Alþýðublaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 8
Með árstíSaskiptunum v@rða alltaf nokkur þáttaskil í íþrótta lífi æskufóiks, innanhússíþróttir eins og handknattleikur. leik fimi og sund eru settar hjá um stund, en útiíþróttir, svo sém knattspyrna og frjálsar íþróttir setja svip sinn á bæjar- lífiÓ. Okkur datt því í hug, aÓ f róóiegt gæti verió að spjalia ör lítiö vió nokkra unga menn, sem helga tómstundir sínar í- þróttum. Uröu fyrir valinu þeir SigurÖur Jónsson, formaður lámdsliösnefndar Handknattleikssambands isiands, Jón Ólafs son, hásfökkvari, einn okkar fræknasti frjálsíþróttamaður og ungur og efnilegur knatts pyrnumaöur, Einar l'sfeld. L RANDÝR ÍÞRÓITAHÖLL ER EKKI RÉTTA LAUSNIN Fyrst hittum við að máli Sig urð Jónsson, formann landsliðs- nefndar, og þar sem ákvarðanir þeirrar nefndar valda oft hörðum deilum manna á meðal er ekki úr vegi að spyrja fyrst, hverjir skipa hina frægu, en oft umdeildu lands liðsnefnd. — Stjórn HSÍ kýs hana til eins árs í senn — án uppsagnar. í nefndinni eru auk mín, Karl Ben edikt<-son og Bjarni Björnsson. — Er fjárhagur HSÍ ekki góður í vgrtíðarlokin? — Með skárra móti. Annars hefiir það ekki verið öfundsvert að halda fjárhagnum í horfinu und anfárin ár, þar sem ekki er um neitin fastan tekjustofn að ræða. Með tilkomu íþróttahallarinnar í Laugardal hefur þetta breytzt nokkuð til batnaðar ,en við erum mjög óánægðir með það hlutskipti að vera gert að greiða 80.000 krón ur í húsaleigu fyrir klukkutíma leik. — Leysir íþróttahöllin ekki öll vandamál ykkar handknattleiks- manna? — Nei alls ekki. Það hefur ekki verið rétt haldið á málum með byggingu hennar. Hvar eiga handknattleiksmenn að æfa? Hvar eiga kappleikir yngri flokkanna að fara fram? Aðstaða þeirra verð ur hin sama og fyrr, en ef byggja á upp góðan handknattleik og gera ákveðnar kröfur til hand- knattleiksmanna, þá verður að sjá þeim fyrir sómasamlegum aðbún aði. í Laugardalshöllinni munu aðeins fara fram kappleikir 1. deildar liðanna, en æfingar þeirra svo og æfingar og kappleikir ailra yngri flokka munu áfram verða að fara fram við þau skilyrði sem hingað til hefur verið boðið upp á. Nei, við hefðum þurft. að fá okkar eigið hús og iðnrekend ur sitt, enda verða þeir aðeins dragbítar á starfsemi. okkar. í- þróttahöllin er líka alltof dýr og iburðarmikil, og ekki gerð laf þeirri hagkvæmni, sem skyldi. Fyr ir þá peninga, sem farið hafa í þessa byggingu hefði mátt reisa 2—3 fullkomin íþróttahús, sem að auki hefðu reynzt okkur mun hentugri. Ég vil nefna eitt dæmi til samanburðar. Danir reistu ný- lega í ÍNyborg vandað og fullkom . ið íþrcjttahús, sem rúmar 2000 á horfenfiur. Það kostaði um 12 millj ónir ié'óna. en Laugardalshöllin mun sfnnilega koma lil með að kosta íp—50 mill.iónir. Þá liafa ýmsir aðilar sótt um af not af: höllinni, fvo sem sinfóní an, bítlamangarar og svo náttúr lega iðnrekendur sjálfir, svo gera má ráð fyrir, að íþróttirnar skipi þar ekki þann sess, sem af hefur verið státað. Þá sakar ekki að geta þess, að ekkert er unnið í húsinu, og því óvíst hvort það verður full gert í haust. — Er þá Hálogalandsbragginn ekki úr sögunni? — Ekkert bendir til þess, enda er þannig á málum haldið hjá beim yfirmanni íþróttamála, sem hefur eftirlit með byggingu íþróttahúsa að hann neitar hreinlega um leyfi til byggingar áhorfendasvæða, svo ekki er í mörg hús að venda með kapoleiki. í félagsheimilum Vals og KR er t.d. ekkert áhorfenda svæði. — Er ekki landHiði okkar nauð synlegt að heyja sem flesta lands leiki fvrir átök eins og heimsmeist arakeppni? — Tvímælalaust. Ef við eigum að halda í við beztu þjóðir þá eru siíkir leikir nauðsynlegir. Vandamál okkar í þessu sambandi eru mörg, sérstaklega vegna at vinnu þátttakenda, en æskilegast væri að landsliðið gæti dvalið í æfingabúðum einhvern tíma áður en til stórátaka kemur. Þá tel ég nauðsynlegt að handknattleiks- menn haldi sér i þjálfun yfir sum arið, og hefur FH einna mest stutt að því með iðkun útihandknatt- leiks. Annars stunda margir hand knattleiksmenn aðrar íþróttir svo sem knattspyrnu. — Þið eruð að fara í keppnis för til Bandaríkjanna. — Já, það verður lokasprettur inn. Við höfum áður leikið við landslið þeirra hér heima og unn ið með yfirburðum, en þeir eru óð um að byggja upp mest með útlend ingum og hefur því eflaust farið mikið fram. — Hvað vilt þú svo segja að lokum, Sigurður? — Ég er ánægður með vetur inn ,þrátt fyrir ýmislegt mótlæti. Við erum að þreifa okkur áfram reyna nýja og efnilega menn, og það sem margir gera sér ef til vill ekki grein fyrir, við höfum eingöngu leikið við úrvalslandslið. Landslið okkar hefur sýnt leik kafla, sem jafnast fyllilega á við — Æfir þú ekki af kappi Jón? — Alveg sæmilega. Ég er í betri æfingu núna en um sama leyti í fyrra, en þá stökk ég yfir 2,10 á innanfélagsmóti 15. maí og var það nýtt íslandsmet. — Hvar hefur þú sett markið? — í árslok 1962 setti ég mark ið á 2,15 m. Þá hafði ég rétt áð ur stokkið yfir 2,11 m. sem var þá bezti árangur í Evrópu innan húss og annar bezti í heimi það ár ið. Um það leyti vænti ég þess fast lega að mér yrði gefinn kostur á ferð utan til keppni ,en sú varð þó ekki raunin. Fréttin um þetta birt ist ekki í erlendum blöðum fyrr en marz 1963 og þá var iokið það bezta sem við þekkjum í dag. Þetta er fyrsta árið, sem við leik um hér heima á stórum velli, og er ég ekki viss um, að milljóna þjóðir hefðu gert betur við þau skilyrði, sem okkur hafa verið búin hér á íslandi. Þáð sem leggja ber höfúðá- herzlu á í framtíðinni, er í fyrsta lagi úthaldsæfingar, í öðru - lagl fleiri landsleikir og þannig meiri keppnisreynsla ,og síðast en ekki sízt,. þeir yngstu verða að fá að stöðu til að æfa og keppa á stór um velli, og þess vegna verður að ieysa húsnæðismálin á annan og skynsamlegri hátt- en gert hefur verið með byggingu einnar glæsi hallar. öllum innanhússmótum erlendis Þetta var slæmt, þar sem um þetta leyti var ég í mínu „lífs- formi.“ — Hvað veldur ? — Mfrrgt. Eitt t.d., að þeir sem vinna að málefnum íþrótta manna, hafa það fyrir aukastörf. Þetta eru ólaunuð störf, og þótt þessir menn geri margt vel, þá vill samt ýmislegt fara miður en æski legt væri. — Hvað er framundan hjá frjál' íþróttamönnum? — í sumar verður hér háð lands keppni við Skota og Vestur-Nor eg. Evrópumeistaramót í Búda pest auk móta innanlands. Spurn Jón Ólafsson RÖRAGEYMSLA í STAÐINN FYRIR HLAUPABRAUT

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.