Alþýðublaðið - 19.06.1966, Side 4
í
t.
BttítMrar; Gylfl Grðndal (4b.) og Benedlkt Grðndal. — RltstÍ5rn»rfull-
trúl: ElOur GuHnanon. — Slmar: 1 •4900-14803 — Auglýalngaalmi: 14808.
*Stt&Ur AlþýOuhúalO vlO Hverflagötu, Reykjavlk. - PrentamlOJa AlþýOu
N.íOf.*ta. - Aakrlítargjald kr. 93.00 — 1 lausasölu kr. 6.00 tíntaktO.
Otgefandl AlþýOuflokkurUui.
KONAN
' ÍSLENZKAR KONUR hafa á undaaifömum ár-
um náð. miklum árangri í hinni löngu baráttu fyrir
' jafnrétti við karlmenn á öllum sviðum þjóðlífsins. Á
jdegi þessarar baráttu, 19. júní, er ástæða til að minn
;ast þeirra sigra, sem unnizt hafa, og draga fram
þau verkefni, sem enn eru óleyst á þessu sviði.
Af framförum síðari ára er konum án efa meira
;virði en allt annað að hljóta það félagslega frelsi,
eem vaxið hefur með htverju ári. Þetta frelsi kemur
fram í því, að sjálfsagt þykir nú að konur hljóti
hvaða menntun sem er, sjálfsagt að þær vinni marg-
vísleg störf bæði giftar og ógiftar, en í klæðaburði
og framkomu hafa margvísleg bönd verið af þeim
leyst.
Treglega hefur gengið að vinna jafnrétti á þeim
sviðum. þar sem atvinnuveitendur þurfa að sýria
það í jöfnum Iaunagreiðslum, sem þýðir hærri laun
fyrir kvenþjóðina en áður var. Þó hafa einnig unn-
izt sigrar á því sviði. Nú síðast tókst Alþýðuflokkn-
um að vinna stuðning allra hinna flokkanna við
frumvarp um að jafna launamisrétti í áföngum. Hef-
úr sú þróun gerzt á síðustu árum og er aðeins eitt ár
eftir, unz þeim áfanga er náð, að sömu laun skuli
gilda fyrir sömu vinnu.
Allt þetta mega heita formlegir sigrar. Þeir eru
inikils virði, en erfitt hefur reynzt að gera formið að
raunvemleika. Konur henda á það með miklum rétti,
að enn sé raunverulega gerður munur á kynjum og
konum með ýmis konar brögðum haldið á lægri laun
tim eða i launalægstu störfunum. Er hæði starfsheit-
lim og öðrum hrögðum heitt til að ná þessu marki.
Geia konur því húist við, að þær verði enn að halda
uppi sókn sinni, og verður því erfiðara að vinna sigra,
sem óvinurinn fer nú í félur, en lögum landsins verð-
ur ekki lengur um kennt.
Barátta kvenna á komandi árum verður aðallega
báð í skólunum. Ungar konur verða að afla sér sér-
tnenntunar á ýmsum sviðum svo að ekki verði fram-
hjá þeim gengið. Menntun, sérkunnátta og þekking
eru einu vopnin, sem duga í vísinda þjóðfélagi nú-
tímans.
Áð sjálfsögðu eru mörg verkefni varðandi stöðu
konunrar óleyst, þótt mikilsverðir sigrar hafi unnizt
á síðus u árum Því lengra, sem konur komast áfram
á vinnumarkaði, því meiri ástæða verður til að endur
skoða stöðu hinna sem kjósa að vinna á heimilunum
Ef hlu skipti þeirra fer versnandi í samanburði við
s öðu 'slallsystra þeirra, er starfa utan heimilis, getur
f, ölskyJdulífinr. og uppeldi barnanna stafað hætta af.
Það miðar í rétta átt, en konur eiga samt margt
ógert.
jfl ALÞVUBLAÐIÐ - 19. júní 1966
VlSIISIDAMAOURgryiM
' i þýðingu Hjartar Halldórssonar menntaskólakennara er
FIMMTA bókin í Alfrœðasafni AB. Formála ritar Guðmundur
Arnlaugsson, rektor.
Bókin Vísindamaðurinn gefur yður innsýn ■ heim visindanna.
Þér fylgist með baráttu visindamanna og Sigrum þeirra á
heillandi viðfangsefnum.
VÍSINDAMAÐURINN lýsir á einfaldan hátt helzfu greinum
visindanna, visindastofnunum, öflun fjár til visindastarfsemi
- og þeirri undraverðu þróun, sem átt hefur sér stað á vísinda-
sviðinu. í bókarlok er yfirlit yfir alia, sem hlotið hafa Nobels-
verðlaun í raunvísindum - og afrek þeirra.
VÍSINDAMAÐURINN varpar hulunni af heimi víslndamanns-
ins og þér kynnist starfi þeirra manna, sem helga líf sitt
þvi göfuga hlutverki að skapa mannkyninu betri lífsskilyrði
- starfi þeirra manna, sem standa að baki hinum stórkost-
legu framförum tœknialdarinnar.
ALFRÆ0ASAFN
á krossgötum
+ SÍLDVEIÐIN
Síldveiðarnar fyrir norðan og austan eru
nú í fullum gangi. Skip koma til lands hvert öðru
betur búið til að klófesta í ríkari mæli en aðrir
þennan verðmæta smáfisk, sem ekki á svo lítinn
þátt í þeirri velmegun, sem nú ríkir hér á landi.
Síldarverksmiðjur rísa hver af annarri við hvern
fjörð og yík á Austfjörðum og meira að segja
er hugsað til slíkra framkvæmda langt inni í
landi.
En sQdin er duttlungafull og heldur sig
ekki alltaf þar sem flestar verksmiðjur eru og
bezt aðstaðan tii vinnslu. Hún hreyfir sig eftir
oðrum logmálum, en þelr sem stjórna þessum
framkvæmdum,
Ý TÆKNIBYLTING.
, - Á aindanförnum nokkrum árum hefur orð
ið stórkostleg tæknibylting í síidveiðum hér á
landi, enda hefur afli margfaldazt. Tilkoma fisk-
sjáa og kraftblakkarinnar marglofuðu hefur haft
mikll áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar
Aflinn hefur haldið áfram áð aukast ár
frá'ári, og við höfum stokkið langt fram úr mörg
um keppinautum okkar i þessum efnum. í veiði
tækni urðum við brautryðjendur hvað síldina á-
hrærir, en ýmislegt bendir til þess að nú séu
margir að hraða sér i humátt á eftir okkur.
★ SÍLDARSLAGUR FRAMUNDAN.
Brezka sjávarútvegsmálablaðið Fishing
News birti fyrir skömmu leiðara um sildveiðarn
ar. Hann er vel þess virði að við Islendingar gef
um honum gaum, enda málið okkur skylt.
Fishing News segir, að nú séu brezkir
sjómenn að hugsa til þess að taka kraftblökk og
fisksjá í þjónustu sína við síldveiðar. Danir Svíar
og Hollendingar séu í sömu hugleiðingum, og
svipuðu máli gegni um Vestur -Þjóðverja. Þá
ætla Kanadamenn ekki að vera eftirbátar ann-
arra í þessum efnum. Þeir hyggjast fimmfalda
síldveiðar við Austurströnd lands síns næstu tíu
ár. Aflinn var innan við 200 þúsund tonn 1965, en
1975 skal hanp verá kominn upp í milljón tonn.
Blaðið bendir á að baráttan um síldina í
Norðursjónum og raunar í Norðurhöfum almennt
muni fara harðnandi, þegar allar þessar þjóðir
tileinka sér nýja veiðitækni, og varla þarf að bú-
ast við að Rússar, Pólverjar og Frakkar sitji auð-
um höndum meðan þetta á sér stað.
áM'
Íf SÓKN GEGN SÍLDINNI.
Fishing News segir, að þarna verði um mestu
sókn að ræða gegn síldarstofninum, esm sögur
fara af og jafnvel bjartsýnustu menn fari nú að
örvænta um afkomu síldarstofnsins. Ennfremur
er bent á að varlai sié við því að búast að nein ein
þjóð taki sér fyrir hendur upp á sitt eindæmi
að takmarka veiðar sínar til vemdar stofninum,
meðan aðrir hugsuðu um það eitt að veiða sem
mest og halda öllum sínum síldarbræðslum í gangi
helet nótt sem nýtan dag. Blaðið spyr: „Ef Bretar
fara hægt og rólega f sakirnar munu þó nörskir
og íslenzkir fiskimenn gera hið sama? Svarið er
nei.“
+ SÍLDVEIÐAR BRETA.
Fhising News segir, að fyrir 25 árum hafi Bretar
verlð meðal þeirra fimm þjóða í heiminum, sem
veiddu mest af sild. Nú séu þeir hinsvegar neðst
ir þar á lista. — Við getum ekki komið í veg fyr
ir að norskir og íslenzkir bátar veiði við Hjaltland
og ef okkar bátar ekki veiða þar verða verksmiðj-
ur okkar að skipta við þá sem á þau mið sækja.
Lætur blaðið að lokum í ljós von um að brezkur
slldariðhaður megi með tilstilli nýrrar tækni aftur
komast f háveg.
I
+ VERNDUN ER NAUÐSYN.
Undanfarið hefur verið um það rætt hér
á landi að nauðsynlegt væri að gera einhverjar
ráðstafanir til verndar þorskstofninum. En nú má
alveg eins spyrja: Er ekki kominn tími til að gera
ráðstafanir til verndar síldarstofninum. Er ekki
rétt að byrgja nú einu sinni brunninn áður en
bamið dettur ofan í?
I þessu máli eigum við íslendingar mikilla hags
muna að gæta. Við getum verið vissir um að
síldin er ekki óþrjótandi, og væri ekki vel til
fundið, að við sem forystuþjóð í þessum efnum
tækjum af skarið og legðum til að gerðar yrðu
ákveðnar ráðstafanir til að koma í veg fyrlr rán
yrkju í síldveiðum. ;
— Karl —