Alþýðublaðið - 17.06.1966, Page 5

Alþýðublaðið - 17.06.1966, Page 5
 Þrír háskólastúdentar hafa svarað eftirfar- andi spurningu að tilmælum Alþýðublaðsins: Hvaða verkefni eru brýnust við Háskóla íslands í dag frá sjónarmiði stúdenta? Spurningunni svara Unnur Steingrímsdóttir stud. med., Skúli G. Johnsen, stud med„ formað- ur stúdentaráðs og Björn Bjarnason stud. jur, varaformaður stúdentaráðs. — Aldrei hetfur þörfin á æðri menntun veriö brýnni en nú. íslenzkt þjóðfélag gerir æ meiri kröfur til þegna sinna sakir hinnar öru tækniþróunar. Menn þrasa í ræðu og riti um íslenzk fræðslumál, og varla gluggar maður svo í dagblað að þar gefi ekkj að líta hund langa pistla um almenna barna skólafræðslu, fyrirkomulag landsprófs etc. Miklu sjaldnar rekst maður á skrif um náms tilhögun eða kennslufyrirkomu lag Háskólans, og hefur það valdið mér töluverðum heila- brotum. Allt frá því er ég inn ritaðist í Háskóla íslands með pompi og prakt haustið 1964, hefur dvöl mín þar valdið mér geysilegum vonbrigðum. — Það er lítil skynsemi í því að reisa nýja menntaskóla og auka þannig árlegan f jölda stúd enta, þegar Háskólinn — í nú verandi mynd gertur ekki hýst allan þann f jölda nemenda, sem hann sækja. Frumskilyrði er, að nemendur geti tyllt sér nið ur í kennslustundum í stað þess að híma úti í horni, hnípnir og armæddir. — Akademiskt freisi ætti að takmarka. Það eru allt of mikil ‘umskipti fyrir nýbakaða stúd enta að vera allt í einu í sjálfs vald sett, hvort þeir eigi að drattast fram úr bólinu, eða snúa sér á hina hliðina og halda áfram að sofa. Smám saman síast inn í þá að nám ið sé beinlínis dútl og eínu gildi hvort þeir sæki tíma eða ekki — Kennslufyrirkomulagið þarf endurskoðunar við. Það vakti furðu mina, þegar ég komst að raun um, að hin hefð bundna kennsluaðferð bama skólans tíðkast hér að nokkru leytl. Nemandinn er tekinn upp, og kennarinn hlýðir honum yf ir af stakri nákvæmni og um hyggjusemi, en allt það sem þeim fer á milli er einungis tugga á því er í bókinni stend ur. Þetta er tímasóun sem ef til vill á rætur sinar að rekja til þess aumingjaskapar ís- lenzkra nemenda á öllum skól um að þora ekki að opna munn inn af sjálfsdáðum. Verklega kennslu þarf að auka til muna. Þó að bókvitið ‘•é gott, er í flest um tilfellum beti-a að sjá hlut Framhald á 15. síðu. Unnur Steingrímsdóttir: Kerfið þarf að endurskoða. Kjarninii er vanr æktur — Það að spurning þessi skuli koma fram er merki þess að nú eru augu manna að opn ast fyrir þeirrj staðreynd að Hirgum finnst aðhald skorta — Á undanförnum árum hafa, orðið talsverðar breytingar á kennsluháttum og skipulagi ým issa deilda háskólans. Náms- tíma verið settar fastar skorð ur og stúdentar skyldaðir til að taka próf árlega og jafn vel að loknu hverju kennslu timabili. — Margir kynnu að álíta, að allar þær breytingar, sem stefna í þá átt að auka aðhald og raun ar að þyngja nám stúdenta yllu óvinsældum meðal þeirra. Sú er þó ekki raunin. Breyting sú, sem gerð var á skipulagi viðskiptafræðldeildar fyrir nokkrum árum síðan var að nokkru leyti gerð í samráði við nemendur í þeirri deild og eft ir óskum þeirra. — Vissulega er góður húsa kostur og aðstaða öll stór þátt ur í starfsem; allra skóla sem annarra stofnana, en hitt skipt ir ekki minna máli, að kennslu hættir. svo að ekk; sé talað um bókakost, séu á þann veg að þeir efli álmga stúdentsins og íivetji hann ti.1 námsdáða. —- Óhætt er að fullyrða, hið rómantíska „akademíska" frelsi, sem svo mjög var dáð fyrr á árum nýtur síminnkandi vinsælda á meðal Klenzkra stúd enta. Hue: beirra glepur svo margt náminu óskylt, að þeir krefjast þess. að námið taki tíma sinn aiian. á meðan á bví stendur os beim sé gert kleift að komast yfir sem mest náms efni á sem skemmstum tíma. Mörgum finnst að þetta aðhakl vanti, enn í mörgum deildum háskólans. og kann það að vera ein höfuðorsök þess hve tiltölu lega fáir þeirra sem innritast í skólann ljúka þaðan prófi. Svo gcm dæmin sanna t.d. í laga deild. Háskóli íslands og þar með æðri menntun á landi hér hefir á mestu uppgangstímum þjóðar innar verið hornreka, „olnboga barn“ eins og komizt var að orði í forystugrein eins dag blaðanna fyrir nokkrum dögum. — Frá stríðslokum hefir allt kapp verið lagt á það að reisa við æfnahagslifið og bæta kjör almennings. Meginstefnan mið uð við það, að sjálfstætt og traust efnahagslíf væri fjöregg sjálfstæðisins, en allt annað skipti miklu minna máli. Menntun og listmenning hefir setið á hakanum. Þetta er al- varlegur misskilningur. Með þessu emm við aðeins að byggja útveggi þess húss, sem kallast íslenzkt þjóðfélag;inn viðirnir, kjarninn er vanrækt ur og því er sjálfstæði okkar ekki svo tryggt sem við ætlum. Komum nú að spurningunni beint: Sú stofnun innan Háskólans sem án efa hefir orðið verst úti er bókasafnið. Háskóli svo j snauður af bókum sem okkar verðskuldar varla nafnið. Aka demisk menntun verður að vera fólgin í því, að menn viði að sér upplýsingum um grein sina úr sem flestum áttum. Einn höf undur, ein kennslubók í hverju fagi nægir ekki, það er undir stöðuatriði að kynnast fleiri sjónarmiðum. Við, sem reynt höfum að nota bókasafn H.í. til þess, vitum að það er næstum gagnslaust. Þessvegna er það min skoð un að stórátak til þess að bæta bókako t skólans þolir enga bið. Þegar það er vel á veg kom ið verður fyrst hægt að byrja kennslu nýrra greina við Há- skóla íslands. Skúli G. Johnsen: — Kjarninn er vanræktur. — Aöhald skortir. Bjorn Bjarnason: ALÞYUBLAÐIÐ - 17, júní 1966 $

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.