Alþýðublaðið - 22.05.1966, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.05.1966, Blaðsíða 5
B Minningar- sjóður um landkönnuði Forseti Landkönnunðaklúbbs- ins í Bandaríkjunum (Explorers Club), Dr. Edward C. Sweeney.a hefur tilkynnt, að klúbburinn séa að hefja sjóðssöfnun — allt að $ 500.000 — undir forystu Bernt Balchens, ofursta, sem er kunnur flugmaður og landkönnuður, í þeim tilgangi að reisa varanlegan minnisvarða til heiðurs merkum norrænum Iandkönnuðum, svo og til stuðnings áætlun, sem land- könnunarmiöstöð klúbbsins hefur gert. Minningarsj óður amerísk-skandi naviska landkönnuðar verður þátt ur í Heimsmiðstöð til að heiðra landkönnuði íslands, Svíþjóðar, Danmörku, Noregs og Finnlands, er lagt hafa sögufrægan skerf til framfara heimsins. Tekjum sjóðs- ins mun verða varið til styrkveit- inga einstaklingum tii handa, eink um menntaskólanema og stúd- enta, til starfa við frumrannsókn- ir og ný landkönnunarverkefni, og með því móti á að hvetja unga menn og konur til að velja sér að lífsstarfi vísindasvið, er snerta landkönnun. Balchen ofursti öðlaðist heims- frægð 29. nóvember 1929, er hann fór fyrstu flugferðina yfir suður- skautið i leiðangri Byrds aðmíráls 1928-1930. Til að koma í kring áætlun landkönnunarmiðstöðvar klúbbsins hefur hann kallað sér til aðstoðar hóp merkra land- könnuða af skandinavískum upp- runa. Landkönnuðaklúbburinn var stofnaður árið 1904. Hann er vís- inda og menntasofnun, og eru fé- lagar hans hvaðanæva að úr heim inum. Tilgangur lians er að hvetja menn til landkönnunarstarfa og vekja áhuga á náttúruvísindum. Forsetar klúbbsins hafa verið margir frægustu landkönnuðir 20. aldar — meðal þeirra Greely, Peary, Vilhjálmur Stefánsson og Boy Chapman Andrew. William Beebe, Richard E. Byrd, Pétur Freuchen, Sir Hubert Wilkins, Robert Scott og fjöldi annarra hafa og staðið að starfsemi klúbbs- ins. Framhald á 14. sfðu. ? w1 Rætt v/ð Pál Sigurl lækni, annan mann sson, trygginga- A-listans f - BARÁTTUSÆTI A-listans í Reykjavík annað sæti listans skipar ungur læknir, Páll Sig- urðsson tryggingayfirlæknir. X síðustu borgarstjórnar- kosningum vantaði Alþýðu- flokkinn aðeins 58 atkvæði til þess að fá tvo menn kjörna. Þá vantaði aðeins herzlumun-' inn. Ógjörlegt er að segja hver úrslitin verða í kosn- ingunum í dag, en stuðnings- menn Alþýðuflokksins eru þó staðráðnir í að láta einskis ó- freistað til að tryggja Páli Sig- urðssyni sæti í borgarstjórn, — sæti sem Alþýðuflokknum ber með réttu miðað við kjör- fylgi hans í síðustu Alþingis-, kosningum, en eins og almennt er viðurkennt eru það fyrst og fremst landsmálin, sem skipta mönnum í flokka. — Mér er það að sjálfsögðu, mikið kappsmál, sagði Páll er Alþýðublaðið ræddi við hann í gær, að sæti Alþýðuflokks- ins í borgarstjórn verði tvö að þessum kosningum loknum. Það skiptir meginmáli fyrir okkur að fá nú öll þau at- kvæði og raunar helzt fleiri en við fengum í síðustu Al- þingiskosningum. Þar 'má eng- inn láta sig vanta. ■— Eins og venjulega reyna Sjálfstæðis- menn nú að koma því inn hjá fólki, að meirihluti þeirra sé í hættu, en svo er þó alls ekki. Beldur er hér aðeins um að ræða herbragð, sem beitt er núna síðustu dagana. — Núverandi meirihluti þarf aukið aðhald, og það hefur sýnt sig, að Alþýðuflokkurinn, er hæfari til þess en hinir minnihlutaflokkarnir að skapa þetta nauðsynlega aðhald. Þótt ýmislegt hafi verið gert á und- anförnum árum er enn margt ógert og á það ekki hvað sízt við um heilbrigðismálin. Það hefur verið mikið veður gert vit af vígslu borgarsjúkrahúss- ins. Það er góðra gjalda vert, en hafa ber þó í huga, að það eru senn tuttugu ár síðan það . hús vai; teiknað, og er sá seina- gangur einmitt dæmi um það að ekki hefur verið nægilega vel á þessum máluin haldið. Þá má og benda á að í hið nýja sjúkrahús vantar margar sjúkra deildir, sem ekki má lengvu- dragast vír hömlu að koma hér á fót. Heilbrigðismálin eru stór þáttur borgarmála og skiptir þyí miklu að þar sé vel á mál- um haldið, bæði svo það fé sem borgarbúar leggja af mörk um nýtist sem bezt og eins verður að gæta þess vandlega að ekkert svið heilbrigðisþjón- ustu verði út undan, eins og viljað hefur hrcnna við. — Ég vil segja það eitt að lokum, sagði Páll, að ég skora á alla stuðningsmenn og vel- unnara flokksins, að vinna vel í dag og sjá til þess að við vinnum þann sigur, sem við vonumst til. Ég segi þetta ekki mín vegna heldur vegna Al- þýðuflokksins og hugsjóna jafnaðarstefnunnar. Við verð- um að sigra í dag! Páll Sigurðsson -

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.