Alþýðublaðið - 29.04.1966, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 29.04.1966, Qupperneq 5
Cecil Haraldsson Ingveldur Sigurðardóttir Lárus Guðmundsson Sveinbjörn Sveinsson Guðmundur J. Bjarnason ROBERT HAVEMANN REKINN . VÍSINDAAKADEMÍAN í Au.- Berlín strikaði nýlega af með- limaskrá sinni nafn Robert Have- manns prófessors, hins kunna efnafræðings og eðlisfræðings, sem mikla athygli hefur vakið fyrir gagnrýni sína á au.stur- þýzka komúnistaflokkinn (SED). Fulltrúar kommúnista í aka- demíunni beittu brögðum til þess að fá því til leiðar komið að pró- fessor Havemann yrði vikið úr akademíunni, þar sem brottrekst- urstiilaga er þeir báru fram í aka- demíunni fyrir nokkrum vikum hlaut ekki tilskilda tvo þriðju hluta atkvæða sem meirihluta. í rökstuðningi þeirra segir, að efna fræðingar og eðlisfræðingar, sem sæti eiga í akademíunni, vilji ekkert hafa saman við Havemann að sælda og því sé enginn grund- völlur fyrir aðild hans að aka- demíunni. Robert Havemann hefur um langt skeið sætt ákúrum fyrir „endurskoðunarstefnu.” Hann varð frægur um öll Vesturlönd þegar hann notaði fyrirlestra sítia í heimspeki við Humboldt-háskól- ann í Austur-Berlín til að gagn- rýna SED. Af þessari ástæðu var hann rekinn úr SED og sviptur prófessorsembætti sínu. En Havemann hætti ekki stjórn málaafskiptum sínum eftir þenn- an atburð, heldur birti fyrirlestra sína og greinar í Vestur-Þýzka- landi. Þá krafðist SED þess, að hann yrði rekinn úr vísindaaka- demíunni. En þegar gengið var til atkvæða um brottvísunartil- lögu kommúnista kom í ljós að aðeins 70% meðlimanna voru hlynntir tillögunni, en lög aka- deiníunnar kveða á um, að tillaga um brottrekstur einhvers meðlims akademíunnar verði að hljóta að minnsta kosti 75% atkvæða. ★ ENN KOMMÚNISTI. Prófessor Havemann, sem er 56 ára að aldri, hefur sagt í viðtali við bandaríska fréttastofu, að hann óttist að SED undirbúi málsókn á hendur honum. Have- mann lagði á það áherzlu, að hann teldi sig ekki hafa gert sig sekan um nokkra þá yfirsjón, sem réttlætt gæti brottvísun hans úr vísindaakademíunni. Hann bar eindregið til baka aðdróttanir um, að hann hefði rýrt álit Austur- Þýzkalands með því að birta grein- ar eftir sig í Vestui’-Þýzkalandi. Havemann sagði, að ákvörðun akade'míunnar væri landi sínu til lítils sóma, en hann kveðst vera sannfærður kommúnisti eftir sem áður. Ákvörðun akademíunnar er þeim mun óskiljanlegri vegna Prófc-.sor Havemann — neitar aðdróttunum. þess, áð SED hefur óskað eftir viðræðum við vestur-þýzka jafn- aðarmannaflokkinn (SPD), sagði prófessor Havemann. Hann kvaðst ekki sjá neitt athugavert við það, að vestur-þýzkum stjórnmála- mönnum gæfist kostur á að halda ræður í Austur-Þýzkalandi og að austur-þýzkir stjórnmálamenn fengju að halda ræður í Vestur- Þýzkalandi. „En ég krefst þéss, að ég fái líka að segja það sem mér býr í brjósti,” sagði Have- mann. Aðspurður hvers vegna hann sendi greinar sínar til véstur- þýzkra blaða sagði Havemann að þar sem engin blöð eða tímarit í Austur-Þýzkalandi vildu birta greinar hans, yrði hann að fá þær birtar annars staðar. ★ ■ SÝNA VALD SITT. í Vestur-Berlín er talið, að aust- ur-þýzki kommúnistaflokkurinn, sem er önnum kafinn við opin- berar bréfaskriftir til SPD, vilji forðast allt það, er borið geti vitni urn veikieika eða úrræða- leysi. Þess vegna hafi flokkurinn sýnt vald sitt með því að reka Havemann úr akademíunni. St.iórnmálancfnd flokksins tók á- kvörðunina í óvenjulega miklum ; flýti og á sama tíma og „frjáls- lyndu” mennirnir í forystu SED, Willy Stoph forsætisráðherra og „kennimennirnir” Hermann Axen og Hermann Matern, voru staddir í Moskva þar sem þeir sátu 23. þing sovézka kommúnistaflokks- ins. Nú er dregið mjög í efa að þeir hafi verið samþykkir brott- rekstrinum. Auk þess er vert að liafa í huga að Havemann er mjög mikils met- inn vísindamaður í Austur-Evr- ópu. Forseti sovézku vísindaaka- demíunnar, keldysk, sem gegndi mikilvægu hlutverki á sovézka flokksþinginu, er í hópi einka- vina Havemanns. Rússar hafa áð- ur látið í ljós vanþóknun sína á meðferðinni, sem Havemann hef- ur sætt, með því að bjóða honum að stjórna sameiginlegum rann- sóknum austur-evrópskra vísinda- manna á ljósasamsetningum. Nu Framhalð á 10. síðu. Rögnvaldur Lárusson Sigurjón Helgason i ins í Stykkishólmi Listi Alþýðuflokksfélags Stykkis hólms við hreppsnefndarkosning arnar þann 22. apríl nk. 1. Cecil Haraldsson, kennari 2. Ingveldur Sigurðardóttir, kenn ari 3. Lárus Guðmundsson, skipstjóri 3. Sveinbjörn Sveinsson, af- greislumaður 5. Guðmundur J. Bjarnason, smiður 6. Rögnvaldur Lárusson, vél- smiður 7. Sigurjón Helgason, sjómaður 8. Lúðvíg A. Halldórsson, skóla stjóri liÍNNÁ" ÞINGEYRI Listi Alþýðuflokksins á Þing- eyri hefur verið ákveðinn og er hann þannig skipaður: 1. Bragi Guðmundsson, hc'iraðs- læknir. 2. Skárphéðinn Njálsson, vélstjóri 3. Sveinbjörn Samsonarson, verkstjóri. 4. Guðmundur Andrésson, rafvirkj ameistari. 5. Björn Jónsson fiskmatsmaður. 6. Ólafur Ágústsson, verkamaður. 7. Steinþór Benjamínsson, verkamaður. 9. Sigurður Sörensson, sjómaður 10. Haraldur ísleifsson, verk- stjóri 'r 11. ívar Þórðarson, verkamaður 12. Lárus Elíasson, fyrrv. hafnarJ vörður 13. Kristmann Jóhannsson, fyrvv., oddviti 14. Asgeir Ágústsson, oddviti. I Listinn á Stokkseyri FRAMBOÐSLISTI í. ■ >1 Alþýðu-t flokksins við hreppsnefndarkosn- ingar á Stokkseyri er þannig' skipaður : - ' ? 1. Ingibergur Gunnarsson verka- maður, Strönd. 2. Björgvin Guðmundsson, bif-! reiðarstjóri, Heiðargerði. 3. Sveinbjörn Guðmundsson, verzlunarmaður, Heiðarbrún. r 4. Helgi Sigurðsson verkstjþrl, Bræðraborg. 5. Jóliann Jakobsson verkamað- ur, Setbergi. i 6. Haraldur Júlíusson verkstjóri, Sjólyst. 7. Sigurjón Júlíusson bóndi, Stokkseyrarseli. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 29. apríl 1966 l

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.