Alþýðublaðið - 26.05.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.05.1966, Blaðsíða 7
CztCHOfigrAKi* MAftAMungs TKAHSYÍVAH/A BAHAr HfAtACHtA Buchares)'# B U*Tl cTa R I A KASTLJÓS KortiS sýnir hin umdeildn landssvæði Bessarabíu eöa sovétiýðveldiS MoIdavíu og Transylvaníu. OLGAI MOLDAVIU I ■ '! LANDAMÆRADEILUR hafa aukið sundurlyndi Sovétríkjanna og Rúmeníu. Þetta sundurlyndi hófst þegar Rúmenar reyndu að halda fram sjálfstæði sínu í efna- hagsmálum. í lok heimsstyrjaldarinnar síð- ari solsuðu Rússar undir sig all- stóran hluta af rúmensku yfir- ráðasvæði. Tæplega tvær milljón- ir manna sovétmegin landamær- anna tala mál er kallast moldavíska en í raun og veru er engin mun- ur á því og rúmensku. Á þingi kommúnistaflokksins í Sovétlýð- veldinu Moldavíu í síðasta mánuði skýrði ritari flokksins, Bodyul svo frá, að vissir, ónefndir menn ,,gerðu kröfu til sovézkra landssvæða” og ,,krefðust endur- skoðunar á afleiðingum heims- styrjaldarinnar síðari.” Landsvæði það, sem deilan stendur um, er í sögunni þekkt undir nafninu Bessarabía, og þar hafa margir ráðið ríkjum. Árið 1812 afsöluðu Tyrkir sér yfirráð- um sínum yfir héraðinu í hendur Rússum. Eítir ósigur Rússa í Krím- arstríðinu komst það aftur undir yfirráð Tyrkja. Um það bil 20 ár- um síðar, þegar Rúmenia varð sjálf stætt ríki, lagði Rússakeisari hér- aðið undir sig á nýjan leik, og Rúmenar fengu ekki umráð fyrir héraðinu að nýju fyrr en eftir heimsstyrjöldina fyrri. CEAUSESCU. of mikla áherzlu á þjóðleg sér- einkenni og þetta skaðar hin al- þjóðlegu tcngsl sovétþjóðanna.” Stúdcntar „draga rangar ályktanir rangtúlka veruleikann í kringum sig, láta í ljós og dreifa þjóðern- issinnuðum skoðunum.” En þarf allt þetta að merkja, að hér sé um að ræða deilu milli Sovétrikjanna og Rúmeníu? Sam- svarandi kvartanir um þjóðernis- legar tilhneigingar heyrast í æ ríkari mæli frá öðrum sovétlýð- veldum. Ólgan í Moldavíu sýnir, að hin- ar ýmsu þjóðir Sovétríkjanna eru fullþroska. Kröfur þeirra um aukna ábyrgð í stjórnmálum og efnahagsmálum hcfur valdið erf- iðleikum víða í Sovétrikjunum. Vegna tengslanna við Rúmeníu er Moldavía sérstakt vandamál. Þótt 65% íbúanna séu Moldavíu- menn skipa þeir aðeins 35 þús. stöður, sem krefjast sérmenntun- ar eða sérstakrar hæfni, en alls eru þessar stöður 113.000 talsins. Samkvæmt manntalinu 1959 eru 90% Moldavíumanna búsettir í sveitum en 67% þeirra íbúa, sem eru af rússneskum uppruna, búa í bæjum. Hér er um að ræða greinileg skil milli rússneskrar „valdastéttar” og „innfæddra.” — Þegar Moldavíumenn horfa yfir landamærin sjá þeir, að frændur þeirra, sem nú kallast „Rúmenar” eru yfirstétt í landi sínu og hafn- ir yfir aðrar þjóðir, sem í land- inu búa. í öðrum hlutum Sovétríkjanna eru þjóðernissinnar oft gagnrýnd- ir fyrir meint hugkerfileg tengsl við „kapítalista” í öðrum löndum. Þar scm Rúmenía er sósíalistískt ríki er erfiðara að halda uppi slíkri gagnrýni í Moldavíu. Einn af leiðtogum flokksins í Moldavíu hefur kvartað undan því í blöðum, að „aiþjóðleg aíturhaldsöfl” noti sjónvarp til að reka fleyg „milli þjóðanna í landi voru.” En les- endur hans vita, að eina erlenda sjónvarpsdagskráin, sem sjá má í Moldavíu, kemur frá Rúmeníu. Safn af ummælum Karls Marx um hernám Rússa í Bessarabíu var fyrir nokkrum árum gefið út í rúmlega 20 þús. eintökum og seld- ist upplagið upp á skömmum tíma. Á landabréfi af Bessarabíu, sem gefið var út um sama leyti, voru höíð rúmensk staðarheiti í stað allra rússneskra nafna eða ör- nefna er báru keim af rússnesku. í Moldavíublöðunum notaði Body- ul gamla slagorðið um „rangtúlk- un á staðreyndum” þegar hann mótmælti þessari út- gáfustarfsemi. Án þess að minnast beinlínis á rúmenska landakortið sagði hann: „Hina- sönnu og viðburðaríku sögu Molda víu má lesa í hundruðum rússn- eskra nafna á bæjum og þorpum, nöfnum, sem þjóðin hefur gefið þeim og tryggt liafa sér-ævarandi sess í sögunni." Eins og venjulega í stjórnmál- um er spurningin þessi: Hvað er „ævarandi" langur tími? Ekkert bendir til þess að leiðtogar Rúm- eníu bciti sér markvisst fyrir því. að ala á þjóðerniskennd handan landamæranna. Hinar óljósu á- sakanir flokksleiðtoganna í Molda- víu í þessa átt eru sennilega af- ; sökun gagnvart leiðtogunum i Kreml vegna skorts þeirra á getu til að halda þjóðernisstefnuiini i skefjum. U i„* ★ UNGVERSKUR ’% MINNIHLUTI. i ; ; Rúmenar munu hins veggr , á- reiðanlega bera fram sögulega kröfu, sem getur orðið tímaþær hvenær sem er. í Transylváiiíu, nálægt vesturlandamærupum, kúga Rúmenar stórt, ungvéCSkt þjóðarbrot, sem öðru hverju ?fief-:| ur krafizt endursameiningar yiff- Ungver.ialand. Ef þetta verður ein- , hverntíma alvarlegt, pólitískt” vandamál, getur rúmenska stjórn- in gert sér vonir um stuðnlng 1 Rússa í þakklætisskyni fyrir hóf- semi á landamærum Moldavíii. , En ríkisstjórnir geta sjaídan i haldið þjóðernishreyfingum í skefjum. í Moldavíu sæta flokks- > broddarnir gagnrýni íbúanna, <án .. hvatningar frá Rúmeníu, því. a<5 s reynt er að eyða moldavískum sér einkennum. Flokksleiðtogarnir svara þessum kröfum með -því Framhald á 15. síðu' * ENDURSAMNING HUGSANLEG? Stalin náði héraðinu aftur í heimsstyrjöldinni siðari eftir að hann gerði hinn leynilega vináttu- sanming við Hitler. Þegar Hitler réðist á Sovétríkin hertóku Rúm- enar héraðið á ný, en í lok stríðs- ins hvarf það aftur undir stjórn Rússa. Stalín stofnaði þá lýðveld- ið Moldavíu og innlimaði Bessara- bíu í hið nýja lýðveldi, en þar bjó mikill fjöldi Moldavíumanna. Á undanförnum mánuðum hefur Bodyul hvað eftir annað kvartað undan því. að þjóðerniskennd á þessu svæði „hafi eflzt til muna upp á síðkastið.” Að sögn hans hafa margir íbúanna óljósar hug- myndir um þau órjúfanlegu bönd, er tengi Moldavíu og Rússland. Vissir menn ,segi ævintýri’” um himneskt líf í gamla daga, komi fram með ýmis konar hugarburð og dreift óheilbrigðum orðrómi, en allt þetta sýni að þeir ræði um möguleika á endursameiningu hér aðsins og Rúmeníu. Menntamenn i Moldavíu „leggja Fyrsta skipið á frímerkjum. Hraðar! hraðar! er kjörorðið, þegar rætt er um samgöngutæk- in á vorum dögum. Stór og fögur farþegaskip kljúfa hafflötinn milli heimsálfanna á undra skömm um tíma, enda knúin geisisterk um dísilhreyflum. Flugvélar eru til, sem fljúga hraðar en hjóðið og eldflaugar hafa verið notaðar til að flytja póst á milli staða. Og við veltum vöngum yfir þessu og spyrjum sjálfa okkur: „Hvernig •■■■nHianíiMMaaBaBBH verður samgöngum háttað eftir svona 100 ár?“ Því að, ef við hverfum svo sem rúm 100 ár aft ur í tímann, verða fyrir ökkur svo hægfara 'f.amgöngútæki, að okkur rekur í roga stanz. Lítum t.d. á þetta frímerki hér á mynd inni. Á því er að vísu gufuskip, en engin skrúfa er á því, heldur lijjRl á hliðúm þess. Þetta er hjólaskipið „Washington”, 1750 tonn að stærð og var í förum milli New York og Southamton á árunum 1847—1858. Hraðinn va r ekki mikill, 16—20 daga var skipið að fara þessa leið, sem nú er flogin á nokki-um klukkustund um. Frímerk; þetta var gefið út af New-Brunswick. en það fylki er nú fyrir löngu sameinað Cana da. Útgáfuár merkisins er 1860, eða tveim árum eftir að sigling um skipsins lauk. „Wa«hington” var flutt til Kyrrahafsstrandar- innar 1858 og höggvið upp nokkru síðar. Það virðist svo, sem New-Bruns wick hafi verið í vandræðum með mynd á frímerki sín á því herr ans ári 1860, úr því að það vel ur mynd af þessu skipi, sem alls ekki var þaðan og yfirhöfuð ekki í neinu sambandi við þetta fylki. Og skipið var, eins og fyrr seg ir, hætt ferðum, þegar frímerkið kom út. Þetta frímerki er mjög eftirsótt af „mótív“-söfnurum þeimt er safna skipa-frímerkjum. Hjá þeim skipar þetta frímerki fyrsta sess, því að þeta var fyrsta frímerki heimsins með mynd- af skipi. Útgáfu-fylkið New-Brunsv3clt:; er fyrir löngu sameinað Canad.v og gefur því ekki lengur út séi- stök frímerki. Mui\i síðustu fri; merki þess hafa komið út 1867 eða 1868 og síðan ekki söguna. meir. S; Nú getum við til gamans: .rifí? að það upp. að það var órið 1807, þ. 7. ágúst, að Robert Fúlton sigldi fyrsta gufuskipinu á p.ud^ sonflóa. 1819 fer fyrsta gufúSkiþ:: ið yfir Atlantshafið og tók fcrðin. 29. daga. Upp úr árinu 1350 er hraöinn orðinn 17 dagar og 1890 eru jgufu- skipin orðin það liraðskreið, a<V ferðin tekur aðeins 514 sólarhring. Þegar gamla hjóla-skipið |,Was-: hington" plægði sig gegnum’ sjóa Atlantshafsins fram og aftur miili Evrópu og Ameríku, munu? fáa af áhöfn þess hafa órað fyrir því, að rúmum 100 árum seinna'yfði mynd skipsins í heiðurssæfi óg fremsta reit í albúmum skipa-m® tív-safnara viðsvegar í heiminura ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. maí 1966 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.