Alþýðublaðið - 09.07.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.07.1966, Blaðsíða 3
 Thant heimótti ráðherra í stjómarráðinu kl. 10 í gærmorgun, og dvaldi þar í eina klukkustund. myndinni sést er hann yfirgefur stjórnarráði ð ásamt utanríkisráðherra. Þórður Einarsson, fulltrúi í menntamálaráðuneytinu, segir aðalrit- aranum sögu Þingvalla í stórum dráttum. Á myndinni standa þeir á Lögbergi, en því miður var skyggni mjög slænit og sást lítið af U Thant ásamt fylgdarliðinu sem fór með honum til Þingvalla. Frá vinstri: Donald Thomas, ívar í náttúrufegurð hins forna þingstaðar. Þórður lauk frásögn sinni í Guðmundsson Páll Ásgeir Tryggvason, U Thant, Agnar Kl. Jónsson, Emil Jónsson og Hannes Kjart ^ þurrum og hlýjum salarkynnum Valhallar. ensson. — Myndirnar tók JV. FERÐ HANTS Reykjavík — OÓ. U Thant, aðalritari Sameinuðu þjóðanna fór ásamt fylgdarliði til Þingvalla í gær. Þaðan var ekið til Hveragerðis og síðan til Reykja víkur. Úrhellisrigning var nær allan tímann sem ferðalagið stóð yfir og skyggni afleitt. Sá U Thant lítið af landinu annað en forar blauta vegina og næsta nágrenni. Aðalritarinn heimsótti ráðherra í stjórnarráðinu kl. 10 í gærmorg uni og kl. 11 var lagt upp til Þingvalla. Strax og komið var upp í Mosfellsdal fór að rigna og var næsta lítið lát á úrkomunni fyrr en komið var til Reykjavíkur aft ur kl. rúmlega 4 síðdegis. í bíl þeim sem U Thant ók í voru auk hans Emil Jónsson utan ríkisráðherra, Donald Thomas, að stoðarmaður aðalritarans og lög reglumaður. Aðrir í fylgdarlið- inu voru -Hannes Kjartansson, am bassador íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, ívar Guðmundsson, for stjóri Upplýsingaskrifstofu SÞ á Norðurlöndum, Agnar Kl. Jónsson ráðuneytisstjóri, Páll Ásgeir Tryggvason, deildarstjóri og Þórð ui* Einarsson, fulltrúi. Stigið var út úr bílunum í A1 mannagjá og gcngið á Lögberg Þar hóf Þórður Einarsson frásögn af sögu staðarins, en vegna úrhell isins var ákveðið að Þórður héldi áfram frásögn sinni í Vaihöll, enda var ekki mikið víðsýnna af Lögbergi en innan veggja hótels ins. í Valhöll var snæddur silung ur úr Þingvallavatni og skyr. Að loknum hádegisverði var ekið í rigningunni til Hveragerðis og þar skoðaði U Thant gróðurhúsið Eden og borðaði banana sem slitinn var af plöntunni á staðnum. Lýsti hann undrun sinni yfir að hægt væri að rækta hitabeltisávexti eins norðarlega og raun ber vitni. Ofan við Hveragerði var skrúf að frá stóru borholunni og var til komumikið að sjá og heyra er guf an spýttist með ofurkrafti úr iðr um jarðar. Á bakaleið heilsaði Grýta upp á gestina og gaus fall egu gosi. Síðan var haldið til Reykjavíkur og ringdi vel á Hellisheiði en vezta veður var þegar komið var á leiðarenda. TJ Thant flutti fyrirlestur í hátíðasal Háskólans í gær. Fjallaði hann um starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Hvert sæti í húsinu var skipað meðan á íyrirlestrinum stóð. ALÞYÐUBLAÐIÐ - 9. júlí 1966 - 3 ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.