Alþýðublaðið - 23.04.1966, Síða 16

Alþýðublaðið - 23.04.1966, Síða 16
SPENNAN f LfFINU •i»að snjóa'ði í fyrradag. — það (iköí og dró saman í skafla unga fólkið leit spyrjandi •fivert á annað — var ekki nóg oð eiga á hættu að sjá hvítar •,«iýs, gat maður líka átt á .iiættu að sjá snjó . . . og sumt af þessu unga fóiki fékk • tóuert af taugaáfalli og- ákvað •að hætta eftir tvo-þrjá daga, — fékk sér einn lítinn því til etaðfestingar . . . Vísir. Wér er sagt, að menn séu þeg *r farnir að undirbúa sumar 'ieyfin sín (ég læt tnér hins .vegar nægja að fara vestur I jreiiina mína eins og venju- 'tiega) — ©g au'ðvitað fara allir tsl hinna suðrænu sólskinslanda fil þesg a'ð sitja þar kófsveittir — í skugganum . . . ■íslenzkukennaraofsinn skilur Ökki mælt mál. Ég spurði Aann um daginn hvort ég anuetti byrja ritgerðina mína <mna: Gerlarnir og girlurnar #»ra í gasaj stuðS . . . en *mií var á snargati og vissi ekktrt £ sinn áívala haus. ■i&rí næst spurði ég hann hvort Jbetra væri að segja gæjarnir »g gálurnar — en þá rak hann *nig út . , . ■ „Er nokkuð betra en glas af góðum bjór?” spurði maðurinn. „Já,” svaraði hinn. „Hvað er það?” spurði sá fyrri. „Tvö glös af góðum bjór !” var svarið. Og sVo er bjórinn fallinn, enn einu sinni. Til eru þeir sem trúa því, að meirihluti þingmanna vorra séu á móti bjórnum í raun og veru. Lengi vel héldum við þetta líka hérna á Baksíðunni og létum okkur vel líka. En nú hef- ur endanlega runnið upp f.vrir okkur Ijós í þessum efnum, eins og svo oft áður, þegar um merki- leg mál er að ræða. Okkur hefur sumsé dottið í hug, að bjórfrum- varpið hafi aldrei verið flutt í al- vöru, heldur aðeins sem eins kon- ar aprílgabb og góð skemmtun fyrir nokkra menn. Við erum á þessari skoðun, af því að við teljum að allur almenningur sé á móti bjórnum, þ. e. a. s. íslenzk- um bjór á frjálsum markaði. Og í þessu atriði felst grínið með bjórinn. íslendingar vilja helzt ekki nema smyglaðan bjór, smygl- að sælgæti og smyglaðan fatnað. Lífi voru fylgir gjarnan spenn- ingur og eftirvænting, átök við höfuðskepnur og yfirvöld, barátta sem oft er tvísýn og æsileg í senn. Við erum svo vanir þessu, að við viljum ekki fyrir nokkurn mun af þessu missa. Ég held, a@ kyn- stofninn myndi hreinlega deyja út, ef við misstum þann þátt úr lífi voru, sem öllu þessu er sam- fara. Og auðvitað vita okkar ágætu þingmenn um þessi skapgerðar- einkenni landans. Þeir vita mætavel, að fiskurinn og margarínið þurfa að kosta sitt, til að vera keypt og etið, og lielzt þyrfti að vera hörgull á því, ef vel áetti að vera. Þeir vita, að ef smérið væri ekki svona billegt, mundi smjörfjallið etast upp á svipstundu. Þeir liafa eflaust heyrt um kellingar, sem vilja ekki sjá nýja kjóla, nema þeir séu annað hvort smyglaðir, skítugir eða rifnir einhvers staðar, því að þá geta þær þó altént sagt vin- konunni frá liundraðkallinum, sem þær þénuðu á viðskiptunum. Og auðvitað vita þeir, að sumir menn vilja ekki sjá aðra bíla en þá, sem annað hvort hafa verið klessu- keyrðir eða þá, að þeir hafa ólt- ið niður Kamba, þvi að ef þeim skyldi takazt að hlaða þeim þann- ig saman, að kallazt gæti ökufært ástand, gætu þeir altént gortað af því við náungann, hversu klár- an „bisnis” þeir hafi gert, enda þótt þeir hafi í raun tapað bæði mannorðinu og stórfé í þokkabót (sem mörgum bílaviðgerðamann- inum kæmi reyndar öllu verr). Já, þingmennirnir vita ofurvel, að þeir geta fengið allan þann bjór, sem þeir geta torgað, hvort sem hann er framleiddur í land inu eða ekki, og þeir vita einnig, að svo er og með flesta landsbúa. Eða hver þekkir ekki sjómann, sem af og til býöur upp á bjór? Og hver kærir sig um að hafa svona lúxusvöru á boðstólum fyr- ir alla jafnt? Þá væri nú lítið gam- an að lifa, ef allir hefðu allt og enginn gæti boðið upp á eitthvað betra, en fæst hjá Silla & Valda og Kron. Menn muna kannski eftir því, hve gaman var að lifa, þegar vandræði var að fá ávexti? Þá var nú betra að hafa rétt sam- bönd! Eða tyggigúmíið? Er þetta ekki hreinasta hneisa, að eyði- leggja svona saklaust grín, eins og fólst í því, að bíða spenntur eftir næstu tyggjósendingu? Nú er búið að eyðileggja þetta með frjálsum innflutningi. í Ijósi þessa skilnings verðum við að mótmæla hverju því frelsi, sem gerir öllum jafn auðvelt og mér og þér sem höfum rétt sam- bönd að fá nauðsynjar, eins og útlenzkan bjór, tyggjó og makkin- tos-súkkulaði. íslenzkan bjór mega þeir hins vegar framleiða undir drep, bara ef hann yrði seldur erlendis, t. d. á Grænlandi eða einhvers staðar þar, sem nógu erf- itt væri að ná í hann, sem auð- vitað þýðir ekki að við fengjum hann ekki, heldur aðeins, að nógu erfitt væri að smygla honum hing- að, til þess að gera hann reglu- lega eftirsóknarverðan. c* i

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.