Alþýðublaðið - 22.07.1966, Qupperneq 8
Hér á KvennasíSunni hafa einu
sinni áður verið birtar uppskriftir
úr Eldhúsbókinni, sem er skemmti-
legt heimilisblað fyrir húsmæður.
Nú fara hér á eftir enn nokkrar
uppskriftir úr Eldhúsbókinni, að
kökum, sem sjaldan eru bakaðar
heima, en oftar keyptar í brauð-
búð.
VÍNARBRAUÐSDEIG.
25 g. pressuger
% dl. vatn eða mjólk
Vz egg
25 g. sykur
125 g. hveiti
100 g. smjörlíki
Pressugerið er hrært út í köldu
vatninu. Eggi, sykri og hveiti er
bætt út í. Deigið látið standa á
köldum stað í ca. 15 mín. Flatt út
á hveiti stráðu borði í ferkant ea.
30x30 cm. Smjörlíkið er liaft vel
kalt og er skorið í þunnar sneiðar,
sem lagðar eru yfir helminginn af
deiginu. Hinum helmingnum
hvolft yfir. Deigið er flatt út og
brotið saman í 3 brot á hvorri
hlið og látið á kaldan stað í ca.
15 mín. Þá er það aftur flatt lít
og brotið eins saman og látið bíða
í 15 min. Úr þessu deigi má búa
til alls konar vínarbrauð, smjör-
kökur o. fl. Deigið er flatt þunnt
eða þykkt út, allt eftir því, hvern-
ig vínarbrauð á að baka. Þegar
búið er að móta vínarbrauðin eru
þau látin hefast á bökunarplötunni
í ea. 15 mín.
KAMBAR
(16 stykki)
1 skammtur vínarbrauðsdeig
Fylling:
25 g. smjörlíki
25 g. flórsykur
Skreyting:
Saxaðar möndlur
grófur sykur
Deigið erflatt út í aflangt stykki
ca. Vz cm. á þykkt og 16 cm. á
breidd. Fyllingin er hrærð saman
og smurð yfir deigið. Deigið er
brotið saman í tvö lög, skorið í ca.
5 cm. breið stykki. Fjórar rifur
eru skornar í aðra hliðina á hverju
stykki. Kambarnir eru beygðir laus
lega. Látnir hefast á bökunarplöt-
unni i 15 mín. Þeir eru penslaðir
með eggi og söxuðum möndlum og
grófum sykri stráð yfir. Bakaðir
í 15 mín. við sterkan hita.
UMSLÖG
(ca. 16 stykki)
1 skammtur vinarbrauðsdeig
Fylling:
25 g. smjörlíki
40 g. sykur
25 g. saxaðir hnetukjarnar
Sykurbráð
100 g. flórsykur
2msk. vatn
g 22. júlí 1966 - ALÞÝÐUBL.4ÐIÐ
Deigið er flatt út í V2 cm. þykkan
ferhyrning, og skorið í stykki, ca.
8x8 cm. Sykur og smjörlíki er
hrært saman og hnetunum bætt út
í. Ein skeið af fyllingunni er sett
á miðju hverrar köku. Hornin éru
brotin upp að miðju. Látið hefa
sig á smurðri bökunarplötu í ca.
15 mín. og penslað með eggi. Bak-
að við góðan hita 220—230 gráður
á C. Skreytt með sykurbráð, þegar
umslögin hafa kólnað-
MÖNDLUHORN
(ca. 16 stykki)
1 skammtur vínarbrauðsdeig
Fylling:
50 g. möndlur
50 g. flórsykur
V2 eggjahvíta
Deiginu er skipt í tvo hluta, og
hvor um sig er flattur út í kringl-
ótta köku, ca. V2 cm. á þykkt. —
Henni er síðan skipt í 8 þríhyrn-
inga. Möndlurnar eru saxaðar
smátt og flórsykrinum blandað sam
an við. Eggjahvítunni hrært sam-
an við og hrært þar til fyllingin
er mjúk. Á hvern þríhyrning ér
sett ein teskeið af möndlufylling-
unni. Þríhyrningunum rúllað sam-
an frá breiðari hliðinni að oddin-
um, þannig að horn myndist. Látið
hefast á smurðri bökunarplötu í ca.
15 mín. Hornin eru pensluð með
eggi og grófum sykri stráð yfir.
VÍNARRÚLLUR
(ca. 14 stykki)
1 skammtur vínarbrauðsdeig
Fylling:
50 g. smjörlíki
50 g. flórsykur
1 msk. kanill
Deigið er flatt út í
ferkant, ca. 14x25 cm. Fyllingin er
hrærð saman og henni smurt yfir.
Deiginu er rúllað saman frá báðum
hliðum. Skorið í 1 cm. breiðar
sneiðar. Látið hefast á smurðri
bökunarplötu í 15 mín. Penslað
með eggi og bakað við góðan hita
í 15 mín.
' ASTORIAKRANS
1 skammtur vínarbrauðsdeig
Fylling:
50 g. saxaðar hnetur
50 g. saxaðar möndlur
50 g. saxað appelsínuhýði
50 g. rúsínur
25 g. sykur
V2 dl. romm, sherry, madeira
eða samsvarandi bragðefni.
Deigið er flatt út í ferkanf ca.
30x75 cm. Fyllingin er hraérð sam-
an og lögð á miðjuna í deiginu.
Hliðarnar eru brotnar upp af fyll-
ingunni. Mótaður krans á smurðri
bökunarplötu. Látið hefast í ca.
15 mín. Penslaður með eggi og
bakaður í ca. 20 mín.
SMJÖRKAKA
1 skammtur vínarbrauðsdeig
Fylling:
Vanillukrem úr 2 dl. af mjólk
(vanillubúðingur úr pakka),
25 g. möndlur
50 g. kúrennur
25 g. smátt skorið súkkat
Sykurbráð:
100 g. flórsykur
2 msk. vatn
Deiginu er skipt í 2 hluta. Annar
hlutinn er flattur út í kringlótta
köku. Smurt tertumót er klætt með
deiginu. Helmingurinn af vanillu-
kreminu er settur í mótið og helm
ingnum af möndlum, kúrenum og
súkkati stráð yfir. Hinn helming-
urinn af deiginu er flattur út í
aflangt stykki ca.15x35 cm. Það
sem eftir er af kremi er látið ofan
á og það sem eftir er af möndlum.
kúrennum og súkkati er stráð yfir
það. Rúllað saman eins og rúllu-
terta.
✓
Á Ítalíu framleiða þeir nú
efni og í skæruin litum. Þessi
sínugulum lit og eins og sjá má
Efnið er einhvers konar si'
enn höfum við ckk séð neinar s'
veitir ekki af að bæta skapið o
skrautlegri regnkápu?
Og af því að hér á móti ;á
er ekkert að því að birta hér n
„Bólbaðskjól’'.
l’íílulJ