Alþýðublaðið - 22.05.1966, Síða 4

Alþýðublaðið - 22.05.1966, Síða 4
iimst® Rttstjórar: Gylfl Gröndal (4b.) og Bcnedlkt Gröndal. — Rltstíómarfull- trúl: ElBur GuBnaaon. — Slmar: 14900-14903 — Auglýalngaaíml: 1490«. ABsetur AlþýBuhúalB vlB Hverflsgötu, Reykjavík. — PrentsmlBJa AlþýBu bUBalna. — Aakrlftargjald kr. 85.00 — 1 lauaasölu kr. 6.00 elntaklfl. Utgefandl AlþýBuflokkurlnfl. Stefnan og flokkurinn ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur 'að einu leyti sér- stöðu meðal íslenzkra stjórnmálaflokka. Hann hefur boðað og barizt fyrir jafnaðarstefnunni, og sú stefna hefur haft meiri áhrif til góðs á íslenzkt þjóðfélag en nokkur önnur þjóðmálastefna. Svo mikilli viðurkenningu hefur stefnan náð, að aðrir flokkar hafa látið 'af fyrra andófi og viður- kennt meginþætti hennar. Vildu nú allir Lilju kveð- |ið hafa. Þetta er að sjálfsögðu grundvöllur þess. hve 'miklu Alþýðuílokkurinn hefur getað komið fram af stefnumálum sínum í samstarfi við aðra flokka. Þrátt fyrir aimcnnan stuðning við stefnumálin, jsýna staðreyndir, að til dæmis hafa engar meiri hátt- jar umbætur verið gerðar á tryggingakerfinu, nema | Alþýðuflokkurinn hafi haft aðstöðu til að knýia þær fram. Þess vegna verða þeir, sem telja almannatrygg- ingar og önnur stefnumál Alþýðuflokksins vera til |góðs fyrir þjóðina, að sýna þá skoðun sína í verki jmeð því að kjósa Alþýðuflokkinn. Aðrir flokkar halda uppi margvíslegum áróðri Itil að rugla fólk og hindra, að það styðji þá stefnu, isem það helzt vill. Sjálfstæðismenn þykjast vera að Imissa meirihlutann í Reykjavík, þótt hann sé alger- iiega tryggur og óþarfi að hjálpa þeim þess vegna. ]Þeir sendu þegar í gær fréttaskeyti út í lönd þess jefnis, að Geir væri viss. Hins vegar vantar Alþýðuflokkinn aðehis |herzlumun til að koma öðrum manni í borgarstjórn Jí Reykjavík. Sá maður er Páll Sigurðsson. trygg- j ingayfirlæknir. Hefur hann ljóslega sýnt í kosninga- íbaráttunni, að hann hefur mikla þekkingu og mikinn jáhuga á heilbrigðis, félags- og mannúðarmálum jReykjavíkur. Það væri mikill fengur fyrir horgina jað fá hann í borgarstjórn, sérstaklega til starfa á í.þessum sviðum. Það er viðurkennt langt út fyrir raðir Alþýðu- flökksins, áð framlag flokksins til íslenzkra stjóm- mála hafi verið gott og þýðingarmikið. Sú staðreynd blasir þó við, að Alþýðuflokkurinn getur ekki hald- ið áhrifum sínum, nema kjósendur endurnýi þau við ^hvorjar kosningar. Þess vegna skiptir það Alþýðu- iflo]:kinn megmmáli, að hann hljóti í dag atkvæði alha þeirra, sem telja hugsjónir flokksins vera ís- leniingum til góðs og vilja tryggja flokknum aðstöðu til að standa áfram vörð um áhugamál sín og vinna i|n frekara gengi. Kjósið A-Iistann í dag. j4 ,22, maí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Kosningasjóður ÞÓTT mikið starf sé nnnið f sjálfboðavinnu fyrlr hverj- ar kosningrar, þá krefst und- lrbúningurinn mikilU fjðr- muna. Stuðningsmenn A-list- ans og aðrir velunnarar hans eru hvattir Hi að leggja eitthvað af mcrkum f kosningasjóðlnn. Tekið er á móti framlögum a aðal- skrifstofunni. Gerum clgur A-listans sem glæsilepastan & sunnudaginn og tryggjum honum tvo menn f borgar- stjórnt Sjálfboðaiiðar ÞEIR stuðningsmenn A-list- ans, sem vilja starfa fyrir hann á kjördegi eða við undirbúning kosninganna fram að þeim tfma, em vin- samlega heðnir að hafa sam- band við aðalskrifstofu A- listans við Hverfisgótu. sím ar 15020 og 16724. Stuðn- ingsmenn! Vinnan fram að kosningum og á kiördegi getur haft úrslitaþýðingu. Enginn má liggja á liði sínu. Bílar á kjördag ÞEIR stuðningsmenn A-list- ans, sem vilja lána bí'a sfna á kjördegi, eru vinsamlega beðnir að hafa samband við aðalskrifstofu A-listans, sím ar 15020 og 16724, sem alira fyrst og láta skrá þar bfla sína. Það ríður a að A- Iistinn hafi nægan bflakost á kjördegi. Stuðningsmenn! Bregðið skjótt við og lát- ið skrá bíla ykkar strax. IKJORKLEFANUM

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.