Alþýðublaðið - 19.06.1966, Blaðsíða 3
beita ekki aðeins mjólkurk
hið ræktaða land, heldur i
sauðié , bæði yor og haust,
J>að er ómetanlegt fyrir
íslendinga að eiga svo mikii
að land. Fólkið þarf alltaf
sama hvort búið er i borg e
og komandi kynslóðir kun
.rejðanlega að meta Það.
.■— Hvað um kornræktina
i — Við þöfum kornrækt í
arsholti. Hún er í smáur
Þar sem áóur var örfoka land
eru nú iðjagræn tún...
Rætt við Pál Sveinsson, landgræðslustjóra
Græn og grösug beitilönd, þar
sem áður var örfoka land. Þetta
er það sem Sandgræðsla íslands
er nú heitk reyndar Landgræðsla
ríkisins, hefur unnið að undan
farna áratugi.
Páll Sveinsson er landgræðslu
stjóri ríkisins, og höfðum við tal
af honum nýlega og ræddum við
hann um landgræðsluna og fleira.
— Hvenær var nafni stofnunar
innar breytt, Páll?
— Nafninu var breytt með lög
um í fyrra í Landgræðsla ríkisins,
en var áður Sandgræðsla íslands.
— Hvenær voru fyrstu lögin um
sandgræðslu samþykkt?
—Það var árið 1907, sem fyrstu
lögin um sandgræðslu voru sam
þykkt.
— Hvað hefur þú verið lengi í
þessu starfi?
— Ég hef verið í því, síðan 1954
Gunnlaugur Kristirfnndsson var
fyrsti sandgræðslustjórinn og
gegndi starfinu til ársins 1947. Þá
tók við bróðir minn, Runólfur, og
gegndi því til dauðadags, árið 1954.
þá tók ég við starfiruy það er að
segja sem sandgræðslustjóri. Ég
hef starfað við þetta síðan árið
1941 að undanskildum námsárum
mínum í Bandaríkjunum. Ég starf
aði fyrst með Gunnlaugi og síðan
með Runólfi, bróður mínum.
— Hverjar eru helztu breyting
ar samfara þessum nýju lögum?
— Með tilkomu þeirra, er verið
að samræma þau störf, sem sand
græðslan hefur unnið að. Með
þeim verður verksviðið miklu víð
tækara, ekki aðeins það að hefta
upjoblásturinn, heldur almenn
landgræðsla, þó að höfuðáherzla
sé lögð á að hefta uppblásturinn
fyrst og fremst í byggð og einnig
í öræfum. Fulltrúi hefur verið
ráðinn, sem er Ingvi Þorsteinsson
magister, en hann hefur unnið hjá
Atvinnudeild Háskólans. Hans
starf verður fyrst og fremst gróður
vernd, og að vemda, auka og
bæta okkar beitiland.
— Hver eru helztu uppblásturs
svæðin hér á laijdi?
— Þau svæði eru Rangárvalla
Árnes- og- Skaftafellssýslur, og fyr
ir norðan Þingeyjarsýsla. Þetta
eru móbergssvæði eða eldfjalla-
svæði landsins og fokhættan og
uppblásturinn hafa alltaf verið
langmest á þessum svæðum.
— Hefur ekki verið góður ú-
rangur við landgræðsluna?
Afhending trúnaðar'
Hinn nýi ambassaðor Tyrklands herra Osmann Derinsu
henti I dag forscta íslands trúnaðarbréf sitt við liátíðlega athöfn
Dessastöðum að viðstöddum utanríkisráðherra.
— Jú, ég myndi segja það að
árangur væri mikill. Frá upphafi
þessara starfa hefur verið unnið
að landgræðslu á 70 stöðum í 12
sýslum. Og starfið hefur hvergi
mistekizt, hins vegar hefur árang
ur v.erið misjafnlega góður, en ár
angurinn fer mikið eftir tíðarfar
inu. Land, sem rétt er að byrja
að fjúka, er auðvelt að græða, þar
sem nægur jarðvegur er eftir, en |
örfoka land er erfiðara að græða
þar sem allur jarðvegur er horf
inn.
—Hvaða gróðurtegundir eru
helzt notaðar við landgræðsluna?
, — Þar sem fengizt er við að
hefta uppblástur er notaður ís-
lenzki melurinn, en þar sem ör-
foka er, hafa túnvinguli og lín
gresi reynzt langbezt.
— Og nú eruð þið nýbúnir að
fá nýja áburðarflugvél í stað hinn
ar, sem eyðilagðist?
— Já flugvélin sér bæði um'sán
ingu og áburðardreifingu, það er
ógerningur annað en nota flugvél
til þeirra starfa. Mikið af okkar
landi' er þannig að við getum
ekki grætt upp, nema með áburð
ar dreifingu úr flugvél. Land-
græðslan tekur að sér áburðar
dreifingar úr lofti fyrir sveitar
félögin, sem þau svo taka þátt I
kostnaðarlega séð. Á örfoka land
þarf að bera áburð í um 3—4
ár, meðan jarðvegurinn er að
myndast, aftur á móti hefur ís
denzki ni :lurinn sjaldnast þörf
fyrir áburð. Við höfum sáð hon
um í belti og það er alltaf hreyfing
á jarðveginum og það er nóg fyr
ir hann.
í sambandi við nýju flugvélina
vil ég segja, að það var mjög virð
ingarvert af öllum, er að þessum
málum hafa staðið, hve vélin kom
fljótt og hve vel var að því máli
unnið, en þessi vél tekur helmingi
meiri áburð en gamla vélin, en það
gerir það að verkum, að .nýtingin
verður núklu meiri.
— Og þið hafið breytt örfoka
landi í góð beitilönd?
— Við höfum grætt upp örfoka
land mörg hundruð hektara, og þar
eru nú mjög góð beitilönd. Og ég
er sannfærður um, að á þennan
hátt getum við grætt upp þúsund
,ir ferkílómetra á landi, sem nú
örfoka. Og það er áreið
það, sem koma skal að
ekki aðeins mjólkurkúm á
land, heldur einnig
, bæði vor og haust.
er ómetanlegt fyrir okkur
svo mikið ónot
alltaf land,
er í borg eða bæ
komandi kynslóðir kunna á-
meta það.
um kornræktina?
Gunn
•í smáum stíl
og gengur því miður ekki nógu
vel. Sumarhitinn okkar er ekki næg
ur til að komrækt geti gefið góða
raun. íslendingar hafa frá upphafi
ræktað gras, og ég er sannfærður
um það, að við eigum að halda okk
ur við það, en jafnframt auka fjöl
breytni þess.
í Gunnarsholti er framleiðsla
á heykögglum, samanþjöppuðu
heyi. í sambandi við heykögglana
vil ég segja það að við þurfum al
veg sérstaklega að auka fjölbreytni
f okkar búskaparháttum. Hey
kögglar hafa rutt sér mjög til
rúms víða erlendls. Heyið er hrað
þunkað og BÍðan kögglað og við
þetta tapast engln næringarefiý
úr því. Allar skepnur hafa verið
mjög gráðugar í heykögglana, en
vjða í Vestur-Evrópu þarf að flj'tja
Og vafalaust kemur að því að hér
vecður athugað um útflutning hey
köggla. •
inn heyköggla vegna landleysis.
— Eru ekki margir starfsmonn
við landgræðsluna?
— Ég hef umsjónarmenn úti
um allt land, sem sjá um t.d. við
hald girðinga, sáningar og fleira,
sem fyrir liggur á hverjum tíma
Miðstöð landgræðslunnar er Gunn
arsholt og þar starfa að sjálfsögðti - •
margir, bæði við landgræðsluna Cjg
einnig venjuleg búskaparstörf.
Það sýnir bezt, hvað hefur ver .
ið gert, að þrisvar sinnum höfðt**,
öll hús í Gunnarsholti verið færíh
vegna foks og síðast fór það í eyðl-
árið 1923, en núna er heyskapuv
í Gunnarsholti og 10—20 þiisun.d
ir hestburðir svo að áhrif lanch-.
græðslunnar sjást þar greinilega.
— Hafið þið ekki holdanauta
bú, í Gunnarsholti?
— Jú, við höfum allstórt liolda-
nautabú, í vetur voru á fóðrum
320 holdanaut. Holdanautabúskap
ur á ákaflega vel heima á íslandi-
og mundi auka fjölbreytni í búskap
arháttum okkar. Holdanautakjöti^
er lika það eina kjöt, sem vantöjP
hér á inarkaðinn, og er það
staklega tilfinnanlegt fyrir hótéj^i
in , að geta ekki haft slíkt kjödt
á boðstólum, þar sem mjög oft cyr
um það beðið.
— Og að síðustu, Páll, ortu ekkk
ánægður með starf þitt?
— Jú, það er dásamlegt starf síh
geta breytt örfoka landi í grafjV
grópa jörð á svo sem mánaðartíma
Sjá örfoka landið verða að iðja
grænum beitilöndum. A.K.B.
Móðir okkar og tengdamóður og amma
Margrét Kristín Hannesdóttir,
Hringbraut 82.
verður jarðsett frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 21. þ.in. kl, 13,30,
Jarðsett verður í Gamla kirkjugarðinum.
F.h. ættingja og annarra vandamanna,
Gíslína Gísladóttir
Þorbjörg Jónsðóttir.
* BBLLINN
Bent an Icecar
Sími 1 8 8 3 3
JWtfUglAÐtD - 19. júní .1966 j.