Alþýðublaðið - 19.06.1966, Page 5
Monica Vitti í hlutverki M. Blaise.
Myndasagcm, sem var kvik-
mynduð, vakii mikla athygli
á kvikmyndahátíðinni í
Cannes
Eftir vel þekktri myndasögu hef
ur nú verið gerð kvikmynd í lit
vm, myndin er um hrollvekjandi
njósnir en jafnframt gamanmynd,
og aðalpersóna hennar er kona,
eins konar James Bond kvenþjóð
arinnar. Kvikmyndin heitir Mod
esty Blaise, og er ein þeirra mynda
isem sérstaka athygli vöktu á kvik
myndahátíðinni í Cannes.
Myndasöguna skapaði Peter O'
Donnell og byrjaði hún í blaðinu
Evening Standard í London, en
hefur síðan verið seld flestum
blöðum í lieimi og þar að auki
verið gefin út í bók.
Bandaríski leikstjói'inn Joseph
Losey sá, að sagan væri góð til
kvikmyndunar og fékk Evan nokk
urn Jones til að skrifa handritið.
Undirbúningur að töku kvikmynd
arinnar stóð yfir í eitt ár og ann
að ár tók taka myndarinnar bæði
í Amsterdam, Napoli, London og
á Sikiley og komu fram í myndinni
60 leikarar frá næstum jafnmörg
um löndum. Og árangurinn kom
i ljós í Cannes, en þar skemmtu
menn sér konunglega við að horfa
á myndina, og hlaut hún góða
dóma.
Joseph Losey hefur undanfarið
unnið bæði í Englandi og í Frakk
landi og stjórnað töku allmargra
mynda. Nokkrar þeirra hafa þó
hneykslað gagni'ýnendur, svo að
mikið hefur verið klippt úr þeim
til skapraunar fyrir Losey.
Aðalhlutverkið í myndinni leik
ur Dirk Bogarde, en hann hefur
leikið aðalhlutverk í tveimur öðr
um myndum Loseys. Annað aðal
hlutverkið er í höndum Monicu
Vitti, hinnar ítölsku, en hún er
mjög vinsæl leikkona nú í ítölsk
um myndum. Þriðja aðalhlutverk
kvikmyndarinnar hefur á hendi
Terence Stamp.
Kvikmyndir Loseys hafa hingað
ti] verið fremur alvarlegs eðlis.
Fyrir nokkrum árum vildi hann
þó breyta til og gera gamansama
spennandi mynd og þá valdi hann
Modesty Blaise. Hann hafði búizt
við að taka myndarinnar yrði auð
veld en það kom í ljós að svo var
ekki. Hann liafði einnig búizt við
gullverðlaunum í Cannes sem hann
ekki fékk, þó að myndin hafi kom í
izt í lokaúrslit og fengið afbragðs
dóma.
Allmikið af efninu í Modesty
Biaise á að liafa stoð í raunveru
leikanum. Lítil munaðarlaus telpa
fékk nafnið Modesty, eftir að hún
hafði í mörg ár ranglað um í ver
öld þar sem stríð geisaði.
Ásamt móður sinni, flúði telpan
frá ónefndum stað í Mið-Evrópu
og lenti árið 1942 í fangabúðum
i Grikklandi. Þá var hún sex ára
og stóð brátt ein uppi, þar sem
móðir hennar dó, og enginn gat
tekið telpuna að sér.
Hún slapp úr fangabúðunum,
flakkaði um og tókst með innsæi
barnsins að spjara sig, hvaða erfið
leikum sem hún mætti. Leið henn
ar lá í gegnum grísk þorp til Ed
irne við tyrknesku landamærin,
þar sem þýzkur hermaður náði í
hana og seldi hana auðugum
Tyrkja fyrir nokkra tugi af sígar
ettupökkum.
Hún var aðeins í viku hjá hon
um, svo hljópst hún á brott, stal
drengjafötum og hníf og komst
sem laumufarþegi frá Kaukasus
til Perú í hóp flóttafólks.
Á leiðinni höfðu Englendingar
komið upp flóttamannabúðum, og
hún flæktist á milli búðanna eða
ferðaðist um með hirðingjum,
stundum stal hún og baðst bein
inga og hún talaði sambland af
öllum mögulegum tungumálum.
Loks hittj hún roskinn mann,
sem hún kunni vel við og þau
Medesty Blaise og Willie Garvin skipta með sér ís kökU uppi á Vesúvíusi eftir að hafa leikið á þjófana.
Dirk Bogarde, sem aðalglæpamaðurinn, Gabriel.
flökkuðu saman um heiminn í fjög
ur ár, þar til þau komu til Tanger
þar sem hann dó.
Nú var Modesty, en það hafði
þessi vinur hennar kallað hana.
orðin 16 ára gömul, og lífið hafði
þegar fyrir löngu kennt henni að
spjara sig, hvernig sem á stæði.
Hún vildi endilega verða rik, og
með hjálp glæpaklikunnar, sem
hún sjálf stjórnaði og var for
sprakki jfyrir, tókst henni það
brátt. Net þeirra breiddist út um
alla Evrópu, Norður- og Suður-
Ameríku, Austurlönd, og smygl.
gimsteinaþjófnaðir, njósnir og allr.
kyns þjófnaðir voru á þeirra
stefnuskrá, sem sagt allir glæpir
nema eiturlyf og kynferðisglæpir,
en Modesty hafði andstyggð á
þe-s háttar. Árið 1956 hitti hún
í Sa:gon afbrotamann að nafni
Willie Garvin. Hún fékk áhuga
á manninum og keypti hann úr
fangelsinu, til að þau gætu ferð
ast saman til London, en þar ætl
aði liún að njóta peninganna sinna
Það er þarna sem kv'kmyndin
um Modesty Blaise byrjar. Þrátt
fyrir hennar brösugu fortið bj!8
ur enska stjórnin hana um a,ð
vernda heilan skipsfarni af derit
öntum, sem átti að fara til hö£Ö
ingja nokkurs í Austurlöndum
sem borgun fyrir olíu.
Bæði á sjónum og í hverri höfn
eru alþjóðlegir glæpamenn sem
eru tilbúnir til alls til að kom
' 'Vl
ast yfir farminn. En klókastur
þeirra allra er Gabriel, sem Moö
esty hafði þegar komizt í kunn
ingsslcap við og ekki sem allra
geðslegastan. r
Scotland Yard og brezka leyni
þjónuctan komast að því að !4
Amsterdam er enslct njósnabæ/J
og þeir senda Modesty og Wille
Garvin þangað sem tálbeitu og
þau ko'fflu upp um heilm'kið
njósnum og gagnnjósnum. Þegay
giæpamennirn.ir ætla að ráðast
að henni, fá þeir að kómasf
raun um að hún er engin venjulgg
stúlka.
Það er eiturgas í varalitmmi
hennar. hnifur í greiðunni, eljiiJr
varpa í kve:kjaranum. Neglurnar
Framhald á 10. síðu.
Frá frumsýningunni í Cannes, Margrét Bretaprinsessa heílsai^v
ALÞÝUBLAÐIÐ — 19. júní 1966 $