Alþýðublaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 5
Netagerð Jóhanns Klausen, Eskifirði
Benedikt Gröndai
UM HELGINA
MINNINGARORÐ:
Tilraunadýr
skipulagsins
DEILA ER USIN út af skipulagsmálum Hlíðahverfis. Tíminn
hefur bent á, að samkvæmt hinu nýja skipulagi eigi að rífa langa
röð steinhúsa meðfram Miklubraut sunnanverðri til að breikka göt-
una. Er óumdeilanlegt, að samkvæmt lit-
prentuðum og skýrum kortum er þetta ætl-
unin. Hins vegar segir borgarverkfræðingur,
að þetta sé misskilningur, málið verði leyst
á annan hátt. Getur hver heilvita maður séð,
að þessi hús verða ekki rifin nœstu 50 ár
— en það er napurt að verja 25 milljónum
í nýtt skipulag og heyra borgarverkfræðing
svo segja, að ekkert sé að marka það!
Skipulagssaga Hlíðahverfis er raunar
merkileg. Þetta var eitt fyrsta borgarhverf-
ið, sem reist var frá grunni eftir að þjóðin
var'ð bjargálna. Það var teiknað á stríðsár-
unum, en þá voru kunn flest meginatriði
skipulagsmála, sem nú eru í gildi. Nægir að
behda á skipulag Breta- á nýju borgunum,
sem þeir ætluðu að reisa eftir ófriðinn, en það var gert á sömu árum.
Þrátt fyrir þetta virðist elzta Hlíðahverfið (vestan við Stakka-
hlíð) hafa verið teiknað með reglustriku. Fyrst var Miklabraut gerð
beint inn nesið. Síðan voru íbúðagötur dregnar samhliða henni.
Hafnarfjarðarvegurinn var til og þótti rétt að sýna honum örlitla
virðingu. Eskihlíð var dregin með reglustriku samhliða honum. Þver- i
götur voru settar hornrétt á Miklubraut.
Afleiðingin varð sú, að allar götur hverfisins kölluðu á umferð
gegnum það. Bils^úrar voru aðeins við einstaka hús og eru nú
stórvandræði vegna rúmleysis fyrir farartækin. Verzlanir voru sett-
ar á horn mestu umferðagatna til að draga húsmæður þangað með
börnin, enda þótt hugmyndir um verzlunarmiðstöðvar (eins og risið
hafa síðar í öðrum hverfum) væru alkunnar. Húsum var raðað til-
breytingalítið eins og steinvegg meðfram götunum. Við MiklUbraut
sneru tröppur stórhýsanna beint út í umferðina.
Bráðelga vatð ljóst, hversu frumstætt og ófullkomið þetta skipu-
lag var raunar bvggt á sömu reglum og í borgum Egypta um 3000
árum fyrir Krist Þurfti fljótlega að gera breytingar og síðan má
segja, að Hlíðabúar hafi verið tilraunadýr skipulagsins.
l'vrst varð að gera hinar alkunnu breytingar á Miklubraut.
Nú er komið nýtt skipulag, þar sem svo mikið álag er lagt á þessa
einu götu að undrun sætir. Suðurlandsbraut er tekin úr tölu hrað-
brauta í bænum og Hafnarfjarðarvegurinn líka, en um Öskju-
hlíð ó að koma ný hraðbraut, hvenær sem það verður. Til marks
um vinnubrögðin er það, að hin nýja slökkvistöð stendur við Hafnar-
fjarðarveg, sem á að lokast í báða enda þarna í brekkunni, en hafa
tengigötu yfir í Eskihlíð.
Ýmsar tilraurir hafa verið gerðar til að bæta úr glappaskotum
skipulagsins í Hlíðunum. Sérstök hliöargata við Miklubraut var naiið-
synleg vegna húsanna þar. Flókið kerfi einstefnuaksturs er komið
um allt hverfið, óhjákvæmilegt en líka óþægilegt. Sumar götur
eru gorðar gangstéttalausar aðrar með eina gangstétt —■ allt tíl-
raunir.
Nýrri liluti Illíðahverfis, ofan Stakkahlíðar, er að ýmsu leyti
skárri, en þó skritinn. Bogahlíð var sýnilega dregin til að láta hana
enda í glæsilegum menntaskóla. Hún er eins og steinsteypt renna,
sem magnar rok og rigningu — og svo færðu þeir menntaskólann
til og varð þá lítið úr dýrðinni! Verzlunarmiðstöð hefur verið sett
sem eftirþanki á milli Stigahlíðar og Kringlumýrarbrautar, en bíla-
stæði eru þar líti'.
Nú hafa skluulagssérfræðingar bæjarins fengið mikla þjálfun
með erlendum scifræðingum fyrir 25 milljónir króna. Þá þarf aUð-
vitað að gerbreyta Hlíðahverfi enn einu sinni — aðeins 20 ára
gömlu. Hverfið á ekkert vegasamband að hafa við Miklubraut, og
loka á öllum liliðargötum Lönguhlíðar frá Miklubraut að hring-
torginu við Hamrahlíð. Þar á eina leiðin inn í hverfið að verða.
Ef til vill verður þetta til bóta. En hvað ætli verði langt, þar
tll enn verður öllu umturnað. Látum vera, þótt erfitt sé a0 endur-
skipuleggja gömlu hverfin, en það er dýrt spaug fyrir útsvarsgreið-
endur, þegar svona gengur með nýju hverfin.
Vilhjálmur S.
Vilhjálmsson
Ég vil aðeins þakka fyrir mig,
því ég á honum skuld að gjalda.
Svo oft hefur hann tekið greinar
stúf eftir mig í ,JIornið“ sitt þeg
ar mér hefur íegið eitthvað á
hjárta. Hann stakk því aldrei und
ir stól, þó þe~sar greinar væru
imdir dulfcefþi. Ég reyndi að
vanda þær svo að þær særðu ekki
neinn persónulega. „Hannes á
horninu" gerði við þær rínar
athugasemdir og líkaði mér það
yfirleitt vel. Það er svona léttir
að segja hlutina einhverjum og
fá ráðleggingar hjá þeim sem hafa
góðan skilning og velvilja, en það
hafði V.S.V. í ríkum mæli, — En
hvert eigum við nú að snúa okk
ur með kvörtunarlistann?
Við fökmim því vinar í stað,
þar sem „Hannef á horninu" var.
Ýmsum okkar finnst að íslenzk
blaðamennska verði fátækari eftir
netna að einhver tæki upp merki
háns, og það myndi margan gleðja.
■Vilhjálmur S. Vilhjálmsson var
míkill mannúðarmaðúr, gáfaðm-
og mikilvirkur rithöfundur og
skérrimtllegur útvárpsmaður. Með
þvi síðasta sem hann stakk upp á
í „Hörninu sinu“ var það, hvort
ekki væri reynandi að fá Alfreð
Elfasson fyrir borgarstjóra næsta
kjörtímabil.
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson var
mikill gæfumaður þrátt fyrir híð
langvarandi heilsuleysi æskuár-
anna ,sem settu sitt mark á hann
en sem hann bar með æðruleysi.
Og að síðustu var liann svo lán
samur að þurfa ekki að rogast
með byrði ellinnar, heldur hafði
hann skjót vistaskipti, og var það
í hans anda. Ég hygg, að gamlir
samstarfsmenn hans við Alþýðu
blaðið ,þeir sem á undan em
farnir og svo ættingjar hans, háfl-
fagnað honum, svo góðum liða
manni sem hann var, því allsstaO
ar er nóg að starfa guðs um geim,
hverju megin sem verið er vi?f
tjaldið.
Að endingu vil ég biðja Vil-
hjálmi og eftirlifandi ástvinuni
hans allrar blessunar guðs.
K.K.
KoparpÍDur og
Rennilokar,
Fittings,
Ofnakranar,
Tengikranar
Slöngttkranar,
Blöndnnartæki,
Burstafell
byggingarvöruverzlun,
Kéttarholtsvegi 3.
Siml 3 88 40.
Síldveiðiskipstjórar -
útgerðarmenn
Auglýslngasimi
ALÞÝÐUBLAÐSINS
«r 14900
Höfum flestar útgerðarvörur til síldveiðanna, svo sem alls konar
lása og vírklemmur, snurpuhringi, blakkir úr tré og jámi, gálga-
bl'akkir, hálflása, lásavír, hlífivír, snurpuvír og alls konar tógverk
úr sísal, hampi og gerviefnum.
Tökum varanætur til geymslu og viðgerða.
Önnumst nótaviðgerðir á Eskifirð i, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði,
Stöðvarfirði og Breiðdalsvík, eftir ástæðum.
Ef skipshöfnin tekur sér frí einhvem tíma sumars þá sjáum við
um skipið á meðan.
hvomig sem þðr íerðist
ferðatrygging
ALMENNAR f
TRYGGINGAR %
PÓSTHÚSSTRÆTl í .
SÍMI 17700'
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. maí 1966 5