Alþýðublaðið - 11.05.1966, Page 12

Alþýðublaðið - 11.05.1966, Page 12
m ii LOKADAGURINN izt milli Landspítalans og barnaverndarfélaErsins Sumar ffjafar að leikheimilið Græna borg muni nú eftirleiðis taka á móti börnum hjúkrunar- kvenna, sem eru á aldrinum tveggja til sex ára, Morgunblaðið. < Þetta er nú orðið nieira hreinlætið nú til dags. Konan heimtar að ég þvoi mér um fæturna á hverju ári hvort sem ég þarf þess eða ekki. Hefnrðu hejxt hvemig ég spældi prestinn þegar ég gekk til spurninga. Hann vildi vita hvort ég kynni eitthvað úr Bib Kunni. Júdas gekk út og hengdi sig sagði ég. Kanntu ekki eitt hvað fallegra? Gakk út og gjör fclíkt hið sama. Ekki kunna þeir að skamm ast sín þarna í Hafnarfirði. Ég er nú búin að sjá þessa ógeðs legu kvikmynd þrisvar og allt af endurtaka þeir ósómann. — Einn, tveir, þrír kossar, svo stekk ég um borð--------- Þannig gæti ungum vertíðar- sveini verið innanbrjósts í byrjun vertíðar. Og jafnvel liinir reyndu hlakka ævinlega til að ýta úr vör. Það er þeirra veikleiki. Þótt þeir lendi í hverju manndrápsveðrinu af öðru, sjá félaga sína hverfa í dauðann eða veiðarfærin týnast í hafrótið, þá seiðir hafið bláa og hætturnar gleymast í næsta út stími. Og svo er það vonin um er lenda höfn, konur og nýjan toll. En ekki eru allir okkar sjó- menn eða hetjur hafsins, eins og þeir eru nefndir til spari á sjó mannadaginn, togaramenn eða farmenn. Reyndar veit ég varla hvort þeir taka nokkurt mark á lokadeginum. En fiskimennirnir kring um landið miða enn við þennan dag og við liöfum það fyr ir satt, að einmitt þessa dagana hafi þeir margir verið að taka upp netin, enda vertíðin orðin lé leg víðast hvar. Og hvernig er þeim svo innanbrjósts, þegar þeir binda í lok vertíðar og stökkva í land með pokann sinn? Hvað hugsar kallinn, hvernig er vél- stjóranum innanbrjósts, hver er hlutur hásetans og hvað liefur kokkurinn þyngst um mörg kíló? Við spyrjum ekki um hvað þess ir menn segi, af því að við vitum að þeir segja ekki eitt einasta orð — ekki strax — . En í kvöld og næstu kvöld verð ur kannski slegið í „eina“ og menn rifja upp atvik, sem blundað hafa í undirmeðvitundinni lengi vel. Menn segja eflaust meiningu sína varðandi eitt og annað og sumir hugsa helvítinu honum Pétri eða Páli þegjandi þörfina. Og svo bera menn saman aflalilutinn, aðbúnaðinn og kostinn. Við höf um til dæmis heyrt, að á bátúm frá sömu verstöð liafi fæðið verið allt frá átján hundruð og upp í fjögur þúsund kr. á mánuði. Er það ekki skuggalegur munur? Er ekki ástæða til að tryggja mönn um gott fæði á skikkanlegu verði svo ekki sé meira sagt? Og svo er það vélin. Okkur er sagt, að sumir vélstjórar verði að sætta sig við að koma niður í ómálað vélar rúmið og taka þar við útjöskuðum ryðhlunk og finna vart annað verk færa en sleggju og rörtöng. En það segir lika aðra sögu, sem lýt ur að útgerðinni og eigendum. í upphafi áttu þeir skip með nýrri og góðri vél. En trassar í vél stjórastétt sáu fljótlega fyrir því, að dýrmæt tæki gengu úr sér óeðlilega fljótt — og þeim mun ljótara sem umliorfs varð í vélar rúminu, því erfiðara reyndist að fá góða vélstjóra. Og svo er það skipstjórinn. Hverjar eru lians á- hyggjur í vertíðarlok — eða öf ugt: Af hverju er hann svona kát ur? Við höfum fregnað, að sumir þeirra sé búnir að fá alveg nóg af ýmsu mótlæti og fegnir lokun um. Það er ekki áhyggjulaust, að hafa þannig mannskap, að ekki megi stoppa svo dag í landi, að ekki séu tveir eða þrír af áhöfn inni týndir, þegar farið er í róður inn. Sumir týnast í marga daga í einu en vegna manneklu verður að taka vægt á slíkum syndum og gera golt úr öllu saman. Og ekki bætir úr skák, að þurfi að skilja trossurnar eftir í kolgræn um sjó og ei'fa á hættu, að tapa öllu saman. Og svo eru hinir, sem höfðu lieppnina með sér. Við gleðj umst ekki síðtir með þeim á loka daginn. Og enn eru til þeir skipstjór ar, sem róa í hvaða veðri sem er og láta vaða á súðum. Oft bera slíkir „sjóhundar“ mikið úr bít um, en úthald þeirra er þá oft nókkuð dýrt fyrir útgérðina. Og hásetinn,' ékki moglar hann, með an stætt er á dekkinu. En trúað gæti ég, að hann hafi sínar at hugasemdir, þrátt fyrir góðan hlut Og víst eru þeir fleiri sem vinna starf sitt af staki-i samvizkusemi og una glaðir. við sitt. Þetta áttí ekki að verða nein lofræða um sjómannastéttina og ekki heldur skammardálkur, enda þótt minnst hafi verið á fátt eitt af því, sem sjómenn ræða um sín á milli þessa dagana. En það viljum við fullyrða, að við þessir landkrabbar, gerum of lítið a£ því að hugleiða erfiðleika þeirra, og líf, sem eiga mikinn hluta æfi sinnar í fangbrögðum við Ægi konung. Við gleðjumst, þegar þeir stökkva um borð, því að það þjón ar okkar ódýra matborði. Við dæm um hart athafnir þeirra i landi, af því að okkur finnst þeir stundum umgangast gras og gangstéttir öðruvísi en við. Og stundum heyr ist sagt að þeir beri of mikið úr býtum fyrir of fáar vikur, vegna þéss að okkar vika og þeirra vika er ekki sami hluturinn. En hvað sem öllu líður, þá tekur Bíiksíðan undir með ættingjum og vinum sjómannanna og segir: Velkomnir af vertíðinni. . . . ■ra íýcHSEl, Iíversu lengi hafið þér eiginlega stundað hjúkrunarstörf, fröken? ■

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.