Alþýðublaðið - 22.05.1966, Blaðsíða 2
ffiBimsfréttir
síáastliána nótt
DAN"ANG: Sprengjuþotur voru fluttar frá hfnni miklu flug-
«töð Bandaríkjamanna 'í Danang í gær eftir að tvær árásir höfðu
verið gerðar á stöðina. Ekkert mannfall varð eða tjón á flugvél-
um i síðari árásinni, en 15 bandarískir landgönguliðar særðust i
f.vrri árásinni. i Danang náðu stjórnarhermenn einu bænahúsi
uppreisnarmanna á sitt vald eftir harða bardaga. í Saigon efndu
‘búddatrúarmenn til stórfelldra mótmælaaðgerða gegn stjórn-
inni til stuð/iings hungurverkfalli munka og nunna.
HELSINGFORS: Verkfall tæknimanna hjá póst- og síma-
inálastjórninni í Finnlandi var aflýst í gærmor.gun. Verkfall-
ið hefur staðið í eina viku. Viðgerð var þegar hafin á síma-
línum, sem slitnuðu í verkfallinu. Helmingur .símalína til út-
landa og fjórðungur símalína innanlands voru óvirkar í fyrra-
dag.
SANTO DOMINGO: Kosningabaráttan í Dóminíska lýð-
veldinu einkennist enn af uppþotum og ofbeldisverkum, en for-
<setakosningar íara fram I. júní. í fyrradag var Joaquin Balagu
er, forsetaefni Umbótaflokksins, veitt fyrirsát í þorpi einu um
140 km frá höfuðborginni, og í höfuðborginni sló í brýnu með
etuðningsmönnum Umbótaflokksins og stuðningsmönnum Juan
93osch, frambjóðanda Dóminíska byltingarflokksins.
HAMBORG: — Verzlunarmálaráðherra Rúmeníu, Gheorghe
Ciaoara, sem er í forsæti rúmenskrar sendinefndar, sem dvelst um
jjþéssar mundir i Vestur-Þýzkalandi, sagði í Hamborg í fyrradag að
tjRúmenar teldu að unnt ætti að vera að koma á nánum og eðli-
Íögum samskiptum við vestur-þýzka sambandslýðveldið. Þar með
'jgaf hann þeim orðróm byr undir báða vængi, að Rúmenía verði
"fyrsta kommúnistaríki Austur-Evrópu er taki upp stjórnmála-
íjamband við Vestur-Þýzkaland. Vestur-Þjóðverjar hafa ekki tek-
|ð upp stjórnmálasamband við neitt ríki sem viðurkennir Aust-
tir-Þýzkaland nema Sovétríkin.
HELSINGFORS: Nefnd þriggja stærstu flokkanna í Finn-
ndi mætti til fundar í gær að léggja siðustu höndina á sam
iginlega stefnuyfirlýsingu flokkanna í ríkisstjórn, að sögn
iRafael Paassio, leiðtoga jafnaðarmanna. Paasio, sem hefur ver-
S falin stjórnnrmyndun, lagði áherzlu á að enginn verulegur
oðanaágreimngur væri með flokkunum. En stjórnarmyndun
ni verður sennilega frestað 'þar til í næstu viku.
ROM: Rússar hyggjast kaupa útbúnað að verðmæti um það
tt>U 4000 milljónir króna frá öðrum löndum en Ítalíu í hina stóru
ftifreiðaverksmiðju, sem tölsku Fiat-verksmiðjunum hefur verið fal
,ið að reisa • Úkraínu, að sögn utanríkisviðskiptamálaráðherra
Ítalíu, Giusto Tolloy.
Vormót Hraunbúa verður í
um hvítasunnuna
Skátafélagið Hraunbúar hefur
lengi haft þann sið að gangast fyr
ir vormóti fyrir skáta um livíta
sunnuhelgina. Nú um hvítasunn
una munu Hraunbúar halda 26.
vormót sitt i Krýsuvík.
Mótið verður sett á föstudags
kvöldið fyrir hvítasunnu og því
ÍBÚASKRÁIN
'komin út
íbúaskrá Reykjavkur (mann-
tai Reykjavíkur) 1. desember 1965
er nýkomin út. Er hún í einu
bindi, 1297 bls. í fólíóbroti.
Fremst í henni eru leiðbeiningar
um notkun hennar ásamt tákn-
málslykli o. fl. Sumar upplýsing-
arnar á skránni eru á táknmáli,
en samt er hún auðveld í notkun.
Á íbúaskrá Reykjavíkur eru all
ir íbúar Reykjavíkur í göturöð.
Auk húsauðkennis, nafns og fæð
ingardags, sem tilgreint er á
skránni um hvern einstakling í
Reykjavík: Nafnnúmer, hjúskapar
rétt, fæðingarstaður (kaupstaður
eða sýsla), trúfélag og ríkisborgara
réttur. Ennfremur lögheimili að-
komumanna og dvalarstaður fjar
verandi Reykvíkinga.
íbúaskráin er hin mikilvæg-
asta uppsláttarskrá fyrir allar
stofnanir, fyrirtæki og aðra. sem
hafa mikil samskipti við almenn
»ng.
Framhald £ 14, siðu
verður slitið á annan í hvíta
sunnu. Mörg skátafélög munu taka
þátt í mótinu og er ekki að efa,
að myndarleg tjaldborg muni
skarta á grundinni ofan við Krýsu
víkurkh-kjuna undir Bæjarfellinu.
í fýrra tóku um 800 skátar þátt
x vormótinu ,sem þá var haldið á
þessu sama stað.
Mótið verður með svipuðu sniði
og verið hefur, Á hvítasunnudag
vex-ða guðsþjónustur um morgun
inn, en síðdegis verður mótið op
ið fyrir gesti sem vilja heimsækja
mótið og sjá og kynna sér hvað
þarna er um að vera,
Varðeldar verða bæði á laugar
dags- og sunnudagskvöld, og er
varðeldurinn á sunnudagskvöldið
opinn öllum almenningi. Varðeld
aimir verða í skjóli Arnarfells.
Mótssöngur er þegar tilbúinn
fyrir þetta mót og er bæði lag
og ljóð frumsamið af Hraunbúum
Það er ekki að efa, að fjölmargir
skátar í nágrenni Hafnarfjai-ðar
munu nota þetta tækifæri, en ein
mitt þetta mót verður ágætur un
irbúningur fyrir landsmótið í sum
ar. Mótrgjaldið er krónur 200.00
og fyrir það fá þátttakendur móts
merki, mótsblað( mjólk, kakó og
kex á kvöldin, auk þess sem mót
ið sjálft og dagskrá þess býður ppp
á.
Sætaferðir verða á mótið úr
Hafnarfirði ó hvítasunnudag, fyr
ir þá sem vilja heimsækja mótið
bæði foreldra skátanna og aðra
velunnara skátahreyfingarinnar.
Þau skátafélög sem liafa áhuga á
Framhald 6 14. síðn
Tvær árásir gerðar á
flugstöðina í Danang
Danang, 21. 5. (NTB-Reuter.)
Sprengjuþotur voru fluttar frá
hinni miklu flugstöð Bandaríkja
—•nanna í Danang í dag eftir að
Ivær árásir höfðu verið gerðar á
fetöðina. Ekkex’t mannfall varð í síð
Ciri árósinni og ekkert tjón á flug
yélum, en 15 Bandaríkjamenn
ftærðust í fyrstu árásinni sem gerð
var á stöðina morgun.
Búddamunkar, 6em styðja upp
hpisnarmenn í Danang hótuðu í
t8ær að eyðileggja Danang stöð
tna ef bandarískir landgönguliðar
"fétu ekki til skarar skríða og
ixevddu stjórnarlxermenn til að
'4rö-fa frá Danang. Um 20,000
ídarxskir landgönguliðar hafast
VM í flugstöðinni ,en þaðan eru
£c -ðar loftárósir á Norður-Viet
4ha n.
liandgönguliðar úr suður-viet-
♦xaíniska stjórnarhernum náðu á
Fjt vald í morgun einu af bæna
ÍrÖBum búddatrúarmanna í Danang
eftir harða baráttu, sem stóð í
fjóra klukkutíma og kostaði m.a.
tvo buddamunka lífið. Stjórnar-
hermenn beittu að þessu Sinni
flugvélum gegn uppreisnarmönn
um.
í Saigon safnaðist mikill mann
fjöldi búddatrúarmanna saman við
aðalhofið í Saigon til að taka
þátt í stórfelldum mótmælaaðgerð
um gegn stjóminni. Efnt er til
mótmælaaðgerðanna til stuðnings
hungurverkfalli 500 munka og
nunna. Lögreglan var við öllu búin
'og hafði skriðdreka til taks. Tára
gassprengjum var beltt til að
dreifa mannfjöldanum og hörfuðu
búddatrúarmenn til búddastofnun
arinnar í borginni. Um 10.000
búdatrúarmenn tóku þátt í aðgerð
unum.
Tvítugur maður, Vo Tang Tuong
reyndi að fremja sjálfsmorð í mót
mælaskyni við stefnu stjórnarinn
ar. Hann stakk sig á hol og var
fluttur meðvitundarlaus á sjúkra
hús.
Frh. á 14. síðu.
Nýr hafnsögubátur
kominn til Hafnar
Höfn Hornafirði — KI.
í gær kom hingað nýr hafnsögu
mannsbátur, sem hafnarnefnd
Hornafjarðar hefir látið smiða
hjá Jóhanni Líndal Gíslasyni í
Hafnarfirði, er bátur þessi 7,3
smálestir að stærð með 72 hest
afla Listerdieselvél og er gang
hraði hans um 9 sjómílur. Bátn
um sigldu hingað Rafnkell Þorleifs
son skipstjóri, Eymundur Sigurðs
son hafnsögumaður og Elías Jóns
son, lögregluþjónn. Ég náði tali
af Eymundi hafnsögumanni og
spurði hann. um bátinn. — Við
fórum frá Reykjavík á laugardag
sagði Eymundur, — en er við kom
umum fyrir Reykjanes hrepptum
við mótvind og lögðumst því við
Grindavík, þaðan fórum við svo
á sunnudag til Vestmannaevia, og
lágum þar vegna óveðurs til
fimmtudagsmorguns, en fengum
þá bezta veður austur fyrir Dvr
hólaey, en eftir það hrepptum
vlð storm og komum ekki til
Hornafjarðar fyrr en kl. um 2 í
gær, báturinn rcvndi't í alla staði
vel og virðist góður sjóbátur.
— Og báturinn heitir í höfuð-
ið á gamla hafnsögumanninum okk
ar?
— Já, liann lieitir Biörn lóðs
í höfnðjð á frænda mínum, en ég
er þriðji maðurinn í ættinni, sem
í KJÖRKLEFANDM
gegni liér hafnsögustarfi. Eftir að
Björn hætti, tók Jóhann systurson
ur Bjöms og fóstursonur við hafn
sögumannsstarfinu, en ég tók vlð
af Jóhanni, segir Eymundur, sem
er bróðursonur Björns heitins
hafnsögumanns.
|WWWWVWWWt*WMWW
1 NTB segir1
íhðldið
öruggt
Norska fréttastofan NTB
sem íslenzk blöð hafa sínar
erlendu fréttir frá, birti í
gær frétt um bæja- og sveita
stjórnarkosningarnar á ís-
landi.
Frétt þe?si er komin frá
einum af blaðamönnum Morg
unblaðsins, Sverri Þórðarsyni
sem er fréttamaður NTB hér
á landi. í fréttinni segir, að
álitið sé tiltölulega öruggt
að Sjálfstæðismenn haldi
meirihluta sínum í Reykja
vík þar sem flokkurinn hafi
nú níu af fimmtán boi'garfull
trúum.
Meðan Morgunblaðið hamr
ar á því að meirihlutinn sé
í hættu, tilkynna fréttamenn
þess heimsbyggðinni, að allt
sé í lagi, og engin hætta á
ferðum.
2 22. maí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐID