000 — .. 52 - 10.000 — . 280 - 5.000 — 1.760 - 1.500 — . Aukavinningar: 4 á 10.000 kr. . 2.100 . 1.000 000 kr. 200.000 — . 520.000 — . 1.400.000 — . 2.640.000 — 40 000 kr. 5. 800 000 kr. [■■■<* ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 5. apríl 1966 15 +*

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.