Alþýðublaðið - 24.06.1966, Blaðsíða 7
Frá aðalfundi Bók-
bindarafélagsins
AÐALFUNDUR Bókbindarafé-
Jags íslands var haldinn 26. maí
sl. Á fundinum flutti formaður
félagsins, Grétar Sigurðsson,
skýrslu um störf félagsins á liðnu
ári.
Á árinu 1965 gerði félagið nýja
kaupsamninga og tóku þeir gildi
1. okt. og gilda til 1. október í
ár. Samningar þessir voru að
mestu leyti samliljóða samningum
þeim er önnur stéttarfélög bóka-
gerðarmanna gerðu þá. Merkasta
ákvœði hins nýja samnings var, að
kaup nemenda var hækkað veru-
lega og hafa nemar nú 45% af
kaupi sveina á 1. námsári, 55% á
öðru ári, 65% á þriðja ári og 75
% af kaupi sveina á fjórða ári.
Blað félagsins, Bókbindarinn,
kom út einu sinni á starfsárinu.
Þá kom út fyrsta örk af Bók-
bindaratali og er gert ráð fyrir
að önnur örk komi á þessu ári.
Ritstjóri Bókbindaratalsins er
Svanur Jóhannesson, varaform.
félagsins.
Haldið hefur verið áfram viðræð-
um við önnur samtök bókagerðar
manna til undirbúnings að stofn-
un sambands bókagerðarmanna.
Á árinu var hafinn vísir að
fræðslustarfsemi og haldið nám-
skeið um fundarstjórn og mælsku
list fyrir félagsmenn.
Orlofsheimili félagsins í Ölfus
borgum tók til starfa á sl. sumri.
Félagið keypti á sl. ári húsnæði
til starfsemi félagsins, að Óðins-
götu 7, ásamt 7 öðrum stéttar-
félögum. Þar er skrifstofa félags-
ins og önnur starfsemi og er þeg-
ar hafinn vísir að rekstri sameig-
inlegrar skrifstofu ásamt 4 öðrum
stéttarfélögum,
Á árinu var þess minnzt að liðin
eru 60 ár síðan fyi'stu samtök
bókbindara voru stofnuð hér á
landi, þ. e. árið 1906. Bauð félag-
ið þá öllum meðlimum sínum og
mörgum gestum til hófs í félags-
heimilinu.
Stjórn félagsins skipa nú:
Form. Grétar Sigurðsson.
Vai-aform. Svanur Jóhannesson.
Ritari Eggert Sigurðsson.
Gjaldkeri Olferd Naapy og
formaður kvennadeildar fél.
Guðrún Haraldsdóttir.
Helgi H. Helgason, sem um
mörg ár hefur setið í stjórn fé-
; lagsins, gekk nú úr stjórn félags-
i ins vegna breytinga á atvinnu
sinni, voru honum færðar þakkir
fyrir margháttuð störf hans í þágu
félagsins.
Fjárhagur félagsins er góður,
skuldlaus eign rúmlega 1 millj.
króna. Árgjald félagsmanna: —
Sveinar greiða kr. 60 á viku og
aðstöðarstúlkur kr. 30,00 á viku.
Brauðhúsið
Laugravegl 126 ■—
Sími 24631
★ Allskonar veitingar.
★ Veislubrauð, snittur.
★ Brauðtertur, smur)
brauð
Pantið tímanlega
Kynnið yður verð
og gæði.
Fjögur ný frímerki
NÝ FRiMLRKI, 4 stykki með landslagsmyndum úr hverjum
landsfjórðungi verða gefin út 4. ágúst n.k. Myndirnar eru af
Lóndröngnm. frá Mývatni, af Búlandstindi og Dyrhólaey. Verð
gildi merkjimna verður kr. 2,50, 4,00, 5.00 og 6,50. Þa^ eru
öll prentuð í mörgum litum og hefur blaðið það eftir aðílum,
sem séð nafa merkin. að þau muni vera einhver hin fegurstu,
sem hér hafa verið gefin út. Merkin eru sólprentuð hjá Cour-
voisier S 'A í Chaux-de-Fonds í Sviss og eru 50 merki í örk.
MMMWWWiMWW,WWWWM»MWWM*M*WMMWWMM
Myndin var tekin er samningar um verklegar framkvæmdum við Búrfell voru undirritaðir. Á mynd.
ínni eru talið frá vinstri: Kay Langvad, Jóhannes Nordal, Eirjkur Briein, Árni Snævarr, Jón Marías
son og Sveinbjörn Frímannsson. Standandi frá vin kri: Árni Grétar Finnsson, Geir Hallgrímsson, Birg
ir ísl. Gunnarsson, Sigurður Thoroddsen, Þorsteinn Sigurðsson, Baldvin Jónsson og Halldór JónatansSon
Kópavogur
y
;ð
Blaðburðarbarn vantar í Austurbæ.
Upplýsingar í síma 40753.
Auglýsingasíml
ALÞÝDUBLAÐSINS
er 14900
Samband kaupfélaga í Danmörku hélt nýlega up á það, að
um þessar mundir eru liðin citt hundrað ár síðan fyrsta
danska kjupfélagið var stofnað.
Formað.tr sambandsins sést hér leggja krans á minnrsvarða
séra H. Chr. Sonnes í Thisted, er stofnaði fyrsta kaupfélagið. >
ALþÝÐUBLAÐIO — 24. júní 1066 |S