Alþýðublaðið - 11.05.1966, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 11.05.1966, Blaðsíða 10
Framhald úr opnn. hjálms. Þeir voru fleiri, dagárnir, sem við töluðum saman, en hinir, að við heyrðum ekki hvor í öðr- um,‘ stundum áðeins örfá orð, stundum langt samtal. Nú var mér sagt, að hann væri nýfarinn í sjúkrahús. Og fáum klukkustund- um síðar var hann látinn. Þetta fékk á mig. Mér fannst ég hafa misst eitthvað, sem ég mætti ekki missa svona snemma og ég mundi sakna mikið. Sann- lðikurinn er sá, að Vilhjálmur S. Válhjálmsson var ein n sannasti jafnaðarmaður, sem ég hefi kvnnzt. Samt var það ekki lær- dómur í stjórnfræðum, hagfræði oðfl sögu, sem gerði hann að þeim jafnaðarmanni, er hann var. Það var samúð með hinum veika, löBgun til þess að hjálpa hinum bágstadda, vilji til þess að koma til: liðs við sérhvern þann, sem líiáls mátti sín, er gerði hann að jafnaðarmannL Og þetta var sam- ÓfiS trú hans á það, sem hann áleit rétt, og löngun hans til þess að leita þess, sem hann taldi satt. Sá, sem allt þetta er í blóð borið, þarf ekkl stuðning fræðikenninga eða söguraka til þess að mynda sér skoðun á þjóðfélagsmálum. Hún er hlutí af eðli hans. Barátta fjTÍr eflingu jafnaðar- stefnunnar, Alþýðuflokksins og Alþ^ðublaðsins var snar þáttur í ævistarfi Vilhjálms, gildasti þ«tt- urinn í opinberu lífi hans. En hann lagði gjörva hönd á fleira. Hann gerðist mikilvirkur rithöf- uridur o« reit skáldverk og minn- ingarþætti. Þar kom honum að gqðu haldi þekking hans á högum íslenzkrar alþýðu, upphafi verka- lýðshrevfingar og ást hans á við- faþgsefnlnu. Sögur hans voru saiinar, og þess vegna munu þær halda nafni hans á lofti í sögu íslenzkra bókmennta. Ég gat í upphafi um, hvernig Vilhjálmur byrjaði síðustu grein sína í Alþýðublaðinu. Hann lauk henni með því að biðja menn um að spilla ekki gróðrinum í Öskju- hliðinni, eins og fyrir kæmi, að gert væri. Hann vildi auka hann og bæta. Það er athyglisverð tll- viíjun, að hann skyldi byrja þenn- an stuttó, en síðasta þátt sinn með því að lýsa söknuði sínum yfir gömlu, góðu húsunum, sem hljéti að hverfa, en enda hann fi því, að biðja fyrir nýgræðingn- um í Öskjuhlíðinni og minna á, ■W ,mógu margt er .... eftir að hreinsa og prýða.” Þetta voru síðustu orðin, sem birtust eftir hann. Það er bjart- sýnn jafnaðarmaður, sem lýkur ritferli sínum með því að minna fi, að þrátt fjrir allt, sem áunn- fzt hefur, er enn mikið ógert, margt þarf enn „að hreinsa og prýða.” Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni verður ekki betur lýst en hann gerir sjálfur með síðustu orðum sínum. Þannig munu Alþýðu- flokksmenn minnast hans. Gylfi Þ. Gislason. Á útfavardegi Vilhjálms S. i Vilhjálmssonar rithöfundar lang ar mig að mega fylla flokk þeirra sem bera fram þakkir og kveðjur til hans látins. Ungum var hann mér lærimeist ari í blaðamennsku og á ýmsum öðrum sviðum, miðlaði mér af reynslu sinni í fjölbreytilegu starfi og gaf mér innsýn í allsér stæða og áhrifaríka lífsreynslu sjálfs sín. Vilhjálmur var ávallt uppörv- andi og veitti mörgum andlegan styrk, sem voru honum burðar meiri líkamlega. Hollráða hans upp örvunar og hvatninga munu nú margir sakna, jafnt menn í æðstu stöðum sem í alþýðustétt. Fáa menn veit ég, sem jafnmargir leit uðu til i vanda eða til þess að fá álit hans á hinum ýmsu málefnum og verkefnum sem þeir áttu við að glíma hverju sinni. Hann var allt af úrræðagóður og glöggskyggn á kjarna hvers máls, hvort heldur það voru vandamál barnanna á leikvellinum utan við gluggann hans eða þeirra, sem einu sinni voru börn, en stýra nú málum annarra í atvinnulífinu eða opin berum störfum. Viihjálmur var aldrei hálfvolgur í afstöðu sinni til þeirra málefna, er hann lét sig varða, en beinskevt.tur og djarf ur í sókn og vörn. Hann var eld hugi og harður baráttumaður, en átti líka hlvtt hiartalag og næma samúð. Það var aldrei dvínandi glóð á arni hans. heldur biartur logi. Kvndill hans lv~ti mörgum Þess veena var ávallt biart í kring um Vilhiálm og það var mikil hreyfing í návist hnns. Skiótar á- kvarðanir hans og álvktanir komu jafnan hrevfingu á hlutina. svo að iafnvel dauðir mtinir gátu ekki legið kvrrir, en kvikir fengu auk inn hrnða. ' Þannig minnist ég V.S.V. Ná- lega aldarfjórðungs kynni vekja þó að sjálfsögðu upp ótal fleiri myndir og minningar úr einkalífi og frá félagsstörfum bæði meðal blaðamanna og rithöfunda. Margir aðrir þættir manngerðar og per sónuleika Vilhjálms, en hér hafa verið nefndir, væru efni í langa ritgerð, en þeim verða ekki gerð skil í þessari stuttu kveðju. Ingólfur Kristjánsson. ★ Svo, sem um aðra er til þekktu setti mig hljóðan, er ég heyrði hið skyndllega og óvænta fráfall Vilhjálms S. Vilhjálmssonar. Fyrstu hugsanir mínar á eftir voru þær, að auk nánustu að- standenda hans hefðu ellihrum- ir, sjúkir og fátækir, misst einn dúgmesta jiorsvarsmann isinn á síðustu áratugum, — komið var vandfyllt skarð i forystusVéit Al- þýðuf lokksmanna. í rúmlega 20 ár lágu leiðir okk ar Vilhjálms S. Vilhjálmssonar saman og þá fyrst og fremst í gegn um starf okkar í Alþýðu- flokknum. Ég tel þessi kynni mín af V.S.V. vera meðal þess dýr mætasta, sem ég hefi eignazt í t starfi mínu í flokknum. Þessum kynnum verða hér ekki gerð nein skil nú, en í vina- hópi hans taldi ég mig vera. — Allt frá fyrstu árunum í samtök um ungra jafnaðarmanna, var hann hinn vökuli og óþreytandi kraftur og síhvetjandi til aukins starfs og meiri fórna. — Sjálfur hafði hann lagt grunninn að stofn un Sambands ungra jafnaðar manna og stóð sjálfur í forystu þeirra fyrstu árin, og taldi að það an yrði aflið til framtíðarstarfs jafnaðarmanna að koma. — Sjálf ur lá hann aldrei, allt til dauða dags á liði sínu til hverra þeirra starfa, sem um var beðið, og hann taldi í þágu íslenzkra verkalýðs samtaka og Alþýðuflokksins. Með hinum hárbeitta penna sín um, rétti hann hlut lítilmagn- ans í þjóðfélaginu hvenær, sem hann taldi þess þörf. — Fyrir öll þessi áhrifaríku störf lians, eru honum nú á dánarbeði af fjöl- mennum hópi fólks, færðar alúðar fyllstu þakkir, með óskum um góða heimferð og góða heimkomu. Svo sár, sem harmur hins þögla fjölda alþýðufólks er nú á skilnað arstund, er hann þó sárastur hjá eiginkonu, börnum. tengdabörnum og barnabörnum og sendi ég þeim öllum innilegustu samúðarkveðj ur. Á mínu heimili verður nú ekki lengur hrópað „pabbi hann VSV er í símanum", en minning mín frá þessum nánast daglegu viðtöl- um, mun lifa mitt æviskeið. Þann- ig geta sjálfsagt allir sagt, sem þekktu V.S.V. eins vel. — Ljósast mun hann þó lifa í ritstörfum sín um og þeim umbótamálum, sem fram náðu að ganga á starfstíma hans, ýmist með aðstoð hans eða að beinu frumkvæði. Áframhaldandi endurbætur í mannúðar- og réttlætismálum á grundvelli jafnaðarstefnunnar á íslandi, er verðugasti minnisvarð inn, sem honum yrði reistur. Persónulega þakka ég góð kynni og ánægjulega samfylgd. Eggrert G. Þorsteinsson. ★ VILHJÁLMUR S. VILHJÁLMS- SON var minnisstæður samtíðar- maður og ógleymanlegur í sam- starfj okkar, sem með honum unnum á Alþýðublaðinu. Áhugi hans var einstakur, og afköstin iISJ sættu stórtíðindum. Engan vissi ég forvitnari um menn og málefni. Hann þekkti fjölda fólks um land allt, kjör þess og hagi. Hann lét aldrei á sér standa til fulltingis þeim, sem þörfnuðust hjálpar og liðveizlu. Slík greiðasemi var honum ástríða. Hún einkenndi blaðamennsku hans og ritstörf. Vilhjálmur hataði fátækt, ofríki og vonleysi, mátti ekki af þvílíku vita. Þess vegna var hann sam- vizka Alþýðublaðsins og raunar Alþýðuflokksins. Baráttan fyrir góðum og drengilegum málstað var honum heilög skylda. Vilhjálmur trúði og treysti á úrræði jafnaðarstefnunnar. Samt fór því fjarri, að hann væri öfga- maður, þrátt fyrir kapp hans og skapsmuni. Hann gagnrýndi sam- herja vægðarlaust, ef honum lík- aði ekki störf þeirra eða viðhorf. Hins vegar bar hann andstæðing- um iðulega vel söguna. Hann var eldheitur fljóthugi, en samt sjálf- stæður í skoðunum, enda gagn- kunnugur hugsunarhætti fólksins í borginni og landinu og því reynslu rikari flestum öðrum. Og hann mátti alltaf vera að öllu, þrátt fyrir annríki sitt og umsvif. Örkumlamaður vann • liann oft myrkranna milli, en gerði sér líka gjarna dagamun og sinnti jafnan sérhverjum, sem átti við hann erindi. Gaman var að honum glöðum, þegar björt og stór augu hans ljómuðu. Þó mun hann verða mér eftirminni- legastur, þegar honum þótti ein- hver ranglæti beittur. Þá varð reiði hans eins og stormur, og hann linnti ekki látum í fylgi og framkvæmd. Hann þurfti ekki að ná kjöri til að gerast fulltrúi ís- lenzkrar alþýðu. Örlögin vígðu hann því hlutverki. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson varð ekki gamall. Eigi að síður vannst honum svo, að undravert er. Bækur hans munu reynast hon- um óbrotgjarn minnisvarði, en blaðamennskan hefði nægt til frægðar og langlífis. Hryggilegt er að sjá honum óvænt á bak, vita hann ekki framar boðinn og búinn til baráttu, fara hans á mis sem vinar og samherja. Enginn má sköpum renna. Hit.t er ævintýri, hvað hann naut lífsins, og víst var honum líkt að láta sér liggja á af þessum heimi. Helgi Sæmundsson. ★ TRAUÐLA mun því verða neit- að, að með Vilhjálmi S. Vil- lijálmssyni er horfinn einn hinn sérstæðasti íslenzkra blaðamanna nú um áratuga skeið, og ég held að mér sé óhætt að segja einn hinn nýtasti. Hann var maður sem gerði sér Ijósa hina miklu ábyrgð, sem stöðu blaðamanns- ins fylgir. Og hann var alltaf vaxandi maður. En það er eitt hið mesta hrós sem um nokkurn mann verður sagt. Almenningsdálkar blaðanna eru svo mikilsverðir þjóðinni að þeir mega teljast nær ómetanleg- ir — ef rétt og vel er á haldið. Því miður sé ég Þjóðviljann svo örsjaldan að ég get ekki um það dæmt, hvernig háttað er um þenna þátt í því blaði. Hin Reykjavíkurblöðin hefi ég að jafn- aði séð a.m.k. annað veifið. Og mig hefur lengi undrað, hve lé- lega þeim mönnum virtist takast, er stjórna áttu almenningsþætt- inum, og þá vitanlega að rita hann að meira eða minna leyti sjálfir. Þeim hefur mistekizt að setja merki persónuleika síns á þáttinn. ívari Guðmundssyni tókst yfir höfuð vel, og stundum ágætlega sökum einurðar sinnar og hispursleysis, meðan hann var Víkverji Morgunblaðsins. Þetta sá ég jafnglöggt og viðurkenndi jafnfúslega þó að ég vissi vel að Framhald á næstu síðu. LOKAÐ Skrifstofur vorar og afgreiðsla að Lauga- vegi 114, verða lokaðar frá kl. 12 á hádegi, miðvikudaginn 11. maí vegna jarðarfarar. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. Vegna jarðarfarar Vilhjálms S. Vilhjálmssonar, verður aðalskrifstofan iokuð frá hádegi í dag. Happdrætti Háskóla íslands. - 10,11- maí 1966 — ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.