Alþýðublaðið - 13.07.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.07.1966, Blaðsíða 2
eimsfréttir ....siðastlidna nótt 'MOSIvVLT- Forsætisráðherra Indlands, frú Gandhi, var á- icaft fagnað er hún kom til Moskvu í gær að reyna að fá sovézka leiðtoga til að stuðla að friðsamlegrj lausn í Víetnam Frú Gandhi hefur tryggt stuðning Nassers Egyptalandsforseta og Titos Júgó- •slavíuforseta við tillögu sína um, að Genfarráðstefnan um Indó- Kína frá 1954 verði kölluð saman til fundar að semja um frið x Víetnamdeilunni. Góðar hejmildir herma. að Wilson, for- gætisráðherra Breta. muni styðja tillögu frá Gandhi er hann <kemur til Moskvu á laugardaginn, en fulltrúar Rússar og Breta voru formenn Genfarráðstefnunnar. Indverjar eiga formann vopnahlésnefndarinnar í Víetnam. LONDON: Forsætisráðherra Ástralíu, Harold Holt, ræðir ■aftur vjð Johnson forseta um Vietnamstríðið í þessari viku, að því er skýrt var frá í gær. Holt ræddi við Johnson í Was- íiington í síðustu viku og hefur síðan rætt við brezka xáða- ifnenn, sem hann hefur gagnrýnt fyrir að fordæma loftárásir Bandaríkjamanna á olíustöðvar í nánd við Hanoi og Haiphong. Holt mun gefast tækifæi’i tjl að skýra Johnson frá skoðun einni á væntanlegri Moskvuferð Wilsons forsætisráðherra, sem iiran reyna að fá Rússa til að eiga þátt í því að efnt verði íil viðræðna um frið í Víetnam. VARSJÁ- Pólska frjálsíþróttasambandið hefur aflýst fyr- xrhugaðri landskeppni við Bandaríkjamenn í sumar vegna auk inna árása Bandaríkjafanna í Víetnam og tékkneska körfubolta eambandið hefur aflýst leikjum við bandarískt félag í sum- ar. í fyrradag aflýstu sovézka frjálsíþróttasambandið og §ovézka kröfuboltasambandjð fyrirhuguðum landsieikjum við iBandaríkin. Foy Kohler sendiherra segir sovétstjórnina bera ó- ijyrgð á ákvörðunum íþróttasamtakanna. LUGKNOW. Indlandi: Fimrn manns biðu banda og 60 særð- 'ust þegar lögreglan skaut á um 1000 manns er efndu til mótmæla aðgerða í bænum Banda, um 190 km sunnan við Loeknow, í gær. J'"instrifIokkxr í fylkinu Uttar Pradesh hafa efnt tjl sólarhrings yerkfalls í mótmælaskjmi við hækkandi verðlag. SAIGON: 1816 Vietcongmenn hafa falllð og 194 verið teknir ■til fanga í fjórum umfangsmestu aðgerðum Bandaríkjamanna í Víetnamstríðinu, en þær standa nú sem hæst. Umfangsmestu aðgerðjrnar kallast „E1 Pasoöí og hófust 29. júní á pianteki-u syæðinu í Binh-Long-héraði. PEKING: Kínversk blöð boðuðu x gær víðtækar breyt ingar í háskóia- og menntamálum. Námstími stúdenta í hug- vísindu,m verður styttur. tekið verður tillit til pólitísks áreið anleika þegxr stúdentar óska eftir að stunda nám í hugvísindum og stúdentspróf verður afnumið. Ágreiningur um tolla á áli Harömandi afstaða Rússa í Vietnam: Kínverjar reyna að spilla aðstoð Rússa PEKING, 12. júlí (NTB-Reut- er) — Hin nýja áskorun Kínverja til Norður-Víetnammanna að treysta á Sig sjálfa í baráttunni gegn Bandaríkjamönnum. er af flestum þeim, sem vel fylgjast með gangi mála í Peking, talin vera tiiraun til að draga úr að- stoð Rússa við Norður-VIetnam. Flestjr vestrænir fréttamenn í Peking eru ósammála þeirri skoð un, áð áskorunin gefi tU kynna, að Kínverjar muni ekki gripa inn í stynjöldina, áð sögn fréttaritara Reuters. Samtímis hermir fréttaritari AFP í Moskvu, að afstaða Rússa gagnvart Bandaríkjamönnum virð ist hafa harðnað undanfama daga Genf, 12. 'ýúlí. (ntb-afp). Full- trúar Japans, Noregs, Kanada og Efnahagsban dalagslandanna rsedáu áltollavandamál í Genf í dag, en ekki náðist samkomulag um tollalækkanir. Viðræðurnar eru liður í Kennedy-umferðinni um alþjóðlegar tollalækkanir inn- an ramma Genfarsáttmálans um tolla og viðskipti (GATT). Við- ræðunum um áltolla verður hald- ið áfram í september og þá mun framkvæmdastjórn GATT hafa lolcið við að semja skýrslu um málÍS. Ágreiningur um tolla á áli eiga fiér langa sögu. Sjum lönd, t. d. Frakkland, eiga mikið af báxíten en dýrari orku. en öpnur iönd, t,d, Kanada eiga ódýrari prku en litlar báxítbirgðir. Á fundinum í dag lét fulltrúi Japans í Ijós á- hyggjur vegna álframleiðslu Rússa, en ef áítollar yrðu lækkað- ir kæmist ódýr sovézk fram- leiðsla á markaðinn, enda hefðu Rússar komið sér upp miklum orkuverum í Síberíu. EBE-lönd- in vonast til að komast yfir næg- ar orkubirgðir með beizlun kjarn- orkunpar og vegna jarðgassfund- anna í Hollandi. Tillaga Kanadamanna um stofnun fríverzlunarsyæðis At- lantshafsríkja á sviði áls fékk slæmar undirtektir á fundinum í dag og gagnrýndu fulltrúar EBE- landanna tillöguna, einkum Frakk ar. Kanadamenn og Norðmenn töldu tillögur EBE og Japans um tollalækkanir ófullnægjandi Reykjavik. — Þriðjudag. Gott veður var á síldarmiðun- um og góS veiði á svipuðum slóð- um og í gær, þ. e. 100 mílur SSA frá Jan Mayen. Alls var 31 skip með 6.703 tonn. Arnar RE með 365 tonn Guðbjörg GK 336 tonn, Halkion VE með 314 tonn og Jón Kjartansson SU 303 tonn. Flestir bátanna voru með 200 tonn og þar yfir. Hæst var Hafrún, ÍS, með 436 tonn. Frá Raufarhöfn höfum við þær fregnir, að þar biðu 6 bátar lönd- unar, en þar hefur nú verið hálfs mánaðar hlé á bræðslu. Engin síld liefur borizt þangað til sölt- unar. Til Djúpavogs hefur engin síld borizt lengi, en þar er búið að bræða töluvert. Menn bíða þess rólegir að úr rætist, minnugir þess, að í fyi’ra var ekki búið að salta tunnu urn 20. ágúst, en síð- an voru s;-ii >«:,r 9000 tunnur. Á Eskiíiiöi er búið að bræða 12.500 tonn, en þai- hefur bræðsla ejpn ekki stöðvast v.egna hráefnis- skorts. Annars berst þangað eng- in síld eins og er. En menn eru rólegir og bjartsýnir, enda mikið eftir af sumrinu. Jarðskjálfti í Tyrklandi Istanbul. 2. júlí (ntb-reuter). Jarðskjálfti, serri var í Austur- Tyrklandi í nótt, hefur kostaS 14 manns lífið. Rúmlega 1000 hús í 50 þorpum eyöilögðust. Mus-héraðið varð hai’ðast úti í jarðskjálftanum, og samtökin RauSi hóifmáninn (sem samsvarar RauSa krqssinum) hafa komið til hjálpar. 7. marz sl. varð annar jarðskjálfýi l Austur-TyTklandi. þá biðu 15 manns bana og mörg hundruð byggingar I nánd við borgjna Erzeruxn eyðilögðust. og að sovézk yfirvöld séu ef til vill að búa sig undir að mæta al varlegu hættuástandi vegna Víet- namdeilunnar. Spennan í sarribúð landanna jafnast ekki á við spennu þá, er ríkti í Kúbudeilunni haustið 1962, en hún er meiri en nokkru sinni síðan þá. að því er stjórnmálafréttaritarar í Moskvu teija. Áskorun Kínverja til Norður- yíetnammanna kom fram í grein í aðalmálgagni kínverska kommún istaflokksins. „Alþýðudagblaðinu“, fyrir tveimur dögum. í greininni var gerður greinaianunur á því að þiggja nokkra aðstoð og gerast algerlega háður erlendri aðstoð. Fréttaritarar telja, að með þessu hafi Kínverjar átt við aðstoð Rússa, en Kínverjar segja að Rússar veiti þessa aðstoð til að ná í sínar hendur stjórninni á baráttu kommúnista í Víetnam og spilla henni- Kínverskir leiðtogar og kínversk blöð hafa að undanförnu gert svo harða hríð að aðstoð Rússa við Norður-Víetnam, að engu hefur verið líkara en að um óbeina gagn rýni á Norður-Víetnammenni hafi verið að ræða, þar sem þeir þiggja þessa aðstoð. Sjálfir gefa Kínverjar sífellt hátíðleg loforð um aukna aðstoð. Kínversk blöð slógu í dag upp á forsíðum frétt um af miklum mótmælaaðgerðurn í fimm stórborgum í gær gegn loftárásum Bandaríkjamanna á Hanoi og Haipphong-svæðin. Fyr irsögn „Alþýðudagblaðsins“ var svohljóðandi: „Kínverska þjóðin. vopnuð hugsjónum Mao Tse-tungs, mun veita skilyrðisiausan stuðn- ing í baráttu víetnamísku þjóðar innar gegn Bandaríkjamönnunt þrátt fyrir allar hættur". En bent er á, að í ræðum þeim, sem haldn ar voru á fjöldafundunum. haft ekki verið gefiri loforð um nein ar áþreifanlegar aðgerðir af Kín verja hálfu. Um hina harðnandi afstöðil Rússa segir Moskvu-fréttaritari AFP, að þróunin hafi færzt á nýtt stig með ákvörðun sovézka frjála íþróttasambandsins um að takai ekki þátt í liinni fyrirhuguðu landskeppni við Bandaríkin í Los Framhald á 10. síðu. í GÆR fóru fram þrír leikir í heimsmeistarakeppninm í knatt spyrnu. í I. riðli í Sheffield sigr aði Vestur-Þýzkaland Sviss með yfirburðum 5 mörkum gegn engu. í hléi var staðan 3—0. Brasilía vann Búlgaríu ' Liver pool með 2 mörkum gegn engu, í hléi var staðan 1—0. Loks sigr- uðu Sovétríkin Norður-Kóreu I Middlesborough með 3 mörkum gegn engu, í hléi var staðan 2-0, í dag verða háðir fjórir leik* ir, Uruguay-Frakkland, Sviss- Spánn, Brasilía-Ungverjaland og Norður-Kórea gegn Chile. W>WWIIMMMIMWMMMWWWWWMMWMWWMMWWIWWW Þjakaður eftir níu daga föstu Stokkhólmi, 12. júlí. (ntb). Sten Fransson, 30 ára gamall listamaSur, var í dag mjög þjakaður eftir að hafa fastað í níu sólarhringa i mótmæla- skyni við stefnu Bandaríkjanna í Vietnammálinu. En hann sat enn á vindsæng sinni á lóð einni bak við bandaríska sendi ráðið í Stokkhólmi og kvaðst mundu lialda liungurverkfall- inu áfram til 22. júlí þótt læknar telji að hann örmagn- ist fyrir þann tíma og stofni lífi sínu i hættu. Fransson, sem neytir aðeins vatns, gat ekki sofið í nótt fyr- ir rigningu og háreysti frá stuðningsmönnum og andstæð- ingurri. Við hlið sér hefur Fransson fána Sameinuðu þjóðanna og járnstyttu af „Sámi frænda’’ með hauskúpu, sem hann hefur sjálfur gert, en í morgun reif ungur Banda- ríkjamaSur styttuna niður og til áfloga kom með honum og félögum Franssons. Fransson hefur verið hótað lífláti og því hefur hann lífvörð sér til verndar. Upphaflega hafðist Fransson við í tjaldi en lög- reglan skipaði honum að táka það niður þar sem bannað væri að tjalda á lóðinni. högreglan hyggzt ekki skerast i leikinn fyrr en líf Franssons er í hættu. aWWMWWWiWWWWWMWWWWWWWWWW 2 ALÞÝÐUBLAÐI0 - 13. júlí 1966

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.