Alþýðublaðið - 26.05.1966, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 26.05.1966, Blaðsíða 14
16. apríl voru gefin saman í lijónaband a fséra Frank M. Hall dórssyni ungfrú Álfheiður Einars dót'tir og Sigurður Bjarnason. (Nýja myndastofan Laugavegi 43B 9. apríl voru gefin saman í hjónaband af séra Jóni Þorvarðs syni upngfrú Rannveig Árnadótt ir og Eiríkur Ingólfsson. Langholts vegi 95. Barn finnst Farmhald af sfðn 1. ur ekki orðið meint af dvölinni í kassanum . Hjúkrunarkonurnar isem fundu barnið, höfðu gengið fram hjó kassanum án þess að verða nokkurs vísari, enda töldu þær að verkamenn, sem vinna við viðgerðir á sjúkrahúsinu, hefðu skilið hann eftir. En tveimur tím um síðar gengu þær aftur fram tojá kassanum og heyrðu barnið gráta. í nótt sást til mannaferða á sjúkrahússlóðinni. Lögreglan leit 9. apríl sl. voru gefin saman í hjónaband af séra Magnúsi Guð mundssyni ungfrú Auður Gríms dóttir og Sæmundur Kristjánsson Rifi Snæfellsnesi . 7. maí voru gefi nsaman í hjóna band af séra Árelíusi Níelssyni ungfrú Halldóra Guðmundsdóttir oð Theódór Guðmundsson. Ingólfs stræti 9B. ar nú að manninum og hefur dreift nákvæmri lýsingu á honum. □ Réttarholtsskóli: Skólauppsögn og afhending einkunna fer fram föstudaginn 27. maí. Nemendur fyrsta bekkjar mæti kl. 3, aðrir bekkir kl.5. — Skólastjóri. □ Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra kvennadeild föndurfundur verður haldinn þriðjudaginn 31. maí kl. 20,30 að Bræðraborgarstíg 9. Kennsla í bast, tága og perlu vinnu. Félagskonur tilkynnið þátt töku sína í síma 12523 og 19904. íþróttir Framhald af 11. afSa- ill aðgangur. Þjólfari deildarinn ar Mr. Th. Curren, mun stjórna kvöldinu og honum til aðstoðar verða 10 leikmenn úr meistara flokki deildarinnar. Sýnd verða öll helztu undirstöðuatriði í körfu knattleik, ennfremur margvísleg ar knattgjafir, allar tegundir skota, knattrek og grip svo nokkuð sé nefnt. Þá verða sýndar nokkrar leikaðferðir bæði í vörn og sókn og svo að lokum svæðispressa. Sýni og kynningarkvöld þetta er eins og áður er sagt fyrir alla þá, sem áhuga hafa á körfuknatt leik, pilta og stúlkur, eldri sem yngri. Séi’staklega vill deildin hvetja meðlimi sína til að koma. Hefst kynningarkvöldið kl. 20 og stendur væntanlega til 22 og fer fram í íþróttaheimili KR við Kapplaskjólsveg. (Frá Körfuknattleiksdeild KR). Baförninn Framhald af 1. síðu verður heimahöfn hans Siglufjörð ur. Skipstjóri hefur verið ráðinn Sigurður Þorsteinsson, en hann var skipstjóri á síldarflutningaskipinu Dagstjörnunni sl. sumar. Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri SR mun um helgina fara til Hamborg ar og taka þar við skipinu, en á ætlað er, að það verði komið á miðin um mánaðamótin Júní og júlí.. Kvennaskolinn Framhald af 5. síðu kona hans frú Hlín heitin Þor steinsdóttir útskrifaðist úr skól anum fyrir 50 árum. Óskaði gefand inn eftir að upphæðinni yrðl var ið til eflingar hljómlistar í skól anum. Þá gaf frú Karitas Sigurðs son gjöf í Minningarsjóð frú Thoru Melsted. Forstjóri Elli- og hjúkrun arheimilislns Grundar, Gísli Sig urbjörnsson sendi skólanum kr. 5.000 í þakklætisskynl fyrir þá velvild, sem stúlkurnar höfðu sýnt vistmönnum á undanförnum árum og var ákveðið að sú upphæð rynni í Hildarsjóð, sem námsmeyjar stofnuðu sl. vor til minningar um látna skólasystur. Nemendasam- band Kvennaskólans færði skólan um að gjöf vandað kaffistell úr dönsku postulíni fyrir 88 manns og er það ein mesta gjöf, sem skólanum hefur borizt. Einnig bárust skólanum bókagjafir og blóm. Forstöðukonan þakkaði eldri nemendum alla þá tryggð, sem þeir hefðu sýnt skóla sínum^ og kvað skólanum og hinum ungu námsmeyjum mikinn styrk að vin áttu þeirra og hún væri þeim öllum hvatning. Þá fór fram verðlaunaafhending. Verðlaun úr minningarsjóði frú Thoru Melsted lilaut Elín Hjart ardóttir 4. bekk Z. Verðlaun þessi eru veitt fyrir ágæta ástundun og beztan árangur við bóklegt nám. Einnig hlutu Margrét Stefánsdótt ir 4. bekk Z, Margrét Matthías- dóttir 4. bekk C og Guðrún Erlends dóttir 4. bekk Z bókaverðlaun fyr ir ágætan námsárangur. Verðlaun fyrir bezta frammistöðu í fata saum voru veitt úr verðlaunasjóði frú Guðrúnar J. Briem. Þau verð laun hlaut Hlín Magnúsdóttir 4. bekk Z. Verðlaun fyrir beztan árangur í útsaum hlaut Anna Sjöfn Stefánsdóttir 3. bekk C. Þá voru veitt verðlaun fyrir beztu rit gerðina á burtfararprófi. Þau verð Iaun hlaut Kristín Á. Ólafsdóttir 4. bekk C. Þá gaf þýzka sendirá:ðið verð laun fyrir góða frammistöðu í þýzkunámi. Þau verðaun hlutu Margrét Matthíasdóttir 4. bekk C og Soffía M. Eggertsdóttir 3. bekk C. Verðlaun bárust leinnig frá Dansk íslenzka félaginu fyrir ágæt iseinkunn á burtfararprófi í dönsku en þau verðlaun hlutu Elín Hjartar dóttir og Hildur Reykdal báðar í 4. bekk Z. f lok'skólaársins hafði verið út hlutað styrkjum til námsmeyja úr systrasjóði 25.000 kr. úr Styrktar sjóði Thoru og Páls Melsted 2. 700 kr. og úr Kristjönugjöf 8.000 kr. Að lokum þakkaði forstöðukona skólanefnd og kennurum ágætt samstarf á liðnum vetri og ávarp aði stúlkurnar, sem brautskráðust, og óskaði þeim gæfu og gengis á komandi árum. Þjóðvangur Framhald af 1. síðu annarsstaðar, enda mun engin jörð á íslandi nema grannjörðin Svína fell njóta jafnmikillar veðursæld ar. Landareign Skaftafells að Skeið arársandi fráteknum er svo girt ,af náttúrunnar hendi, jöklum og jökíulfljótum að auðvelt er að verja landið ágangi án imikils kostnaðar við girðingar. í stuttu máli sagt veit ég ekki annað lands svæði á Íslandi heppilegra til frið unar sem þjóðvang en Skaftafells land“. Og ennfremur: „Það er allmikið um það rætt að ísland ætti að geta haft miklar tekjur af erlendum ferðamönnum Víst er um það, að eitt af frum skilyrðum fyrir því að svo megi verða er að við reynum að varð veita ósnortna náttúru landsins og sérkenni hennar, þar< Isem þvf verður við komið, því það er fyrst og fremst þessi ósnortna náttúra sem laðar hingað ferðamenn. Hvernig væri t.d. Þórsmörk komin óg hvaða aðdráttarafl ætli hún hefði, ef Skógrækt ríkisíns hefði ekki verndað hana um áratugi?" Menntamálaráðuneytið féllst fyr ir sitt leyti á tillögu þessa með bréfi til ráðsins dags. 16. maí 1961. Hefur síðan verið unnið að því tvennu, að afla fjár til kaupanna og semja við eigendur jarðarinn ar um kaupverð. Hvort tveggja hef ur nú tekizt. Hið fyrra með því að Alþingi hefur veitt nokkurt fé í þessu skyni á fjárlögum ár anna 1965 og 1966 svo og því, að alþjóðleg stofnun, World Wildlife Fund,- sem styður náttúruverndar aðgerðir í ýmsum löndum, hefur lagt fram ríflegan skerf. Einnig hefur samizt við núverandi ábú endur og eigendur að 2/3 hlutum Skaftafells, bræðurna Ragnar og Jón Stefánssyni, og voru samning ar við þá undirritaðir í skrif- stofu menntamálaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, hinn 13. þ.m. Samkomulag hefur einnig verið gert milli Náttúruverndarráðs og eigenda 1/3 hlutans, og verða samn ingar um kaup á honum væntan lega gerðir innan skamms. Landareign jarðarinnar Skafta- fells er geysi víðáttumikil, talin vera allt að 100 ferkílómetrar, eða sem næst 1% af flatarmóli íslands Það er 'almenn skoðun þeirra, sem til þekkja, að náttúrufegurð í Skaftafelli sé með eindæmum og vart geti þann stað hér á landi og þótt víðar væri leitað sem jafnað verði þar til. Því valda hin ar miklu andstæður náttúrunnar eldur ís, og fjölskrúðugur gróður og skordýralíf, sem talið er hafa lifað af síðustu ísöld, þrífst þar í skjóli hrikalegra fjalla. Og þessi dásamlega vin er umleikin eyði söndum, stórfenglegum skriðjökl um, jökulbungum og jökulfljót- um, rétt eins og náttúran sjálf vilji vernda hana fyrir öllum á- gangi. Náttúruverndarráð hefur gildar ástæður til þess að ætla ,að friðlýsing Skaftafells muni mæl ast mjög vel fyrir eigi einungis meðal almennings á íslandi held ur muni sú rausn og framsýni stjómvalda ,er gert hefur frið lýsinguna mögulega, afla ríkinu mikillar virðingar meðal vísinda manna erlendis, en Skaftafell er sérlega vel þekkt í heimi náttúru vísindanna. Má í því sambandi nefna, að prófessor Ahmann, fyrr verandi forseti alþjóðlegu landfr. stofnunarinnar, og margir íslend ingar þekkja ^hefur í bréfi til ráðs ins látið í ljós einlægar óskir um friðlýsingu Skaftafells. Væri vel, ef hér yrði um að ræða upphaf að víðtækum friðunaraðgerðum á hin um margvíslegu gersemum íslenzki- ar náttúru, sem nú þegar eru í hættu, ef eigi verður að gert hið fyrsta. Það hefur tekið lengri tíma en æskilegt hefði verið að ganga frá máli þessu. Náttúruverndarráð tel ur það markverðast allra þeirra mála sem það hefur haft með hönd um á 10 ára starfsferli ráðsins, og er þakklátt öllum þeim, sem stuðl að hafa að farsælli lausn þess, og þá ekki sízt menntmálaráðherra, og fyrrverandi og núverandi fjár málaráðherra, sem frá uppliafi hafa sýnt friðlýsingu Skaftafells vin- semd og góðan skilning. Birgir Kjaran formaður Gunnar Vagnsson ritari '^ÚÓOOOÓOOOOOOOOOOOOOOOO OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOC Peter Pears syngur við gítarundirleik Julians Breams. 20.15 Ungt fólk í útvarpi Baldur Guðlaugsson stjórnar þætti með blönduðu efni. 21.00 Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands I Háskólabíói Stjórnandi Bohdan Wodiezko. Einleikari iá píanó: Wilhelm Kempff. Á fyrri hluta efnisskrárinnar. 21.50 Ljóð eftir Guðmund Þórðarson Steingerður Guðmundsdóttir les, 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 2215 „Skeiðklukkan“, síðari hluti smásögu eftir Paul Callico Guðjón Guðjónsson les þýðingu sína. 22.35íDjassþáttur » Ólafur Stephensen kynnir. 23.05 Bridgeþáttur Hallur Símonarson flytur. 23.30 Dagskrárlok. 7.00 12.00 13.00 13.00 16.30 18.00 18.45 19.20 19.30 20.00 20.05 útvarpið Iimmtudagur 26. maí. Morgunútvarp. Hádegisútvarp. Á frívaktinni Eydís Eyþórsdóttir stjórnar óskalagaþætti fyrir sjómenn. Miðdegisútvarp. Síðdegisútvarp. Lög úr söngleikjum og kvikmyndum Tilkynningar. Veðurfregnir. Fréttir. Daglegt mál Árni Böðvarsson talar. Fjögur frönsk þjóðlög í útsetningu Seibers. •oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo VB CR'VíHHut&t vezr nflnb 114 26. maí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.