Alþýðublaðið - 23.04.1966, Page 3
Sinjavski og
Daniel verði
náðaðir
FORSETAHÁÐ Sarobands
evrópskra rithöfunda,
IOOMES1, kom saman til'
fundar í París 16. marz, und
ir forsæti Guiseppe Ung-
aretti, til að fjalla um þau
vandamál, sem hafa risið
af máli Sovétrithöfundanna
Sinjavskí og Daníels Meiri
hluti forsetaráðsins lítur svo
á, og lýsir yfir þeirri skoð-
un sinni að forsendurnar
fyrir dóminum yfir þessum
tveim rithöfundum brjóti í
bága við þann anda sem
fbá upphafi hafi mótað starf
og athafnir OOMES og harm
ar ennfremur að forsvars-
menn Sovétdeildar COMES
skuli ekki hafa geri þær
ráðstafanir sem hægt var
né haft samráð við COMES,
svo sem var skylda þeirra.
Engu að síður treystir For-
setaráðið enn á vinsamleg
Frh. á 14. síðu.
Samið við Johns-Manville
um kísilgúrverksmiðjuna
RÍKISSTJÓRNIN hefur nú lok-; Var í gær lagt fram á Alþingi
ið samningum við bandaríska stór- frumvarp með breytingum, sem
fyrirtækið Johns-Manville um þátt gera þarf á lögum um verksmiðj-
töku þess í byggingu og rekstri j una með tilliti til þessarar breyt-
kísilgúrverksmiðju við Mývatn. I ingár.
Ríkisverksmiðjur greiði
hærra landsútsvar
LANDSÚTSVAR Sements-
verksmiðju ríkisins og Áburð
arverksmiðjunnar verða hækk
uð úr Vz% í 2%. Þýðir þetta
meðal annars, að Akraneskaup
staður fær um 200.000 krónum
meiri tekjur af verksmiðj-
unni í ár en ella.
Breyting um þetta efni var
gerð á frumvarpi um tekju-
stofna sveitarfélaga í efri deild
Alþingis í gær, en framvarp
ið fjallar annars um bætta
aðstöðu síldarbæjanna í þess-
um málum og gjald t'i Sam
bands íslenzkra sveitarfélaga.
Magnús Jónsson f jármála-
ráðherra flutti tillögu um
breytinguna á gjaldi sements-
og áburðarverksmiðjanna.
Skýrði hann svo frá, að full-
trúar Akraness hefðu sótt mjög
fast að fá auknar tekiur af
Sementsverksmiðjunni, en bær
inn fær aðeins fjórðung af
landsútsvari hennar, Jöfnunar
sjóður sveitarfélaga hitt. Taldi
Magnús, að þessi breyting
mundi sætta menn við frum-
varpið í heild, en lögm um
landsútsvar munu verða endur
skoðuð fyrir næsta þing.
í greinargerð frumvarpsins seg-
ir svo um málið:
„Hinn 21. febrúar 1964 var gert
samkomulag milli ríkisstjórnar-
innar og hollenzka fyrirtækisins
AIME um byggingu og rekstur
kísilgúrverksmiðju við Mývatn, og
var samkomulagið með þeim fyrir-
vara, að nauðsynleg lagahefmild
fengist til að framkvæma það. Al-
þingi veitti slíka heimild með lög-
um um kísilgúrverksmiðju við
Mývatn nr. 22 21. maí 1964. í fram-
haldi af því var í samræmi við
samkomulagið stofnað undirbún-
ingsfélag. Kísiliðjan hf., sem haft
hefur veg og vanda af öllum und-
irbúningi af byggingu verksmiðj-
unnar. Hollenzka fyrlrtækið tók
þátt í stofnun þessa félags og störf-
um þess. Á hinn bóginn treysti
það sér ekki, vegna fjárskorts, til
þátttöku í stofnun framleiðslufé-
lags þess, er reisa skyldi og reka
verksmiðjuna, þar sem það hafði
ráðizt í aðrar fjárfrekar fram-
kvæmdir. Varð af þessu fljótlega
ljóst, að ekki var lengur grund-
völur fyrir frekari samvinnu við
AIME.
Sala á kísilgúr krefst mjög
LAXNESS UM LEIKRIT SÍN:
Prívatskáldskapur
handa íslendingum
Reykjavík ÓJ.
SKAMMT er nú í millum tíð
inda f leikhúsunum. Rúmri
viku eftir að Prjónastofan Sól
in var framsýnd í Þjóðleikhús
inu sýnir Leikfélag Rpykjavík
ur annað leikrit eftir Halldór
Laxness, öldungis nýtt af nál
inni. Frumsýning Dúfnaveizl-
unnar verður í Iðnó á föstudag
inn. kemur.
Sveinn Einarsson ieikhús-
stjóri sagði svo frá í gær á
fundi með blaðamönnrm að
Dúfnaveizlan væri skemmtunar
leikur í fimm þáttum. Leik-
stjóri er Helgi Skúlason. leik
myndir gerir Steinþór Sigurðs
son, tónlist er við leikinn eftir
Leif Þórarinsson, en stærstu
hlutverkin leika Þorsfpinn Ö.
Stephensen, Anna Guðmunds
dóttir, Gísli Halldórson, Guð-
rún Ámundsdóttir og Borgar
Garðarsson. Alls koma 20—
30 leikarar fram í sýningunni,
þar 'á meðal ýmsir helztu leik
arar Leikfélagsins. Þess er
vænzt að Dúfnaveizlau komi
út í bók samtímis frumsýning
unni, en Helgafell gefur út.
Sveinn kvað þessa sýningu
eiga sér alllanga forsösu. t
fyrravetur sneru Leikfélags-
menn sér til Halldórs Laxness
og báðu leyfis að setja upp
Prjónastofuna Sólina sem var
auðsótt. Þá reyndist ekk? fært
að koma sýningunnt upp fyr
ir vorið, og var henni frest-
að til hausts. En í sumar sagði
Sveinn, gat Halldór þess við
okkur að hann væri reyndar
með annað leikrit í pokahorn-
inu og las okkur þá einn þátt
þess sem okkur leizt strax mjög
vel á. Eftir það leyfði hann
okkur Helga Skúlasym leik-
stjóra að fylgjast með verkinu
eftir því sem það þróaðist og
las okkur jafnharðan það sem
bættist við. í nóvember í haust
mæltist Þjóðleikhúsið svo til
þess við Leikfélagið að það
gæfi sér Prjónastofuna efth’
með því að þar var kominn
upp áhugi á að sýn.a verkið.
Og niðurstaðan varð sem sagt
þessi, að Þjóðleikhúsið sýnir
Prjónastofuna en Leikfélagið
Dúfnaveizluna.
Sveinn Einarsson gat þess
ennfremur að það hefði verið
Leikfélagsmönnum míkil á-
nægja að fá að fjalla um þetta
verk í svo nánu samstarfi við
höfundinn, fylgjast beinlínis
með tilurð þess, en .e'kritið
var tæpast fullsamið þegar æf
ingar hófust í febrúar s.l. og
hefur mótast verulega á æf-
ingunum. Halldór Laxness tók
í sama streng og kvað starf
sitt í leikhúsunum i vetur
hafa orðið sér skemrotilega
reynslu enda ólíkt sínu venju
lega verksviði. Óneitanlega
væri það miklu lífrænna að
starfa með lifandi fólki á leik
sviðinu en rorra alla daga yfir
blekbyttu sinni sem væri hvers
dagslegt hlutskipti rithöfunda.
Og hann væri þess fu'lviss að
þetta væri sú rétta aðferð að
semja leikrit nú á dögum.
Halldór Laxness kvað hið
hýja leikrit sitt ekki hafa nema
lausleg tengsl við smásöguna
með sama nafni sem prentuð
er í Sjöstafakverinu. En að
vísu væri hliðstæð grundvallar-
hugsun í báðum verkunum,
þar mættust tveir heirr.ar, ein
kennilega ólíkir, sem ættu að
geta skapað dramatíska spennu
Framhald á 15. síðu.
mikillar skipulagningar, þekking-
ar á markaðnum og traustra við-
skiptasambanda. AIME hefur gott
sölukerfi í Evrópu, og var sam-
vinnan tekin upp við það með það
fyrir augum, að auðvelda sölu kis-
ilgúrsins og minnka þannig á-
hættuna, sem felst í sölutregðu
kisilgúrsins. Þegar upp úr þessari
samvinnu slitnaði, af fyrrgreind-
um ástæðum, var talið rétt að
leita fyrir sér um samvinnu við
aðra erlenda aðila, sem gætu
greitt fyrir sölu á framleiðslu
kísilgúrverksmiðjunnar. Leiddl
þetta til þess, að teknar voru upp
viðræður við bandaríska fyrirtæk-
ið Johns-Manville Corporation,
New York. Fyrirtæki þetta er
mjög stórt, bæði sem framleið-
andi og seljandi kísilgúrs. Það er
því í aðstöðu til að tryggja sðlu á
^ramhalrt ft 14. siðu
Gefa góða raun
Reykjavík. — ÓTJ.
ÓEIN KENNISKLÆDDIR lög-
reglumenn hófu störf við um-
ferðargæzlu um síðustu helgi og
hafa margir ökumenn fengið orð'í
eyi-a hjá þeim. Frétzt hefur að
sumir verði ókvæða við og dragi
í efa réttindi þessara manna til að
stöðva þá.
Þeim til fróðleiks skal þess get-
ið að þegar lögregluþjónarnir hafa
sýnt skilríki sín, sem þeim að sjálf
sögðu ber að gera, eru menn skyld
ugir til að hlíta tilsögn þeirra, því
að völd þessara manna eru ná-
kvæmlega hin sömu og þeirra sem
einkennisbúningi skrýðast.
Sveinbjörn Högna-
son, alþm. látinn
Sveinbjörn Högnason, fyrrum
alþingismaður og prófastur á
Breiðabólstað í Fijótshlíð andað-
ist 21. apríl að heimili sínu, Stað-
arbrekku í Fljótshlíð, 68 ára að
aldri. Hans verður nánar minnzt
hér í blaðinu síðar.
Skemmtifundur
í Hafnarfirði
Kvenfélag Alþýðuflokks-
ins í Hafnarfirði heldur
skemmtifund mánud. 25.
apríl kl. 830 e. h. í Alþýðu-
húsinu.
Leikþáttur.
Upplestur.
Myndasýning.
Kaffidrykkja. i í
Skemmtinefndin. £
mtwnwwuwwwMwww
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. apríl 1966 3