Alþýðublaðið - 14.05.1966, Qupperneq 11
Íslandsglíman 60 ára:
Glíman háð í Austur-
bæjarbíói í dag
56. Íslandsglíman verður háð í
dag kl. 14,30 í Austurbæjarbíói og
eru 12 glímumenn skráðir til leiks
frá 4 félögum: Glímufélaginu Ár-
manni, Knattspyrnufélagi Reykja
víkur, Ungmennafélaginu Vík-
verja og Ungmennafélaginu
Breiðabliki, Kópavogi.
Að bessu sinni er glíman haldin
í Austurbæjarbíói enda vandað til
hennar venju fremur, þar sem 60
ár eru frá fyrstu Íslandsglímunni,
en hún var háð á Akureyri 20.
ógúst 1906. Sigurvegari í þeirri
glímu varð Ólafur V. Davíðsson,
sem enn er við beztu heilsu og
verður heiðursgestur á íslands-
glímunni í dag.
Alls hafa 18 glímumenn' hlotið
nafnbótina Glímukóngur íslands
en oftast þeir Ármann J. Lárus-
son, Sigurður Thorarensen, Sig-
urður Greipsson og Guðmundur
Ágústsson.
Við upphaf Íslandsglímunnar
nú mun Gylfi Þ. Gíslason mennta-
málaráðherra flytja ávarp, Gísli
Halldórsson, forseti íþróttasam-
bands íslands setur mótið með
ræðu. Verðlaun afhendir Hörður
Gunnarsson, formaður Glímuráðs
Reykjavíkur.
Opinbert glímumót hefur ekki
áður verið háð í Austurbæjarbíói
og er þess vænzt að sú nýbreytni
mælist vel fyrir enda verðugt,
að Íslandsglíman sé háð við við-
unandi skilyrði á þessum merku
tímamótum.
Undirbúning og framkvæmd
mótsins annast Glímudeild Ár-
manns.
Eins og fyrr segir verður 56.
Íslandsgiíman háð í Austurbæjar
bíói kl. 14,30 í dag, laugardag.
Þríþraut FRÍ og Æskunn-
ar hefst í haust
I Frjálsíþróttasamband
1 (útbreiðslunefnd) hefur
íslands
ákveðið
að efna til nýstárlegrar keppni fyr-
ir börn á aldrinum 11, 12 og 13
ára. Keppnin, sem nefnd er Þrí-
þraut FRÍ og Æskunnar, er fram-
kvæmd í samráði við barnablaðið
Æskuna og með stuðningi stjórna
Sambands íslenzkra barnakennara
og íþróttakennarafélags íslands.
Fyrirkomulag keppninnar er
þannig, að allir skólar, sem hafa
nemendur á aldrinum 11, 12 og
13 ára geta tekið þátt í keppninni,
(fæddir 1953, 1954 og 1955). —
Keppnisgreinar eru 60 m. hlaup,
liástökk og knattkast, (tennis-
knöttur 80 gr.). Stig eru reiknuð
samkvæmt sérstakri stigatöflu og
samanlögð stigatala hvers nem-
anda fyrir þessar þrjár greinar
gildir sem heildarárangur hans.
Keppnin skal fara fram 1. sept.
til 31. okt. 1966. Taka má og mæla
oftar en einu sinni hjá sama nem-
anda. Ekki þarf að keppa í öllum
gre'inum á sama degi. Á tímabil-
inu má láta nemendur keppa
í greinunum. Keppa skal samkv.
leikreglum í frjálsum íþróttum.
Forráðamönnum skólanna er bent
á að leita aðstoðar hjá forráða-
mönnum ungmenna eða íþrótta-
félaga i sambandi við framkvæmd
og leigu áhalda, ef skortur er á
kunnáttumönnum eða áhöldum.
Árangur tveggja beztu einstakl-
inga hvers flokks — stúlkur sér
og piltar sér — er færður inn á
meðfylgjandi eyðublað, ásamt þátt
takendaf jölda skólans og fjölda 11,
12 og 13 ára nemenda hans —
(þeirra sem heilbrigðir eru). Eyðu
blöðin þurfa að hafa borizt eigi
síðar en 15. nóvember 1966 og
skulu sendast til Útbreiðslunefnd-
ar FRÍ.
Framhald á 10. síðu.
Íslandsglíman verður háð
í Austurbæjarbíói í dag. Um
þessar mundir eru liðin 60
ár síðan glíman var fyrst
háð. Ólafur V. Davíðsson
var fyrsti handhafi Grettis-
beltisins, en á myndinni sézt
Ármann .1. Lárusson, sem oft
ast hefur borið þennan eftir
sótta verðlaunagrip og Kjart-
an Bergmann Guðjónsson,
formaður Glímusambands
íslands.
Þær minna okkur á Norrænu sundkeppnina.
NORRÆNA SUNDKEPPNIN
HEFST Á MORGUN
Samkvæmt einróma samþykkt
Sundsambands Norðurlanda á nor
ræn sundkeppni að fara fram á
þessu ári á tímabilinu frá 15. maí
tii 15. september.
Keppt verður samkvæmt eftir
greindum reglum.:
1. Keppni grein er 200 metra
frjáls sundaðferð.
2. Ekkert aldurstakmark.
3. Engin skilyrði um sund-
hraða.
4. Ljúka skal vegalengdinni í
einni lotu.
5. Að sundraun lokinni skal
keppandi skrá sig hjá settum um
sjónarmanni og fá afhentan ávís
unarseðil út á norræna sundmerk
ið, er verður til sölu á staðnum.
Nú vérður £ fyrsta sinn keppt
eftir nýrri og réttlátarf jöfnunar
tölu en áður hefur gilt, og var
hún endanlega samþykkt á sund
þingi Norðurlanda í Björneborg
hinn 14. ágúst 1965, samkvæmt
einbeittri forgöngu Sundsambands
íslands og framkvæmdastjóra nor
rænu sundkeppninnar, sem átti
hlut að máli.
Eru þær á þessa leið:
„Sigurinn falli í skaut þeirrar
þjóðar^ sem fær hæsta útkomu gf
hundraðstölulegri aukningu frá
síðustu norrænu sundkeppni og
hinni hundraðstölulegu þátttölÍU
miðað við íbúafjölda þjóðarinnsr
(samanlagt).“
Það er því fenginn grundvöllur
fyrir því, að sigurinn geti fallið
oss í skaut í þessari keppni, þar
sem jafnt eru gefin stig fyrir al
menna þátttöku þjóðar og hunór
aðstölulega aukningu frá síðustu
keppni. Ætti þetta að auka op
Framhald á 10. síðu.
Litla bikarkeppnii
í Keflavík i dag
Litla bikarkeppnin heldur
fram í Keflavík í dag kl. 3.
leika Keflavík og Breiðablik lír
Kópavogi. Þetta er 5. leikur keppnl
mnar.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. maí 1966 H
trRitsÝgórTÖrn Eidsson