Alþýðublaðið - 11.05.1966, Blaðsíða 11
lionum var lítið um mig gefið;
það kom ekki málinu við og rugl-
aði í engu dómgreind minni. En
það er mér nær að halda, að ef
tekið væri heildaryfirlit, mundi
það sjást, að Hannes á horninu
stóð sig bezt á þessum vettvangi.
Og miklu snjallast var það heiti,
er hann valdi sér. Finnst þér ekki
sem þú sjáir hann, þennan granna
og smávaxna mann, standandi á
einhverju fjölfarnasta götuhorni
bæjarins (t. d. við Pósthúsið),'þar
sem mannlífsstraumurinn flæðir
óaflátanlega fram hjá úr öllum
áttum í allar áttir? En hann horf-
ir á og lætur sér ekki sjást yfir
neitt. Þú ert sjálfur alltof syfj-
aður ef þú sérð ekki að þarna
stendur vökumaður.
Áratug eftir áratug er það búið
að vera svo, að í hvert skipti sem
ég fékk Alþýðublaðið - í hendur,
athugaði ég fyrst af öllu hvort
þar væri Hannes á horninu, og
hyað hann hefði að segja. Og í
áratugi hafði ég við og við sent
lionum línu (venjulega, ef ekki
ávall.t, nafnlaust) um eitt og ann-
að, sem mér þótti þarflegt að
drepa á. Og ekki minnist ég þess,
að neitt sem ég sendi, væri látið
óbirt. Stundum gerði ég ekki ann-
að en að tala við hann í síma um
það sem ég vildi segja, og alltaf
brást hann vel við. Var það þá
ýmjst, að hann sagði frá viðtali
við, ónefndan mann, eða að hann
skrifaði bréf fyrir hönd þessa ó,-
nefnda manns og birti sem aðsent.
Síðasta skiptið sem ég gerði þetta
(liklega í öndverðum apríl) hafði
hann þennan háttinn á. Efni þess
,,bréfs” var það sem við hérna
í hverfinu nefnum „hitaleysis-
veitu.” Hann viðhafði stórum
mildara orðalag en ég mundi hafa
gert. Sá er eldurinn heitastur er
á sjálfum brennur — og á hinn
veginn mun kuldinn einnig verða
sárastur þeim er sjálfur kennir
liajis, En við höfum fengið reynsl-
una af því vetur eftir vetur, hvað
þgð, er að sitja í óupphituðum
tiúsum jafnskjótt og frostið úti
fer niður fyrir frostmark, og við
verðum þess enn ekki vör, að
neitt Sé gert til þess að ráða á
þyssu hót, en lítill ylur í fögrum
loforðum.
T.ítið mun hafa borið á flokks-
póli.tík í. dálkum Hannesar á horn-
inu. og lítið átti þar á henni að
bera. Hana var vitanlega ekki að
finna í neinu því, er ég sendi.
Ég segi „vitanlega”, því ég á í
engum stjórnmáláflokki heima og
því fer fjarri, að nokkur þeirra
sé mér kær. Þeir kunna að vera
nauðsyn. En ill er þá sú nauðsyn.
Það skal að lokum sagt, að ég
sakna Vilhjálms S. Vilhjálmsson-
ar og tel að við fráfall hans hafi
þjóðin orðið fyrir mannskaða.
Það er ætlun mín, að þeir muni
margir um allt land, er nú sakni
hans. Hafi hann þökk fyrir vel
unnið dagsverk í þágu þjóðar
sinnar. — Sn. J.
★
Hvenær kynni okkar hófust man
ég ekki, líklega fyrir 35 árum, en
þá starfaði ég nokkuð að verka-
lýðsmálum.
Skoðanir okkar fóru ekki alltaf
saman — og við vorum ekki sam-
mála urn margt. — Ég þekkti liann
betur eftir því sem árin liðu og
kynntist merkum ágætismanni,
sem vildi vel og bar hag smælingj
anna fyrir brjósti.
Margs er að minnast og margt að
þakka. Áratugi vorum við nábúar
— ég kynntist honum vel, konu
hans og börnum — kom þar oft —
en þar var gott að koma. — Gest
risni og vinátta þeirra hjóna verð
ur seint gleymd og þökkuð af þeim,
sem til þeirra komu, en þeir voru
margir.
Kveðjuorðin þegar góður vinur
er kvaddur eru fátækleg. Þau geta
aldrei náð því, sem maður vildi
segja — enda þótt reynt sé. —
Eftirlifandi konu hans, frú Berg-
þóru og börnum þeirra, flyt ég
alúðlegar samúðarkveðjur frá heim
ili mínu og einnig frá okkur á
Grund. Þar átti VSV marga vini.
Samherjum VSV og samstarfs-
mönnum í Alþýðuflokknum og við
Alþýðublaðið flyt ég einnig innileg
ar samúðarkveðjur. Þið hafið misst
mikið. Ekki aðeins ágætan starfs
mann og vin — heldur fyrst og
fremst hafið þið misst einn af
ykkar einlægustu pg djörfustu
mönnum sem ár og tíð vann og
skrifaði fyrir fólkið. — VSV var
einn af þessum fágætu hugsjónar
mönnum sem vann fyrir lítilmagn
ann fyrir manninn sem liggur utan
við veginn og flestir ganga fram
hjá. — Hann skipaði sér ungur
í raðir Alþýðuflokksins, vegna
þess, að hann taldi, að þar mýndi
hann finna þá samherja og fá
þann stuðning, sem nauðsynlegur
er í harðri lífsbaráttu fyrir fjöld
ann. — Vafalaust hefir honum
stundum fundizt þetta ganga seint
og árangurinn harla lítill — en
hann gafst ekki upp — seiglan og
dugnaðurinn var dæmalaus. Og
hann sá líka árangurinn af þrot
lausu starfi. — Þáttur VSV í bætt
um kjörum verkafólksins, í styttri
vinnutíma, í bættri aðbúð og svo
ótal mörgu öðru, er mikill. Aldrei
sat liann á Alþingi, aldrei í bæjar-
stjórn, en samt gætti áhrifa hans
æði oft. — hann notaði til þess
pennann — sem hann stýrði snilld
arlega og af hugprýði og djörfung
til hinztu stundar.
VSV er' kvaddur í hinzta sinn
— nokkur orð í blaðinu hans. Á
þessari skilnaðarstund er honum
þakkað af alhug áratuga vinátta
— en umfram allt er honum þakk-
að í nafni smælingjans ,sem hann
lét sér svo annt um.
Gisli Sigurbjörnsson
Þorbergur
Framhald af 3. afðu.
samkvæmi félagsmanna og nokk
urra gesta, þar ?em formaður fé
lagsins, frú Ragnheiður Jónsdótt
ir flutti ávarp og auk hennar form.
Rithöfundasambands íslands.
Björn Th. Björnsson og form.
Félags íslenzkra rithöfunda. Þór-
oddur Guðmundsson. Björn Th.
Björn=son afhenti gjöf frá Rit-
höfundasambandinu, gjörðabók
skrautbundna af Helga Tryggva
syni, hina mestu gersemi, heilla
óskir og fagrar blómakörfur bár
ust frá menntamálaráðhen-a og
frú hans, og frá Bóksalafélaginuu
og Almenna bókafélaginu.
Fundinum varð ekki lokið og
verður framhaldsaðalfundur hald-
inn n.k. laugardag 14. maí.
Herþotur
Framhald af 2. síðu.
slysum, ef til vill 30 eftir
flugslysið í dag.
Þoturnar voru í æfinga
flugi, og skömmu áður en
þær rákust á tilkynnti ann
ar flugmaðurinn, að hann
mundi varpa sér í fallhlíf,
en ekkert hefur spurzt til
flugmannanna þrátt fyrir ít
arlega leit á sjó og úr lofti.
Hin mörgu slys, er hent
hafa Starfighter-þoturnar
hafa valdið miklum deilum
í Vestur-Þýzkalandi, og er
því haldið fram að þoturnar
séu ofhlaðnar tækjum, sem
nauðsynleg séu til að laga
þoturnar, sem eru bandarisk
ar, að þörfum Vestur-Þjóð
verja. En í umræðum þings
ins í Bonn um flugslysin í
marz sagði von Hassel land
varnaráðherra, að Starfight-
er-þoturnar væru grundvöll
ur vestur-þýzkra landvama.
Jafnaðarmenn kröfðust þess
að von Hassel segði af sér
vegna flugslysanna.
Mao
Framhald af 1. síðu
sagðj, að albanska þjóðin dáði Mao
sem dyggan eftirmann Marx, Eng
els, Lenins og Stalíns pg mundi
standa við hlið Kínverja í hinni
miskunnarlausu baráttu gegn
heimsvaldasinnum og endurskoð-
unarsinnum.
Diplómatar frá sex Austur-Ev-
rópulöndum yfirgáfu kveðjusam-
sætið sem haldið var albönsku
sendinefndinni til heiðurs í Pek-
ing í dag í mótmælaskyni við árás
ir Shehus á sovézka endurskoð-
unarstefnu. Sömu diplómatar yf-
irgáfu opinbera veizlu 28. apríl
þegar Liu Shao-chi Kínaforseti
gagnrýndi endurskoðunarstefnu
Rússa. Fulltrúar Rúmeníu yfirgáfu
hvorki veizluna í dag né veizluna
28. apríl.
Mao Tse-tung kom seinast fram
opinberlega í nóvember í fyrra
þegar hann tók á móti sendinefnd
frá Kambódíu. í frétt fréttastof
unnar Nýja Kína í dag segir, að
landvarnaráðherra Kína, Lin Piao
marskálkur hafi verið viðstaddur
fund Maos og Shehus Hann kemur
enn sjaldnar fram opinberlega en
Mao. Síðast kom hann fram opin
berlega í Shanghai í marz 1965.
Hann er talinn sennilegasti eftir
maður Maos.
Biöja um hæli
Framhald af síðu 1.
manns. Sjaldan hafa eins margir
flóttamenn beðið um hæli í Sví
þjóð í einu á undanfömum ár
um. Talið er að beiðni Ungverj
anna um hæli sem pólitískir flótta
rnenn verði tekin til greina enda
er það venja í svipuðum tilvik
um.
BÚR
Framh. af I. síðu.
telja að slík breyting sé of kostn
aðarsöm og að betur borgi sig að
kaupa nýja og fullkomna fiski
báta en að leggja út í þann kostn
að við breytingar á togurum.
Upplýsingar þessar komu fram
á fundi Útgerðarráðs Reykjavík.
ur, sem haldinn var í gærmorgun
Björgvin Guðmundsson fulltrúi
Alþýðuflokksins í ÚtgerðcU-ráði,
skýrði blaðinu svo frá, að á fund
inum hefði mikið verið rætt um
framtíðarrekstur BÚR og hvaða
breytjngar þyrfti að gera til að
gera hann arðvænlegri.
Á fundinum var lögð fram tU
laga sú sem minnihlutaflokkarnir
í þæjarstjórn fluttu um. að hefja
undirbúning að endurnýjun togara
BÚR. í tilefni þess fluttu þeir
Björgvin Guðmundsson og Guð-
mundur VigMsson tillöguna um að
framkvæmdum í þessu máli yrði
hraðað.
Auk þess flutti Björgvin Guð-
mundsson eftirfarandi tillögu:
Útgerðarráð Reykjavíkur sam-
þykkir að fela framkvæmdastjór
um BÚR að fara þess á leit við rík
isstjórnina að fá til rekstrar skut
togara þann sem sjávarútvegsmála
ráðherra imdirbýr að taka á leigu
erlendis. Telur Útgerðarráð að það
muni hafa mikla þýðingu fyrir
BÚR að fá til reksturs einn stór
an skuttogara sem fenginn yrði
hingað til lands.
Meirihluti Útgerðarráðs vísaði
báðum tillögunum frá.
Námskeiö
Framhald af 3. siðu.
fyrirlectrar og þeim kynnt starf
semi þeirra.
Námskeið sem þetta hefur- ekki
verið haldið fyrr en ákveðið er að
það verði fastur liður í starfsemi
Sambands veitinga- og gistihúsa-
eigenda.
Á föstudag verður haldin vöru,
kynning f Matsveina og veitínga.
skólanum, þar sem heildsölu- og
framleiðslufyrirtæki sýna tæki til
og vörur viðkomandi hótelrekstrj
og er öllum áhugamönnum heim
ill aðgangur að vörusýningunni.
Margir hótelmenn kenna á nám
skeiðinu bæði með fyrirlestrahaldl
og sýnikennslu og eru þátttakenð
ur fræddh- um flest þau atriði er
viðkoma gisti og veitingahús-
rekstri..
Námskeiðjuiu lýkur á íöstudags
kvöld.
FRA RASNOEXPORT MOSKN4A
Fyrirliggjandi:
A og B gæðaflokkar
í flestum stærðum og
þykktum.
MARS TRADING CO
KLAPPARSTÍG 20 SIMI 17373
I
ooooooooooooooooooooooo-c
útvarpið
Miðvikudagur 11. maí
7.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
15.00 Miðdegisútvarp.
16.30 Síðdegisútvarp.
18.00 Lög á nikkuna
Tony Romano og harmonikuhljómsveit
Charles Magnante leika.
18.45 Tilkynningar.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOC
20.00 Daglegt mál
Árni Böðvarsson flytur þáttinn.
20.05 Efst á baugi
Björn Jóhannsson og Tómas Karlsson >
tala um erlend málefni.
20.35 Raddir lækna
Ragnar Karlsson talar um svefn og svefi
truflantí.
21.00 Lög unga fólksins
Gerður Guðmundsdóttir kynnir.
22.00 Frétttí og veðurfregnir.
22.15 „Mynd í spegli". saga eftir Þóri Bergssoi
Finnborg Örnólfsdóttir og Arnar Jónssoi
lesa (2).
22.35 Kammertónleikar.
23.15 Dagskrárlok.
ooooooooooooooooooooo ooo
s
ALÞÝÐUBLAÐIO - 12. maí 1966 \\