Alþýðublaðið - 05.04.1966, Side 16

Alþýðublaðið - 05.04.1966, Side 16
 Höfuðið af hafmeyjunni Björgun gekk greiðlega, nema hvað húfur Englend- inganna sátu laust á þeim og fuku þær flestar til hafs í storminum. .. Þjóðólfur. Alltaf sé ég betur og bet- ur hversu Maugham gamli ,hafði rétt fyrir sér, þegar . iiann sagði: Svolítið brjóst- ‘vit, svolítið umburðarlyndi, 'evolítil kimnig'áfa .. og þá getur manni sannarlega 118- ið vel á þessari plánetu. .. Kerlingin sagði um Siggu iínu á neðri hæðinni í gær: •Hatturinn hennar fer aldrei úr tízku. Hann mun enn verða hlægilegur eftir tvo áratugi. ,. MEY fagnar sívaxandi umræðum um alla skapaða hluti, en bendir þó á, að stytztu orð tungunnar, já og nei, eru einmitt þau orð, ®m krefjast mestrar um- fiugsunar. .. Á föstudaginn var birti Kaup- mannahafnarblaðið Aktuelt mikla gleðifregn: Höfuðið af hafmeyj unni var fundið. E5ns og menn rekur eflaust minni til var höfuðið sagað af frægustu myndastyttu Kaupmanna hafnar fyrir tæpum tveimur ár- ur, hafmeyjunni litlu við Löngu- línu. Þetta illvirki vakti að von- um réttláta reiði manna, en hing að til hefur lögreglunni ekki tek- izt að hafa upp á þeim, sem ó- dæðið framdi, og af höfðinu hefur hvorki sést tangur né tetur. Hins vegar hefur hafmeyjan ekki verið höfuðlaus allan tímann,. heldur var hún lögð inn á verkstæði strax eftir ódæðið og sett á hana nýtt höfuð, svo að hún hefur get að haldið áfram að gegna því hlutverki sínu að ganga í aug- un á úllendum túristum. Að sögn blaðsins barst lögregl unni í Kaupmannahöfn bréf, sem hljóðar svo (í þýðingu); Til lögg- unnar. Nú etuð þið b#nir að sanna að þið getið ekki neitt, og þá get ég sagt ykkur að efst uppi á ráðhústuminum hangir dá litið, sem þið hafið kannski gam an af. Ég lét það Þangað upp. Sýnið nú snilli ykkar og komið því niður óséðir. — N.N. Þegar lögreglunni barst þetta bréf varð uppi fótur og fit, og tíu mínútum eftir móttöku þess óku lögregluþjónar yfir ráðhús- torgið og horfðu í kiki upp á turn inn. Og sáu þeir hvorki meira né minna en hafmeyjarhöfuðið. Þá var óðara haft samband við nær- liggjandi flugstöð Danahers, og þaðan var fáum mínútum síðar send af stað þyrilvængja með þriggja manna áhöfn. Fyrirliði þyrlunnar var Berg of ursti, og honum segizt svo frá: — Það var ekki fyrr en við vor- um komnir á loft, að við fengum að vita hvert verkefnið væri. Grun ur lék á, að um gabb væri að ræða, en þegar búið var að ganga úr skugga um, að svo var ekki, var okkur skipað að fara yfir Háðhúsið. Og þegar okkur var tjáð, hvað vlð ættum að gera þar, urðum við ákaflega undrandi. En sjálf björgunin var auðveld. A. Nielsen liðsforingi seig niður í línu og sótti höfuðið, en við héldum kyrru fyrir á meðan í þrjátíu feta hæð fyrir turnspir unni. Þetta er dagur, sem við iþremenningarnir gleymum seint.“ Meðan á björguninni stóð hafði mikill mannfjöldi safnazt saman á R'áðhústorgi, og þegar höfuðið tókst á loft, gullu við fagnaðaróp. Áhorfendur ’éku á als oddi og höfðu ýmislegt til málanna að leggja. Ein frú sa?ði til dæmis við blaðamann frá Aktuelt: — Þetta er ótrúlega bíræfið. Ég geng oft yfir torg- ið, stundum oftar en einu sinni á dag, og um daginn fór ég meira að segja alla leið upp í tuminn. Hugsa sér, að mér skyldi ekki detta í hug að gægjast út? Annars skil ég ekki, hvað lög reglan hefur verið að gera all- an þennan tíma. Það er þó allt morandi af lögreglulþjónum á torgkiu. Það ætti að vera auð velt að koma auga tá mann, sem fer að klifra upp allan turninn. Ég treysti mér að minnsta kosti ekki til að fara það óséð. Ann ars held ég að sökudólgarnir séu einhverjar ungar bullur, sem hafa verið of hátt uppi. Lögreglan ætti að athuga sumt fólk dálítið nánar. Og þegar höfuðið var örugg- lega komið upp í þyrluna sagði einn áliorfenda, hr. Rasmussen: — Þetta tókst hjá þeim. Það var gott. Hugsið ykkur, ef einhver hefði fengið höfuðið í nöfuðið. Ég þori varla að hugsa þá hugs un til enda. Það er hreinasta furða. að það skuli ekkert hafa komið fyrir í öllum stormunum í vor.‘ ‘ Lægreglan telur allgóðar horf ur á að eftir þessa síðustu at- burði megi takast að upplvsa mál ið til fulls. Enn er að vísu ekki vitað, hver sagaði höfuðið af hafmeyjunni og kom því fyrir á þessum ágæta felustað fyrir augunum á öllum Kaupmanna- hafnarbúum, en lögreglan hefur í höndunum ýmis gögn. fyrst og fremst bréfið og höfuðið sjálft, og hefur góða von um, að ná- kvæm athugun á þessum gögnum megi leiða sannleikann í Ijós. Þetta er mikil og gleðileg fregn, sem Aktuelt flytur þama. Við hana er bara því einu að bæta, að hún birtist eins og fyrr segir 'síðast liðinn föstudag, nefnilega 1. apríl. : -i í :x<v: < ' <s ' , > • - ' f f* V/ ' S ' -'s: .’w- íisíasSSispjiiss:':; * T : ■ '-æá Mwlwkrai: . í < - í' ’S' H m - m / Ht < < ' ' • 'f A ‘ fv/' / vj ifiaiii! mmmm m i - Myndin, sém fylgdi fréttlnni.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.