Alþýðublaðið - 25.05.1966, Page 10

Alþýðublaðið - 25.05.1966, Page 10
ÚJFLUTNINGUR LANDBÚNAÐARAFURÐA Framh. af 7. síðu. fömum árum. Þessi útflutningur hefur beinlínis rýrt þjóðartekjurn ar ,hann hefur rýrt þær í vaxandi mœli á undanförnum árum, og fyrirsjáanlegt er, að hann mun halda áfram að rýra þær í ört vaxandi mæli, ef ekki eru gerðar róðstafanir til þess að koma í veg fyrir það. Þetta er vandamálið, sem ég ætla að ræða hér og ég tel að nú sé orðið eitt brýnasta vandamál íslenzks efnahagslífs. Það er ómótmælanlegt, að þeg ar framleiðsluvörur eru fluttar til útlanda fyrir mun lægra verð en nemur framleiðslukostnaðinum innanlands, þá rýrir það þjóðar tekjurnar. Mismun framleiðslu kostnaðarins og útflutningsverðs ins verður að greiða úr sameigin legum sjóði landsmanna. Þangað til fyrir fáum árum voru þessar útflutningsbætur á útfluttar land búnaðarafurðir tiltölulega lítil fjár hæð.. Fyrir 5 árum eða 1961 námu þessar útflutningsbætur 21 millj. En á.þessu fimm ára tímabili hafa þær tífaldast og eru í ár áætlaðar 214 milljónir króna. Gildandi lög gera iráð fyrir því, að útflutnings bæt'Ur á útfluttar landbúnaðaraf- urðhv geti numið 10% af heildar verðmæti landbúnaðarframleiðsl unnar. Meðan útflutningurinn er ekki meiri en svo að nauðsynleg ar útflutningsbætur séu innan þessa ramma, nægja þær til þess að bændur fái sama verð fyrir út flutninginn og þær vörur er seld -ar eru á innaniandsmarkaði. Nevt endurnir greiða óbeint mismuninn á framleiðslukostnaðinum og út /fiutningsverðinu. En ef útflutn ingurinn er meiri en svo, að heim ilt sé, að greiða út.flutninesbætur vegna hans, bá rvrir útfiutningtir inn ekki aðeins heildarbióð- artekjurnar heldur skerðir bein- línis tekjur sjálfra framleiðend- anuú; bændanna. Á undanförnum árurrí'hefur landbúnaðarútflutning uritiii verið að rýra heildarþjóðar tekjurnar í vaxandi mæli. En nú á þöásu ári er svo komið, að land búháðarútflutningurinn eri bein- línisfdfarinn að skerða tekjur bæúdnstéttarinnar sjálfrar í alvar legum mæli, og augljó°t er, að hann mun ekki aðeins halda áfram að rýra heildarþ.ióðartekjurnar í vaxandi mæii á næstu árum, heid ur n&tn hann einnig skerða tekj ur sjálfrar bændastéttarinnar svo mjög á næstu árum, ef ekkert er að gert, að þar er um mjög alvar leg^vandamál að ræða. ÞiJfear staðhæfinéar skal ég nú skýr^ nokkru nánar. Fram- leiðsla landbúnaðarafurða er nú meirb en þörf er fvrir innaniands og -férstaklega þá 1 framleiðsla mjólkurafurða. Umfram-fram- leiifelá mjólkur er um 25 þús. tonú,* eða um fimmtungur heild arfr^ínleiðsl. Umframfrarnleiðsln sauðíjárafurða svarar á hinn bóg inn'-'til um 6% 'heildarverðmætis þeirVá. Sé öii fram'eiðs'a miólk ur- og sauðfiárafurða verðlögð á útfltjthingsverði it»mnr í ijós. að það'verð sefur bændum um 20% þess grundvallarverðs. sem beim nú ber á innlendum markaði. Hlut fallið á milli grundvallarverðs til bóndans og þess verðs, sem bónd inn mundi fá fyrir útfluttar afurð ir, er þó mjög ólíkt, efth- því hvort um er að ræða afurðir kúa búanna eða sauðfjárbúanna. Út- flutningsverð sauðfjárbúanna er 35% grundvallarverðsins, en út- flutningsverð kúabúafcna aðeins 11% grundvallarverðsins. Nú er auðvitað ekki nema nokkur hluti afurðanna fluttur út, en þessi gíf urlegi munur útflutningsverðsins og grundvallarverðsins gefur þó vís bendingu um, þvílík þjóðfélags- byrði þvi er samfara, að framleiðsl an skuli vera meiri en innanlands neyzlan, þannig að flytja þarf þess ar vörur til útlanda. Það ætti að mega teljast aug ljóst að það getur ekki gengið til frambúðar, að greiddar séu ár- lega á þriðju hundruð milljóna króna úr sameiginlegum sjóði landsmanna til styrktar fram- leiðslu, sem seld er til útlanda fyrir lítið brot af framleiðslu- kostnaði. Og hitt ætti sömuleiðis að mega teljast augljóst, að ekki getur talizt nokkurt vit í því, að íslenzkir bændur stundi fram- leiðslu, sem beinlínis rýrir tekjur þeirra, þ.e.a.s. framleiði vörur, sem þeir fá minna en ekki neitt fyrir. Slíka öfugþróun verður að stöðva, og þeim mun fyrr, sem hún er stöðvuð, þeim mun betra. Sú skoðun hefur heyrzt, að fólks fjölgun muni verða svo ör á ís- landi á næstu árum og áratugum, að það muni vega upp á móti framleiðsluaukningunni. En hér er um mikinn misskilning að ræða. Framleiðsluaukningin á landbúnaðarvörum hefur á und- anl’örnum árum verið mun meiri en fóiksfjölgunin og ekkert bend- ir til að þetta muni breytast á næstu árum, ef ekkert er að gert. Einnig liefur verið um það rætt, að leiðin út úr ógöngunum sé fólgin í því að auka sauðfjárfram- leiðsluna en draga að sama skapi úr mjólkurframleiðslunni. En það mun ekki heldur leysa vandann. Þótt framleiðsia mjólkurafurða og annarra nautgripaafurða yrði minnkuð um 20% og sauðfjár- framleiðsla aukin að sama skapi, yrðu útflutningsbætur að nema um 240 milljónum króna til þess, að bændur fengju fullt grundvall- arverð fyrir afurðirnar en það er næstum 30 milljónum meira en bændur geta fengið I útflutnings bætur samkvæmt gildandi lögum og miðað við núverandi heildar- verðmæti landbúnaðarframleiðsl- unnar. Jafnvel þótt mjólkurfram- leiðslan yrði minnkuð um 20% og sauðfjárframleiðslan aukin að sama skapi yrði útflutningurinn að vera meiri en svo, að uppbæt- ur á hann yrðu innan núgildandi takmarka. Eftir sem áður hefðu bændur beint tjón af útflutnings- frarrtieiðslunni, þ.e.a.s. hún bein- línis rýrði tekjur þeirra. Ef reynt er að gera sér grein fyrir framtíðarhorfunum í þessu efni, er niðurstaðan þessi: Neyzl- an innanlands mun vart aukast meira en um 2% á ári næstu ár- in, énda er neyzla landsmanna af mjólk og mjólkurafurðum og kjöti mjög há miðað við önnur lönd. Hins vegar hefur heildar- framleiðsla landbúnaðarins aukizt um ca. 4% á ári undanfarið og framleiðsla mjólkur- og nautgripa afurða hefur aukizt enn miklu ör- ar eða um 7%. Miðað við þær forsendur, að heildarframleiðsla landbúnaðarins haldi áfram að aukast með sama hraða og verið hefur, þ. e. 4% á ári, jafnframt því, að nokkuð dragi úr mjólkur- framleiðslu, eða úr 7% í 5% á ári, en kjötframleiðslan aukizt hraðar, sem því svarar, má gera ráð fyrir, að mjólkurframleiðslan á framleiðsluárinu 1970—71 yrði 162 þúsund tonn, eða um 50 þús- und tonnum meiri en innanlands- notkunin. Umframframleiðslan, sem flytja þyrfti út, yrði þá með öðrum orðum u.þ.b. tvöföld á við það, sem hún er nú. Umframfram leiðsla kindakjöts mundi þá vera orðin 3.300 tonn, en er nú um 2.500 tonn. Útflutningsbætur þyrftu þá á framleiðsluárinu 1970 —1971 að nema a.m.k. 475 millj- ónum króna. Þær yrðu m.ö.o. um 185 milljónum krónum hærri en nú. Þótt mjólkurframleiðslan yrði minnkuð eins og ég gerði ráð fyr- ir áðan, um 20%, og sauðfjárfram- leiðslan aukin að sama skapi, yrði útflutningsuppbótarþörfin enn ó- eðlilega há. Útflutningsuppbætur yrðu að nema 395 milljónum króna og yrðu þannig 103 milljónum króna hærri en nú. Sökum þess, að margir virðast telja, að lausnin á vandamálum landbúnaðarins sé fólgin í því að framleiðslan beinist frá mjólkur- afurðum til sauðfjárafurða, er vert að benda sérstaklega á þessar nið- urstöður. Jafnvel þótt hlutföllin á milli framleiðslu mjóikurafurða og sauðfjárafurða breytist þannig, að mjólkurframleiðslan verði 20 % minni en nú, má gera ráð fyrir að þörfin á útflutningsuppbótum verði eftir fimm ár orðin 35% meiri en nú. Þetta er allmiklu betri útkoma en fást mundi með áframlialdandi aukningu mjólkur- framleiðslu, en hún felur samt í sér, að vandinn heldur áfram að aukast. Þar við bætist, að ekkert bendir til þess, að auðvelt sé að ná þeirri breytingu á hlutföllum framleiðslunnar, sem hér er gert ráð fyrir. Það er einmitt í þeim héruðum, þar sem skilyrðin fyrir mjólkurframleiðslu eru bezt, sem mestar framfarir hafa orðið í land- búnaði og fjárfesting hefur verið mest. Verðlag á mjólkurafurðum er bændum mjög hagstætt og mundi halda áfram að vera það, enda þótt nokkuð verðjöfnunar- j gjald yrði lagt á þær vörur, eins og þetta frumvarp heimilar. Án mjög róttækrar breytingar á stefn- unni í landbúnaðarmálum í heild eru í fyrsta lagi allar líkur til þess, að landbúnaðarframleiðslan í heild muni halda áfram að auk- ast örar en neyzlan innanlands, og í öðru lagi, að framleiðsla mjólkurafurða aukist örar en framleiðsla sauðfjárafurða. Þetta mundi leiða til þeirrar niðurstöðu, sem lýst var í fyrra kostinum hér að framan, en ekki þeim síðari, þ. e. aukningu á þörf útflutnings bóta úr 290 millj. króna í um 475 millj. kr. á fimm árum. Hvaða áhrif myndi þessi þróun hafa á kjör bænda? Hámarki út- flutningsbóta hefur nú verið náð og á þessu ári munu bændur sjálfir verða að standa undir um 70 millj. kr. af útflutningsþörf- inni. Þetta svarar til rúmlega 3% af heildarverðmæti landbúnaðai’- framleiðsluxmar. Eftir 5 ár má gera ráð fyrir, að bændur verði að greiða hátt í 10% af heild- arframleiðsluverðmætinu til þess að standa undir útflutningsbóta- þörfinni. Það getur hver og einn gert sér í hugarlund, hvaða raun- hæfa þýðingu það hefur við slík- ar aðstæður, að ákveða með lög- um, að bændur skuli hafa sam- bærilegar tekjur við aðrar stéttir, eins og gert er í gildandi löggjöf og í því frumvarpi, sem hér ligg- ur fyrir. Hin raunverulega þróun hlýtur að verða önnur, m.ö.o. að kjörum bænda hraki í samanbui’ði við aðrar stéttir, nema sem fyrst sé gripið til gagngerra ráðstaf- ana til þess að stöðva þessa öfug- þróun. Það er þvi ekki síður vegna bændanna sjálfra en vegna þjóð- íélagsins í heild, sem það má alls ekki di’agast, að stefnan í land- búnaðarmálum sé endurskoðuð. Fjármunamyndun í landbúnaði hefur vérið mjög mikil á undan- förnum árum og hefur það að sjálfsögðu verið undirstaða hinn- ar miklu framleiðsluaukningar. 1960 nam fjármunamyndunin í landbúnaðinum 208 milljónum kr. og nam þá 8,3% lieildarfjármuna myndunarinnar í þjóðfélaginu. í fyrra mun fjármunamyndunin i landbúnaðinum hafa numið um 560 milljónum króna og var það 10% heildarfjármunamyndunar- innar. Fjármunamyndunin í land- búnaðinum hefur því ekki aðeins aukizt mjög verulega, heldur hef- ur einnig hlutdeild hennar í heildarfjármunamynduninni vax- ið. Talsvei’ður hluti þessarar fjár festingar hefur ekki aðeins verið gagnslaus frá þjóðfélagslegu sjón- armiði, heldur beinlínis skaðleg, að svo miklu leyti, sem hún hef- ur verið undirstaða framleiðslu- aukningar, sem ekki aðeins hefur rýrt heildarþjóðartekjurnar, held- ur er nú einnig beinlínis farin að skerða tekjur bænda sjálfra. Framlög til landbúnaðarins af opinberu fé hafa og farið mjög vaxandi á undanförnum árum. Fyrir fimm árum eða 1961 námu ; greiðslur úr ríkissjóði til út- flutningsbóta, jarðræktarfram- laga og framræslu og framlög samkvæmt lögum um stofnlána- deild, landnám, ræktun og bygg- ingar í sveitum samtals 59,2 millj- ónum króna. Á þessu ári nema þessi sömu framlög, að viðbættu sérstöku framlagi til bænda sam- kvæmt samkomulagi í sex-manna- nefnd, 334.6 milljónum króna. Þessi framlög til landbúnaðarins haía þannig meira en fimm- faldast á undanförnum sex árum, Með hliðsjón af ástandinu í frain- leiðslumálum landbúnaðarins verður ekki heldur sagt, að þessi mikla útgjaldaaukning hafi skil- að miklum þjóðhagslegum árangri. En til hvaða ráða á þá að grípa til úrlausnar þessum mikla vanda? Ég ætla mér auðvitað ekki þá dul, að ég geti hér bent á ráðstafanir í einstökum atriðum, sem duga mundu til lausnar á þessum mikla vanda. Áður en hægt væri að gera ýtarlegar til- lögur um þau efni, þyrftu að fara fram rannsóknir á mjög mörgum atriðum, sem vitneskja er nú ekki fyrir hendi um. En meginstefnuna er hins vegar hægt að marka. — Stefna verður að því, að íslenzk- ur landbúnaður framleiði fyrst og fremst fyrir innlendan markað. Framleiðsluaukninguna verður að stöðva, sérstaklega framleiðslu- aukningu kúabúanna. Helzt þyrfti beinlínis að minnka framleiðsluna smárn saman til þess að væntan- leg fólksfjölgun slcapi sem fyrst eftirspurn eftir allri innlendu landbúnaðarfi-amleiðslunni. Til þess að þetta markmið náist verð- ur að grípa til samræmdi’a að- gerða á mörgum sviðum. Stefnan í fjárfestingarmálum landbúnað- arins getur mjög stuðlað að því, að þróunin verði í þessa átt. Og því mikla fé, sem nú er varið til styrktar landbúnaðinum og nem- ur í ár 335 milljónum króna, mætti eflaust með ýmsu móti verja þannig, að það stuðlaði að þess konar breytingum í fram- ieiðslumálum landbúnaðarins, sem nauðsynlegar eru. Ríkisvaldið og bændasamtökin þurfa að lxefja samvinnu um þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru. Sem fyrst ætti ríkisvaldið og bændasamtök- in að efna til ýtarlegrar rannsókn- ar á þessu vandamáli öllu og freista þess að finna sem fljót- virkastar leiðir til lausnar á vandanum. Það er ekki aðeins hagsmunamál þjóðarheildarinnar, að jafnmikilvæg framleiðslugrein og landbúnaðurinn sé hagkvæm- lega rekin. Framieiðslumál land- búnaðarins eru nú því miður komin í þvílikt öngþveiti, að bændur framleiða nokkurn hluta afurða sinna sjálfum sér beinlínis til tjóns. Úr þvi öfugstreymi verð ur að bæta sem fyrst. Það er jafn brýnt hagsmunamál bændanna sjálfra og þjóðarheildarinnar. Frá Landssambandi frambaidsskólakennara 11. þing Landssambands framhaldsskóla kennara verður haldið í Reykjavík 10., 11. og 12. júní næstkomandi. Verður sett í Voga- skóla föstudaginn 10. júní kl. 17. Kjörbréf sem ekki hafa borist óskast send sem fyrst. Stjórnin. JQ 25. maí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.