Alþýðublaðið - 23.04.1966, Side 2
Keimsfréttir
siáasfliána nótf
j ! SAIGON: Bandarískir og suður-víetnamískir liermenn segjast
in&fa unnið stórsigur á Víetcong í virkjum, sem beir um-
kringdu í miðhluta Suður-Víetnam. Bardagarnir hófust i fyrra
clag og lauk í gærmorgun með undanhaldi Norður-Víetnam
manna, sem rnisstu a.m.k. 320 menn. 3,500 hermenn tóku þátt
í . árásinni, og talið er að skæruliðar hafi tekið með sér a.m.k
.200 fallna á flóttanum.
j RÓM: ítalir og Rússar munu undirrita samning um vís-
Jhdalega og tæknilega samvinnu í dag, að því er skýrt var
frá í gær að loknum fundi utanríkisráðherranna Fanfanis og
<3romykos.
HELSINKI: Sænski þjóðarflokkurinn hefur tilkynnt jafnað
,a:t;manninum Paasto, sem reynir stjórnarmyndun, að flokkur-
. jnn sé fús *il stjórnarsamvinnu með jafnaðarmönnum og Mið
f.lokknum og þátttöku eins eða fleiri hinna flokkanna.
, PARÍS: Franska stjórnin sendi í gær bandarísku stjórntnni
pýja orðsendingu, þar sem sennilega er haldið fast við þá
Jcrðfu de Gaulles forseta að Bandaríkjamenn flytji burtu her-
Stöðvar sínar frá Frakklandi innan eins árs. Hins vegar herma
.gýðar heimildir að fram komi í orðsendingunni að jafnskjótt og
. .hfottflutningurinn er hafinn megi semja um framlengingu á frest-
jnum.
FARÍS: Frakkar munu tilkynna Suður-Ameríkulöndum, sem
fUÓtmælt hafa fyrirhuguðum kjarnorkutilraunum Frakka á Kyrra
Ijgfi, að þeir hafi gert allar nauðsynlegar varúðarráðstafanir
gegn geislavirku úrfalli.
LONDON: 10% innflutningstollur Breta verður aðalm'álið
sem Per Hækkerup, utanríkisráðherra Dana, ber upp við brezka
ráðherra, þegar hann kemur til Lundúna í opinbera heimsókn í
infestu viku. Hækkerup mun aðallega ræða við brezka leiðtoga um
helztu mál, sem bera mun á góma á ráðlierrafundi EFTA í Björg
vin 12. og 13. maí. Jay verzlunarráðherra endurtók í dag, að
firetar hyggðust lækka tollinn og afnema hann um leið og við
skiptajöfnuðurinn leyfði það.
> RÓM: Sovétríkin og Austur-Evrópuríkin verða að halda
táfram innflutningi á hveiti um mörg ókomin ár þótt þeim
takist að auka svo framleiðslu sína að liún nái settu marki,
fiagði hagfræðingurinn Henry Jacobs á fundi í kornnefnd mat-
væla- og la.ndbúnaðarstofunar SÞ, FAO, í Róm í gær.
LISTI Alþýðuflokksins við
tireppsnefndarkosningarnar x
Grindavík er þannig skipaður:
1. Svavar Árnason oddviti.
2. Bragi Guðráðsson deildar-
stjóri.
3; Hjalti Magnússon netjamaður
4. Sigurður Gíslason verkstjóri
5. Helgi Hjartarson rafveitu-
stjóri.
6. Guðbrandur Eiríksson skrif-
stofumaður.
Grindavík
' 7. Sigurður Þorleifsson símstjóri
8. Tómas Þorvaldsson fram-
kvæmdastjóri.
9. Einar Kr. Einarsson skóla-
stjóri.
10. Kristinn Jónsson fiskmats-
maður.
Til sýslunefndar:
Guðsteinn Einarsson
Guðbrandur Eiríksson
Bragi Guðráðsson
Svavar Arnason
£ 23. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
HANDRITAMÁLIÐ:
Þessa myml birti Berlingur um daginn. Á henni eru talið
frá vinstri: Geir Aðils, Gunnar Thoroddsen ambassador, Gunnar
Björnsson, Birgir Möller, séra Jónas Gíslason og Gunnar Þor-
steinsson.
Málflutningi í máli stjórnar
Árnasafns gegn menntamálaráðu-
neytinu danska lauk fyrir Eystra
landsrétti í Kaupmannahöfn í
íyrradag. Dómsforseti Aage Has-
trup, lýsti því yfir, að dómur félli
í málinu í næsta mánuði.
Ekkert nýtt kom fram í loka-
ræðum sækjanda og verjanda.
Sækjandinn, G. L. Christrup
hæstaréttarlögmaður, krafðizt þess
að lögin um afhendingu handrit-
anna yrðu dæmd ógild og sagði
að þingið gæti ekki ráðstafað eig-
um einkastofnunar, en um almanna
heili gæti ekki verið að ræða. —
Verjandinn, Poul Sehmith sagði,
að Árnasafn væri eign Kaupmanna
hafnarliáskóla og þar af leiðandi
ríkiseign og ekki gæti verið um
eignarnám að ræða. Sagði Schmith
að það væri í þágu almanna heillar
að afhenda íslendingum handrit-
in.
Christrup talaði fyrstur og svar-
aði ræðu verjandans frá því á
þriðjudag. Talaði Christrup í rúm-
an klukkutíma. Hann kvað verj-
andann ekki hafa getað afsannað
þá fullyrðingu sína, að Árnasafn
væri sjálfseignarstofnun en ekki
í eigu Kaupmannahafnarháskóla.
Kvaðst Christrup hafa orð rektors
háskólans, dr. jur. Stig Iuul, fyrir
því, en hann er jafnframt lögfræði-
legur ráðunautur háskólans.
Verjandinn greip þá fram í og
spurði livort Iuul hefði gefið þessa
yfirlýsingu sem rektor háskólans
eða sem fulltrúi lagadeildarinnar.
Christrup sagði, að Iuul hefði birt
yfirlýsinguna sem lögfræðilegur
ráðunautur háskólans.
Christrup sagði að handritin í
Árnasafni Iiefðu aldrei komizt í
eigu rikisins og gæti þvi mennta-
málaráðuneytið ekki ráðið yfir
safninu eða' handritunum. Hvergi
væri á það minnzt í athugasemd-
unum við lögin um afhendingu
handritanna, að þau væru eign
ríkisins. Hann lagði áherzlu á, að
afhendingarlögin væru samin af
Alf Ross lagaprófessor að beiðni
dönsku stjórnarinnar og hefði
hlutverk hans verið fyrst og fremst
að aðstoða ríkisstjórnina við að
finna lagalegan grundvöll fyrir af-
hendingu handritanna, en í skrif-
um Ross væri hvergi á það minnzt
að handritin væru ríkiseign.
Christrup kvað ekki mikið
byggjandi á því, að horfið hefði
Framhald á 15. siðu.
Utankjörstaðaaíkvæði
UTANKJÖRSTAÐAATKVÆÐAGREIÐSLA við Borgar-
stjórnarkosningarnar 22. maí n.k. hefst á morgun, 24. april.
Kosið verður í Búnaöarfélagshúsinu við Lækjargötu. Opið
virka daga 10 — 12, 2 — 6 og 8 — 10. Sunnudaga er opið
frá 2 — ö. — Alþýðuflokksfólk er hvatt til að hafa sam-
band við kosningaskrifstofu A-listans í Alþýðuhúsinu, og
gefa upplýsingar um þá, sem kynnu að vera fjarverandi
á kjördegi. Símar skrifstofunnar eru: 15020 og 16427.
Helgi Hjartarson
Hjalti Magnússon
Sigurður Gíslason