Alþýðublaðið - 17.06.1966, Síða 4
W£SHS>
RHatJórtr: Gylfl Grðndnl (áb.) og Benedlkt Gröndil. — RlUtftmerfuIl-
trúl: KlOur GuBnaion. — Slmsr: 14900-14903 — Auglý«lnga»íml: 14900.
ABaetur AlþýBuhúalB vlB Hverflagötu, Reykjavlk. — PrenUmiBJa AlþýBu
UáBelno. — AakrifUrgJeld kr. 95.00 — 1 lauaasölu kr. 6.00 etntakW.
Otgefandl AlþýSuflokkuriniL
ÞJÓÐHÁTÍÐ
ÞJÓÐHÁTIÐ er haldin í 23. sinn, síðan lýðveld-
ið var stofnað 1944. Heilbrigð og framsækin þjóð
tnun í dag minnast frelsisbaráttu fyrri ára, þegar
fátækt og sjúkdómar voru á öðrum hvorum bæ, minn
ast framfara og sigra, minnast hinna miklu tíma-
imóta, er lýðveldið var stofnað á fæðingardegi Jóns
Sigurðssonar.
{ 22 ár eru ekki langur tími, en samt hafa orðið
miklar breytingar á högum íslenzku þjóðarinnar
á því tímabili. Fólkinu hefur fjölgað úr 127.000
í tæplega 200.000. Þar sem tveir íslendingar stóðu
1944. standa í dag þrír. Sem dæmi um vellíðan og
góða heilsu má nefna, að meðalævi karla hefur síð-
an 1944 lengzt úr 66 í 70 ár, meðalævi kvenna ur
70 í 75 ár.
Velmegun þjóðarinnar hefur aldrei verið meiri
en nú. Helztu vandamál, sem bíða úrlausnar, eru nú
ekki af því að of lítið sé um húsnæði, matvæli, föt,
framkvæmdir eða framleiðslu. Nú virðast vandamál-
in stafa 'af því að of mikið sé færzt í fang, of mikið
sé um atvinnu, of mikið framleitt, til dæmis af bú-
vöru. Óvíst er enn, hvort lífshamingja eykst að sama
skapi sem velmegun þjóðarinnar.
Það verður alltaf nóg af vandamálum við að
glíma og ný munu taka við, er hin eldri hverfa. Flest
vandamál samtíðarinnar má leysa, ef fólkið sýnir
drenglyndi, ábyrgð og samvinnuhug. Takist það, get
ur líf íslendinga á næstu mannsöldrum orðið eins far-
sælt og gott og nokkur dæmi eru um í mannlegu sam
félagi.
ÞJÓÐSKÓLI
ALÞÝÐUBLAÐIÐ er í dag helgað -Háskóla ís-
l&nds og framtíð hans. Birtir blaðið frásagnir af starf-
semi skólans, viðtöl við stúdenta og ávarpsorð frá
menntamálaráðherra. Háskólinn stendur nú á tíma-
mqtum og þarf á næstu árum 'að búa sig undir stór-
aukið starf fyrir næstu kynslóðir.
Gylfi Þ. Gíslason segir í ávarpi sínu á forsíðu
þes sa blaðs, að háskóli sé eitt helzta tákn þjóðernis
og þjóðlegrar menningar. Góður háskóli sé ein af
naúðsynlegum tryggingum fyrir því, að þjóð geti varð
Veitt sjálfstæði sitt.
Gylfi kvað hlutverk háskóla vera fjórþætt. Hann
eigi að annast æðstu kennslu, vísindalegar rannsókn-
ir, yera útvörður -andlegs frélsis og aflvaki nýrra hug
emylnda og loks samvízka þjóðarinnar í menningar-
málum.
Ljóst er, að þjóðin þarf að efla Háskóla íslands
til nýrra stórátaka á komandi árum. í fræðslu- og
anenningarmálum getur þjóðin ekki staðið kyrr —
hún verður sífellt að sækja fnam.
4 ALÞÝO8LA0IÐ - 17. júní 1966
■■
SLIPPSTOÐIN H.F.
VIÐ HJALTEYRARGÖTU — AKUREYRI - ÍSLAND — P.O, BOX 246 - SÍMIt (96)21300,
STÁLSKIPASMÍÐAR - TRÉSKIPASMfÐAR
HÚSRYG GINGAR
INNRÉTTINGAR — VIÐGERÐIR
Fjölbreytt úrval efnis til skipasmíða og húsbygginga jafnan fyrirliggjandi.
Leitið tilboða. — Reynið viðskiptin.
BJARMI H.F.
VÉLA OG PLÖTUSMIÐJA
P.O. Box 246 - Sími (96)21300
VéSsmíöi — Plötusmíöi
Rennismíði — Eldsmíöi
Skipaviðgeröir
Fullkomnar vélar. —
Fljót afgreiðsla.
BLOÐIN hafa skýrt frá því, að ban'da
ríski náttúrufraeðingurinn Maurice Bróun og kona
hans hafi dvalizt hér á landi og ferðazt á vegum
Feröaskrifstofu ríkisins. Aður en Bróun fór flutti
hann fyrirlestur og sýndi kvikmyndtr í Háskól-
anUm á vegum Fuglaverndarfólagsins. Var l>að fróð
legt kvöld og skemmtilegt, og kann áð vera áð
lesendur hafi áhuga á ýmsu, sem þessi merki
maður sagði.
+ ENGAR AUGLYSINGAR
VIÐ VEGINA.
ERINDI BROUNS fjallaði Um náttúru-
verndargarð, sem hann hefur stýrt i Pennsylvan
íu í Bandaríkjimum og orðið fraegur fyrir. En
gamli maðurjnn byrjaði að segja frá ýmsu, sem
fyrir hann hafði borið hér á landi, og á sumt
áf 'því erindi til fleiri en heyrðu.
Broun byrjaði eins og venjulegur ferða
maður að segja frá því, sem váktð héfði mesta
athygli hans á ferðum hér á landi. Taldi liann
fyrsta þá staðreynd, að liann hefði ekið um 1600
km. á íslenzkum vegum án þess áð sjá eitt ein
asta auglýsingaspjald við veglna. Þetta þótti hon
um mikið og dásamlogt undur. Sagði hann, að í
heimalandi lians væri ekki hægt að aka mílu án
þess að við blöstu risávaxin auglýsingaspjöld.
Drekkið X-Cola eða Tyggið ABC-tyggigúmmí og
svo framvegis. Hann taldi Islendinga skynsama
að forðast þessa Þlágu, svo að ferðamenn gætu
nótið landslagsins, sem hánn taldi stórfenglegt hér
á landi, hvar sem litið væri.
Þá taldi Broun kurtéisi og lipurð íslenzku bif
reiðastjóranna (og ekki síður fararstjórans) metl
eindæmum. í Anieriku væru 'fjórfaldar og áttfald
ar brautir, en allt í háalófti. Hér væru mjóir veg
ir og torfarnir vegir, en allt færi fram í friði Og
spekt.
Broun minntist á rigninguna, sem þeir fé-
lagar komust rækilega í kynni við, en kváðst hafa
heyrt að gott veður væri líka til . Þá nefndi hann,
og þótti mikið til um, að hér væru tiltölulega eins
margár bókabúðir og víiibúðir væru í Ameríku, ett
cins fáar vínbúðir og bókabúðir væru þar.
-*- AÐVÖRUN TIL
ÍSLENDINGA.
Hin alvarlegri hlið á boðskap hins banda
ríska náttúrufræðings vár á þá lund; að hann vár
aði Islendinga við að eyðileggja og glata náttúru
landsins. Sagði hann, að Island væri enn eins o'g
einn stór náttúrugarður. En framfarir vaéru ör-
Frh. á 3. síðu.