Alþýðublaðið - 09.07.1966, Page 8

Alþýðublaðið - 09.07.1966, Page 8
Reykjavíkurmeiiitari blaðamanna í golfi, Atli Steinarsson, fylgir kúlunni úr hlaði raeð éinbeitni og'afli. Spenntir fylgjast með f.v. Riley, Kristmann, Jón ug Hjalti. Nokkrum galvöskum blaða- mönnum var sl. miðvikudag boð- ið til keppni í golfi á vegum Golfklúbbs Ness, sem hefur að- setur yzt á Seltjarnarnesinu. — Veður til keppni var fremur ó- hagEtætt, eins og fþróttamenn. segja, enda eitt af þessum út- lendu skemmtiferðaskipum í höfn. Þegar við ókum í hlaðið tók á móti okkur Pétur Björnsson, formaður Golfklúbbs Ness, frú hans og enski atvinnugolfleikar- inn Riley. Á meðan við biðum eftir síð- bornum þátttakendum, skýrði Pétur okkur frá sögu golfklúbbs- ins, sem er ungur að árum, — stofnaður fyrir tveimur árum. Stofnendur voru flestir félagar í Golfklúbbi Reykjavíptur, sem nú hefur flutt alla starfsemi sína upp í Grafarholt. X^and það, sem Golfklúbbur Ness* fékk undir völl sinn var til skamms tíma notað sem slægjuland, og er ágæt lega fallið til hins nýja hlutverks sem því hefur nú verið ætlað. Golfvöllurinn er með 9 holum, en völlur af fullri stærð hefur 18 holur. Þetta kemur þó ekki að sök, þar sem margfalda má 9 með 2 og fá út 18. Félagar klúbbsins hafa reist sér ljómandi snoturt hús, nokkurs konar fé- lagsheimili, á jaðri vallarins, og ko)m það sér sannarlega vel fyrir okkur blaðamennina að geta slappað þar af að keppni lokinni, enda orðnir velktir og blautir í fæturna. Golfíþróttin á vaxandi vinsæld- um að fagna hérlendis sem er- lendis, og á það ekki hvað minnstan þátt í þeim vinsældum, að íþróttina geta allir stundað, jafnt konur, karlar og börn. A0- spurður hvað leggja þyrfti í mikinn stofnkostnað til að hefja golfiðkun, svaraði Pétur, að komast mætti af með 2500 — 3000 krónur til kaupa á tækjum, sem síðan mætti svo auka og bæta með tímanum. Tækin geta svo t. d. hjón notað saman. Vilji menn gerast félagar í klúbbnum þá er ársgjaldið 3500 krónur, og gildir það fyrir hjón óg born þeirra til 16 ára aldurs. Apnars vantar ekki mikið á. að Gdlf- klúbbur Ness sé fullskipáður, en félagar eru núna um 70. En snúum okkur aftur á0 vérk- efni dagsins, „Reykjavíkúrmeist- aramóti blaðamanna í golfi með happa- og glappaaðferðinni.” — Áður en gengið var til keppni vor- um við klæddir í regngalla og væddir regnhlífum og kylfum, sem hétu aðskiljanlegum og ó- munanlegum nöfnum. Riley byrjaði á því að kenna okkur, hvernig halda ætti á kylfunum, enda munu fyrstu handbrögð okkar hafa fremur minnt á erfiðismenn með haka-, en kepp endur í miklu móti í golfi. Ril- ey hóf síðan keppnina eins og vera bar, sló kúluna eitthvað út í buskann, og er Riley þar með úr sögunni. Síðan hófst einhver sú stórkostlegasta og jafnasta keppni, sem fram hefur farið á þessum ágæta velli, og var eins gott að ekki voru þar neinir á- horfendur til staðar, því að slík- ur var fítonskraftur keppenda og útsláttarsemi, að ekkert lif- andi eða dautt var óhult í 180 gráðu boga út frá keppendum og með radíusi allt frá 5 metrum og upp í 155 metra. Þá vildi það brenna við, að torfusnuddur þyrl- uðust upp við höggin, en ekkert voru forráðamenn klúbbsins að erfa það við okkur, enda allir mestu sómamenn og sennilega ýmsu vanir hjá byrjendum. Nú, við lékum þrjár holur, og vil ég nota tækifærið til að koma því að, sem miklu máli skiptir, að Alþýðublaðið leiddi eftir fyrstu holu, en í upphafi annarrar lotu náði fulltrúi Moggans, Atli Steinarsson, slíku feikna höggi — á kúluna — að taugar annarra keppenda biðu tjón af. Þó var ekki öll von úti, þegar þriðja og síðasta lota hófst, enda höfðu gestgjafar séð blautum og köld- um keppendum fyrir hressingu áður en úrslitabaráttan byrjaði. l'egar Atli hafði lokið keppni var fyrirsjáanlegt, að erfitt yrði að jafna metin. Til þess varð kepp- andi Alþýðublaðsins að hitta í holu í um það bil 10 feta fjar- lægð. Það tókst — en höggið var of fast, og kúlan fór hárfint yfir eins og Sigurður hefði sagt, hefði hann mætt til leiks. Varð því annað sætið að duga að þessu sinni, en stefnt að sigri í næstu keppni, sem verður að ári. Þegar úrslit lágu fyrir, og allir höfðu sætt sig við útkomuna var gengið til baðstofu. Pétur Björns- íon afhenti Atla Steinarsyni veg- lega styttu til marks um sigurinn, en þetta var í annað skipti, sem keppni þessi fer fram. Bauð hann þátttakendum að koma og æfa sig, þegar þeir vildu, svo þeir mættu vera betur undirbúnjr til næstu hildar. Úrslit urðu sem hér segir; . högg 1. Atli Stein. Morgunbl. 25 i 2. Kristm. Eiðss., Alþbl. 28 ' 3. Jón Th. Har., í>jóðv. 29 í 4. Hjalti Zóph., Tíminn, 30 Sést bezt af úrslitum þessunj, hve keppnin var jöfn og spenij- Framhald 10. síðu. Enski golfleikarinn Riley að ljúka Björnsson, form. Golfklúbbs Ness. við fyrstu holuna í fimmta höggk Lengst til hægri stendur Pétur 3 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 9. júlí 1966

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.