Alþýðublaðið - 22.05.1966, Page 14
fbúaskrá
Framhald af 2. «fðu.
íbúaskráin kostar kr. 1 650.00 í
fcandi og færst hún I Hagstof-
•unni, Arnarhvoli (inngangur frá
-íöndargötu), sími 24460. Upplag
■bókarinnar er takmarkað Þess
íkal getið, að á undanförnum ár-
um hefur íbúaskráin selzt upp
fáum mánuðum eftir útkomu og
færri fengið hana en vildu.
| Landkönnuðir
Framhald af 5. síðu.
Nú á tímum er starf landkönn-
'Úða fólgið í rannsóknum á réttri
<iagnýtingu auðlinda jarðar. Þetta
..ér bráðnauðsynlegt, því að auð-
jjlndir, sem áður voru taldar ó-
(fæmandi, eru að ganga til þurrð-
ar, en maðurinn verður að rann-
saka og skilja stöðu sína í heim-
ifeium með hliðsjón af umhverfi
línu, eigi siðmenningin að halda
jfelli. Þetta eru ástæðurnar fyrir
j&ví, að landkönnuðaklúbburinn er
atarfræktur, og hvers vegna hann
íáú á 63. aldursári leitast við að
íæra út kvíarnar, til þess að mæta
Jfröfum nýs landkönnunartímabils.
| Vietnam
Framhald af 2. síðu
i: Bandarískur formælandi í Dan
ang segir að af þeim 15 landgöngu
liðum sem særðust í fyrri árásinni
á flugstöðinnj í morgun hafi þrír
orðið fyrir flugskeyti úr stjórnar
fíugvél og átta hafa særzt i skot
hríð fi'á sprengjuvörpum. Ekki er
vitað hverjir það voru sem beittu
sÉíf-engjuvörpunum. Tíu sprengju
vörpukúlum var skotið á flugstöð
ina og er talið að ætlunin liafi ver
ið sú að hæfa bækistöð einnar
^ugsveitar suður-vietnamiska flug
fiersins.
:■ Síðan stjómarhermenn náðu
|an Ninh-bænahúsinu í Danang af
tjppreisnarhermönnum í morgun
Kru aðeins tvö bænahús í bænu
tím á valdi uppreisnarmanna.
Seinna í dag var einnig skipzt á
Siotum við annað bænahúsið. Ó
físt er hve margir hafa fallið og
á’ærzt í Danang síðan bardagarnir
fiófust í bænum á sunnudaginn.
Útgáfa gróðurkorta hafin
SEX fyrstu gróðurkortin af há-
lendi íslands kom út hjá Menn-
ingarsjóði í gær. Eru þetta fyrstu
kortin af þessari gerð sem út
koma, en unnið hefur verið að
gróðurkortagcrðinni frá 1960 og
er áætlað að búið verði að gera
slík kort af hálendinu öllu fyrir
1970. Verða þau alls um 150 að
tölu.
Gróðurkortin eru gerð á vegum
Rannsóknarstofnunar landbúnað-
arins og hefur Ingvi Þorsteinsson
magister yfirumsjón með verkinu.
Landmælingar ríkisins annast
sjálfa kortagerðina og eru þau
prentuð í Lithoprent.
Megintilgangur þessarar korta-
gerðar er að rannsaka hve mikið
er gróið af hálendinu og hvert
beitar- og notagildi er af þesusm
gróðri.
Gífurlega hefur gengið á ís-
lenzkt gróðurlendi síðustu manns-
aldra, og á það sérstaklega við
um hálendið og afrétti.
Fyrir þessu liggja margar' or-
sakir og er ofnýting gróðurs víða
ein sú helzta. Auk þess hefur
víða komið í Ijós að afurðir sauð-
fjárins, sem einkum nýtir afrétt-
ina hefur staðið í stað eða jafn-
GJÖF TIL
A-LISTANS
Akureyri. — GS.
Á HINUM glæsilega kjósenda-
fundi A—listans á Akureyri sl.
miðvikudag, afhenti Þorsteinn
Svanlaugsson fimm þúsund krón-
ur að gjöf til Alþýðuflokksins, en
gefendur eru auk Þorsteins syst-
kini hans, Helga, Hrefna og Garð-
ar. Eru þau öll búsett hér á Ak-
ureyri. Þau eru börn sæmdarhjón-
anna Svanlaugs Jónssonar og Rósu
Þorsteinsdóttur, sem bæði eru lát-
in, en þau voru vel metnir borg-
arar á Akureyri. Sjö af börnum
þeirra hjóna eru nú búsett hér í
Reykjavík.
vel lækkað í stað þess að hækka.
Fram til þessa hafa engar upp-
lýsingar verið fyrir hendi um
heildarstærð gróins lands á ís-
landi, né heldur í einstökum lands
hlutum, sveitum eða afréttum.
Þess vegna var fyrst hafizt handa
um að kortaleggja gróðurlendi
hvers einstaks afréttar og flokka
þau í smærri heildargróðurhverfi
eftir ríkjandi gróðurfari. Við
slíka flokkun gróðurs í smærri
heildir er að mestu leyti byggt
á grundvallarrannsóknum Stein-
dórs Steindórssonar yfirkennara,
Kaffisala
□ Kvenfélag Neskirkju, gengst
fyrir kaffisölu á morgun sunnu
daginn 22. maí í kjallara kirkj
unnar.
Kaffisalan hefst að lokinni guðs
þjónustu kl. 3 síðdegis. Kvenfélag
Neskirkju^ hefur ávalt sýnt kirkju
sinni stórhug og fórnfýsi og áreið
anlega myndi kirkjan mörgum
kirkjugripum fátækari ef kven-
félagsins hefði ekki notið við. En
fyrir óþreytandi starf þessara
kvenna er Neskirkja eins snyrti
leg og fagurlega búin sem raun
ber vitni. Það er von mín og bæn
að sem flestir Reykvíkingar leggi
leið sína í kjallarasal Neskirkju
á morgun og fái sér þar góðan og
hressandi koffisopa og njóti um
leið hins gómsæta kaffibrauðs
kvenfélagskvennanna.
Væri það ekki tilvalið tækifæri
hjá þeim mörgu körlum og kon
um sem leggja leið sína í Mela
skólann á morgun að staldra við
í kjallarasal Neskirkju og fá sér
þar ærlegt kosningakaffi?
Hver veit nema það ágæta kaffi
og þær góðu kökur sem þar eru
á boðstólum dragi úr mesta kosn
ingaskjálftanum?
Fjölmennið á morgun í kjallara
sal Neskirkju og styðjum með því
konurnar í góðu og göfugu starfi
fyrir kirkju sína.
Frank M. Halldórsson.
:8.30
';8.55
:9.10
Íl.00
12.15
14.00
15.35
16.00
útvarpið
Sunnudagur 22. maí
Létt morgunlög:
Fréttir — Útdráttur úr forustugreinum dag-
blaðanna.
Morguntónleikar.
Messa í Laugarneskirkju
(Prestiu-: Séra Garðar Svavarsson.
Organleikari: Kristján Sigtryggsson.
Hádegisútvarp.
Miðdegistónleikar.
í kaffitímanum
Guðsþjónusta fyrir Norðurlönd
Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson,
messar í Dómkirkjunni.
Dómkórinn syngur undir stjórn dr. Róberts
A. Ottóssonar söngmálastjóra.
Forsöngvari: Kristinn Hallsson. Organgleik-
ari: Máni Sigurjónsson.
Messunni er útvarpað um norrænar útvarps
stöðvar sama dag, en hljóðritun fór fram
viku fyrr.
17.30 Barnatími: Helga og Hulda Valtýsdætur
stjórna.
18.30 íslenzk sönglög: Liljukórinn syngur.
18.55 Tilkynningar.
19.20 Veðurfregnir.
1930 Fréttir.
20.00 Óbókonsert í Es-dúr eftir Bellini,
Loger Lord og hljómsveit St. Martin-in-the-
Fields leika; Neville Marriner stjórnar.
20.10 Meðferð lifandi máls
20.40 Alþýðukórinn syngur. V
Stjórnandi dr. Hallgrímur Helgason.
21.00 Á góðri stund
Hlustendur í útvarpssal með Svavari Gests.
22.15 Fréttir og veðurfregnir.
22.25 Kosningafréttir — danslög og skemmtiefni
Dagskrárlok á óákveðnum tíma.
(01.00 Veðurfregnir).
iþoooooooooooooooooooooocoooooooooooooooooooooooo
va ^VínHu'ffrt
n&Kfa
en hann er sá náttúrufræðingur,
sem langmest hefur lagt af mörk-
um til rannsókna á hálendisgróðri
íslands.
Nú hefur verið kortlagt alls
hálendi sunnan jökla, frá Hverfis-
fljóti að austan vestur að Faxa-
flóa. Ennfremur afrétti Borgar-
fjarðar og Húnavatnssýslu og af-
rétti Þingeyinga austur að Jökulsá
á Fjöllum. Nær þetta svæði yfir
um það bil 40 þús. ferkílómetra.
Var langmest af því kortlagt síð-
an 1961. Samkvæmt þessu ætti
kortlagningu allra afrétta lands-
ins að vera lokið fyrir 1970. Að
jafnaði hafa unnið að þessu verki
sex eða sjö manns sumarlangt.
Lögð var áherzla á að kortleggja
Suðurlandshálendi fyrst, og réði
því aðeins eitt sjónarmið, það er
að þar er gróðureyðing víða mjög
ör og hagþrengsli mikil.
Jafnframt þessu hefur verið
unnið að því að setja saman kort-
in og ganga frá þeim til prent-
unar, og hefur sú vinna verið
unnin hjá Landmælingum íslands.
Kortin eru prentuð í sex litum og
er með þeim greint á milli þurr-
lendis- og vorlendisgróðurs og á
milli mosaþembu, sem er mjög
rýrt Iand, og þurrlendisgróðurs.
Einstök gróðurhverfi eru afmörk-
uð og merkt sérstaklega og hefur
gróðurinn á þeim svæðum sem
búið er að kortleggja verið flokk-
aður í sextíu gróðurhverfi. Auk
þessa er ógróið land aðgreint eft-
ir því hvort um er að ræða mela,
sanda, stórgrýti, liraun eða ár-
eyrar, og er þetta einkum gert
með tilliti til mögulegrar upp-
græðslu landsins.
Kortin eru gefin út í mæli-
kvarðanum 1:40.000, en það er
stærsti mælikvarði sem heildar-
kort af landinu hafa verið prent-
uð í. Hvert kort nær yfir nærri
18x24 kílómetra og þau sex kort
sem út eru komin yfir svæði sem
eru 2700 ferkílómetrar að stærð.
Ná þau nær alveg yfir Biskups-
tungna-, Hrunamanna-, Flóa- og
Skeiðamannaafrétti og yfir hluta
af Gnúpverja og Holtamannaaf-
rétti og Eyvindarstaðaheiði í
Húnavatnssýslu.
Gróðurkort þessi hafa mjög víð-
tækt gildi. Þau eru merk fræði-
leg heimild um gróðurfar lands-
ins. Slík kort eru nauðsynleg til
að fylgjast með gróðurbreyting-
um, sem eiga sér stað á lengri
tíma.
Kortin leiða í Ijós hver upp-
blástur og gróðurskemmdir eiga
sér stað og hvar þess er helzt að
vænta. Og þau sýna> hvar hag-
kvæmt er að auka og bæta gróð-
ur og græða upp land að nýju.
Rannsóknir þessar hafa aðal-
lega verið kostaðar af Rannsókn-
arstofnun landbúnaðarins. Þær
hafa einnig verið styrktar af fé
frá Vísindasjóði, Rannsóknarráði
ríkisins og Landgræðslusjóði og
Menningarsjóður sér um útgáfu
kortanna, eins og fyrr er greint.
Landmælingastofnun Bandaríkj-
anna hefur lagt fram endurgjalds
laust undirstöðukort fyrir verkið.
Þegar gróðurkortalagningu há-
lendisins er lokið, verður láglend-
ið tekið fyrir á sama hátt.
Látið okkur stilla og
herða upp nýju
bifreiðina.
BÍLASKOÐUN
Skúlagötu 34. Sími 13-100
Látið okkur ryðverja
og hljóðeinangra
bifreiðina með
TECTYL!
RYÐVORN
Skúlagötu 34. Sími 13-100
SERVÍETTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.
SMURSTÖÐIN
Sætúni 4 — Sími 16-2-27
BQIiirn er smurður fljótt og vel.
SeUum allar tegundir af smurolíu
Trúlofunarhrlngar
Fljót afgreiðsla
Sendum gegn péstkröfn.
Guðm. Þorsteinsson
gullsmiður
Bankastræti 12.
Hraunbúar
Frh. af 2. síðu.
að sækja vormótið í Krýsuvík 19
66 ,eru beðin að hafa sem fyrst
samband við einhvem eftirtalinn
Hraunbúa, sem veita allar nánari
upplýsingar um mótið: Hörður
Zóphaníasson Hvaleyrarbrautl 7,
Hafnarfirði sími 50285. Albert
Kristinsson Sléttuhrauni 16 Hafn
arfirði sími 50785. Þórarinn Guðna
son Lækjargötu 16 Hafnarfirði
sími 51698. Rehekka Árnadóttir
Brunnstíg 6 Hafnarfirði sími 510
35. Jón Aðalsteinsson Köldukinn
11, Hafnarfirði sími 50706.
22. maí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIf)