Alþýðublaðið - 03.06.1966, Page 3
LOKASÓ
Hué, 2. iúnl. (NTB-Reuter).
Skriödrekar og brynvarðir bílar
sóttu í dag inn í háskólabæinn
Hué í norðurhluta Suður-Vietnam.
Stjórnarhermenn búa sig nú undir
að ná yfirráðum yfir bænum af
stúdentum og hermönnum fjand-
samlegum stjórninni. Stúdentar
liafa haft Hué á sínu valdi í tæpa
tvo mánuði og hafa lýst því yfir
að þeir muni berjast til hinzta
manns, ef nauðsyn beri til þess
að aftra því, að herforingjastjórn-
in nái aftur yfirráðum yfir hinni
gömlu höfuðborg keisaranna.
herra ísraels
kemur hingað
TEL AVIV. (ntb-afp).
TILKYNNT hefur verið í Tel
Aviv að utanríkisráðherra ísraels,
Abba Eban, muni fara í opinbera
lieimsókn til íslands og Danmerk-
ur í sumar. Ekki héfur verið á-
kveðið hvenær í sumar hann
heimsækir þessi lönd.
Situr fund utan-
ríkisráðherra NATO
í MÖRGUhL fór utanríkisráð-
herra, Emil Jónsson, utan til að
Kitja fund utanríkisráðherra Nato
ríkjanna, en slíkir fundir eru
haldnir tvisvar á ári, vor og
haust. Fundurinn er nú haldinn
í Brússel og hefst næstk. þriðju-
dag óg mun standa yfir í tvo
til þrjá daga.
En í kvöld höfðu enn ekki bor-
izt fréttir um átök milli stjórnar-
hermanna og stúdenta. En mikil
spenna er sögð ríkja í bænum —
ekki sízt vegna hermdarverkanna
í gær er stúdentar lögðu eld að
bandarísku ræðismannsskrifstof-
unni og öörurn byggingum í bæn-
um.
Síðan stjórnarhermenn náðu
Danang, öðrum helzta bænum í
norðurhluta Suður-Vietnam, aftur
á sitt vald er Hué eini meirihátt-
ar bærinn, sem búddískir upp-
reisnarmenn hafa á sínu valdi. ! : . ‘ -
íbúar bæjarins eru 100 þús. Búizt •
er við að taka muni stjórnarher-
sveitirnar að minnsta kosti þrjá
daga að ná tökum á ástandinu í
Hué.
Frá Saigon berast þær fréttir,
að alvarleg sundrung virðist hafa
risið upp meðal leiðtoga búdda-
trúarmanna, og hefur hinn hóf-
sami leiðtogi, Thic Tam Chau,
sætt harðri gagnrýni þar eð hann
hefur fylgt friðsamri stefnu. Tam
Chau hefur verið sakaður um að
þiggja mútur af herforingja-
stjórninni, þar eð hann hafi skor-
að á búddatrúarmenn að hætta
um sinn mótmælaaðgerðum gegn
stjórninni og sagt, að stjórnin hafi
Iofað að fá öðrum völdin í hend-
ur eftir hina væntanlegu endur-
skipulagningu á stjóniinni.
Ráðherrar stjórnarinnar neituðu
því seinna að þeir hefðu veitt
Frh. á 14. síðu.
Tvær búddanunnur brenndu sig til bana í Suð ur-Vietnam si. sunnudag. Á myndinni sjást skór
annarar nunnunnar, Nu Thanh Quang, við hliðina á brennandi líkama hennar í garði pagóðunnar í
Tue. Fjöldi manns safnaðist saman í garðinum og horfði á þegar nunnan kveikti í olíuvotum klæðum
sínum.
NÝTT FLUGÞJÁLFUNAR-
TÆKI HJÁ LOFTLEIÐUM
ORÐUVEITING
Forseti íslands hefir í dag sæmt
Birgi Kjaran, hagfræðing riddara
krossi liinnar íslenzku fálkaorðu
fyrir margháttuð þjóðfélagsstörf.
Reykjavík, 2. júní 1966.
Orðuritari.
Rvík, ÓTJ.
LOFTLEIÐIR hafa fest kaup
á fullkomuu eftirlíkingutæki af
flugstjórnarklefa - ÁSynthetío
Trainer) sem gerlr það kleift
að þjálfa á jörðu niðri flng-
mþirn félagsinsj við aðstæðuT
mijög líkar því sem er í raun-
verulegru flugi. Kaupverð þess
er um sjö og hálf milljón. Tækið
er einkum miðað við’ kennslu á
Rolls Royce vélarnar. en með
tiltölulega litlum kostnaði er
hægt að gera breytingar á því
tii þotukennslu, þegar þar að
kemur.
Fyrst var athugað með kaup á
svona tæki fyrir einum fimm ár
um síðan, er þeir fóru til Eng-
slands talar á
ústaðasókn
A SUNNUDAGINN efnir Bú-
staðasöfnuður til kirkjudags til
ágóða fyrir kirkjubyggingu sína.
Hefur slíkur dagur verið haldinn
tvívegis áður og í bæði skiptin
við mikinn áhuga og bátttöku
sóknarbarna sem annarra Starfs
aðstöðu hefur söfnuðurinn í Rétt
arholtsskólanum við Réttarhols-
veg og þar verður guðsþjónusta
á sunnudaginn kl. 2 kaffisala og
almenn samkoma um kvöldið.
Hinn 7. maí s,l, var tekin fyrsta
skóflustunga Bústaðakirkju. síðan
íliefur verið unnið sleitúlaust, var
grunnurinn sérlega góður og er
nú búið að slá upp fyrir og
etreypa fyrsta áfangann, sem er
undirstaða safnaðarheimilisins
Næst verður byrjað að siá upp
fyrir kirkjuundirstöðum og síðan
kjallai-a undir mestu af bygging
unni. Ekki er útséð með það.
hversu mikið verður unnið í sum
ar, fef það allt eftir því fjármagni,
sem söfnuðurinn hefur úr að
spila. Er kirkjudagurinn á sunnu
daginn m. a. til þess að afla fjár
í kirkjubyggingarsjóðinn.
Guðsþjónusta verður kl 2 eins
og að framan greinir. Messar
sóknarpresturinn, en aS henni lok
inni hefst kaffisala Kvenfé.ags Bú
staðasóknar, og er ekki að efa
það, að margir minnast gómsætra
rétta frá fyrri kirkjudögum og
hugsa sér að njóta þess enn. sem
fram er borið. Mun kaffisalan
standa yfir fram eftir degi. Sam
koma verður svo um kvöldið,
og hefur forseti íslands, herra Ás
geir Ásgeirsson sýnt söfnuðinum
þann mikla velvilja, að flytja ræðu
á þeirri samkomu. Ýmis'egt ann
að verður á dagskránni þar á
meðal söngur Kirkjukórs Bústaða
sóknar og leikur organistan® Jóns
G. Þórarinssonar á orgel safnað
arins. Mun samkomunni ljúka með
helgistund, en síðan verður enn
gestum vísað í átt til kaffiborð
anna, og samkomugestir gera sér
gott af veitingum kvenfólksins.
lands, Jóhannes Markússon, yfir
flugstjóri félagsins og Jóhannes
Einarsson, verkfræðingur, yfir-
maður tæknideildar Loftleiða, tll
að kynna sér þau.
Ékki þótti rétt þá að festa kaup
á svo dýrum grip unz ákveðið
hefði verið hvaða vélar tækju
við af sexunum. En þegar Rolls
Royce vélarnar komu ±11 sögunn
ar var ákveðið að kaupa tæki fyr
ir þær, og gert ráð fyrir stað-
setningu þess, þegar skrifstofu-
byggingin á Reykjavíkurflugvelli
var teiknuð. Tækið sem gengur
fyrir rafmagni og rafeindaheila
er eftirlíking af flugstjórnarklefa
fjögurra hreyfla skrúfuþotu og
eru „flugeiginleikar" þess miðað
ir við RR 400 sem fyrr segir.
Það samanstendur af flugstjórn-
arklefa fyrir flugstjóra og flug-
mann, og palli þar fyrir' aftan
þar sem kennari eða eftirlitsflug
maður fylgist með „fluginu* ‘og
annast talstöðvarviðskipti við þá
sem i tækinu eru. Á pallinum
eru einnig þau tæki sem kennar
inn hefur yfir að ráða, svo sem
til að framkalla bilanir o. fl.
Einnig er þar sjálfritari sem
teiknar jafnharðan flugleiðina
og flughæð í aðflugi.
Hægt er að þjálfa flugmenn í
blindflugi og aðflugi að öllum
þeim flugvöllum sem hafa að-
flugsvita, en í tækinu eru fjórar
miðunarstöðvar og fjórar talstöðv
ar eins og í flestum stærri flug
vélum. Eins og áður getur er
hægt að framkalla ýmsar bilanir
til þess að kenna flugmönnum að
bregðast við þeim, svo sem bil-
anir á hreyflum, eld í hreyflum,
bilanir í talstöðvum eða mælum
os. frv.
Allir flugstjórar í: reglubundnu
atvinnuflugi verða að gangast
undir hæfnispróf á sex mánaða
fresti, og flugmenn á eins árs
fresti. Loftleiðir vonast til að
hluti af þeim prófunum gæti nú
farið fram í þessu tæki sem er
viðurkennt af loftferðaeftirlitinu
Flugmenn fá meiri og stöðugri
þjálfun með þessu móti, auk þess
sem það sparar félaginu talsverð
ann skilding, því að liver asfinga
flugtími í RR 400 kostar fjörutíu
þúsund krónur.
Kennari við þjálfunartækið hef
ur verið ráðinn Hörður Sigurjóns
son, fyrrverandi flugstjóri, en
tæknilegui’ viðhalds og v'ðgerðar
maður Halldór Sigurjónsson, flug
virki.
Gott veður var á síldarmiðunutn
sl. sólarhring. Veiði svæðið hefúr
færst nær landi og var nú 190—-
210 mílur NA frá Glettingarnest
Síldin var mjög stygg, en eiystaká
skip fengu góða veiði. j ->
Samtals fengu 17 skip 2,92á tonK.
Seley SU 501 tonn, tvær lanöanii’,
Oddgeir ÞH, 150, Helga Guð'r
mundsdóttir BA 106, Kannep Haí
stein EA 100, Guðbjörg ÍS. 9T,
Snæfell SH. 125, Faxi GR .11$
Barði NK. 196, Guðbjörg GK. 306j.
tvær landanir, Lómur KE. 107,:Hat
rún ÍS. 89, Guðrún Jónsdóttir. ÍS;.
135, Reykjaborg RE. 130, Qlafuí
Friðbertsson ÍS, 175, Eldborg CJý
210t Ólafur Magnússon EA 188‘,
Guðbjartur Kristján ÍS. 2Ó0. *
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. júní 1966 3