Alþýðublaðið - 24.06.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 24.06.1966, Blaðsíða 11
Ritstióri Örn Eidsson STARFSEMI Skotfélags Reykja- Víkur hefur verið meiri og fjöl- breyttari á sl. vetri en nokkru sinni fyn\ Vetraræfingar innan húss liófust að vanda í október byrjun og var nú í fyrsta sinni æft tvisvar í viku, á miðvikudags- kvöldum sem undanfarin ár og auk ■þess á sunnudagsmorgnana frá 9—12. Voru þessar æfingar oftast ágætlega sóttar. Eins og undan- farin ár varð að notast við hið aldr aða og úr sér gengna hús að Há- logalandi. Er það mikill bagi vegna þess hve hin takmarkaða lengd hússins sníður skotmönnum þröng- an stakk hvað færisvegalengdir snertir. Er því aðeins hægt að æfa á 25 stikna færi. Bíður félag- ið þess með óþreyju að losni um æfingarhúsrýmið í kjaliara áhorf- endastúkunnar í Laugardalnum. J>ar væri hægt að æfa á 50 metra færi. Innan félagsins eru nú mörg skotmannsefni sem myndu geta auðveldlega náð þeirri þjálfun að þeir yrðu samkeppnisfærir við sambærileg skotfélög erlendis, ef skilyrði fengjust bætt. Á síðasta starfsári liáði félagið þrjár keppnir við hermenn af skipum úr enska flotanum og sigr- aði í þeim öllum með allmiklum yfirburðum. Voru það herskipin HMS Palliser, HMS Blackwood og eftirlitsskipið Hecla. Félagið hefur tekið upp sér- staka ferbrautarkeppni, sem allir féiagsmenn í hvaða flokki sem þeir eru í geta reynt að standast, en það er að ná 350 stigum af mögu- legum 400 alls og er þá skotið í fjórum stellingum, liggjandi, sitj-1 andi, á hné og standandi. Þegar i hafa 11 skyttur leyst þessa braut j af hendi. Þess má geta ókunnum I til fróðleiks að í liggjandi stell: ingu má skotmaðurinn hafa ein- ungis hendur sínar og Öxl til stuðn- ings byssunni, en ekki hvíla hana á neinu hjálpartæki frekar en í hinum stellingunum. Fyrsta keppni vetrarins innan félagsins var ferbrautarkeppni um bikar sem Jóhannes Christen- sen gaf bikar til. í þeirri keppni bar Axel Sölvason sigur úr být- um, hlaut 98 91 95 61, alls 345 stig af 400 mögulegum. Annar varð Sigurður ísaksson með 98 78 91 73 eða alls 340 stig. Þessi keppni var’ háð í október og fæstir komnir í nokkra þjálfun. Á annarri fer- brautarkeppni sem háð var í jan- úar kepptu 11 þátttakendur. Vann Axel þessa keppni einnig og hlaut ' alls 366 stig, 5 þátttakendur náðu ! 350 stigum eða meir og enginn fór neðar en 300 stig. Axel Sölvason gaf félaginu verð launagrip, styttu af skotmanni, sem keppa skyldi um í standandi stellingu eingöngu. Var keppt um hann í fyrsta sinni 23. febrúar. Voru þátttakendur alls 12. Fóru jleikar þannig að styttuna vann í fyrsta sinn Ásmundur Ólafsson og hlaut 314 stig af 400 mögulegum sem er ágætur árangur, annar varð • Sigurður ísaksson 300 stig og 3. ; Egill Jónasson Stardal, 295 stig. j í byrjun marz fór fram skemmti ' leg aukakeppni um verðlaunagrip sem formaður félagsins Leo Schmidt gaf til keppni í hnéstell- ingu. Fóru leikar þannig, að 3 urðu jafnir í efsta sæti, Björgvin Samúelsson, Jóhannes Christen- sen og Axel Sölvason, allir með 91 stig og í öðru sæti komu: Ás- mundur Ólafsson og Edda Thorla- eius með 86 stig. í lokakeppninni sigraði Björgvin og hlaut verð- launagripinn til eignar. Hin árlega keppni sem kennd er við Hans Christensen, er var einn af stofnendum og helztu hvatamönnum félagsins, fór fram að venju í marz. Er þetta ein harðasta keppni ársins því að sjón aukamiðunartæki er ekki leyfð. Tóku 15 keppendur þátt í keppn- inni og fóru leikar þannig, að Valdimar Magnússon sigraði, hlaut 96 97 96 80 eða 369 stig. Muh þetta bezti árangur sem þá hafði náðst innan félagsins. Annar varð Ásmundur Ólafsson með 96 94 96 Framhald á 15. síðu. Bandarískir og íslenskir ung- lingar keppa í körfubolta ÚRVAL unglinga frá Rhode Island ríki í Bandaríkjunum mun leika einn leik í íþróttahöllinni í Laugardal á föstudagskvöldið kl. 8,15 við úrvalslið KKI 20 ára og yngri. Unglingaúrvalið fi’á Rhode Island er skipað vönum og sterk um leikmönnum 19 ái-a og yngri, sem allir hafa skipað úrvalslið í borg sinni eða í úrvalsliði ríhis- ins. Lið frá Rhode Island, einnig skipað unglingum, ferðaðist sL sumar um Suður-Ameríku á vefr um People to People samtakanna. Framhald á 15. »xðn. Víkingur sigraði IB Suðurnesja -2: / Fremri röð frá vinstri: Bob feróch, Brian DiMaggio, Don Gray, George Peckham, Brian Thompson fyr- iri., Dave Reynolds. Aftai-i röð: Andy MacGowan þj áifari, Pcte Stratton, Bill Wheeler, Jim McKenna, Bill Lunnie þjálfari. VIKINGUR sigraði Iþrótta- bandalag Suðurnesja, í Sandgerði sl. sunnudag, með tveimur mörk- um gegn einu. Var leikurinn held- ur tilþrifalítill og einkenndist af mikilli hörku, hrindingum og pústrum, sem dómaranum reyndist um megri að stöðva. Heimamenn hafa þótt harðir í horn að taka svona á stundum, en að þessu sinni áttu 'þeir ekki upptökin, — heldur voru það Víkingar sem áttu þau og var einum þeirra vís- að af leikvelli um miðjan seinni hálfleik. ÍS-ingar urðu fyrri til að skora. -John Vaughn, Var það úr aukaspyrnu af um 35 jöfnuðu rétt fyrir hlé úr vita- spyrnu, og skoi'uðu svo sigurmark- ið um miðjan seinna hálfleik. Erfitt er að rneta getu liðanna með hliðsjón af þessum leik, vegna þess að harkan var látin sitja .1 fyrirrúmi. Hins vegar er það ljó'st að Víkingar áttu sigurinn skilið, lið þeirra var greinilega heilsteyp't ara, en hið sundurlausa lið ÍS.j sem er að mestu skipað leikmönn- nm £rá Reyni. Ef ÍS ætlar að forð-. ast fall niður í þriðju deild, er í það varla gerlegt með öðru móti en að liðið sameinist um átakið og komi fram sem samstillt heild, úr hvaða félögum innan bandalags ins, sem liðsmenn þeirra annars | m. færi, í byrjun leiks. Víkingar 'eru. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 24. júní 1966 14’-"

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.