Alþýðublaðið - 11.05.1966, Blaðsíða 2
MIWWHMWMWMWWWWW
eimsfréttir
^....sidastiiána nótt
PBKING: — Fréttastofnan Nýja Kína hermdi í gær, að kín-
verski kommúnistaleiðtoginn Mao Tse-tung hefði rætt við fulltrúa
úr sendinefnd frá Albaníu. Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóvember
sem tilkynnt er að Mao hafi komið fram oprnberlega. Á Vest-
urlöndum heiur verið íþrálátur orðrómur á kreiki um að Mao
•sé aivarlega veikur.
PEKING: — Forsætisráðherra Kína, Cho En-lai, sagði í
gær, að þrið.ia kjarnorkutilraun Kínverja væri mikilvægt fram-
lag til varðveizlu friðar í heiminum. Hann sagði í ræðu fyrir
albönskum ful.trúum, að Kínverjar mundu ekki beygja «ig fyrir
hótunum um beitingu kjarnorkuvopna og Kínverjar mundu ekki
ógna öðrum ríkjum með kjarnorkuvopnum eins og Bandarikja-
i'nenn og Rússar hefðu gei't.
WASHfNGTON: — Heimildir í bandaríska landvarnar-
eáðuneytinu gáfu í skyn í, igær, að kjarnorkutilraun Kínverja
í fyrradag hefði verið misheppnuð tilraun með vetnissprengju.
Heimildirnar herma, að tilkynning Kínverja um tilraunina virðist
ibera með sér, að þeim hafi tekizt að losa kjarnorku með kjarna-.
samruna á réttan hátt eins og nauðsynlegt er til að sprengja
vetnissprengju, og því kunni að hafa verið um venjulega kjarnorku
•sprengju að ræða, styrkta með deuterium eða tritium, en þau
•efni er notuð í vetnissprengjur.
GENF: — Fulltrúi Bandaríkjanna á afvopnunarráðstefn-
unni í Genf, Foster, varaði Rússa í gær við afskiptum af málefnum
8ÍATO og gaf í skyn að Rússar bæru ábyrgðina á briðiu kjarn-
orkutilraun Kínverja. Foster tók undir gagnrýni indverska full-
trúans á kjarnorkutilraun Kínverja og sagði að Kínverjar virtu
enn að vettugi Moskvu-samninginn frá 1963 um takmarkað til-
raunabann. Indverski fuUtrúinn sagði, að Kínverjar hefðu enn
sýnt að þeir væru andvígir friði og afvopnun og gagnrýndi hern-
aðarstefnu o» landvinningaáform kínverskra leiðtoga. Hlé verður
nú á ráðstefnunni í einn mánuð.
HAAG: Tvær vestur-þýzkar orrustuþotur af Starfighter-
gerð hröpuðu í sjóinn um það bil 30 sjómílur vestur af Viieland-
eyju í Hollandi í gær. 54 þotur af þessari igerð hafa farizt síðán
1961, þar af 36 á undanförnum 16 mánuðum.
SAIGON: — Bandarískir hermenn skutu sex Víetnam-
raenn sem þeir grunuðu um að vera hryðjuverkamenn Víeteong,
til bana í Saigon í gær og særðu 29. Víeteongmaður hafði
komið fyrir -prengju og forðað sér burtu í leigubíl. Bandarískir
•hermenn í jeppa hófu skothríð á leigubílinn. Nokkrir aðrir her-
menn úr bandarísku herlögreglunni töldu sig hafa orðið fyrir árás
Víetcongmanna og skutu í ailar áttir. Fjórar konur, eitt barn og
einn maður biðu bana. Af þeim sem særðust voru 3 Banda-
ríkjamenn en hinir Víetnammenn.
BONN: — Adenauer fv. kanzlari kom í gær úr ísraelsferð,
sefn hann sagði að tekizt hefði vel. Hann sagði að mótmæla-
aðgerðir á ýmsum stöðum hefðu ekki spillt ánægjunni af dvöl-
inni. Þjóðverjar hefðu sérstökum skyldum að gegna gagnvart
ísrael.
HELSINGFORS: — Nú er ekki talið ólíklegt, að allir
borgaraflokkarnir verði með í stjórn þeirri sem jafnaðarmanna-
leiðtoginn Paasio reynir að mynda að hinum íhaldssama Ein-
ingarflpkki undanskildum. Ástæðan er sú, að Miðflokkurinn er
fús til stjórnarsamvinnu ef vissum skilyrðum verður fullnægt.
Bresjnev
heimsókn
Moskvu, Í0. 5. (NTB-Reuter).
Aðalritari sovézka kommúnista
flokksins Leonid Bresjnev, fór í
gær í óvænta heimsókn til Rúm
eníu. Heimsókn hans kann að vera
fyrirboði nýrrar sóknar í deilu
sovézka og kínverska kommúnista
flokksins eða I Vietnamdeilunni.
Að sögn sendráðs Rúmena í
Moskvu mun Bresjnev eiga óform
legar viðræður við leiðtoga rúm
enska kommúnistaflokksins. Nicol
ae Ceusescu og stendur heimsókn
hans í þrjá daga. í gær hermdu
góðar heimildir í Peking að Chou
En-Iai fprsætisráðherra færi einn
ig til fundar með Bresjnev og
Chou, telja diplömatar í Moskvxi
ólíklegt að slíkur fundpr verði
h.aldinn, og góðar heimildir í Pek
ing herma að slíkur fundur sé ó
hug'-andi.
Kommúnistaleiðtogar í Búkarest
hafa fylgt strangari hlutleysis
stefnu í deilu s.ovézka og kfn-
verska kommúnistaflokksins og
eert að minnsta kosti eins mis-
heppnaða tilraun til að miðla mál
um.
Diplómatar í Moskvu gera ráð.
fyrir, að Bre^jnev muni revna að
fá Rúmena til að gegna einhvers
konar sáttasemiarahlutverkl, ann
að hvort í deilunni við Kínverja
eða í Vietnamdeilunni. Ef kín-
verski forsætisráðherrann" hyggist
nota Búkarestheimsóknina til
nvrra árása á sovézka leiðtoga
muni það koma sovézkum leiðtog
um í erfiðari aðstöðu. Hugsnnleet
er, að Bre-jncv hafi farið til Rúm
Dregið í Happ-
drætti Háskólans
Þriðjudaginn lö. maí var dregið
í 5 flokki Happdrættis Háskóla ís
lands. Dregnir voru 2,100 vinning
ar að fjárhæð 5.800,000 krónur.
Hæsti vinningur 500.000 krónur
kom. á heilmiða númeer 45612.
Voru báðir heilmiðarnar seldir í
Framhald á 4. síðu.
i óvæntri
i Rúmeniu
eníu til að brýna fyrir rúmensk
um leiðtogum, að slíkt geti haft al
varlega erfiðleika í för með sér.
Kommúnistaleiðtogar frá nokkr
um Austur-Evrópulöndum hittast
í Búkarest í júlíbyrjun í sambandi
við fundi Varsjárbandalagsins og
Efnahagssamvinnustofnunar Aust
ur-Evrópu. COMECON. Sagt er
að heimsókn Bresjnevs kunni að
vera liður í undirbúningi að þess
um viðræðum.
Enn farast
Starfighter
herþotur
Haag, 10. 5. (NTB-DPA.)
Tveir vestur-þýzkir flug-
menn biðu sennilega bana í
dag, þegar þotur þeirra af
gerðinni Starfigther F-104
rákust á í lofti og hröpuðu
í Norðursjó undan strönd
Hollands. Þar með hafa 54
vdstur-jþýzkar IStarfightei'-
þotur farizt síðan 1961, þar
af 36 á undanförnum sextán
mánuðum. Alls hafa 28 flug
menn farizt í þessum flug
Framhald á bls. 11.
MttMMUMtHMttMMUMMM
Listinn á Eyrarbakka
Á-listinn við hreppsnefndar- og
sýslunefndarkosningar á Eyrar-
bakka hefur verið ákveðinn, og
er hann þannig skipaður:
1. Vigfús Jónsson oddviti Garð
bæ.
2. Ólafur Guðjónsspn bifreiðar-
stjóri Mundakoti.
3. Þórarinn Guðmundsson frv.
bóndi Ásabergi.
4. Jón V. Ólafsson verkstjóri,
Búðarstíg.
5. Þórir Kristjánsson útgerðarm.
Brennu.
6. Ragnar Böðvarsson verkam.
Silíurtúni,
7. Ólafur Bjarnason frv. verk-
stjóri Þorvaldseyri.
8. Guðmundur Einarsson. trésm,
Ásheimum.
9. Torfi Nikulásson gæzlumað-
ur Smáravöllum.
10. Jón Sigurjónsson iðnverkaw
maður Sólbergi.
11. Erlingur Ævar Jónsson skip*
stjóri ‘Nýjabæ.
12. Jónatan Jónsson vélstjóri
Heiðmörk.
13. Bjarney Ágústsdóttir frú Ss9
felli.
14. Vilhjálmur Einarsson bóndí
Traðarhúsum.
Framboð til sýslunefndar.
1. Vigfús Jónsson oddviti.
2. Ólafur Bjarnason Þorvaldseyri.
Vigfús Jónsson
Olafur Guðjónsson
Ólafur Bjarnason
Þórir Kristjánsson
Ragnar Böffvarsson
Þórarinn Guðmundsson
Jón V. Olafsson
, 2' H- maí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ