Alþýðublaðið - 01.05.1966, Síða 5

Alþýðublaðið - 01.05.1966, Síða 5
HjVWWiWW'tWtWWWWWiiWWWWWWMiWWWiW .lltlllllllll .11111lllllllllllllll ‘I 'IIIIIHIMIIIIIIIIIIIIIMIMIMHIIIIIIIIIIIMItHllllllMtlllllHMIIIIIIIIIIIIMIIIIIII LAGÐI KAPPANN í BÓK Vilhjálms S. Vilhjálmssonar, „í straumkast- i. n u ”, er a6 finna eftirfarandi kafla í þættinum um Jón Bacli: Jón Bacli hafði sýnt það í verki, að hann lét .ekki bjóða sér allt. Hann hafði og látið skoðanir sínar óspart í ljós meðal sjómanna, og varð það til þess að orð fór af honum á flotanum. Haustið 1915 gengust þeir Ólafur Friðriksson og Jón Guðnason fyrir stofnun Hásetafélags Reykjavíkur. „Ég skrifaði mig á stofnlistann,” segir Jón. „En ég var hvorki á undirbúningsfundinum né á hinum raunverulega stofnfundi. Mér kom það því algerlega á óvart, þegar mér var tiikynnt, að ég hefði verið kosinn formaður félagsihs. Enginn hafði talað við mig um það, og mér hafði aldrei til hugar kom- ið, að ég yrði valinn til forustu í félaginu. En ég gat ekki neitað félögum mínum fyrst þeir treystu mér á annað borð til þess að kenna félaginu fyrstu sporin. Ég vissi líka, að ég naut við góðra manna, og þá fyrst og fremst eldhugans Ólafs Friðrikssonar Ég lief félagsnúmerið 20. Ég held, að karlarnir, sem höfðu verið með mér á skipum, hafi róðið því að ég var f.osinn formaður.” Jón var formaður í eitt ár, en sagði þá af sér vegna ýmissa starfa. Þá hafði og félagið fengið sína eldskírn: Hásetaverk- íallið mikia 1916. LAGÐI GLÍMUKAPPANN. Það var sagt í uppliafi, að Jón Bach hefði ávallt verið skap- maður, hreinskilinn og djarfur. Það, og sú staðreynd, að hann hafði kynnzc verkalýðshreyfingunni í Englandi, mun hafa vald- ið því, að hann var kosinn formaður. Forustuiiæfileikar hans komu líka fljótt í ljós á ýmsan hátt: í samningu laga og reglna, skipulagningu félagsins, við- ræðum við útgerðarmenn, og síðast en ekki sízt í fyrsta verk- fallinu. Þá bar margt til tíðinda, en frægust er sagan um „slaginn ó Steinbryggjunni.” — Er það satt, að þú hafir lagt glímukappann Sigurjón Pétursson á SteiniJryggjunni 1916 ? „Það er víst,” svarar Jón og brosir. „Sjómenn voru mjög fjölmennir á Steinbryggjunni í mesta liita verkfallsins. Þar var Ólafur Friðriksson fremstur í flokki eins og alltaf,. þegar mikið reið á. Geir Thorsteinsson útgerðarmaður réðist að Ólafi cg ætlaði að slá hann, en ég vildi varna því. Allt í einu óð Sigurjón Pétursson fram og greip um axlir mér. Ég veit varla livernig það skeði, en allt í einu lá glímukappinn flatur á bryggjunni. Ég tyllti annarri löppinni ofan á brjóstið á hon- um, en rétti honum svo höndina og hann reis á fætur. Ég l;ióst við, að hann mundi slá mig, en hann glápti bara á mig og gekk svo burtu. í þrjátíu og fimm ár höfum við verið að kinka kolli hvor til annars, þegar við höfum mætzt á götu. Um þetta var kveðið: Gamall halur hærugrár / hlaupinn var að ganga í milli. Ungur kappi yggldi brár, / ei gat haldið sér í stilli. Það er sagt, að Sigurjón / segginn aldna slægi flatan, en í þv> sjálfur féll á Frón / flatúr eins og tindaskatan. Það er sárt að ségja 'hátt, / svo að margur kjaftur heyri þegar sá er settur lágt, / sem var haldinn flestum meiri. Eins og fyrir auðkýfing / illt að þola sannleikskeyri þegar sveifiar því í hring / þegn, sem vart á grænan eyri. VERKFALL Framhald af 3. sfSu. hafði verið venja. En nú var lifr- arverðið oi’ðið mjög hátt og hugð- ust því útgerðarmenn að taka lifr- ina undir sig og greiða: sjómönn- um aðeins lágt verð fyrjr hana. Var þessi krafa aðaldeiluatriðið, því viðvíkjandi vinnuskilyrðum gerðu þeir aðeins kröfu um að útgerðarmenn kostuðu alla út- og uppskipun á togurum nema upp- skipun á ósaltaðri sííd. Um hvíld- artíma á togurunum treystust þeir ekki að gera neinar kr.öfur að svo. stöddu. Ákvæði aukalaganna um laun á haldfæraskipum og vélskip um voru svipuð og ákvæðin um laun á togurunum, þvl kröfurnar sem í þeim voru fólgnar, gengu í öllum aðalatriðum út á> að halda þeim launum, sem áður hofðu tíðkazt, en. um kröfur um kjara bætur er í raun og ver.u ekki að ræða nema að litlu leyt.i. Félag íslenzkra rafvirkja óskar til hamingju með daginn. GLEÐILEGA HÁTÍÐ! E llinllllMMMMIIIMMIIMIMMMIIIMMMIIIIIMMIMIIMIIIMMIMMIIIIIIIIMIIIMIMIIim....... IVtWWWVnWWWHWWWWWUUWUMMWWWM ★ UTGERÐARMENN SEINIR TIL SVARS. Eins og við var að“ búast gekk I það ekki baráttulaust fyrir félag- j ið að fá sig viðurkcnnt af útgerð- | armönnum sem samningsaðila, j Það sendi þeim aukalögin þegar i búið var að prenta þau og ósk- j aði eftir svari við þeim kröfum, j sem í þeim voru fólgnar. En út- i gerðarmenn voru seinir til svars i og ófúsir til að semja. Samþykkti ; því Hásetafélagið í janúar 1916 að draga lítils háttar úr kröfun- um í þeirri von, að útgerðarmenn myndu verða fúsari tii samninga. En þessi tilraun til þess að leysa málið á friðsamlegan hátt bar engan árangur, og kom það brátt í ljós, að í-áðningarsamningar þeir, sem litgerðarmenn vildu hafa, fóru mjög í bága við auka- lögin. Eins og áður er sagt var ákvæðið um lifrina það eina, sem gat orðið deiluatriði í kröfunum um laun togaraháseta. Útgerðar- menn vildu ekki viðurkenna rétt þeirra til lifrarinnar, en með því að láta undan í þessu atriði . hefðu hásetarnir svipt sjálfa sig allri dýrtíðaruppbót, þar eð þeir kröfðust ekki hækkunar á hinu fasta kaupi. Á félagsfundi 14. janúar koinu fram tillögur um til- slakanir, en þær voru felldar og gerð samþykkt, sem bannaði öll- um félagsmönnum að ráða sig á togara frá 1. marz, nema þeir væru skrásettir samkvæmt auka- lögum félagsins. Með þessari samþykkt taldi fé- lagsstjói’nin að teningúnum væri kastað og hóf þegar undirbúning undir verkfall, en útgerðarmönn- um var þegar til kom illa við að vérkfall yrði og leituðu sam- komulags við Hásetafélagið um vei-ð á lifur, og 16. febrxiar gerði stjórn þessa félags samning við stjórn Félags ísl. botnvörpuskipa- eigenda. Samkvæint þessum samn- ingi skyldi hásetum á botnvörpu- skipum og öðrum þeim, sem lifr- arhlutur bar, greitt fyrir hvert fat lifrar 35 kr. um næstkomandi tvo mánuði, marz og apríl, en eftir þann tíma skyldi lifi-arverðið vera hið almenna, sem borgað væri í Reykjavík, nema stjórnir beggja félaga kæmu sér saman Framhald á 10. síðu. Verkamannafélagið HLÍF Hafnarfirði Mætið öll á útifurtdinum GLEÐILEGA HATÍÐ! ,|||MIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIMMIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIM|I ~ tilefni 1. maí jf3| : / sendum við íslenzkum verkalýð okkar beztu heillaóskir. SkipaafgreiðsSa ies Zimsen. U lllllllllllltllllllHHHIIIIIIIIIIIIHIHHHHI illlllMIMIIMMMIIIIMIIIMIIMIIIMMHMIIII • I -• -• • HMIIIIHIIIIMMIIir '111111111111 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. maí 1966 5 11,1111..iiulmfiiuiiiiiiiiiiiiiiiiililiiliiiiiuiiimum»<iiiu»uu“"»u”«11".. i i'iiii.iiiuuuuuuiniiiUimuum'

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.