Alþýðublaðið - 22.05.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 22.05.1966, Blaðsíða 11
t=Ritstjóri ÖrnEidsson Ágætf víðavangshlaup skóla í Kjalarnesþingi háð nýlega SUNNUDAGINN 24. apríl síð- astliðinn fór fram á íþróttasvæð- inu að Hlégarði, Mosfellssveit, víðavangshlaup skóla í Kjalarnes- þingi. Veður var hið ákjósanleg- asta. Rétt til þátttöku höfðu allir skólar á sambandssvæði Ung- mennasambands Kjalarnesþings, sem einnig sá um framkvæmd þessa móts. 70 þátttakendur frá 10 skólum tóku þátt í keppninni. Var keppninni skipt niður í 4 ald- ursflokka, og mátti hver skóli Sigurvegarinn í 4. aldursflokki Einar Magni Sigmundsson kemur í mark. senda 4 þátttakendur í hvern ald- ursflokk. Yar þetta bæði einstakl- ingskeppni og sveitarkeppni milli skólanna. Hver sveit var mynduð af 3 þátttakendum frá hverjum skóla. í einstaklingskeppninni fengu 6 fyrstu þátttakendur í hverj um aldursfloklci verðlaun, en fyrir stigahæstu sveitina í hverjum ald- ursflokki fékk skólinn verðlauna- þikar til eignar. Úrslit urðu sem hér segir: 1. aldursflokkur 10 ára og yngri hlupu 800 metra. Ragnar Stef. Kópav.sk. 2.54,8 Magnús Ein. Digransk. 2,57,0 Korm. Bragas. — 2,57,7 Þorgeir Ottóss. — 3,02,2 Geir Gunnarss. Kársnsk. 3,04,6 Tryggvi Felixs. Kópavsk. 3,04,9 Stigahæsti skólinn í þessum aldursflokki: Digranesskólinn Kópavogsskólinn Kársnesskólinn 2. aldursflokkur 11 og 12 ára hlupu 1000 metra. Böðvar Ö. Sigurj. Kóp. 3,32,0 Hinrik Þórh. Kársn. 3,36,4 Ingólfur Sig. — 3,37,9 Stefán Sig. Kópav.sk. 3,38,7 Helgi Þórisson, Digran. 3,42.0 Þorst. Péturss. Bsk. Brúarl. 3.42,5 Stigahæstu skólarnir urðu sem hér segir: Kópavogsskólinn Kársnesskólnn Digranesskólinn 3. aldursflokkur 13 og 14 ára hlupu 1200 metra. Einar Þórhallss. Gfrsk. Kóp. 4,06,1 Þórir Ö. Lindb.ss.-----4,13,2 Ingvar Ágústss. — — 4,13,5 Helgi Egg. Gfrsk. Ga.hr. 4,18,5 Eir. Brynj.----- 4,19,6 Ómar Önfjörð Gfrsk. Brúárl. 4,21,5 Stigahæstu skólarnir urðu sem hér segir: Gagnfræðaskóla Kópavogs Gagnfræðaskóli Garðahrepps Gagnfræðaskólinn Brúarlandi 4. aldursflokkur 15 og 16 ára hlupu 1400 metra. Einar M. Sigm. Gsk. Kóp. 4,49,9 Magnús Steinþ. — — 5,10,0 Ólafur Þórðars. — — 5,18,2 Örlygur Jónss. Gsk. Brú. 5,24,8 Kristinn Magn. ----------- 5,25,8 Ásg. Arngr. Ksk. Kóp. 5,28,4 Stigahæstu skólarnir urðu sem hér segir: Gagnfr.skóli Kópavogs Gagnfr.skóli Brúarlandi fþrótta- menn kjósa A-listann Snyrtisérfræðingarnir Dagfríður og Gyða. Ari Guðmundsson og Hannes Ingibergsson. Baðstofa og snyrti- stofa í kjallaranum Aldursflokkurinn 10 ára og yngri við rásmark. Sigurvegarinn Ragnar Sigurjónsson er á miðri myndinni nr. 21. ÞAÐ er sama hverju Loftleiðir sem er stolt okkar íslendinga — koma nálægt, allt er þar glæsilegt og til fyrirmyndar á öllum sviðum. Eins og kunnugt er, var hið glæsi- lega Hótel Loftleiðir á Reykja- víkurflugvelli opnað fyrir skömmu en frá því var skýrt nýlega í blöð- unum. í kjallara hótelsins er fal- legasta sundlaug landsins og þó víða væri leitað. Auk sundlaugarinnar er þar og baðstofa með öllum nútíma þæg- indum, gufubaði, nuddi og ljós- böðum. Er bæði karla og kvenna- deild. Karladeildinni stjórna tveir gamlakunnir íþróttamenn, Ari Guðmundsson og Hannes Ingi- bergsson. Kvennadeildinni stjórn- ar líjördís Baldursdóttir. Baðstof- an er opin frá kl. 8 til 20 alla virka daga nema laugardaga, en þá kl. 8—17. Á sunnudögum er hún opin kl. 9—12. Þeir sem vilja fá nudd, þurfa að panta það sérstaklega og það skal skýrt tekið fram, að bað- stofa er ekki aðeins fyrir hótel- gesti, heldur allan almenning. Fréttamönnum var nýlega boðið til þessa heilsusamlega staðar og þeir voru allir á einu máli um á- gæti hans. Við hlið baðstofunnar Iiafa tveir snyrtisérfræðingar, Dagfriður Halldórsdóttir og Gyða Ólafsdótt- ir opnað snyrtistofu kvenna ög karla. Þær eru útlærðir í sérgrein sinni í Kaupmannahöfn og Lond- on. Þarna er hægt að fá snyrtár hendur og fætur, megrunarnudd, i liúðhreinsun og á næstunni fá þær j Gyða og Dagfríður tæki, sem eyða [ sprungnum háræðum og líkams-| hárum. Þess skal að lokum getið, áð í gengið er til baðstofunnar og| snyrtistofunnar um aðalinngan'g j hótelsins, en strætisvagnaferðlr5 til Loftleiðahótelsins úr Lækjai’- götu eru á klukkutímafresti. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. maí 1966 H

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.