Alþýðublaðið - 13.07.1966, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.07.1966, Blaðsíða 1
MiÖvikudagur 13. júlí 1966 — 47. árg. — 155 tbl. — VERÐ 5 KR. Leggst netaveiði fljótlega niður? Reykjavík. — GbG. Þriðjud. | í viðtali við veiðimálastjóra í' gær jengum við þær upplýsingar j að laxvei'Sin væri mjög að glæð-\ ast. Nýjasta skýrslan er ekki til- \ búin um fjölda laxa veidda á ARGENTÍNA TAFÐIST Reykjavík — Þriðjudag. ÞEGAR skemmtiferðaskipið Ar- gentína var að létta akkerum síð- degis í dag, fékk skipverji einn aðsvif og féll í öngvit. Með því að slíkt var engin nýlunda varð- andi þennan mann, var haldið af staö. En sem skipið var komið skamman spöl, var óskað eftir bát frá landi til að sækja mann þennan, þar eð sýnt þótti, að eitt- livað alvarlegt væri að honum. Var brugðiS skjótt við af hálfu Eimskips, sem hafði með höndum afgreiðslu skipsins og sendur hafn sögubátur eftir manninn, og hon- um útvegað pláss á spítala í Reykjavík. Framhald á 10. síðu. HEILDARFISKAFLINN fyrstu þrjá mánuði þessa árs var 27.639 tonnum minni en á sömu mánuð- um í fyrra, og hefur bæði afli bóta og togara minnkað miðað viS fyrra ár. Þorskaflinn í heild varð 7.410 tonnum minni en árið áð- ur, en hins vegar jókst ýsuaflinn geysilega, eða um rúm 65 þús. tonn. Af öðrum fisktegundum, sem meira widdist af í ár en í fyrra, má nefna steinbít, sandkola, skarkola og hákarl. Af öðrum teg- undum veiddist verulega minna magn en árið áður. Þegar, hins vegar, síld og loðna eru tekin með í reikninginn, snýst dæmið við þm að þá er heildaraflinn úr sjó um 16.000 tonnum meiri í ár en árið áður, og kemur þar aðallega til loðnan. Af loðnu hverjum stað, en við höfum tölur frá 7. júni. Þann 1. júlí höfðu veiðst 60 lax- ar í Elliðaánum, þar af 34 síðustu vikuna. í Laxá í Kjós höfðu veiðst 100 laxar 6. júlí; í Norðurá 86 um mánaðamótin en voru komnir upp í 100 fáeinum dögum síðar. Vikuna 3.-9. júlí veiddust 105 laxar í Þverá í Borgarfirði en þar áður höfðu aðeins veiðst 64 stykki. Þá er og um aukningu veiði a’ð ræða í Hvítánum báðum og Ölfusá, en þar er einnig um rietaveiði að ræða. Upp úr mán- Framhald á 10. síðu. vvwwwwmwwwwww ISkemmtiferð j! Kvenfélagsins | KVENFÉLAG Alþýðu- 1 [ flokksins í Reykjavík fer j[ skemmtiferð á Snæfellsnes ' j dagana 19. off 20, júlí. Upp- j[ lýsingar eru gefnar og tek [í Iið á móti þátttökutilkynning um í eftirtöldum símum: J| 1-43-13 Katrín Kjartansdótt j; ir, 1-04-88 Aldís Kristjáns j[ dóttir og 1-24-97 Kristbjörg JI Eggertsdóttir. ! > ■ vwwwwwwwwwtv stórum ífyrra veiddust 123.742 tonn í ár, sem er um 75 þúsund tonnum meira en í fyrra. Hins vegar var síldar- magnið á vetrarvertið rúmum 30 I þúsund tonnum minna. Loks má geta þess, að rækjuveiði var ná- lega helmingi meiri í vetur en í fyrra. Samkvæmt skýrslu Fiskifélags íslands um fiskveiðina í janúar —marz í ár var bolfisksaflinn hjá bátunum rúm 87 þús. tonn og fóru af honum tæp 40.000 tonn í fryst- ingu, rúm 25.000 í söltun, rúm 18 þús. f herzlu, rúm 3000 í neyzlu innanlands og afgangurinn í mjölvinnslu og niðursuðu. Af togaraaflanum, sem var alls rúm 10.619 tonn, fóru rúm 10 þús, tonn til sölu sem ísfiskur. Ysuaflinn meiri en wwwwwwwwwitwv Fugl seztur || ðöíSurtsey | Dr. Sigurður Þórarinssoh. I j brá sér rétt einn ganginn út [ [ í Surtsey í gær og er heldur !! dugnaðarlegur í fasi þar sem j [ hann gengur frá þyrlunni á [ ! Reykjavíkurflugvelli, sem flutti ■ j hann út í eyju og heim. Með ; [ lionum í förinni var Guðmund- ! ! ur Sigvaldason, jarðfræðingur j ; og fleiri. Sigurður kvað cklcert [ ! lát vera á gosinu í nýju eyj- ; ! unni og stækkaði hún stöðugt. ! Þá sagði hann að mikið væri ; af fugli í bjarginu í Surtsey, en þar hefur hann ekki gert sig heimakominn áður. Fugl- inn hefur enn ekki verpt í eyjunni, enda eru nýju íbú- arnir aðallega ungfuglar. — (Mynd: JV). wwwwwwwwwww Þotan fær ekki nð lenda í Reykjavik Samningaviðræður um þotu- kaup hófust í gærmorgun milli fulltrúa Flugfélags íslands og Boeing verksmiðjanna, en stjórn FÍ hefur ákveðið að festa kaup á Boeingþotu 727. Búizt er við að gengið verði frá samningunum síðari hluta vik- unnar. Þotan, sem þegar er hafin smíði á, verður afhent til notk- unar vorið 1967. Af hálfu Boeing verksmiðjanna komu hingað Poul Petit, yfirmaður samningadeildar verksmiðjanna og Tom Roth, sem er lögfræðingur sömu deildar. Af hálfu Flugfélagsins taka þátt í samningunum Örn Johnson. for- stjóri, Sigurður Matthíasson, aðal fulltrúi og Jóhann Gíslason deild- arstjóri flugrekstursdeildar. Blaðinu hefur borizt eftirfarandi tilkynning frá fjármálaráðuneyt- inu vegna samninga um þotukaup- in: Að gefnu tilefni vill fjármála- ráðuneytið taka fram eftirfarandi: Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita Flugfélagi íslands ríkis- ábyrgð á láni vegna kaupa á Bo- eing 727 þotu, 80% af kaupverði, að settum þeim tryggingum og uppfylltum þeim fjárhagslegu skilmálum sem fjármálaráðuneyt- ið og ríkisábyrgðasjóður telja nauðsynlegt. Ríkisábyrgðin er bundin þeim skilyrðum að um- rædd þota verði gerð út frá Kefla víkurflugvelli. Ráðuneytið hefur falið ríkisá- býrgðasjóði að annast endanlega afgreiðslu málsins. Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í Hafnarfirði í gær var samþykkt að fara þess á leit við Kristin Ó. GutSmundsson, hæstaréttarlög- manro, að gegna störfum bæjar- stjóra til bráðabirgða, en Kristinn Ástæðan fyrir að ríkisábyrgðin er bundin því skilyrði að þotan hafi bækistöð á Keflavíkurflug- velli, mun vera sú, að mikill há- vaði fylgir flugtaki og lending- um slíkra flugvéla og því ekki æskilegt að nota Reykjavíkurfhig- völl fyrir þotuflug. Búast má við að bækistöðvar alls millilandð- flugs félagsins verði fluttar til Keflavíkurflugvallar, þegar þotan kemst í gagnið, nerfia Færeyja- flug og Grænlandsflug. hefur verið lögfræðingur bæjar* ins síðastliðin átta ár. Flutti fráfarandi bæjarstjóri. Hafsteinn Baldvinsson, tillögu um þetta efni, og var hún samþykkt með 7 samhljóða atkvæðúm. Bæj- arfulltruar Alþýðuflokksfhs sátu hjá. Bæjarstjóri til bráða- birgða i Hafnarfirði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.