Alþýðublaðið - 24.06.1966, Blaðsíða 16
m* -
*S OQ
Á JÓNSMESSUNÓTT
varð svaka spældur, mar,
ar kallinn tók upp á því
kalla Karnabæ alltaf
nabæ.
gí.15 Ungt fólk í útvarpl
Gunnar Benediktsson
rithöfundur flytur ann-
að erindi:
Herdís Bersadóttir.
AlþýðublaSið.
Eg kann ekki míkið fyrir
<waér í latínu, en það veit ég að
orðið synodus hlýtur að vera
dkumið af orðinu synd.
#að er staðreynd, að konur
.voru fegurri fyrir fjórum ára-
tugum. En þó voru þær líka
4!»gri.
Nú er nóttleysan komin í há-
mark, og úr þessu fer daginn aftur
að stytta. Það er sem sé komin
Jónsmessa, sem er einhver merki-
legasti tími ársins, enda var Jóns
messan öldum saman hátíðisdagur
og hún haldin heilög með messu-
gjörðum og annarri tilbreytni. Nú
um alllangt skeið hefur helgi
Jónsmessunnar þó ekki verið hald-
ið á lofti, en þó hefur margs
konar trú loðað við hana og mun
engan veginn útdauð enn.
Á Jónsmessunótt gerast margir
merkilegir hlutir. Þá fljóta upp
allir náttúrusteinar í sjó og vötn-
úm og þeir, sem eru fólgnir í
jörðu koma upp á yfirborðið. Er
þettá eini tími ársins, sem jarð-
neskir menn eiga færi á þessum
dýrgripum, en þeir verða að hafa
snör handtök, ef þeir ætla sér til
dæmis að krækja í huliðsstein, því
að þeir eru ekki uppi nema
skamma stund í einu. Þá er Jóns-
messan og rétti tíminn til að taka
lásagras og mjaðjurt og þjófarót,
ef að þessi grös eiga að duga til
þess, sem þau eru ætluð. En þessi
grös liafa þá náttúru, að með þeim
er hægt að opna lása og sjá þjófa,
en þó þvi aðeins, að þau séu tínd
á þessari nótt.
Sumir telja, að á Jónsmessu-
nótt sé gott að sitja úti á kross-
götum, þar sem sést til fjögurra
kirkna, en það er ekki einskorðað
við Jónsmessuna, því að útisptur
á krossgötum eru einnig árang-
ursríkar um jól og áramót. En sá,
sem á krossgötum situr, getur
orðið mai’gs vísari um óorðna
hluti og auður getur fallið honum
í skaut, ef hann situr á strák sín-
um og mælir ekki orð frá vörum.
En það hefur mörgum reynzt erf-
itt, sem reynt hafa, enda er mál-
æðið í mönnum alltaf samt við
sig.
Enn er sú trú á Jónsmessunótt,
að þá sé dögg heilnæmari en á
öðrum tímum árs. Er það óbrigð
ult meðal við hvers lags krankheit-
um að velta sér allsber upp úr
dögg á Jónsmessunótt. Hefur
margur vesall fengið bót meina
sinna á þann hátt.
Nú mun svo komið, að þéssi
Jónsmessutrú er mikið farin að
minnka, þótt sjálfsagt lifi
sums staðar enn í kolunum. En
það er ekki nóg með, að íslend-
ingar séu almennt að verða trú-
lausir, heldur eru þeir líka að
verða hjátrúai’lausir, og er það
jafnvel sýnu verra hinu fyrra.
Það eru því góð ráð dýr að
verndá hina fornhelgu trú á Jóns
messuna, svo að hún fari ekki í
glatkistuna, eins og svo margar
aðrar gagnmerkar menningarerfð-
ir. Hér verða stjórnarvöldin að
hlaupa undir bagga, og það geta
þau gert með margvíslegu móti.
Sjálfsagt væri t. d. að lögreglunni
væri falið að standa vörð á öllum
túnum á Jónsmessunótt, bæði til
að koma í veg fyrir, að óhlut-
vandir menn komist yfir lásagras,
og eins til að ná í þjófarætur fyrir
sjálfa sig. Eins þyrfti sá siður að
baða sig upp úr dögg að verða
almennur. Hefja þarf áróður fyrir
þvi, að menn skreppi út i garðinn
hjá sér til daggarböðunar þessa
nótt, og þeim, sem engan garðinn
hafa, verður að sjá fyrir aðgangi
að almenningsgörðum með góðri
og mikilli dögg, og mætti hafa
legumæla (sbr. stöðumæla), svo
að fleiri kæmust að. Ráðherrar og
aðrir fyrirmenn ættu auðvitað
að ríða á vaðið og velta sér fyrst-
ir upp úr dögginni, og yrði út-
varpið að fylgjast með þvi, út-
varpa lýsingu á athöfninni og
hvetja menn síðan til að fylgja
fordæmi landsfeðranna.
Baksíðan er ekki I vafa um, að
það yrði vinsælt meðal almexm-
ings, ef þetta yrði alsiða, og hér
með er ábyrgum aðilum á þetta
bent. Það er kannski of seint áð
koma þessu í gang á þessu ári,’
en þá er að hefjast handa næsta
sumar. Betra er seint en aldrei.
WHWWWWWWWVWWHWWVWWWWmVMiVWVWV
Frá Ráðleggingarstöðirmi
Komiff til okkar.ungu, góffu l»jón
og elskulegu flón,
sem sýknt og heilagt rjúkiff upp og n'fizt.
Komiff til okkar, grimmu, gömlu ljón,
Gunna og Jón,
sem fljúgist á og elnskis framar svífizt.
Komiff til okkar kl. 5—7.
Komiff tvö og tvö
og skiplð ykkur í röffina.
Komið og reyniff Ráðleggingarstöðina.
4VWIWVVVWVVVVVVWWVVWVVVWVWVWWWVWWWVVV
skemmtanalífið
REKYKiAVlK á marga ágæta mat- og
skemmtistaði. Bjóðið unnustunni,
úginkonunni eða gestum á eínhvern
-ftirtalinna staða, eftir þvf hvort
pér viljið horða, dansa — eðy hvort
weggja.
NAUST við Vesturgötu. Bar, mat
saiur og músik. Sérstætt umhverfi
sérstakur matur. Sfmi 17759.
6LAUMBÆR, Fríkirkjuvegi 7 Þrh
salir: Káetubar, Giaumbær tii að
borða og einkasamkvæmi. Nætur
klúbburinn fyrir dans og skemmti
itriði. Sfmar 19330 og 17777.
HðTEL BORG við AusturvSI1 Rest
turation, bar og dans I Gy’lta saln-
um. Sími 11440.
INGÖLFS CAFÉ við Hverfisgðtu. -
Gðmlu og nýju dansarnir. Sfmi 12826.
HÓTEL SAGA. Grillið opið alla
daga. Mimis- og Astra bar onið alla
laga nema miðvikudaga. Sími 20600.
KLÚBBURINN við Lækjarteíg. Mat-
ur og dans. ítalski salurinn, veiði
kofinn og fjórir aðrir skemmtisalir,
Sfmi 35355.
RÖÐULL við Nóatún. Matur og dam
ifla daga. Sími 15237.
ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN víð Hvert
isgötu. Leikhúsbar og danssaim. —
Fyrsta flokks matur. Veizlusalir —
Einkasamkvæmi. Simi 19636