Alþýðublaðið - 29.04.1966, Síða 4
Bltatjórer: Gylfi Gröndal (4b.) og Benedlkt Gröndal. — RltstíómarfuU- trúl: EtBur GuOnaBon. — Stmar: H900-1490S — Auglýalngaaíml: 1490«. ASaetur AlþýBuhúalB vlð Hverflsgötu, Heykjavllc. — Prentsmlðja AlþýOu bUötina. — Aíkrlftargjald kr. 95.00 — I laueasölu kr. 5.00 elntakhl. Utgefandi AlþýOuflokkurtnH.
SKÝRSLA MAGNUSAR
MAGNÚS JÓNSSON fjármálaráðherna flutti Al-
þingi í fyrradag ítarlega skýrslu um efnahag þjóð-
þrin'nar, þróun síðustu ára og horfur í næstu fram-
tíð. Tilefni skýrslu hans var framkvæmdaáætlun
joessa árs.
Þjóðartekjur íslendinga hafa vaxið mjög ört síð-
ustu ár, eð'a 7% árið 1963, 5,5.% árið 1964 og 5%
arið 1965. Sé tekið tillit til hagstæðra viðskipta-
kjara, það er að útflutningsvara okkar hækkaði meira
i verði en innflutningurinn, verða tölurnar 7,2%
árið 1963, 8,4% árið 1964 og áætlað 8—9% árið
1965.
Þetta er gífurleg aukning, og fer ekki á milli
mála, að lífskjör þjóðarinnar hafi batnað verulega,
þrátt fyrir verðbólgu. Hagur landsins út á við hefur
enn styrkzt og gjaldeyrisforði er yfir 2.000 milljón-
ir.
“Magnús varaði þó við næstu framtíð. Hann taldi,
að framleiðslan mundi vart geta aukizt eins mikið
og undanfarið, en hætta væri hins vegar á, að neyzla
tandsmanna og fjárfesting haldi áfram að aukast með
saifia hraða og síðustu ár. Geta af þessu stafað
hæítulegir erfiðleikar, sem Magnús kvað ríkisstjórn
ina reyna að forðast eftir megni.
Fjármálaráðherra sagði í ræðu sinni, að sú gerð
framkvæmdaáætlana, sem ríkisstjórnin hefði tekið
upp, hefði gefið góða raun. Hefur stöðugt þokað í þá
átt, að áætlunargerðin yrði betri og gagnlegri. eftir
því sem reynsla hefur fengizt. Auk heildaráætlana
hefðu verið teknar upp séráætlanir og fyrir ein-
staka flokka framkvæmda og einstaka landshluta.
Mundi ríkisstjórnin halda áfram að bæta aðstöðu til
áætlunargerðar.
Fyrsta f jögurra ára áætlunin var gerð fyrir árin
1963—66, og hafa áætlanir.hvers árs verið endurskoð
aðar jafnóðum. Nú er hafið lokaár þessarar fyrstu
áætlunar, og verður á þessu ári stigið næsta skref
ið með samningu annarrar áætlunarinnar fyrir árin
1967—70. Með hliðsjón af fenginni reynslu má ætla,
að sú áætlun verði fyllri og raunhæfari sem hjálp-
artæki við stjórn efnahagsmála en fyrsta áætlun-
in gat orðið.
Ræða fjármálaráðherra bar þess glöggt vitni,
hversu mikinn þátt áætlunargerð nú þegar á í heild-
arstjórn ríkisvaldsins á efnahagskerfinu. Þetta er þró
un, sem öll hefur gerzt í tíð núverandi ríkisstjórnar,
og ttelur Alþýðuflokkurinn þetta meðal mikilsverð-
wstu, mála, sem stjórnin hefir hrint í framkvæmd.
Að vísu nær áætlunargerðin enn aðeins til fram-
kvæínda ríkisins. Væri nú eðlilegt að stíga næsta
skrefið og láta aðra áætlunina einnig ná til sveit-
arfélaga, enda eru framkvæmdir þeirra oft tengdar
ríkisvaldinu og lcostaðar af því að hluta.
4 29. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Tilkynning frá Öxli h.f.
Oss er ánægja að geta tilkynnt þeim fjölmörgu sem undanfarin ár
hafa sýnt áhuga á
International - Scout Iandbúna5arbifreiðinni
að vegna breyttra tollalega er hifreið þessi nú fáanleg með sömu
tollakjörum og aðrar bifreiðar í jeppaflokki.
ÖXULL H.F., Suðurlandsbraut 32. Sími 38597 og 38590.
Vinnuhjú með offjár í höndunum!
Á FUNDUM, í BLÖÐUM OG
BÓKUM segja talsmenn Sjálfstæð
isflokksins frá því, hvað þeir geri
fyrir borgarana. Þeir minnast
aldrei á það, hvað borgararnir
geri fyrir þá. Borgarfulltrúar og
aðrir istjórnendur borgariiuiar og
fyrirtækja hennar, eru hreint
ekkert annað en vinnumenn á
heimili borgara.nna. Borgararnir
fá þeim verk að vinna og barga
þeim kaup. Þeir eiga að skila
verkefnunum af sér cg borgararn
ir líta yfir afköst og verkhyggni.
BORGARARNIR fá þessum
starfsmönnum ógrynni f jár til þess
að verja sem bezt í þágu sameigin
legra framkvæmda. Borgararnir af
henda þeim til ráðstöfunar útsvör
sín <-em eru um 540 milljónir, að-
stöðugiöld sin, sem eru um 130
milljónir fasteignagjöld sín, sem
nema um 50 milljónum, og miklar
upphæðir aðrar, svo að féð, sem
borgar.vfirvöldin hafa árleea til ráð
stöfunar, nemur um 850 milliónum
króna og er þá skammt í milljarð
inn.
HVERNIG ERU SVO VINNUAF
KÖSTIN og hvernig hefur vinnu-
lagið verið og frágangurinn á því,
sem ráðizt var í til framkvæmda?
Ég þarf ekki að svara þes~ari spurn
ingu. Það er alveg óþarfi, því að
hver og einn getur skyggnzt um
í sínu hverfi. Ekki hefur starfs-
fólk borgarinnar byggt fyrir þetta
fé nema tiltölulega mjög fáar húsa
samstæður. Það hafa borgararnir
sjálfir gert fyrir eigið fé og að
auki lánsfé, sem þeir hafa að mestu
leyti fengið hjá ríkisvaldinu. Hins
vegar hefur starfsmannaliðið feng
ið offjár fyrir lóðirnar, sem vitan
lega er sjálfsagt, til þess að ganga
frá götum.
í ÞVÍ SAMBANDI er rétt að
skoða Suðurlandsbrautina, sem
aldrei hefur verið annað eins flag-
og nú. Aðeins hefur verið gengið
frá tveimur stórlóðum meðfram
þes-ari stærstu umferðargötu borg
arinnar: Sigfús í Heklu og Hall-
grímur Ben & Co. Og er það til
sóma. Annar^ eru byggingarnar við
bessa miklubraut borearinnqr
hnevksli og virðist, ekki lúta neinu
eftirliti Pða að eftirlitinu er ekki
framfvlgt.
vrn spvrium Á úttektar-
degi. um kosningar, hvernig vinnu
fólkið hafi unnið og hvernig það
hefur ráðstafað þeim ógrynnum
auðæfa, sem það hefur fengið til
ráðstöfunar. Ég spyr og þú spyrð.
Við vitum að gífurlegt fé rennur
út í sandinn í göturæ-i þar sem
nokkur göturæsi eru eða út í botn
lausar mýrar eins og fyrir neðan
Suðurlandsbraut og ofan, þar sem
byrjað er á mörgu en engu lokið.
— Taktu þér göngutúr um borgina
áður en þú gengur að kjörborðinu.
Líttu sjálfur ásýnd hlutanna og
og gaktu úr skugga um hvort ég
hef ekki sagt þér sannleikann.
ÞAÐ ER MARGT GERT en fátt
eða ekkert til fulls. Þetta er sér
riaklega áberandi á þessu vori,
vegna þess að kosningar eru fram
undan. Þeir einstakiingar, sem
þannig haga sér við búskap hafa
alltaf verið kallaðir jarðvöðiar og
eru það enn.
SERVÍETTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.