Alþýðublaðið - 26.05.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 26.05.1966, Blaðsíða 16
 Kallinn er svaka svekktur yíir sjónvarpinu, stei'eofóninum Off nýju garðhúsgrögnunum, sem kellingin dobblaði hann til að kaupa með' afborgunum. í g-ær Ragði liann: Ef mann skortir peninga um stundarsakir, þá getur maður keypt með afborg unum og dreift peningaskortin um yfir allt lífið. . . Leiðin að hjarta mannsins figgur í gegnum magann, sem er einn af fámn stöðum, þar sem hægt er að hafa langan ótanz án þess að það kosti nokk uð. . . , Allir þckkja kosti Fjölvíshand foókanna. Bókin fæst í öllum foóka- og blaðsölustöðum um fand allt. BÓFAÚTGÁFAN FJÖLVÍS ... Augl. í Þjóðviljanum. Mey væntir þess að sólskin verði í hófi þetta sumar, svo að kvenfólkið verði sér ekki ■til skammar á baðströndmn. Nú er kosningahamurinn að fara af mönnum og tími til kominn að snúa sér að alvarlegri málefn um. Kosningasunnudagskvöldið góða skeðu undur og stórmerki í Þjóð leikhúsinu. Þegar verið var að flytja Ævintýri Hoffmanns tóku raddbönd aðalsöngvarans að bólgna og eftir þvx sem á leið sýninguna stækkuðu raddböndin og hljóðin minnkuðu að sama skapi. Var svo komið að söngvar inn kom ekki upp nokkru hljóði þegar sýningunni lauk, gat ekki einu sinni talað, hvað þá sungið. The Show must go on, sögðu þeir í Þjóðleikhúsinu, því áheyrendur verða að fá sitt fyrir aurinn, og á fram var haldið að syngja óperuna hljóðlaust ,fþar tll lokið hafBi verið við allar aríurnar. Þetta þykja okkur miklar frétt ir en merkilegra er þó að ekki hef ur enn fréttzt af neinum stjórn málamanni sem fékk slæmt í hálsinn í kosningabaráttunni. Sjálf sagt hafa þeir sterkari raddbönd en óperusöngvarar. Eina stjórn málabólgan sem við höfum heyrt um, er að hægri höndin á Geir borgarstjóra hafi ekki verið sem bezt farin eftir slaginn, og hafi hann orðið að krossa á kjörseð ilinn sinn með þeirri vinstri. Ekki er að undra, eftir að hafa tekið í höndina á 48,2% Reykvíkinga á tiltölulega skömmum tíma. Því miður komst hann ekki yfir meira að þessu sinni, blessaður en það stendur til bóta næst eins og aikunna er. Annars eru bólgur slæmar og verst er líklega verðbólgan og tekur óðaverðbólgan út yfir all an þjófabálk. Verðbólgan er svo hræðileg að stjórnarandstaðan hverju sinni kallar hana verðbólgu skrímslið. Gín þá ófétið yfir höfð um allra landsmanna og er stjóm að af ríkisstjórninni. Dettur manni ekki annað í hug í þessu sambandi en þegar Svarti dauði herjaði og fór yfir landið í mynd sterkrar þoku, og dembdi sér yfir lands ífólkið. Undarlegt er samt allt þetta verðbólgustagl að enginn virðist raunverulega kæra sig um -að losna við óvættina. Enda eru allir ýmist að byggja eða borga af íbúðum sínum og hvernig færi það ef ekki mætti treysta á stöð uga og blessunarríka verðbólgu. Svo þessi bólga er sennilega ekki eins slæm og menn vilja vera láta. Skítt með það, Þjóðleikhúsverð bólgan er hé r til umræðu og skul um við vona að hún hjaðni fljótt og vel, eins og aðsóknin að sum um leikritum þar, og Hoffmann haldi áfram að rata í ævintýri enn um sinn. Ekki er ráð nema í tíma sé tek íð og hefur nu verið skipuð nefnd til að sjá um hátíðahöld 1100 ára byggðar á íslandi, sem verður árið 1974, eða eftir aðeins átta ár. í nefndinni er úrvalslið lista og menntamanna og Þjóðleikhús stjóri, og mun hann ef að líkum lætúr sjá um léttara dagskrárefni enda hefur honum tekist sérlega ! vel upp með svona sko létta söng, leikx, sem folkið vill endilega sja, og hefur leikhúsið grætt á tá og fingri þegar söngleikirnir voru bara nógu léttir. Hvað þeir nefnd armenn ætla annars að sjóða sam an til hátíðabrigða er ekki gott að vita, en við skulum vona að þeir verið svolítið hugmyndaríkari en sautjándajúnínefndirnar sem starf að hafa til þessa. Allt síðan þessi1 árlegu hátíðahöld hófust hafa þau verið nánast nákvæmlega eins leiðinleg. Eina tilbreytingin sem við höfum fengið að njóta í sam bandi við þau, er þegar Magnús nokkur kenndur við Mel lokaði ríkinu fyrir hátíðisdaginn og þá var þjóðhátíðardagurinn með nokk uð öðrum blæ, en því miður enn leiðinlegri en vant er. j 4 — Ég er orðin amma ..., í guðanna bænum, hættu að st.vnja. Reyndu að slappa af.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.